Dagur


Dagur - 20.09.1988, Qupperneq 9

Dagur - 20.09.1988, Qupperneq 9
20. september 1988 - DAGUR - 9 Ferðamótið í golfr. Arni Ingimimdarson og Þórhallur Pálsson sigruðu - hlutu sólarlandaferðir að launum Árni Ingimundarson og Þór- hallur Pálsson urðu sigurveg- arar í Ferðamótinu í golfi sem fór fram á Jaðarsvellinum á Akureyri um helgina. Það voru Golfklúbbur Akureyrar, Flug- leiðir og ferðaskrifstofurnar Útsýn og Úrval ásamt Ferða- skrifstofu Akureyrar sem gengust fyrir mótinu. Árni og Þórhallur léku á 132 höggum nettó, eða jafnmörgum og þeir Gunnar Sólnes og Pálmi Þor- steinsson, en tókst að knýja fram sigur í spennandi bráða- bana. f bráðabananum voru leiknar þrjár holur, 1., 4. og 9. Árni hafði eitt högg í forgjöf á 1. holu, lék hana á 5 höggum en fékk 4 skrifuð og það högg réði úrslit- um þegar upp var staðið og Gunnar og Pálmi höfnuðu því í 2. sæti. í 3. sæti urðu Halldór Rafnsson og Gunnar Jakobsson á 134 höggum nettó. Verðlaunin í mótinu voru afar vegleg eins og fram hefur komið en það voru Flugleiðir og ferða- skrifstofurnar Útsýn og Úrval sem gáfu þau. Árni og Þórhallur hlutu báðir sólarlandaferð fyrir sigurinn og þeir Gunnar Sólnes og Pálmi fengu helgarferðir til London í sinn hlut. Halldór og Gunnar Jakobsson hlutu síðan helgarferðir til Reykjavíkur fyrir 3. sætið. Þá voru einnig veitt aukaverð- laun fyrir að vera næst holu á brautum 4 og 18. Árni Björn Árnason varð næstur holu á 4. braut og Gunnar Sólnes á þeirri 18. Báðir hlutu þeir flugfarmiða til Reykjavíkur að launum. Mótið þótti heppnast vel þrátt fyrir að veðrið léki ekki við kepp- endur síðari daginn. Nokkuð færri mættu til leiks en búist hafði verið við, eða um 60 manns, og vakti athygli að engir keppendur komu frá Ólafsfirði og Húsavík. Hins vegar komu keppendur frá Sauðárkróki, Reykjavík, Hafnar- firði, Keflavík, Borgarnesi og Eskifirði og voru mótshaldarar ánægðir með það. Að sögn Gfsla Jónssonar, framkvæmdastjóra Ferðaskrifstofu Akureyrar, er þetta í fyrsta en örugglega ekki síðasta sinn sem þetta mót er haldið og sagði hann að næsta ár yrði reynt að halda mótið fyrr og mætti þá búast við betri þátttöku. JHB Verðlaunahafar í Ferðamótinu ásamt Gísla Jónssyni (4. frá vinstri), forstjóra Ferðaskrifstofu Akureyrar. Mynd: ehb Knattspyrna 2. deild: KS lá f\TÍr Þrótti leikur í 3. deild að ári Þróttur sigraði KS 3:1 á Val- bjarnarvellinum í Reykjavík á laugardaginn. Þessi úrslit þýða að KS er fallið í 3. deild, því öll hin liðin sem voru í fallhættu fyrir þessa síðustu umferð sigr- uðu í sínum leikjum. KS-liðið getur ekki kennt nein- um nema sjálfum sér um tapið í leiknum. Leikmennirnir óðu svo- leiðir í færum, þó sérstaklega í seinni hálfleik, en tókst á ein- hvern furðulegan hátt að klúðra þeim öllum. Annars var leikurinn mjög brokkgengur. Þróttur var mun betra liðið fyrsta hálftímann og máttu norðandrengirnir þakka fyrir að fá ekki meira en eitt mark á sig. Það skoraði Sigurður Hallvarðsson á 25. mínútu með glæsilegum skalla, án þess að Magnús Jónsson markvörður ætti möguleika á því að verja. Tómas Kárason fyrirliði jafn- aði leikinn tíu mínútum síðar með glæsilegu skoti eftir góðan undirbúning Paul Friar. Óli Agnarsson hafði að vísu skorað mark fyrr í leiknum, en það var dæmt af vegna rangstöðu. KS sótti nú í sig veðrið og sótti stíft að marki Þróttar. Þeir gleymdu þá varnarleiknum og litlu munaði að Þróttur kæmist yfir. Magnús markvörður sá hins vegar til þess að jafnt væri í leik- hléi. Það var fyrsti hálftíminn eftir leikhlé sem gerði útslagið um úrslit leiksins. KS-ingar fengu hvert dauðafærið á fætur öðru en inn vildi boltinn ekki. Paul Friar fékk tvö færi sem Guðmundur Erlingsson í marki Þróttar varði frábærlega. Oddur Hafsteinsson stóð fyrir opnu marki, en hitti boltann illa og varnarmenn Þróttar náðu að hreinsa á síðustu stundu. Þeir rauðklæddu náðu nú að rétta aðeins úr kútnum og mestu pressunni var létt af marki þeirra. Sigurður Hallvarðsson skoraði mark fyrir þá úr skyndisókn, en það var dæmt réttilega af vegna rangstöðu. Nú fór að bera á vonleysi í leik KS-liðsins og Þróttur náði að nýta sér það ráðleysi. Ásmundur Vilhelmsson, sem var þá nýkom- inn inn sem varamaður, skoraði mark af stuttu færi eftir vel útfærða sókn Reykvíkinga. Rétt fyrir leikslok skoraði síð- an Sigurður Hallvarðsson þriðja mark Þróttar með fallegum skalla og þar með var annar sigur Þrótt- ar í sumar í höfn. Besti maður KS í leiknum var Paul Friar sem var óheppinn að skora ekki í leiknum. Einnig átti Hafþór Kolbeinsson ágæta spretti inn á milli. Besti maður Þróttar og um leið besti leikmaður vallarins var Guðmundur Erlingsson mark- vörður og bjargaði hann liði sínu frá stórtapi. AP Þórhallur Pálsson slær inn á grínið á 4. braut. Mynd: ehb SL-deildin: Völsungur tapaði - að þessu sinni fyrir Víkingi Völsungar gátu ekki fylgt glæsilegum sigri sínum á Fram eftir í þessari umferð og urðu að lúta í lægra haldi fyrir frísku Víkingsliðinu. Hinir fáu áhorfendur fengu nokkuð fyrir aura sína því sjö mörk voru skoruð í leiknum. Víkingar byrjuðu af miklum krafti og greinilegt að þeir ætluðu sér að kafsigla Húsvíkingana. Atli Einarsson skoraði fyrsta markið með góðum skalla á 18. mínútu eftir aukaspyrnu Hlyns Birgissonar. Leikurinn jafnaðist nokkuð eftir markið og komu nú Völs- ungarnir meira inn í leikinn. Ekki náðu þeir þó að ógna marki Víkinga að neinu ráði, enda var Guðmundur Hreiðarsson þar öryggið uppmálað. Rétt fyrir leikhlé jók Björn Bjartmarz forskotið fyrir Víkinga með þrumuskoti frá markteig. Þorfinnur Hjaltason markvörður Völsunga gerði heiðarlega tilraun til þess að verja en án árangurs. Það var svo sannarlega flug- eldasýning í síðari hálfleik og fengu áhorfendur að sjá fjögur mörk á fjórtán mínútum. Það fyrsta gerði Víkingurinn Atli Helgason eftir að Stefán Hall- dórsson hafði átt skot úr auka- spyrnu. Knötturinn hrökk af varnarvegg Húsvíkinga og Atli fylgdi vel á eftir og skoraði. Theodór Jóhannsson minnkaði muninn með skalla nokkrum mínútum síðar eftir hornspyrnu. En Adam var ekki lengi í paradís og Lárus Guðmundsson skoraði fjórða mark Víkinga eftir að hafa leikið á tvo varnarmenn Völs- unga. En markahátíðin var ekki búin ennþá, því enn eitt skallamarkið leit dagsins ljós. Þar var Skúli Hallgrímsson á ferðinni eftir aukaspyrnu Guðmundar Guð- mundssonar. Þetta fannst þeim rauðrönd- óttu ótækt og undir lok leiksins bætti Björn Bjartmarz við öðru marki sínu og auðvitað með skalla! Það voru því Víkingar sem stóðu uppi sem 5:2 sigurveg- arar. Þess má geta að einungis 152 áhorfendur mættu á þennan leik. Besti leikmaður Víkinga var Lárus Guðmundsson og áttu varnarmenn Völsungs í miklum erfiðleikum með hann. Greini- legt er að Víkingsliðið er fyrst að smella saman núna og ættu þeir að vera með þokkalegt lið að ári. Völsungsliðið var jafnt í þess- um leik en þeir mættu hreinlega ofjörlum sínum í þetta skiptið. Lið Víkings: Guðmundur Hreiðarsson, Sveinbjörn Jóhannsson, Þórður Marels- son, Hallsteinn Arnarsson, Stefán Hall- dórsson (Björn Einarsson 70. mfn.), Atli Helgason, Jón Oddsson (Lúðvík Braga- son 74. mín.), Björn Bjartmarz, Atli Einarsson, Lárus Guðmundsson, Hlynur Birgisson. Lið Völsunga: Þorfinnur Hjaltason, Eirtkur Björgvinsson, Theodór Jóhanns- son, Helgi Helgason, Guðmundur Guðmundsson, Unnar Jónsson (Baldvin Viðarsson 89. mín.), Sveinn Freysson, Skúli Hallgrímsson, Jónas Hallgrímsson, Sigurður Illugason, Skarphéðinn ívars- son. AP

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.