Dagur - 24.09.1988, Síða 6

Dagur - 24.09.1988, Síða 6
6 - DAGUR - 24. september 1988 - Víða leynast hættur á veg- ferð manna enda þótt íbúarnir verði ennþá að sætta sig við að umheimurinn viðhaldi þeim orðrómi, sem áður lá á borginni. Á árinu 1986 gaf lögreglan út 38.200 vottorð um óflekkað mannorð til fólks, sem fá vildi vegabréf vegna náms er- lendis eða flutnings til annarra landa. Á sama ári voru 57 bankar rændir og 43 gullsmiðir. En Hong Kong á við verulegan eiturlyfjavanda að stríða. Á skrá eru 38.310 eiturlyfjaneytendur, einkum heróínneytendur. Á árinu 1986 voru 12.494 einstakl- ingar dæmdir vegna eiturlyfja- mála, sex sinnum fleiri en í London. Þeir, sem ferðast til Hong hluti GLÆPUR OGREFSM Franskir lögreglumenn að störfum. Lögreglan þar í landi telur sig upplýsa 40% allra glæpamála og þykir það nokkuð hátt hlutfall, miðað við það sem gerist víða annars staðar. Ekki er þó víst að íslensk lögregluyfirvöld sættu sig alls kostar við slíkan árangur. Sá glæpalýður, sem ferðamenn komast stundum í kynni við, eru oft sígaunar komnir frá Júgó- slavíu, og þeir ráðast alveg sér- staklega að Japönum. Samkvæmt upplýsingum innanríkisráðuneyt- isins eru þjófnaðir sígaunanna þó minnkandi vandamál, en eigi að síður nóg til þess, að innanríkis- ráðherrann á tíðförult á fund júgóslavneska sendiherrans til að ræða það, hvernig unnt sé að ráða bót á þessu. Flestir þjófnað- anna eru framdir í neðanjarðar- lestunum, einkum á síðkvöldum. Þaö er ekki gerlegt að vita nákvæmlega, hversu hátt hlutfall glæpa er yfirleitt tilkynnt. í Kína- hverfinu (13. hverfi Parísar) talar fólk alls ekki við lögreglumenn. Manndráp eru jafnvel ekki til- kynnt. Vandamálið kemur til af því, að þarna búa á milli 30 og 60 þúsund ólöglegir innflytjendur. Lögreglan kvartar einnig und- an aröbum frá Norður-Afríku, og þar á milli er ekkert traust. Arabar eru í sífellu stöðvaðir og látnir sýna skilríki sín. Lögreglan - sem telur sig upp- lýsa 40 prósent allra glæpamála, sem er nokkuð hátt hlutfall - er almennt séð ekki spillt, og enda þótt lögregluþjónarnir séu vopn- aðir, skjóta þeir menn ekki til bana nema í sjálfsvörn. Los Angeles í borg englanna er algengast, að íbúarnir fremji glæpi hver gagn- vart öðrum. Og flest afbrot (ef bílþjófnaðir eru frátaldir) eiga sér stað í þéttbýlustu borgar- hverfunum - miðborginni og Austur- og Suður-Los Angeles. 35 prósent manndrápa verða á þessum svæðum. Öðru hvoru koma upp glæpamál, sem vekja mikla athygli, svo sem þegar glæpaflokkar eru að verki, og venjulega gerist þetta í austur- eða suðurhlutanum. Miðborg LA er að fá á sig betra orð en áður var. Skipu- leggjendur borgarinnar segja, að miðborgin sé í endurnýjun, þar eru að rísa nýir skýjakljúfar, miðborgin fær á sig svip við- skipta- og menningarlífs, og jafn- vel koma þar risastórar íbúða- blokkir, ein eða tvær. Um nætur er miðborgin auð og yfirgefin og hættuleg umferðar, en fyrir fólk í viðskiptaerindum er aðalvanda- málið að degi til umferðaröng- þveitið. Yfirvöld eru að berjast við þetta með því að hegna öku- mönnum, sem loka gatnamótum. Fótgangandi vegfarendum er refsað - 49.462 árið 1986 - ekki aðeins fyrir að brjóta umferðar- reglur heldur og fyrir að stíga út af gangstéttarbrún eftir að komið er merki um að gangbraut sé lokuð. Lögreglan segir LA-flugvöllinn „ekki eins slæman og Kennedy- flugvöll“ að því er snertir bíl- þjófnaði og stuld úr bílum. Áætl- að er, að þangað hafi komið um tíu milljónir bíla á árinu 1987, en 317 var stolið og brotist inn í 1.207. „Mannþröng á flugvöllum er heppilegur athafnastaður fyrir vasaþjófa,“ segir lögreglan, en aðeins var kært í 75 tilvikum á síðasta ári, en 45 milljónir far- þega fóru um völlinn. Þessi at- hafnasemi mun þó hafa tekið verulegan fjörkipp á yfirstand- andi ári. Lögreglan í Los Angeles getur ekki haldið mönnum í fangelsi nema færa rök fyrir sfnu máli, en grunuðum mönnum, sem ekki bera persónuskilríki, er þó leyfi- legt að halda í varðhaldi. Pað telst ekki saknæmt að vera drukkinn á almannafæri, en mikil herferð er í gangi til að berjast gegn því, að fólk aki undir áhrif- um áfengis eða eiturlyfja. Ef áfengi mælist í blóði ökumanns, má reikna með 15 til 40 þúsund króna sekt og allt að 6 mánaða fangelsi. Hlutfall þeirra mála, sem upp- lýst verða, er lágt; manndráp 64,5 prósent, nauðganir 40,7 prósent, líkamsárásir 56 prósent og rán 20,5 prósent. Hong Kong Hjá lögreglunni í Hong Kong fer mestur tími í að fást við mál ólög- legra innflytjenda. Á árinu 1986 voru 16.832 handteknir, þegar þeir reyndu að komast inn yfir landamærin frá Kína. Yfirleitt hafði þetta fólk greitt milligöngu- mönnum, sem lofað höfðu að koma því yfir landamærin, 300- 15.000 HK-dollara. Athyglisvert er, að helmingur þeirra, sem stóð að vopnuðum ránum í Hong Kong 1986, hafði flust til borgar- innar eftir 1978. 55 prósent allra glæpa eru framdir á Kowloon-svæðinu, en Hong Kong-eyja verður að telj- ast tiltölulega öruggur staður (aðeins 19 prósent glæpanna voru framdir þar). Af 67 manndrápum 1986 (sem er lág tala miðað við heimsmeðaltal) tókst að upplýsa 49. Að meðaltali tókst að upplýsa 48 prósent allra glæpamála (sem er hátt hlutfall), 36,5 prósent inn- brota upplýstust og 44,1 prósent ofbeldisglæpa. Hong Kong er ekki lengur sú glæpamiðstöð, sem áður var, Kong í viðskiptaerindum, verða að vera vel á verði gagnvart fjár- svikum og undirferli. Peninga- fölsun er einnig vandamál. Fölsuðum 1.000 HK-dollaraseðl- um hefur verið dreift í miklu magni á meginlandi Kína. Jafn- vel eru bandarísk ökuskírteini fölsuð. Glæpum, þar sem óaldarflokk- ar eiga hlut að máli, fer fækk- andi. Skráin yfir minniháttar afbrot er dálítið óvenjuleg: 8.542 voru dæmdir fyrir fjárhættuspil, 18.801 fyrir fálkaveiðar og 2.180 fyrir að reka nuddstofur í leyfis- leysi. Þarna starfar góðborgara- hreyfing, sem hvetur almenning til að aðstoða lögregluna og 12,6 prósent af öllum handtökum eiga rót sína að rekja til ábendinga frá almenningi. Ung kínversk kona var nýlega verðlaunuð með sumarleyfisferð til Bandaríkj- anna eftir að hún hafði með hug- rekki sínu aflað upplýsinga, sem leiddu til handtöku og síðar dóms yfir manni, sem hafði þrjú morð og 22 rán á samviskunni. London Heildartala glæpamála í London lækkaði um 4 prósent á árinu 1987. Morðmálum fækkaði í 195, og af þeim tókst að upplýsa 181. Árið var hins vegar óvenjulegt að því leyti, að lögreglan skaut þrjá menn til bana á götum úti, en aðeins 2.600 lögreglumenn hafa leyfi til að nota skotvopn og í I mörgum heimshlutum geta saklausir ferðamenn átt það á hættu að verða fórnarlömb hryðjuverkamanna. reyndinni bera aðeins fáir þau á sér. Hlutfall þeirra mála, sem tókst að upplýsa, er lágt, aðeins 16 prósent, en þó tókst að upp- lýsa 49 prósent nauðgunarmála og 53 prósent mála vegna ann- arra líkamsárása. Miðað við heimsmeðaltal eru innbrot mjög tíð í London, einn- ig rán á götum úti og vasaþjófn- aðir. Ferðamannastraumur er meiri til London en nokkurrar annarrar borgar, og algengt er, að stolið sé persónulegum mun- um þeirra, sem aðeins dvelja tímabundið í borginni. Pessir þjófnaðir eru einkum framdir, þar sem mikil þröng er á þingi. Að því er smáþjófnaði varðar er Oxford Circus neðanjarðarstöðin varasamasti staðurinn, en ólíkt því, sem víða gerist í borgum, er glæpastarfsemin ekki sérstaklega bundin við úthverfi. Hver sá, sem tekur bíl á leigu í London, ætti að hafa í huga, að bílþjófnaðir eru þar mjög tíðir og þjófnaðir úr vélknúnum farar- tækjum munu þar algengari en nokkurs staðar annars staðar (133.033 kærur 1987). Bifreiðar, sem skildar eru eftir næturlangt á almenningsbílastæðum, eru í sér- stakri hættu. Ferðamenn bera lögreglunni það orð, að hún sé ábyggileg og umhyggjusöm (Lundúnabúar samþykkja það víst ekki), og hún tekur ekki við mútum. Hún getur sektað menn á staðnum fyrir um- ferðarlagabrot, en önnur mál verða að ganga til dóms, og ákærður telst saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð. Höfuð- borgarlögreglan nýtur stuðnings 1500 „varðliða“, sem klæðast sömu búningum og hafa sama vald og venjulegir lögregluþjón- ar, en eru ólaunaðir sjálfboðalið- ar. Umdeild lög, sem nýlega voru sett, heimila lögreglunni að stöðva menn og leita á þeim, ef þeir eru grunaðir um að bera hættuleg vopn. Þessi lög leiddu til þess, að handtökum fjölgaði um 45 prósent á árinu 1987. Talið er, að hlutfall þeirra glæpa, sem tilkynnt er um, sé til- tölulega hátt, og kemur það m.a. til af því að lögreglan hefur gott orð á sér. Kærum vegna nauðg- ana hefur fjölgað hin síðari ár, ekki síst vegna þess að komist hefur á betri samvinna milli lög- reglunnar og fórnarlambanna. Bangkok Bangkok er laus við marga þeirra glæpa, sem algengastir eru í þró- aðri stórborgum. Það er t.d. nán- ast óþekkt, að fólk sé rænt á göt- um úti, og mjög lítið er um al- menn skrílslæti eða ribbalda- skap. Ef við lítum framhjá um- ferðaröngþveiti og viðvarandi mengun, þá er Bangkok um margt öruggari en London. Svo undarlegt sem það kann að virðast, þá er minna um morð og aðra alvarlega glæpi innan borg- arinnar en í öðrum hlutum landsins. Algengast er, að morð tengist ástamálum, og ferðamenn koma þar sjaldnast við sögu. Til þess að útlendingar komist í kast við thailensk lög kemur annað tveggja til, einstök óheppni - eins og hjá ensku konunni, sem var skotin í norðurhluta landsins snemma á þessu ári - eða, að þeir fari mjög langt út fyrir þær um- gengnisreglur, sem ferðamönn- um ber að fylgja. Kærur vegna alvarlegra glæpa, svo sem morða, manndrápa,

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.