Dagur


Dagur - 08.09.1988, Qupperneq 11

Dagur - 08.09.1988, Qupperneq 11
f/ hér <& þar J Næsti áratugur: Holskefla fítu og hvaps Eftir 1990 verður heilsuræktar- æðið minning ein, tveggja vikna ferðalög munu hverfa, æ fleiri taka einlífi fram yfir hjónaband eða sambúð og næringarríkar máltíðir munu heyra sögunni til. Pessar uggvænlegu staðreyndir er að finna í spádómum Marilyns Block um lífið á næsta áratug. Marilyn vinnur hjá fyrirtæki sem sérhæfir sig í komandi þjóðfé- lagsbreytingum og við skulum líta aðeins á hvað við eigum í vændum. Snúum okkur fyrst að sumar- leyfum og ferðalögum. Hefð- bundin tveggja vikna ferðalög verða lögð niður víðast hvar. í stað þeirra mun sú venja skapast að fara í nokkrar helgarreisur yfir árið. Samkeppnin um störf mun harðna og þeir sem eru í fastri vinnu þora ekki að taka langt frí, enda gætu þeir hreinlega átt það á hættu að aðrir kæmu í þeirra stað. Lausnin verður sú að fólk fer í um fjórar til fimm helgar- reisur á ári. Heilsurækt. Fólk mun gleyma öllu heilsuræktarstússi. Þessi bylgja flóði yfir á árunum 1982- 1983 en nú eru flestir að gefast upp á púlinu og það mun brátt heyra sögunni til. Unga kynslóðin er svo upptekin af tækninni og þeim möguleikum sem hún hefur í för með sér. Sjónvarp, myndbönd, tölvuleikir og aðrar græjur munu taka við af skokki og eróbikk. Eftir 1990 verður allt yfirfullt af feitum ungmennum sem eiga feita foreldra. „Holskefla fitu og hvaps er að skella yfir Bandarík- in,“ segir Block. Matur. Þar eð svo margar kon- ur vinna úti munu hinar nær- ingarríku fjölskyldumáltíðir endanlega hverfa úr samfélags- mynstrinu. Sífellt fleiri munu tileinka sér forsoðinn og for- steiktan mat sem það kaupir í næstu sjoppu og hitar upp í örbylgjuofninum heima hjá sér. Þannig verður nú matseldin á næsta áratug, a.m.k. í Bandaríkj- unum, en vonandi munu íslend- ingar halda í sunnudagssteikina, svo ekki sé farið fram á meira. Fjölskyldumynstur. Vegna þess að nú tekur það mun lengri tíma en áður að koma sér upp húsnæði og stofna fjölskyldu munu æ fleiri verða fráhverfari hjónabandi. Hlutfall þeirra sem aldrei ganga í hjónaband vex ört og allt verður vaðandi í einstæð- um og sjálfstæðum körlum og konum. Menntun. í dag eyða fyrirtæki milljónum í þjálfun og menntun starfsmanna sinna, til að fylla upp í þau göt sem eru í menntun viðkomandi. Á næsta áratug mun viðskiptaheimurinn beita skóla- kerfið þrýstingi til að fá þaðan starfsfólk sem er betur að sér í ýmsum málum og með betri menntun á bakinu. Foreldrarnir munu ýta undir þessar breyting- ar. Þeir vilja að börnin verði bet- ur undir það búin að krækja sér í góða vinnu. Þannig hljóðar spádómurinn um bandarískt þjóðfélag á kom- andi áratug og hví skyldi þetta ekki geta átt við um ísland, þar eð bandarísk áhrif eru jú eigi mjög lítil í þjóðfélagi voru. Eftir 1990 mun heilsuræktaræðið hcyra sögunni til og holskefla fitu og hvaps skellur yfir Bandaríkin, segir m.a. í þessari fróðlegu grein. rJ dagskrá fjolmiðla SJONVARPIÐ FIMMTUDAGUR 8. september 18.50 Fréttaágrip og táknmáls- fréttir. 19.00 Heiða. Teiknimyndaflokkur byggður á skáldsögu Johanna Spyri. 19.25 íþróttasyrpa. Umsjónarmaður Ingólfur Hann- esson. 19.50 Dagskrárkynning. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Byggingameistarinn. Heimildamynd um bjórinn, einn mesta byggingameistara dýrar- íkisins og fylgst með fram- kvæmdum hans í Finnlandi. 21.30 Matlock. Bandarískur myndaflokkur um lögfræðing í Atlanta og einstæða hæfileika hans og aðstoðar- manna hans við að leysa flókin sakamál. 22.15 „Komir þú á Grænlands- grund...“ (Grön fritid í Grönland.) Gróður og ræktun. 22.45 Útvarpsfréttir í dagskrár- lok. SJONVARP AKUREYRI FIMMTUDAGUR 8. september 16.35 Eintrjáningurinn. (One Trick Pony.) Mynd um líf og starf lagasmiðs og söngvara. Paul Simon, sem átti stóran þátt í popptónlistar- byltingunni sem varð upp úr sjöunda áratugnum, á heiður- inn af kvikmyndahandritinu og leikur auk þess aðalhlutverkið. Týnda kynslóðin ætti að fá eitthvað við sitt hæfi í þessari mynd þar sem bæði verða flutt lög eftir Paul og aðra samtíma- menn hans. Aðalhlutverk: Paul Simon, Blair Brown og Rip Torn. 18.15 Sagnabrunnur. Fríða og dýrið. 18.25 Olli og félagar. (Ovid and the Gang.) Teiknimynd með íslensku tali. 18.40 Dægradvöl. (ABC's World Sportsman.) Þáttaröð um frægt fólk með spennandi áhugamál. 19.19 19.19. 20.30 Svaraðu strax. Starfsfólk hjá Byggingarfélagi Kópavogs tekur þátt í léttum spurningaleik með veglegum vinningum í boði. 21.10 Morðgáta. (Murder she Wrote.) 22.00 Hickey og Boggs.# (Hickey and Boggs.) Tveir harðsvíraðir einkaspæjarar leiknir af Bill Cosby og Robert Culp eru ráðnir af dularfullum manni til að hafa uppi á stúlku sem horfið hefur sporlaust. Þeg- ar félögunum er afhent greiðsl- an fyrir viðvikið, er þeim ljóst að málið er ekki eins einfalt og það virtist vera í fyrstu. Leitin leiðir til dauða flestra sem eru hugs- anlega viðriðnir hvarfið. Auk aðalhlutverkanna birtast mörg kunnugleg andlit í þessari hörku spennumynd. Aðalhlutverk: Robert Culp, Bill Cosby og Rosalind Cash. 23.50 Viðskiptaheimurinn. (Wall Street Journal.) Nýir þættir úr viðskipta- og efna- hagslífinu. 00.25 Maðurinn í rauða skónum. (The Man with One Red Shoe.) Ungur maður er eltur uppi af njósnunim, sími hans hleraður, lagðar eru fyrir hann gildrur og honum sýnt banatilræði. AUt án þess að hann verði þess var. Aðalhlutverk: Tom Hanks, Dabney Coleman og Lori Singer. 01.55 Dagskrárlok. # táknar frumsýningu á Stöð 2. 0 RAS 1 FIMMTUDAGUR 8. september 6.45 Veðurfregnir • Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið með Ingveldi Ólafsdóttur. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Fréttir á ensku að loknu fréttayfirliti kl. 7.30. Sigurður Konráðsson talar um daglegt mál laust fyrir kl. 8.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Litli barnatíminn. Meðal efnis er sagan „Lena-Sól" eftir Sigríði Eyþórsdóttur. Höfundur les (4). 9.20 Morgunleikfimi. 9.30 Landpósturinn - Frá Norðurlandi. Umsjón: Gestur E. Jónasson. 10.00 Fréttir • Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tíð. 11.00 Fréttir • Tilkynningar. 11.05 Samhljómur. 11.55 Dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit • Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir • Tilkynning- ar. 13.05 í dagsins önn. 13.35 Miðdegissagan: „Jónas" eftir Jens Björneboe. (26) 14.00 Fréttir • Tilkynningar. 14.05 Heitar lummur. Umsjón: Inga Eydal. (Frá Akur- eyri.) 15.00 Fréttir. 15.03 Heimshorn. Þáttaröð um lönd og lýði í umsjá Jóns Gunnars Grjetarssonar. Níundi þáttur: Tyrkland. (Endurtekinn frá kvöldinu áður.) 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á síðdegi. 18.00 Fréttir. 18.03 Torgið. Umsjón: Jón Gunnar Grjetars- son. Tónlist • Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá morgni. 19.40 Að utan. Fréttaþáttur um erlend málefni. 20.00 Litli barnatíminn. (Endurtekinn frá morgni.) 20.15 Tónlistarkvöld Ríkis- útvarpsins. 22.00 Fróttir • Dagskrá morgun- dagsins ■ Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.30 Ævintýri nútímans. Annar þáttur af fimm um afþrey- ingarbókmenntir. 23.10 Tónlist á siðkvöldi. 24.00 Fréttir. RÍKJSUIVARPfÐ AAKO--------- VAKUREYRI4 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni. FIMMTUDAGUR 8. september 8.07-8.30 Svæðisútvarp Norður- lands. 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norður- lands. FIMMTUDAGUR 8. september 7.03 Morgunútvarpið. Dægurmálaútvarp með frétta- yfirliti kl. 7.30 og 8.30 og fréttum kl. 8.00. Veðurfregnir kl. 8.15. Leiðarar dagblaðanna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. 9.03 Viðbit. - Þröstur Emilsson. (Frá Akur- eyri.) 10.05 Miðmorgunssyrpa. - Eva Ásrún Albertsdóttir og Óskar Páll Sveinsson. 12.00 Fréttayfirlit • Auglýsingar. 12.20 Hádegisfróttir. 12.45 Á milli mála. - Eva Ásrún Albertsdóttir og Óskar Páll Sveinsson. 16.03 Dagskrá. Dægurmálaútvarp. 18.03 Sumarsveifla - Kristín Björg Þorsteinsdóttir. 19.30 Langlífi. Atli Björn Bragason leikur tón- list og fjallar um heilsurækt. 22.07 Af fingrum fram. - Rósa Guðný Þórsdóttir. 01.00 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi til morguns. Að loknum fréttum kl. 2.00 verð- ur endurtekinn frá mánudegi þátturinn „Á frívaktinni" þar sem Þóra Marteinsdóttir kynnir óskalög sjómanna. Veðurfregnir kl. 1.00 og 4.30. Fréttir eru sagðar kl. 2, 4, 7, 7.30, 8, 8.30, 9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24. Hljóðbylgjan FM 101,8 FIMMTUDAGUR 8. september 07.00 Kjartan Pálmarsson leikur tónlist við allra hæfi, lítur i blöðin og spjaUar við hlustend- ur. 09.00 Rannveig Karlsdóttir með góða tónlist og kemur öllum í gott skap. Afmæliskveðjurnar og óskalögin á sínum stað. 12.00 Ókynnt hádegistónlist. 13.00 Pétur Guöjónsson á dagvaktinni og leikur bland- aða tónlist við vinnuna. Tónlist- armaður dagsins tekinn fyrir. 17.00 Kjartan Pálmarsson leikur létta tónlist. Tími tækifær- anna er kl. 17.30 til kl. 17.45. Síminn er 27711. 19.00 Ókynnt kvöldmatartónlist. 20.00 Snorri Sturluson gerir tónlist sinni góð skil. 22.00 Linda Gunnarsdóttir leikur rólega tónlist fyrir svefninn. 24.00 Dagskrárlok. FM 104 FIMMTUDAGUR 8. september 07.00 Þorgeir Ástvaldsson. Lífleg og þægileg tónlist, veður, færð og hagnýtar upplýsingar auk frétta og viðtala. Fréttir kl. 8. 09.00 Gunnlaugur Helgason. Seinni hluti morgunvaktar með Gulla. Fréttir kl. 10 og 12. 12.10 Hádegisútvarp. Bjarni Dagur veltir upp frétt- næmu efni, innlendu jafnt sem erlendu i takt við vel valda tónlist. 13.00 Helgi Rúnar Óskarsson. Leikið af fingrum fram, með hæfilegri blöndu af nýrri tónlist. Fréttir kl. 14 og 16. 16.10 Mannlegi þátturinn. Árni Magnússon leikur tónlist, talar við fóik um málefni liðandi stundar og mannlegi þáttur til- verunnar í fyrirrúmi. Fréttir kl. 18. 18.00 íslenskir tónar. Innlend dægurlög að hætti hússins. 19.00 Síðkvöld á Stjörnunni. Gæða tónlist leikin fyrir þig og þína með Bjarna Hauki. 24.00-07.00 Stjörnuvaktin. 989 BYLGJAR FIMMTUDAGUR 8. september 08.00 Páll Þorsteinsson - tónlist og spjall að hætti Palla. Mál dagsins tekið fyrir kl. 8 og 10. Úr heita pottinum kl. 9. 10.00 Hörður Arnarson - morguntónlistin og hádegis- poppið. Síminn hjá Herði er 611111 - Ef þú getur sungið íslenskt lag þá átt þú möguleika á vinningi. Vertu viðbúinn! 12.00 Mál dagsins/maður dags- ins. Fréttastofa Bylgjunnar rekur mál dagsins, málefni sem skipta þig máli. Simi fréttastofunnar er 25393. 12.10 Hörður Arnarson á hádegi. Hörður heldur áfram til kl. 14.00. Úr heita pottinum kl. 13.00. 14.00 Anna Þorláksdóttir setur svip sinn á síðdegið. Anna spilar tónlist við allra hæfi. Siminn hjá Önnu er 611111. Mál dagsins tekin fyrir kl. 14.00 og 16.00 - úr heita pottinum kl. 15.00 og 17.00. 18.00 Reykjavik siðdegis - Hvað finnst þér? Hallgrímur Thorsteinsson fer yfir málefni dagsins og leitar álits hjá þér. Síminn hjá Hall- grími er 611111. 19.00 Margrét Hrafnsdóttir og tónlistin þín. Siminn er 611111 fyrir óskalög. 22.00 Á síðkvöldi með Bjarna Ólafi Guðmunds- syni; Bjami hægir á ferðinni þeg- ar nálgast miðnætti og kemur okkur á rétta braut inn í nóttina. 02.00 Næturdagskrá Bylgjunnar.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.