Dagur - 31.08.1988, Blaðsíða 2

Dagur - 31.08.1988, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 31. ágúst 1988 '•11 r t iíi rti'i ■» T- *- 23 £ i—• 1 /L, h m • f" r . m ^ tt 1 . r 1 r r f r r T J 2 —4 L. —B n L Kennsla á hljómborð og rafiiiagnsorgel Innritun í síma 24769 eftir klukkan 17.00. Orgelskóli Gígju. — AKUREYRARB/tR Afnot af íbúð í Davíðshúsi, Akureyri Eins og áður hefur komið fram, þá gefst fræði- mönnum og listamönnum kostur á að sækja um 1 - 6 mánaða dvöl í lítilli íbúð í Davíðshúsi til að vinna að fræðum sínum eða listum. Ákveðið hefur verið að frestur til að skila umsókn- um um afnot af íbúðinni árið 1989 verði til 30. september nk. Umsóknir ber að senda til: Akureyrarbær, c/o Ing- ólfur Ármannsson, menningarfulltrúi, Geislagötu 9, 600 Akureyri. JÉk Menningarsjóður íslands og Finnlands Tilgangur sjóðsins er að efla menningartengsl Finnlands og (slands. í því skyni mun sjóðurinn árlega veita ferða- styrki og annan fjárstuðning. Styrkir verða öðru fremur veittir einstaklingum, stuðningur við samtök og stofnanir kemur einnig til greina ef sérstaklega stendur á. Umsóknir um styrki úr sjóðnum fyrir árið 1989 skulu send- ar stjórn Menningarsjóðs (slands og Finnlands fyrir 30. september nk. Áritun á íslandi: Menntamálaráðuneytið, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík. Æskilegt er að umsóknir séu ritaðar á sænsku, dönsku, finnsku eða norsku. Stjórn Menningarsjóðs íslands og Finnlands. 24. ágúst 1988. C LANDSVIRKJUN Útboð Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í að steypa upp og fullgera aðveitustöðvarhús sem reisa á við 220 kV háspennulínu Landsvirkjunar til álvers- ins í Straumsvík, móts við Hamranes sunnan Hafn- arfjarðar. Verkinu tilheyra einnig ýmsir aðrir verk- þættir svo sem gerð undirstaða fyrir stálmöstur og spenna. Útboðsgögn verða afhent frá og með þriðjudeginum 30. þ.m. á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, Reykjavík, gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr% 3.000.- Helstu kennitölur í verkinu eru: Flatarmál húss 614 m2 Rúmmál húss 3160 m3 Steypa 1015 m3 Mótafletir 4170 m2 Steypustyrktarjárn 92 tn Miðað er við að verkið geti hafist 23. september nk. og að verklok verði sem hér segir: Húsið fokhelt 31. desember 1988 Steypt mannvirki utanhúss 15. apríl 1989 Heildarverklok 15. maí 1989 Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar 9. september 1988 fyrir kl. 10.30, en tilboðin verða opnuð þar sama dag kl. 11.00 að viðstöddum bjóð- endum. Reykjavík 28. ágúst 1988. Skoðanakönnun SKÁÍS: 85,1% hafa bragðað bjór Flestir íslendingar átján ára og eldri hafa bragðað áfengan bjór, ef marka má skoðana- könnun sem SKÁÍS gerði dag- ana 19. og 20. ágúst. Hringt var í 700 manns og af þeim svöruðu 636. Alls kvaðst 541 hafa bragðað áfengan bjór, eða 85,1%, en 94 sögðust ekki Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra hefur ekki gefist upp á því að reyna að selja Útvegs- bankann og nú hefur hann skipað nefnd til að kanna möguleika á og undirbúa sölu hans. í fréttatilkynningu frá við- skiptaráðuneytinu segir að ráð- herrann hafi nýlega skipað starfs- hóp til þess að kanna möguleika á og undirbúa sölu hlutabréfa ríkisins í Útvegsbanka íslands hf. Starfshópnum er falið að vinna að eftirtöldum markmiðum við sölu hlutabréfanna: hafa bragðað þennan drykk, eða 14,8%. Spurt var hvort fólk teldi að íslenska vatnið myndi gefa meiri möguleika en ella á góðri bjór- framleiðslu. 68,9% jánkuðu þessari spurningu, 13,1% kváðu nei við, 16,7% voru óákveðnirog 1,4% aðspurðra svöruðu ekki. Ef - Að ríkissjóður fái rétt verð fyrir hlutabréfin. - Að með sölu bréfanna verði stuðlað að sameiningu banka- stofnana og - að eignarhaldi að bankanum verið dreift. í starfshópnum eiga eftirtaldir sæti: Björn Friðfinnsson aðstoð- armaður ráðherra, Jónas A. Aðalsteinsson hrl., og Árni Tóm- asson löggiltur endurskoðandi. Þessi hópur mun á næstunni hefja viðræður við ýmsa aðila til þess að kanna áhuga á kaupum bréf- anna í ljósi nýrra aðstæðna. AP aðeins er litið á þá sem tóku afstöðu töldu 84,1% að íslenska vatnið yrði bjórnum til fram- dráttar. Þá var spurt hvort líklegt væri að íslendingar gætu flutt út eigin bjór, líkt og Danir. 69,3% töldu að svo væri, 20,9% svöruðu neit- andi og 8,3% voru óákveðnir og 1,4% gáfu ekki svar. Af þeim sem tóku afstöðu sögðu 76,8% já, en 23,2% nei. Spurningunni: Telur þú rétt að Áfengisverslunin selji allar þær bjórtegundir sem íslenskir fram- leiðendur geta boðið upp á?, svöruðu 70% játandi, 20% neit- andi, 8% voru óákveðnir og 2% svöruðu ekki. Loks var spurt hvort fólk teldi sanngjarnt að innlendur bjór yrði ódýrari en erlendur. 62,6% töldu það sanngjarnt, 29,6% neituðu þessu, 6,1% voru óákveðnir og 1,7% svöruðu ekki. Af þeim sem ekki sögðust hafa bragðað áfengan bjór voru konur fleiri en karlar, fólk yfir fimmtugt fleiri en þeir sem ekki höfðu náð þeim aldri og fleira fólk á lands- byggðinni hafði ekki bergt á þess- um vökva en þeir sem höfuð- borgarsvæðið byggja. SS Sala Útvegsbankans: Jón reynir aftur Sauðárkrókur: 40 tonn af malbiki í holur hér og þar Á Sauðárkróki voru sett 35-40 tonn af malbiki á götur bæjar- ins fyrir skömmu og voru þetta ekki heilar götur heldur blettir hér og þar. Að sögn bæjar- starfsmanna var þetta hefð- bundið viðhald á götunum, en margar götur voru orðnar æði götóttar. Þá var malbikað þar sem lagn- ing ljósleiðarans lá yfir götur bæjarins, eða á þrem stöðum. Malbikið er fengið frá Hofsósi, þar sem að undanförnu hefur verið blandað malbik fyrir Sigl- firðinga á götur þeirra. Bæjar- starfsmenn notuðu tækifærið og fengu malbik til að gera við allar þær holur sem farnar voru að hrella ökumenn á Sauðárkróki. Nú ættu demparar bílanna að fá örlítinn frið, en það stendur varla mjög lengi, því holurnar eru fljótar að koma aftur. Aðspurðir sögðu bæjarstarfs- menn að mun hagstæðara væri að síendurbæta holurnar í staðinn fyrir að malbika yfir heilu göturn- ar. „Það þarf hvort eð er að laga holurnar ef malbikað verður yfir allt,“ sögðu þeir og glottu út í annað. -bjb Bæjarstarfsmenn að malbika í eina holuna af mörgum, og eins og sjá má rýk- ur mjög úr þessu „tjörumalli“.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.