Dagur


Dagur - 20.09.1988, Qupperneq 14

Dagur - 20.09.1988, Qupperneq 14
14 - DAGUR - 20. september 1988 Vinningstölur 17. sept. 1988. Heildarvinningsupphæð kr. 4.156.884.- Þar sem enginn var með 5 réttar tölur færist fyrsti vinn- ingur yfir á fyrsta vinning á laugardaginn kemur. Bónusvinningur var kr. 332.286.- Aðeins einn þátttakandi fékk bónusvinning. 2. vinningur kr. 573.195.- Skiptist á milli 63 vinningshafa, kr. 9.098,- á mann. 3. vinningur kr. 1.337.454.- Skiptist á milli 2.608 vinningshafa, sem fá 512 kr. hver. Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111 ÉFramhalds- aðalfundur verður haldinn að Bjargi n.h. fimmtudaginn 29. sept. kl. 20.30. Dagskrá: Reikningar félagsins. Önnur mál. Reikningar Sjálfsbjargar liggja frammi á skrifstofu félags- ins kl. 13-17 næstu daga. Kaffiveitingar. Mætið vel og stundvíslega. Stjórnin. it Sendum alúðar þakkir öllum þeim er auðsýndu okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför, RÓSU ÞORGILSDÓTTUR, Sökku. Gunnlaugur Gíslason, böm og tengdabörn. Ólympíufár í Sjónvarpinu - sjónvarpað dag og nótt Ólympíuleikarnir í Seoul voru settir með mikilli viðhöfn aðfaranótt föstudags í Kóreu. Það er eins gott að allir hafí látið Iíta á sjónvarpstækið hjá sér því næstu tvær vikurnar mun sjálfsagt mæða mikið á imbanum. Sjónvarpið mun verða með næstum linnulausar sýningar frá Ieikunum á þess- um tíma og hætt er við að margir verðir syfjaðir í vinn- unni því flestar beinu sending- arnar eru á nóttunni. Sjónvarpið hefur staðið sig vel að útvega okkur beinar sendingar frá þeim greinum þegar landar okkar standa í ströngu. Frétta- mennirnir Arnar Björnsson og Samúel Örn Erlingsson eru staddir í Seoul og munu stjórna útsendingum þaðan. Hér heima eru síðan þau Bjarni Felixson, Ingólfur Hannesson, Jón Óskar Sólnes og Ásdís Eva Hannesdótt- ir sem munu, bæði í útvarpi og sjónvarpi, lýsa því sem frá Kóreu kemur. í þessari grein ætlum við að greina frá þeim beinu útsending- um sem munu fara fram þessa vikuna og í næsta helgarblaði munum við vera með vikuna þar á eftir. Lesendur eru hvattir til að geyma þessa síðu til að vera með allar upplýsingar um beinar útsendingar á einum stað. Þriðjudagur 20. september 10.00 Ólympíusyrpa. Ýmsar greinar. 10.25 Bein útsending - úrslit í sveitakeppni karla í fimleik- um. 12.30 Bein útsending - ísland- Bandaríkin í handbolta. Miðvikudagur 21. september 10.25 Bein útsending - úrslit í sveitakeppni kvenna í fimleik- um. 21.20 Ólympíusyrpa. Ýmsar greinar. 23.10 Bein útsending til kl. 05.00 - undanrásir í sundi og úrslit í fimleikum. Arnar Björnsson. Ásdís Eva Hannesdóttir. Ragnar Guðmundsson. 200 m bringusund - Amþór Ragnars- son. 100 m bringusund - Ragnheiður Runólfsdóttir. Föstudagur 23. september 09.55 Bein útsending - frjálsar íþróttir og úrslit í sundi. 23.40 Bein útsending til kl. 06.30 - frjálsar íþróttir, fimleikar karla og úrslit í sundi. Spjótkast - Einar Vilhjálms- son og Sigurður Einarsson. 200 m fjórsund - Ragnheiður Runólfsdóttir. 100 m baksund - Eðvarð Þór Eðvarðsson. 50 m frjáls - Magnús Ólafsson. 1500 m frjáls - Ragnar Guð- mundsson. Laugardagur 24. september 08.15 Ólympíusyrpa. Handknattleikur ísland- Svíþjóð. 17.00 Ölympíusyrpa. M.a. syrpa úr leik fslands og Svíþjóðar í handbolta. 23.05 Olympíusyrpa. Ýmsar greinar. 00.30 Bein útsending til kl. 06.30 - frjálsar íþróttir, sund, fim- leikar og dýfingar. 400 m grindahlaup - Helga Halldórsdóttir. Spjótkast karla úrslit. Spjótkast - íris Grönfeldt. ÁP Samúel Örn Erlingsson. 100 m frjáls aðferð - Magnús Ólafsson. 200 m baksund - Eðvarð Þór Eðvarðsson. Fimmtudagur 22. september 09.55 Bein útsending - úrslit í sundi. 12.00 Bein útsending - ísland- Alsír í handbolta. 21.50 Endursýndur leikur íslands og Alsírs í handbolta. 23.05 Bein útsending til kl. 08.00 - frjálsar íþróttir, sund og fim- leikar. Kúluvarp - Pétur Guðmunds- son. 400 m frjáls aðferð - Það mæðir mikið á starfsmönnum íþróttadeildar Ríkisút varpsins meðan á Ólympíuleikunum í Seoul stendur. Bjami Felixson, Ingólfur Hannesson og Jón Óslcar Sólnes, með einkennisdýr lcikanna á milli sln.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.