Dagur - 31.08.1988, Blaðsíða 15

Dagur - 31.08.1988, Blaðsíða 15
íþróttir 31. ágúst 1988 f*N-f* DAGUR- 15 r* p»•'**, n. u *• f Haustmót KRA: Þórsarar sterkir í Þórsarar reyndust heldur sterkari en KA þegar liðin léku í 7. flokki fyrir skömmu. Leikirnir voru lið- ur í haustmóti KRA og sigr- uðu Þórsarar í tveimur leikj- um og KA í einum. Leik A liðanna lauk með stórsigri Pórs, 10:2. Jónatan Magnússon skoraði fjögur mörk fyrir Þór, Orri Óskars- son og Jóhann PÖrhallsson tvö hvor og Hörður Rúnarsson og Ragnar eitt hvor. Lárus Stef- ánsson skoraði bæði mörk KA. KA sigraði 5:4 í leik fí lið- anna. Þar var Hiynur Por- móðsson heldur betur á skot- skónum þvi hann skoraði öll mörk KA. Brynjar Vatnsdal og Eiríkur Eiríksson skoruðu tvö mörk hvor fyrir Þór. Loks van'n.C Iið Þórs 7:0 sig- ur í sínum leik. Gunnar Jóns- son og Andri Hjörvar skoruðu þrjú mörk hvor og Sindri Frí- mannsson eitt. JHB Æskan vann Vask Æskan sigraði Vask með tjórum mörkum gegn einu þegar liðin léku frestaðan leik úr 1. umferð D-riðiIs 4. deildar í síðustu viku. Æskan var heldur sterkari í fyrri hálfleik og náði þá að skora tvö mörk. í síðari hálf- ieiknum náði Æskan mjög góðum tökum á leiknum og bætti þá við tveimur mörkum én Gunnar Berg skoraði eina mark Vasks úr vítaspyrnu. Pétur Friðriksson og Baldvin Hallgrímsson skoruðu tvö mörk hvor fyrir Æskuna. JHB Firmakeppni GH: Guðni sigraði Úrslit firmakeppni Golfklúbbs Húsavíkur 1988 fóru fram á Katlavelli sl. föstudagskvöld. Sigurvegari á mótinu varð Útgerðarfélagið Brík hf. sem Guðni Rúnar Helgason keppti fyrir. Alls tóku 64 fyrirtæki þátt í mótinu en 15 kepptu til úrslita á föstudagskvöld. Leiknar voru 18 holur en um var að ræða höggleik með forgjöf. Guðni Rúnar, sem er 12 ára, sigraði á 72 höggum nettó. Aðalgeir Bjarnason skip- stjóri á Björgu Jónsdóttur tók við verðlaunagripunum fyrir hönd útgerðarfélagsins. I öðru sæti á mótinu varð Höfði hf. sem Axel Reynisson keppti fyrir og í þriðja sæti var Véla- deild KP sem Karl Hannesson keppti fyrir, voru þeir báðir á 77 höggum nettó. IM Guðni Rúnar Helgason sigurvegari í mótinu með verðlaunagrip og fulltrúi fyrirtækisins sem sigraði í keppninni, Aðalgeir Bjarnason skipstjóri á Björgu Jónsdóttur með verðlaunagripi, annar er farandgripur en hinn til eignar. Knattspyrna: Landsleikur gegn Rússum Siegfried Held landsliðsþjálf- ari hefur valið 16 leikmenn til að mæta Sovétmönnum á Laugardalsvellinum í kvöld kl. 18.00. Þetta er fyrsti leikur í 3. riðli undankeppni HM í knatt- spyrnu. Sund: Wolfgang Shar til starfa hjá Óðni Eftirtaldir leikmenn hlutu náð fyrir augum Helds: Bjarni Sigurðsson Brann Friðrik Friðriksson B 1909 Arnór Guðjohnsen Anderlecht Asgeir Sigurvinsson Stuttgart Atli Eðvaldsson Val Guðmundur Torfason KSC Gent Guðni Bergsson Val Sævar Jónsson Val Gunnar Gíslason Moss 22 13 25 39 51 14 19 42 34 Ólafur Þórðarson ÍA 23 Ómar Torfason Fram 30 Pétur Arnþórsson Fram 19 Pétur Ormslev Fram 29 Viðar Porkelsson Fram 19 Sigurður Grétarsson Luzern 20 Sigurður Jónsson Sheff. Wed. 14 Þórarinn V. Árnason skorar fyrsta mark KA gegn ÍR. Mynd: tlv Knattspyrna 2. flokkur: KA í 1. deild - tryggði sætið með 5:1 sigri á ÍR þó aldrei að ógna marki KA- 2. flokkur KA tryggði sér sæti í A-riðli, eða 1. deild, þegar lið- ið sigraði ÍR 5:1 á KA-vellin- um á laugardag. Sigur KA- manna var öruggur eins og tölurnar gefa til kynna og þýddi hann að KA og ÍBK leika í A-riðli að ári en mögu- leikar IR-inga eru úr sögunni þar sem þeir töpuðu 0:1 fyrir IBK á dögunum. Síðasti leikurinn í þessari úrslita- keppni var leikur IBK og KA og átti hann að fara fram í Keflavík í gærkvöld. KA-menn hófu leikinn á laug- ardag af miklum krafti og og fengu óskabyrjun því Pórarinn V. Árnason skoraði fyrsta mark leiksins strax á 3. mínútu eftir stórsókn. KA-menn sóttu áfram og nokkrum mínútum síðar skor- aði Björn Pálmason annað mark KA. Eftir það mark jafnaðist leikurinn nokkuð. ÍR-ingar náðu manna neitt verulega á meðan sóknir KA-manna voru mun beinskeyttari. Þeir náðu að bæta við einu marki fyrir hlé og var þar Björn Pálmason að verki með sitt annað mark. Segja má að eftir þriðja markið hafi allur vindur verið úr ÍR- ingum. Þórarinn V. Árnason bætti fjórða marki KA við á 60. mínútu og þrátt fyrir að ÍR-ingar klóruðu í bakkann með marki úr vítaspyrnu var spurningin ein- ungis hversu stór sigur KA- manna yrði. Pað var svo Svanur Valgeirsson sem innsiglaði sigur KA með glæsilegu marki þegar 5 mínútur voru til leiksloka. Ekki er hægt að segja annað en að KA-menn séu vel að 1. deild- arsætinu komnir. Þeir hafa að- eins tapað einu stigi í sumar í 21 leik og ef þeir hafa sigrað eða gert jafntefli í Keflavík í gær- kvöld hafa þeir farið taplausir í gegnum íslandsmótið. JHB Sundfélagiö Óöinn hefur ráðið Wolfgang Shar sem þjálfara afreksflokks frá og með 1. september. Wolfgang Shar er íþróttakennari frá Iþróttahá- skólanum í Köln, en þar tók hann sundþjálfun sem sérgrein ásamt endurhæíingarleikflmi fyrir hjartasjúklinga og aldr- aða. Wolfgang hefur verið búsettur hér á landi í rúm þrjú ár og hefur verið þjálfari hjá 1. deildarliði KR auk þess sem hann hefur ver- ið þjálfari unglingalandsliðsins og hefur hann ásamt öðrum annast undirbúningsþjálfun ólympíuliðs íslands í sundi. Auk þjálfunar mun Wolfgang starfa við endur- hæfingu á hjartadeild FSA. Shar mun taka við þjálfun af Jóhanni G. Möller sem hefur annast mestalla sundþjálfun á Akureyri frá 1970 en Jóhann mun taka að sér þjálfun á yngri flokkum félagsins. Það er mikill fengur fyrir íþróttafólk og sér í lagi sundfólk á Akureyri að fá mann með jafn mikla menntun og reynslu sem Wolfgang Shar til að starfa í bænum og er víst að hann verður mikil lyftistöng fyrir sundíþróttina. Á síðasta ári féll Óðinn í þriðju deild í sundinu og þótti þá rétt að leita nýrra leiða og hefja markvissa uppbyggingu á starf- inu. Var þá farið að leita eftir þjálfara og bar sú leit fljótlega árangur þar sem Wolfgang Shar sýndi þessu verkefni mikinn áhuga. Mikill skortur er nú á þjálfurum á landinu og er fjöldi félaga um land allt þjálfaralaus. Æfingar hjá afreksflokki Óðins hefjast að nýju nú um mánaða- mótin og fyrsta mótið sem félagið tekur þátt í á keppnistímabilinu verður bikarkeppni SSI, 3. deild, sem verður haldið á Neskaupstað 10. - 13. september. Auk sundþjálfunar fyrir sund- félagið Óðin er verið að kanna inöguleika á því að hefja mark- vissar æfingar fyrir fullorðna, undir handleiðslu þjálfara. Þjálf- un hjá yngri flokkum félagsins hefst 5. september nk. Innritun nýrra félaga verður föstudaginn 9. september kl. 18 og er þar kjörið fyrir alla sem áhuga hafa á að æfa sund að mæta. Þjálfarar yngri flokka verðá Jóhann Möller og Ármann H. Guðmundsson. Björn Sverrisson lék sinn 150. leik með meistaraflokki Tindastóls gegn Fylki sl. föstudagskvöld. Að leik loknum afhenti Stefán Haraldsson (t.v.) formaður knattspyrnudeildar Birni blómvönd og koníak frá félaginu fyrir að hafa náð þessum merka áfanga. Mynd: bjb

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.