Dagur - 20.09.1988, Side 8

Dagur - 20.09.1988, Side 8
8 - DAGUR - 20. september 1988 fe Tilkynning til ais launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að gjalddagi launaskatts fyrir mánuðinajúlí og ágúst er 15. september. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til innheimtu- manns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið. Til leigu! Önnur og fjórða hæð Glerárgötu 28 eru til leigu. Leigjast í heilu lagi eða í hlutum. Lausar 1. október 1988. Ennfremur er til sölu iðnaðarhúsnæði við Hvanna- velli 12. Upplýsingar gefur Aðalsteinn Jónsson í síma 21165. Efnaverksmiðjan Sjöfn ______________________________> Nauðungaruppboð annað og síðara, á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, á neðangreindum tíma: Draupnisgötu 3, K og L-hl., Akureyri, þingl. eigandi Hreiðar Hreiðarsson, föstud. 23. sept. '88 kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru: Ingvar Björnsson hdl., Pétur Kjerúlf hdl. og Ólafur Sigurgeirsson hdl. Fögrusíðu 13b, Akureyri, talinn eigandi Kristján Þorvaldsson, föstud. 23. sept. ’88 kl. 14.45. Uppboðsbeiðendur eru: Bæjar- sjóður Akureyrar og Árni Hall- dórsson hrl. Grenivöllum 16, 1. hæð t.v., Akureyri, þingl. eigandi Stein- dór Kárason, föstud. 23. sept. ’88 kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru: Gunn- ar Sólnes hrl., Bæjarsjóður Akureyrar, innheimtumaður ríkissjóðs, Veðdeild Lands- banka íslands, Ólafur Birgir Árnason hdl. og Sveinn H. Valdimarsson hrl. Hafnarstræti 77, 3. og 4. hæð, Ak., þingl. eigandi Jóna Ákadóttir o.fl., föstud. 23. sept. ’88 kl. 16.15. Uppboðsbeiðendur eru: Björn Jósef Arnviðarson hdl, Sveinn H. Valdimarsson hrl. og Gunnar Sólnes hrl. Kaldbaksgötu 5, Akureyri, þingl. eigandi Ofnasmiðja Norður- lands, föstud. 23. sept. ’88 kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur eru: Skúli Bjarnason hdl., innheimtumað- ur ríkissjóðs, Útvegsbanki íslands og Iðnlánasjóður. Mímisvegi 17, Dalvík, þingl. eigandi Þorsteinn Aðalsteins- son, föstud. 23. seþt. ’88 kl. 16.30. Uppboðsbeiðendur eru: Sigríð- ur Thorlacius hdl. og innheimtu- maður ríkissjóðs. Richardshús, s.-endi, Hjalteyri, þingl. eigandi Sveinn Eðvalds- son o.fl., föstud. 23. sept. ’88 kl. 16.30. Uppboðsbeiðendur eru: Sigurmar Albertsson hdl., Ásgeir Thoroddsen hdl. og Veð- deild Landsbanka íslands. Smárahlíð 18i, Akureyri, þingl. eigandi Hrefna Helgadóttir, föstud. 23. sept. ’88 kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru: Veð- deild Landsbanka íslands, Ólaf- ur Birgir Árnason hdl. og Ólafur Axelsson hrl. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, á neðangreindum tíma: Fögrusíðu 9a, Akureyri, talinn eigandi Þorgerður Þorgilsdóttir, föstud. 23. sept. '88 kl. 15.30. Uppboðsbeiðendur eru: Bæjar- sjóður Akureyrar og innheimtu- maður ríkissjóðs. Flögusíðu 5, Akureyri, þingl. eigandi Erling Pálsson, föstud. 23. sept. ’88 kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru. Gunn- ar Sólnes hrl. og Ásgeir Thor- oddsen hdl. Frostagötu 3c, A.-hl., Akureyri, þingl. eigandi Haukur Adólfs- son, föstud. 23. sept. ’88 kl. 15.30. Uppboðsbeiðandi er Iðnlána- sjóður. Grund II, Hrafnagilshreppi, þingl. eigandi Þórður Th. Gunn- arsson o.fl., föstud. 23. sept. ’88 kl. 15.15. Uppboðsbeiðendur eru: Búnað- arbanki íslands, Landsbanki (slands og Baldur Guðlaugsson hrl. Mímisvegi 24, Dalvík, þing. eig- andi Hannes Sveinbergsson, föstud. 23. sept. ’88 kl. 14.45. Uppboðsbeiðendur eru: Veð- deild Landsbanka Islands, Gunnar Sólnes hrl. og Sigríður Thorlacius hdl. Skipagötu 13, Akureyri, þingl. eigandi Skipagata 13 hf., föstud. 23. sept. '88 kl. 16.15. Uppboðsbeiðandi er Bæjar- sjóður Akureyrar. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. íþróttir SL-deildin: - náði einungis jafntefli á Skaganum ÍA og KA skildu jöfn 2:2 í barningsleik uppi á Skipaskaga á laugardaginn. Með þessum úrslitum tryggðu heimamenn sér Evrópusæti á næsta ári, en KA-menn verða að reyna aftur að ári. Leikurinn var ekki skemmti- legur á að horfa. Baráttan var mest á miðju vallarins og hugs- uðu menn oft meira um and- stæðinginn en boltann. Það voru norðanmenn sem náðu forystu með góðu marki Þorvalds Örlygssonará 10. mínútu. Ólafur Gottskálksson markvörður Skagamanna átti þá misheppn- aða sendingu á samherja, Þor- valdur var fyrstur að átta sig á því og skoraði fyrsta mark leiksins. Það tók IA ekki nema fimm mínútur að jafna leikinn. Sigur- steinn Gíslason átti fast skot að marki KA, boltinn fór í varnar- vegginn en barst þaðan til Aðal- steins Víglundssonar sem skoraði örugglega án þess að Ægir Dags- son í markinu ætti nokkurn möguleika á að verja. Félagarnir Sigursteinn og Aðalsteinn voru aftur á ferðinni nokkrum mínútum síðar. f>á átti Sigursteinn sendingu frá hægri kanti beint á höfuðið á Aðalsteini sem stýrði boltanum rétta leið í mark KA. En heimamenn höfðu varla hætt að fagna er Antony Karl Gregory jafnaði leikinn fyrir gestina. Þorvaldur átti þá send- ingu frá kantinum og Antony Karl skallaði í stöng. Boltinn rúllaði eftir línunni og Antony Karl fylgdi vel á eftir og renndi boltan- um inn í markið. í síðari hálfleik sótti ÍA liðið næstum stanslaust. Á 18. mínútu átti Heimir góðan skalla að marki KA en Ægir varði vel. Nokkrum mínútum síðar átti Aðalsteinn gott færi en brenndi af. Guðbjörn Tryggvason og Haraldur Ingólfs- son áttu einnig góð færi en inn vildi boltinn ekki. Leiknum lauk því með jafntefli 2:2 og geta bæði lið vel sætt sig Erlingur Kristjánsson hélt liði sínu á floti á Skaganum. við þá niðurstöðu - KA af því að ÍA átti mun meira í leiknum, og heimamenn af því að stigið tryggði þeim Evrópusæti. Langbesti maður KA liðsins var Erlingur Kristjánsson og hélt hann liðinu á floti í seinni hálf- leik. Þorvaldur átti góðan leik í fyrri hálfleik en sást lítið eftir leikhlé. Sá leikmaður sem mesta athygli vakti var 3. flokks mark- vörðurinn Ægir Dagsson og stóð hann sig mjög vel í markinu. Ekki er við hann að sakast út af mörkunum og spilaði Ægir eins og reyndur markvörður. Ef rétt er á spilum haldið er Ægir fram- tíðarmaður hjá félaginu. Hjá ÍA átti Guðbjörn Tryggva- son góðan leik og einnig var Sig- ursteinn frískur. Lið ÍA: Ólafur Gottskálksson, Ólafur Þórðarson, Guðbjörn Tryggvason, Sigurður B. Jónsson, Heimir Guðmunds- son, Haraldur Ingólfsson, Sigursteinn Gíslason, Aðalsteinn Víglundsson, Karl Þórðarson, Alexander Högnason, Mark Duffield. Lið KA: Ægir Dagsson, Erlingur Kristjánsson, Stefán Ólafsson, Örn Við- ar Arnarsson (Halldór Kristinsson 79. mín.), Friðfinnur Hermannsson (Árni Þ. Freysteinsson), Gauti Laxdal, Bjarni Jónsson, Þorvaldur Örlygsson, Antony Karl Gregory, Valgeir Barðason. ES/AP Auðveldur sigur Framara - á Leiftri Anthony Karl Gregory skoraði síðara mark KA. Staðan 1. deild Úrslit í 17. umferð: Víkingur-Völsungur 5:2 Þór-ÍBK 2:2 ÍA-KA 2:2 Leiftur-Fram 0:3 Valur-KR 3:2 Fram 17 15-1- 1 35: 6 46 Valur 17 12-2- 3 35:15 38 ÍA 17 9-5- 3 30:22 32 KA 17 8-3- 6 31:28 27 KR 17 7-3- 7 25:23 24 Þór 17 5-6- 6 23:27 21 Víkingur 17 5-3- 9 19:28 18 ÍBK 17 3-6- 8 19:3115 Leiftur 17 1-5-1111:25 8 Völsungur 17 2-2-13 12:35 8 2. deild Úrslit í 17 . umferð: FH-Selfoss 1:5 Tindastóll-ÍR 1:0 Þróttur-KS 3:1 ÍBV-Víðír 2:1 Fylkir-UBK 2:3 FH 17 13-2-2 46:20 41 Fylkir 17 9-6-2 39:27 33 Víðir 17 8-2-7 35:28 26 ÍR 17 8-2-7 31:34 26 Tindastóll 17 7-2-8 26:30 23 Selfoss 17 6-4-7 26:26 22 ÍBV 17 6-2-9 29:35 20 UBK 17 5-5-7 25:32 20 KS 17 4-4-9 35:46 16 Þróttur 17 2-5-10 24:39 11 Leikur Leifturs og Fram í Olafsfirði á laugardag bar þess greinileg merki að annað liðið var nánast fallið og hitt orðið íslandsmeistari. Heimamenn voru nokkuð frískir fyrstu 15 mínúturnar en síðan ekki sög- una meir. Framarar komust aldrei í gang þó að þeir ættu nokkra góða spretti. Leiftursmenn fengu fyrstu tvö færin, það fyrra strax á 2. mín- útu. Hörður Benónýsson fékk þá góða stungu inn fyrir vörn Fram- ara en mistókst að taka boltann með sér og upplagt færi varð að engu. Steinar Ingimundarson var síðan á ferðinni á 11. mínútu er hann stakk sér í gegnum vörn Fram en skot hans fór rétt fram hjá. Fyrsta mark Fram kom á 22. mínútu. Kristinn R. Jónsson var að dóla með knöttinn á vinstri vængnum og sendi á Guðmund Steinsson sem var á vítateigs- horninu. Hann snéri sér laglega og skoraði í hornið fjær. Fleira markvert gerðist ekki í fyrri hálf- leik. Þegar 16 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik skoruðu gestirn- ir sitt annað mark. Pétur Arn- þórsson braust upp hægri kantinn og alveg inn á markteig. Þaðan sendi hann fastan bolta fyrir markið og Pétur Ormslev þrum- í Ólafsfirði aði í netið af stuttu færi. Á 75. mínútu fengu Framarar víti eftir að Árni Stefánsson braut á Kristni R. Jónssyni. Arn- ljótur Davíðsson skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni og staðan var þar með orðin 3:0 fyrir Fram- ara. Á síðustu mínútunni munaði litlu að Halldóri Guðmundssyni tækist að minnka muninn fyrir heimamenn er hann átti skot í stöng úr þvögu. Leikur þessi var mjög leiðin- legur á að horfa. Þegar á leið fór mestur kraftur heimamanna í að tuða í dómaranum en Framarar virtust algerlega áhugalausir. Gústaf Ómarsson spilaði einna best heimamanna en Arnljótur Davíðsson og Pétur Arnþórsson báru af í liði Fram. ÓH Lið Leifturs: Þorvaldur Jónsson, Ámi Stefánsson, Sigurbjöm Jakobsson, Gústaf Ómarsson, Halldór Guðmundsson, Steinar Ingimundarson, Lúðvík Berg- vinsson, Hafsteinn Jakobsson, Þorsteinn Geirsson, Friðgeir Sigurðsson, Hörður Benónýsson. Lið Fram: Birkir Kristinsson, Þor- steinn Þorsteinsson, Jón Sveinsson, Pét- ur Ormslev, Viðar Þorkelsson, Kristinn R. Jónsson (Kristján Jónsson á 78. mín.), Pétur Arnþórsson, Guðmundur Steinsson (Ómar Torfason á 61. mín.), Steinn Guðjónsson, Arnljótur Davíðs- son, Ormarr Örlygsson. Dómari: Haukur Torfason og dæmdi hann prýðilega. KA missti af Evrópusætinu

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.