Dagur


Dagur - 20.09.1988, Qupperneq 3

Dagur - 20.09.1988, Qupperneq 3
20. september 1988 - DAGUR - 3 Húsavík: Dýr viðgerð á sorpeyðingarstöð Sorpeyðingarstöðin á Húsavík hefur verið lokuð síðan um mánaðamót júní-júlí í sumar en áætlað er að hún komist í gagnið aftur um næstu mán- aðamót. A meðan stöðin er lokuð er sorpi ekið á haugana norðan bæjarins. Talsverð brögð hafa verið að því að fólk kveiki í sorpinu á haugunum áður en bæjarstarfsmenn ná til að urða það og hefur þurft að kalla út slökk vilið vegna þessa. Unnið er að viðgerðum á sorp- eyðingarstöðinni, eðlilegu við- haldi að sögn Bjarna Þóis Einars- sonar bæjarstjóra. Loka þurfti stöðinni mánuði fyrr en til stóð, vegna þess að steinhleðslan í ofn- inum var svo illa farin að úr henni hrundi, en þá var steinninn sem pantaður hafði verið ekki kominn svo viðgerð gat ekki haf- ist strax. Sorpeyðingarstöðin var fyrst tekin í notkun 1970 og átta árum síðar var steinninn í ofnin- um endurnýjaður. Nú er unnið við víðtækari endurnýjun, bæði á steininum í ofninum og steini í reykháf, auk þess sem töluvert þarf að gera við stálið í ofninum. Viðgerðir þessar munu kosta rúmlega 3,1 milljón króna, þar af kostar steinninn 1,8 millj. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á rúmlega 2,6 millj. en vegna gengisfellingarinnar í vor hækk- aði verð á steininum og einnig kom í ljós að gera þurfti kostnað- arsamari viðgerð á stálvirkinu í ofninum en áætlað var í upphafi. IM Á AKUREYRI NÁMSKEIÐ Almenn námskeið Myndlistaskólans á Akureyri 3. október til 20. janúar. Barna- og unglinganámskeið. Teiknun og málun. 1. fl. 5-6 ára. Einu sinni í viku. 2. fl. 6-7 ára. Einu sinni í viku. 3. fl. 8-9 ára. Einu sinni í viku. 4. fl. 10-11 ára. Einu sinni í viku. 5. fl. 12-13 ára. Einu sinni í viku. Málun og litameðferð. Byrjendanámskeið. 14-15 ára. Einu sinni í viku. Framhaldsnámskeið. 15-16 ára. Einu sinni [ viku. Skrift og leturgerð. Byrjendanámskeið. 13-15 ára. Einu sinni í viku. Kvöldnámskeið fyrir fullorðna. Teiknun. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Framhaldsnámskeið. Tvisvar í viku. Módelteiknun. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Framhaldsnámskeið. Tvisvar í viku. Málun og litameðferð. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Framhaldsnámskeið. Tvisvar í viku. Auglýsingagerð. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Byggingalist. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Skiltagerð. Byrjendanámskeið. Einu sinni í viku. Skrift og leturgerð. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Allar nánari upplýsingar og innritun I síma 24958 kl. 13.00-17.00 virka daga. Skólastjóri. Matvöruverslanir KEA Tilboð vikunnar 19.-24. september reyktur Viðmiðunarverð kr. 47, Rúsínur «,.131 pr. kg. Viðmiðunarverð kr. 167, iðmiðunarverð kr. 351 TmJ !H i ii i fTTl i— mm Wjé 1 | [ > i 1 Lp ] [<

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.