Dagur - 20.09.1988, Síða 2

Dagur - 20.09.1988, Síða 2
2 - DAGUR - 20. september 1988 Búið var að flytja dráttarvélina af slysstað og velta bifreiðinni á lijólin þegar blaðamaðurinn átti leið uni. Mynd Harður árekstur dráttarvélar og bíls Harður árekstur varð á þjóðveginum við Hvamm í Langadal þegar dráttarvél með fjár- vagn var beygt til hægri í átt að túnhliði ísama ■ mund og ökumaður á fólksbifrejð yar að hefja framúrakstur. Áreksturinn var svo harður að dráttarvélin, brotnaði í tvennt og bíllinn kastaðist út af végin- um og valt. Hjón rheð työ ung börn voru í bifreið- inni og að sögn lögreglunar á Blönduósi voru það . bfltoelti og barnaátólar.sem forðuðu því að ekki varð þarna stórslys. Konan sem var farþegi í bifreiðinni skárst á hendi og ökumaðúr dráttar- vélarinnar hlaut minniháttar skrámur. Eins og fyrr .segir brotnaði dfáttarvélin í tvennt og bíllinn er tálinn ónýtur. fh Lögreglan á Akureyri: Sextán útköll vegna skennnda í hvassviðri - vindhraðinn náði 12 vindstigum Vindgnauð vakti Akureyringa á sunnudagsmorgun, þakplöt- ur og spýtnarusl lömdust við mannvirki, enda komst vind- hraðinn í 73 hnúta eða 12 vindstig. Lögreglan á Akureyri var kölluð 16 sinnum út um morguninn vegna veðurofsans og höfðu margir orðið fyrir tjóni, en það er ekki fullkann- að. Að sögn varðstjóra hjá lögregl- unni var fyrsta útkallið klukkan 7.30 á sunnudagsmorgun. Þá hafði rafmagnsstaur brotnað við Síðuskóla. Síðan komu útköllin á færibandi: Járnplötur fuku, hurð fauk á KA-velli, kerra fauk á bíl við Galtalæk, bátur fauk, vinnu- skúr tókst á loft, rúða brotnaði í KEA-verslun, hurð og girðing á Þórshamri urðu veðrinu að bráð, þakgluggi fauk, þakpappi losn- aði, rúðubrot í Hrafnagilsskóla o.s.frv. Síðasta útkallið vegna roksins var klukkan rúmlega 11 um morguninn en vindur gekk niður um hádegisbilið. Víða mátti sjá Tundurdufla- slæðari til sýnis í gær kom franskur tundur- duflaslæðari til Akureyrar. Hér er um að ræða nýtt skip og er verið að kanna sjó- hæfni þess á öldur Norður- Atlantshafs. Skipið Iiggur við Torfunefsbryggju og verður almenningi til sýnis í dag og tvo næstu daga milli kl. 14.30 og 17.30. Óslax hf. í Ólafsfirði: Viðiagatrygging á að borga tjónið á mannvirkjumim“ - segir Ármann Þórðarson ijármálastjóri fyrirtækisins Þeir hjá Óslaxi hf. í Ólafsfirði, fóru ekki varhluta af þeim ósköpum sem gengu þar yfir í rigningunum fyrir skömmu. Fjárhagslegt tjóp fyrirtækisins Sauðárkrókshöfn: Kokkurinn gleymdist - var að skokka í landi Strandferðaskipið Askja var á ferðinni í Sauðárkrókshöfn sl. miðvikudagskvöld að losa og lesta vörur. Er það svo sem ekki í frásögur færandi, en hins‘ vegar brottför skipsins. Skip- stjóri flýtti sér sem mest hann mátti úr höfn því annað skip beið fyrir utan að komast að. Askjan var komin drjúgan spöl út úr höfninni þegar uppgötv- aðist að kokkurinn var ekki um borð. En það uppgötvaðist ekki fyrr en skipaafgreiðslu- maður I landi hringdi í skip- stjórann og sagðist vera með aukafrakt handa honum. Þar var kokkurinn kominn, móður og másandi, eftir að hafa fengið sér heilsubótarskokk í landi og kom við í leiðinni í sjoppu að kaupa fyrir félaga sína um borð. Sá hann þá, sér til mikillar skelfingar, að skipið hans var á miklu stími á haf út. Hljóp hanp sem aldrei fyrr og til- kynntí skjpaafgreiðslumaríninum atburðinjfcSem fyrr segir hringdi hann í sícipið og hafði hvárf kokksins þá ekki uppgötvast. Var kokkurinn síðan sendur með trillu út að skipinu. „Það er öruggt að ég mun rukka útgerðarfélagið um túrinn út í skipið," sagði Steindór Stein- dörsson skipáafgreiðslumaður í léttu spjalli við Dag. Steindór sagðist kannast vel við þennan kokk, hann færi alltaf að skokka þegar hann væri í landi og stund- um skokkaði hann alveg fram í Kimbastaði og til baka út á höfn, sem eru meira en 10 kílómetrar. „Ég man eftir því einu sinni að hann skokkaði upp í Gönguskörð- in og kom við í Tungu. Þetta var á berjatímanum og húsfreyjan vildi endilega fá hann í hús. Hún bauð kokknuin upp á skyr og ber og mátti hann borða eins og hann gat ísig látið. Síðan þurfti hann að skokka til baka með öll herlegheitin í máganum og þegar hann kom niður á höfn engdist hann allur sundur Og sanían. Ég' hélt fyrst áð maðúrinn væri með bráða botnlangabólgu, en svo var ekki,“ sagði Steindór áð lokum. -bjb hefur enn ekki verið metið til fullnustu en Ijóst þykir að það er mikið. Töluverðar skemmd- ir urðu á mannvirkjum fyrir- tækisins og þá drapst mikið af seiðum. „Ég er harður á því að Við- lagatrygging eigi að borga tjónið á mannvirkjunum en þeir menn sem voru hér á vegum Viðlaga- tryggingar um daginn, vildu ekki fara í að meta tjónið hjá okkur. En hvað varðar seiðadauðann, þá reiknum við með að bera kostnaðinn af honum,“ sagði Ármann Þórðarson útibússtjóri KEA í Ólafsfirði og fjármála- stjóri Óslax hf. í samtali við blaðið. „Grindurnar og laxakistan sem við notuðum til þess að taka á móti hafbeitarlaxinum fóru úr skorðum og skemmdust. Inntaks- mannvirkin á Garðsdal fóru einnig úr sambandi og skemmd- ust, leiðsla fór í sundur og sumir brunnarnir fylltust af drullu." Fyrirtækið var með yfir 300.000 sumaralin seiði inni í stöðinni sjálfri en að sögn Ármanns drapst ótrúlega lítið af þeim, miðað við allt það sem gekk á. „Hins vegar var geysileg vinna við að hreinsa þetta allt og halda gangandi. Þá áttum við 27.000 gönguseiði í útikeri við stöðina, sem höfðu verið sett í áframeldi en það drapst töluverð- ur hluti þeirra og einnig drapst eitthvað af seiðum í flotkví í vatninu," sagði Ármánn enn- fremur. Á hluthafafúndi hjá Óslaxi hf. fyrir skömmu, lagði stjórn fyrir- tækisins tií að hlutafé yrði aukið um 50% og var. það samþykkt. Stofnhlutáfé fyrirtækisins var 10 milljónir á sínum tíma og því er hér um 5 milljón króna hlutafjár- aukningu að ræða. -KK brotin tré og önnur ummerki veðurofsans. Þak Glerárkirkju var t.a.m. æði skellótt því þak- pappinn hafði flysjast af á köflum. Fáir voru á ferli um morguninn, enda ekki hættulaust að vera utandyra þegar hviðurnar ná 12 vindstigum. „Ég held að enginn hafi átt von á þessu, en því miður verður að segjast eins og er að frágangur við nýbyggingar er til skammar," sagði Matthías Einarsson varð- stjóri, en töluvert var um fok á byggingarefni og víða mátti sjá vinnuflokka við björgunarstörf á byggingarsvæðum. SS Raufarhöfn: Tjaldstæðið líkaði vel í sumar var nýtt tjaldstæði tek- ið formlega í notkun á Raufar- höfn. Við tjaldsvæðið var útbúinn mini-golfvöllur og var hvort tveggja afhent ung- mennafélaginu til rekstrar. Tjaldsvæðið hefur líkað mjög vel, en ungmennafélagið fær allar tekjur af rekstrinum og hefur eftirlit með því. Sundlauginni og mini-golfvell- inum er lokað um miðjan sept- ember þegar skólinn byrjar. Er það vegna kyndingarkostnaðar, en sundnámskeið fyrir skólabörn fara fram á haustin og vorin. Raufarhafnarbúar fara þó ekki alveg varhluta af líkamsrækt því þegar sundlaugin er lokað, er heilsuræktin opnuð þar sem til staðar eru ljósabekkir, gufubað og líkamsræktartæki. VG Rúna Gísladóttir við eitt verka sinna. Mynd: fh Sýning á Hótel Blönduósi Þann 9. sept. opnaði listmálar- inn Rúna Gísladóttir sýningu á Hótel Blönduósi og stendur hún tii 1. október. Á sýning- unni eru 40 verk, málverk og collage. Rúna er ættuð frá Brautarhóli í Svarfaðardal en fædd í Kaup- mannahöfn árið 1940. Hún út- skrifaðist úr Kennaraskóla íslands 1962 og stundaði almenna kennslu í 10 ár. Nam málaralist hjá Axel E. Johansen í Noregi auk myndvefnaðarnámskeiða þar á árunum 1974-76. Árið 1982 útskrifaðist hún úr málaradeild Myndlista- og hand- íðaskólans. Hún starfar nú sjálf- stætt sem listmálari á vinnustofu að Seljabraut 11 á Seltjarnarnesi og stundar þar einnig myndlistar- kennslu í námskeiðaformi. Hún hefur einnig kennt málun við Tómstundaskólann undanfarin ár. Þetta er önnur einkasýning Rúnu en hún var með sýningu á Kjarvalsstöðum 1987. Auk þess hefur hún tekið þátt í mörgum samsýningum, þeirri fyrstu 1981. Sýningin á Hótel Blönduósi hefur verið ágætlega sótt. fh

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.