Dagur - 22.09.1988, Blaðsíða 9

Dagur - 22.09.1988, Blaðsíða 9
22. september 1988 - DAGUR - 9 „Það er ekki víst að það væri svo vitlaust.“ - Verður hægt að fækka gangnamönnum á Auðkúluheiði þegar hluti hennar verður kom- inn undir Blöndulónin? „Alveg örugglega ekki, það gæti þurft að fjölga þeim fyrst í stað á meðan er verið að kenna fénu að renna aðrar leiðir en það er vant að fara.“ - Nú var samkvæmt samningi sem gerður var fyrir fjórum árum bannað að reka hross á heiðina. Hvað gerist þegar hann rennur út? „Samningurinn rennur út nú um áramótin en um hvað verður gert vil ég ekkert segja á þess- ari stundu. Hitt er annað að það er girðingarhólf hér framan við Hrafnabjörg sem upprekstur hrossa hefur verið leyfður í. Það hefur ekki skeð nema einu sinni á þessurn árum, það var 1987, að þetta hólf hafi verið fullnýtt. Hólfið er 2500 hektarar og allt graslendi, það hefur alltaf verið rúmt í því nema þetta eina sumar.“ - Hver var ástæða þess að göngum á Auðkúluheiði var flýtt einhliða nú í haust og heiðin smöluð viku fyrr en þær heiðar sem að henni liggja? „Frá því sem fjallskilareglu- gerð segir til urn hefur göngum á svæðinu á milli Blöndu og Mið- fjarðargirðingar verið flýtt um viku undanfarin tvö ár, þetta er þriðja árið sem við flýtum þeim. Það eru fleiri en ein ástæða sem ég tel að réttlæti þetta. Sú fyrsta er að allar rannsóknir benda til þess að dilkar þyngist lítið á afréttum eftir ágústlok. Bændur hafa margir mjög góðar aðstæður heima til að taka við fénu á þess- um tíma og ég held að það sé þeirra hagur. í annan stað hefur verið reynt að hlíta þeim upp- rekstrartíma sem gróðurverndar- nefnd héraðsins og Landgræðslan hafa komið sér saman um að væri hentugur. Hvað okkur varðar hér á Auðkúluheiði þá er fækkun fjár á heiðinni orðin alveg geipileg. Það á að nota beitargrösin á heiðunum á meðan þau eru kostaríkust Ég er ekki viss um að féð sem kom af heiðinni nú um daginn sé nema þriðjungur þess fjár sem kom til rétta af henni þegar flest var. Það voru á rnilli 11 og 12 þús- und fjár á fóðrum í upprekstrar- félagi Auðkúluheiðar en hvað margt af því er á heiðinni er erfitt að segja urn. Það er mjög margt af fé í heimalöndum yfir sumarið hér í Svínavatnshreppi. Það er mín skoðun að þessi upprekstur á vorin sé full seint á ferðinni. Það er viðurkennt af öllum aðilum aö Auðkúluheiðin sé besta afréttin hér um slóðir og ég er viss urn að óhætt var að leyfa upprekstur á heiðina viku fyrr en gert var á síðasta vori, minnsta kosti ef settar yrðu á hömlur þannig að menn færu ekki með allt féð í einu og það eru bændur tilbúnir að gera. Það er mikið hagsmunamál fyrir bændur sem reka stór fjárbú að losna við féð viku fyrr úr tún- unum, það getur hreinlega skipt sköpum með heyskap. Að þessu samanlögðu er það mín skoðun og ég ætla að vinna að því að upprekstri verði heldur flýtt að vori og féð tekið heim fyrr að hausti. Ég held að allir bændur sem nota afréttina hafi hagnað af því. Það er dýrt fyrir fjárbændur að nota stórar afréttir og standa undir kostnaði af því þess vegna verða þeir að nota beitargrösin á heiðunum á meðan þau eru kostaríkust og skila mestum árangri“, sagði Sigurjón á Tindum. Myndir og texti: fh Það sést einhver hreyfing norður í Arnarbælinu. hefðu þeir fundið óvenju margt fé og meðal annars tvö lömb á algjörri hagleysu við Lyklafell sem er upp við Langjökul. Biaða- maðurinn fylgdist með þegar gangnamenn voru að höndla ljónstyggar fjallafálur og koma þeim á bílinn og auðséð var að bæði menn og hundar kunnu þar vel til verka. Gamall gangnaforingi sagði eitt sinn að allir gangnamenn þyrftu að vera góðir, sérstaklega þeir sem færu í seinni göngur, og ekki þýddi að senda aðra en úrvalsmenn í eftirleitir. Samkomulag um landamerki Blaðamaður Dags ræddi við Sig- urjón Lárusson á Tindum, oddvita Svínavatnshrepps og spurði hann um nánari tilhögum á göngum á Auðkúluheiði eins og þær eru nú og um merki á milli Auðkúluheiðar og Tungna- mannaréttar á Kili. Verður ekki sótt fast að fá það land aftur sem tilheyrir Auðkúlu- heiði og er sunnan girðingar á Kili? „Það er búið að gera sam- komulag og ganga endanlega frá því hvar merkin eru. Þau eru á vatnaskilum svo við eigum Kjal- hraunið suður að Strýtum en Þessar rollur seldu frelsi sitt dýrt. „Jú það er í þessum svokallaða Blöndusamningi (samningur við Landsvirkjun vegna Blönduvirkj- unar) að það skuli gert. Það er reyndar ekki árennilegt girðing- arstæði yfir Kjalhraun og menn eru svona að velta þessu fyrir sér og ekki hefur enn verið komist að neinni niðurstöðu um hvað verð- ur gert í þessu en rétturinn er fyr- ir hendi til að láta setja girðing- una upp á merkjum.“ - Er ekki takmarkað land til að sækjast eftir í hrauninu fyrst Þjófadalirnir fylgja ekki með? Kjalhraun illa farið vegna ofbeitar „Það er nú allmikið graslendi í Kjalhrauni en landið er illa farið vegna ofbeitar til fjölda ára. Það er viðurkennt af öllum aðilum og auðvitað þyrfti að hlífa því um tíma, meir en gert hefur verið.“ - Kemur til greina að koma upp þessari merkjagirðingu og lofa hinni að standa einhvem tíma og friða landið á milli þeirra? Fé sett á bíl við gamla skálann við Kúlukvísl. sunnanmenn eiga Þjófadalina því allt vatn úr þeim rennur til suðurs. Nánar til tekið eru þau merki sem um hefur samist úr Oddnýjarhnjúk að vestan, það er hnjúkur í Þjófadalafjöllum sem er nokkur veginn beint vestur af Hveravöllum, svo er gnípa nokkru sunnar í fjöllunum sem samið var um að yrði hornpunkt- urinn og var merkt vandlega með koparskildi frá Landmælingum ríkisins og þaðan er svo tekin bein lína á Strýtur. Austan við Strýturnar er næsta kennileiti sem miðað er við Grettishellir. Hann er gríðarlega stór og á hon- um standa þrjár vörður og það er svo nákvæmlega að orði komist í þesari landamerkjagerð að það skyldi vera syðsta varðan sem miðað er við. Þaðan er línan á útsýnisskífuna á Fjórðungsöldu en merkin í Blágnípu í Hofsjökli hafa alltaf verið óumdeild og í hana liggur núverandi varnar- girðing, hún liggur suður með Blöndu og í gnípuna og svo hefur alltaf verið. Það er mjög stutt frá upptökum syðstu kvíslar Blöndu að Jökulfallinu.“ - Er ekki stefnt að því að færa varnargirðinguna á þessi umsömdu merki?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.