Dagur - 20.09.1988, Page 6

Dagur - 20.09.1988, Page 6
6 - DAGUR - 20. september 1988 \ Bridds Vetrarstarf Bridgefélags Akureyrar hefst í kvöld kl. 19.30 með hinu árlega Startmóti í Félagsborg. Um er að ræða tvímenningsmót með Mitchell fyrir- komulagi. Allir briddsspilarar velkomnir - skráning fer fram á staðnum. Bridgefélag Akureyrar. AKUREYRARB/ER Dagvistardeild Akureyrarbæjar auglýsir opnunartíma gæsluvalla Frá 16. september eru gæsluvellir bæjarins opnir frá kl. 13-16 e.h. Dagvistarfulltrúi. SMABATAPROF (pungapróf) Námskeið þetta miðast við próf, sem veitir mönnum rétt til að stjórna bátum upp að 30 rúmlestum að stærð að loknum siglingatíma. Kenndar verða 110 kennslustundir. Megináhersla er lögð á siglinga- fræði, siglingareglur og tækjabúnað. Kennt verður tvisvar í viku - 5 kennslustundir í senn. Stefnt er að prófi í janúar. Innritun í síma 25413 kl. 14-19. Öll kennsla fer fram í Glerárskóla á tímabilinu frá kl. 18-22 á mánudögum til fimmtudags. Námsgjöld greiðist laugardag 1. október. Öll námsgögn innifalin í námskeiðsgjöldum. Unnt er að greiða námsgjöld með VISA. Innritun er alla daga kl. 14-19 í síma 25413. Námsflokkarnir á Akureyri. Síðasta innritunarvika Nánar í Dagskránni Sími 22566 , frá kl. 16-20 Gríniðjan: Samkomuhúsinu Laddi í hlutverki Rick Steadman. Hvað í ósköpunum er NÖRD? Það fá gestir Leikfélags Akur- eyrar að vita dagana 22.-25. september, en þá kemur Grín- iðjan hf. í heimsókn með gestaleikinn NÖRD, sem stendur víst fyrir: Nær öldung- is ruglaður drengur. Þetta er gamanleikur sem sýndur var á Hótel íslandi sl. vetur við afburða undirtektir og nú ætlar Gríniðjan að troða upp í Sam- komuhúsinu. Gamanleikurinn NÖRD, eftir bandaríska leikarann og leikrita- skáldið Larry Shue, var frum- fluttur af Milwaukee leikfélaginu í Visconsin í Bandaríkjunum árið 1981, með höfund verksins í einu af aðalhlutverkunum. Bretar tóku gamanleiknum opnum örm- um og sýndu hann í Manchester og London og síðan var NÖRD sýndur á Broadway í New York fyrir troðfullu húsi í tvö ár sam- fleytt. Larry Shue fórst í flugslysi árið 1985, en skemmtileikur hans Útlendingurinn hefur verið sýnd- ur í London frá því í janúar á þessu ári við fádæma aðsókn. „NÖRD er um fólk sem ég þoli ekki“ Um fyrirmyndina að NÖRD seg- ir Larry Shue: „Hann er í raun- inni sambland af öllu því ömur- legasta fólki sem ég hef kynnst. Eitt af því sem ég fékk í vega- nesti úr uppvextinum er að mað- ur á að vera notalegur við fólk - en ef þú ert notalegur við NÖRD siturðu uppi með hann fyrir lífstíð.“ Og síðar segir Shue: „í leikriti mínu Amma önd er dauð (Grandma Duck is dead) fjalla ég um fólk sem mér þykir vænt um. NÖRD er um fólk sem ég þoli ekki.“ Af einkennum NÖRDSINS má nefna að hann gerir ævinlega ráð fyrir vináttu þar sem engin slík er fyrir hendi. Hann vekur hjá manni sektarkennd einfaldlega vegna þess að hann biður aldrei um neitt. Hann vill einungis fá að vera nálægur, í sama herbergi, en hversu mikið sem maður reynir að umbera það er það gersam- lega óþolandi. Það er ekki auð- velt fyrir mann sem hefur fengið sæmilega kristilegt uppeldi, að þurfa að viðurkenna fyrir sjálfum sér að önnur mannvera sé ekki annað en sóun á matvælum. Þannig er NÖRDINN og þess má geta að NÖRDAR eru yfirleitt karlkyns. Leiðinlegt og heimskt mannkerti Will Cubbert, söguhetja í umræddum gamanleik, segir svo um innihald leiksins: „Náunginn sem bjargaði lífi þínu fyrir svo mörgum árum að þú ert búinn að gleyma því, dúkkar upp einn góðan veðurdag og tilkynnir að hann sé kominn til að vera. Þú hafðir nefnilega heitið því í þakk- arbréfi til hans að hjá þér stæðu honum ævinlega allar dyr opnar; húsaskjól, peningar, hvað sem er. Nú er komið að skuldadögunum. Þessi miskunnsami samverji, sem þú varst næstum búinn að gleyma, reynist vera eitthvert jafnleiðinlegasta, heimskasta og mest uppáþrengjandi mannkerti sem þú hefur augum barið og hefur einstakt lag á því að gera þér lífið óbærilegt. En þú færð ekki rönd við reist. Maður stend- ur í slíkri þakkarskuld við þann sem bjargar lífi manns, að hann er í fullum rétti til að leggja það í rúst. Þetta er nákvæmlega það sem ég, 34 ára gamall næmgeðja arki- tekt, hef orðið að ganga í gegnum. Ég veit full vel, kæri leikhúsgestur, að ég get ekki krafist þess að þú haldir aftur af hlátrinum en góðfúslega hafðu samúð með mér.“ Persónur og Ieikendur Gísli Rúnar Jónsson er leikstjóri, Snjólaug Bragadóttir þýddi verkið, aðstoðarleikstjóri er Stefán Sturla Sigurjónsson, leik- mynd hannaði Karl Aspelund og lýsinguna hannaði Sveinn Benediktsson. Hlutverkaskipan í gamanleiknum NÖRD er sem hér segir: Will Cubbert: Randver Þor- láksson, Ransý McGinnis: Sigrún Waage, Axel Hammond: Júlíus Brjánsson, Warnock Waldgrave: Gísli Rúnar Jónsson, Clara Waldgrave: Edda Björgvinsdótt- ir, Thor Waldgrave: Björgvin Franz Gíslason, Rick Steadman: Þórhallur Sigurðsson, öðru nafni Laddi. SS Ransý, Willi, Rikki og Axel í kvöldsamkvæmi.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.