Dagur - 01.10.1988, Side 2
Sólskin í
pökkum
„Kronsj, krakk, splasj.“ Morg-
unverðarkornin mölbrotnuðu
undan sterkum tönnum dóttur
minnar, blotnuðu í mjólk og
munnvatni og hin margvísleg-
ustu fjörefni runnu ljúflega nið-
ur meltingarveginn. Hrossafóð-
ur með níasíni, ríboflavíni,
þíamíni, fólinsýru, askorbín-
sýru, fosfór, járni, kalki, kopar,
magnesíum, zínki, prótíni og að
sjálfsögðu dægilegu magni af
sykri. Ég dundaði við að lesa
um hollustu fóðursins og sam-
kvæmt upplýsingunum á
pökkunum eru kornflögur og
hafrahringir allra meina bót.
Þessi fóðurbætir inniheldur flest
næringarefni sem mannslíkam-
inn þarfnast, sólskin í hverjum
pakka og faglegar ráðleggingar
uppeldis- og næringarfræðinga
fylgja í kaupbæti. Þess vegna
horfði ég hugfanginn á dóttur
mína bryðja herlegheitin meðan
ég sötraði kaffið og svældi sígar-
ettuna.
„Kronsj, pabbi?“ maulaði
dóttir mín með spurn í hverjum
andlitsdrætti. „Af hverju kaup-
irðu aldrei kókópuss? Ég
kramdi sígarettuna reiðilega í
öskubakkann og svaraði eins
stillilega og mér var unnt:
„Kókópuss. Nei, barnið gott,
það er svo hræðilega dýrt og
vart nema fyrir tannlækna að
kaupa slíkan lúxus. Aldrei fékk
ég kókópuss í æsku og langaði
þó oft í.“
„Hallfreður!“ Þetta var kon-
an mín að staulast á fætur. „Þú
segir ekki rétt frá Hallfreður.
Við kaupum ekki kókópuss
vegna þess að það er svo ógeðs-
lega óhollt. Hvernig dettur þér í
hug að tannlæknar kaupi þenn-
an óþverra? Þetta er ekkert
nema sykur og aukaefni. Þetta
er meira að segja bannað í
Svíþjóð.“ Konan var nú orðin
allæst, sem ekki kann góðri
lukku að stýra svona árla
morguns. Ég reyndi að malda í
móinn og sagði að kókópuss
væri ekkert óhollara en korn-
flögur og hafrahringir, ég hafði
nefnilega lesið utan á alla þessa
pakka og allt var þetta jafn-
óhollt.
„Nei, það er viðbjóðslegt og
barnið skal aldrei fórna tönnum
sínum í þann óþverra," sagði
konan með þjósti. Ég lét undan
síga og kveikti mér í annarri
sígarettu. „Er hollt að fá kaffi
og sígarettu í morgunmat?“
spurði dóttir mín lævíslega.
Konan stirðnaði. „Sérðu for-
dæmið sem þú gefur dóttur
okkar? Út með þig karlpung-
ur!“ Konan urraði, dóttirin
glotti, ég kveinkaði mér.
„Elskurnar mínar, þegar ég
var lítill... „Byrjaðu nú ekki,“
hvein í konunni. Ég hélt þó
áfram, afar óstyrkur. „Þegarég
var lítill fékk ég hafragraut og
lýsi á morgnana. Stundum fékk
|Hallfreður ólst upp við hafragraut og lýsi, en nú til dags fá börnin fjörefnaríkan fóðurbæti í morgunmat. Mynd: tlv
ég líka hafragraut í hádeginu og
á kvöldin. Reyndar var ég alltaf
með lýsisflöskuna við höndina
og þambaði af stút.“ Mæðgurn-
ar litu forviða á mig og grettu
sig. „Já, ég varð stór og sterkur
eins og lög gera ráð fyrir og inn-
byrti svo mikla hollustu að hún
nægir mér fyrir lífstíð. Helst
verð ég að skapa dálítð mótvægi
með því að ástunda einhverja
óhollustu og því fæ ég mér kaffi
og sígarettu í morgunmat.
Þannig jafnast of mikil hollusta
og dálítil óhollusta út í temmi-
lega hollustu."
Mæðgurnar voru agndofa eft-
ir þessa ræðu. Sú stutta lauk
þegjandi við morgunmatinn en
sú digra var enn að melta þessa
röksemdafærslu mína. Hún
virtist vantrúuð, en hreyfði þó
engum mótmælum þegar ég
kveikti mér enn í sígarettu og
bætti kaffi í bollann. Hún þagði
mestallan daginn en ég hugsaði
með mér hvort þeir hefðu nokk-
uð bannað kaffi og sígarettur í
Svíþjóð. Mér var svo sem alveg
sama um kókópussið, núna,
enda búinn að gleyma hvernig
það er á bragðið.
Magasýrurnar streymdu af
auknum krafti, hlálegt gaul
ómaði úr iðrum mér, ofurlítill
stingur, viðrekstur, hósti, slím,
doði fyrir hjartanu, máttleysi,
svimi, höfuðverkur; að þessu
slepptu er ósköp notalegt að
venja sig á kaffi og sígarettu í
morgunmat.
vísnaþáttur
Ágúst Pétursson, Klettakoti á
Skógarströnd orti svo á afmæli
sínu:
Ellin gárar enni og brár
eyddur hári skallinn,
fótasár og sinnisþrár
sextíu ára kallinn.
Sýnilega hefur Jóhannes Jónasson
ort þessa vísu um prest.
Mikið er hvað margir lofa hann
menn sem aldrei hafa séð hann
skrýddan kápu Krists að ofan,
klæddan skollabuxum neðan.
Ekki er vitað hver gaf hverjum
næstu vísu í brúðkaupsgjöf:
Tuttugu ár með tóman skut
til og frá hann þráreri.
Á endanum fékk hann einn í hlut,
afarstóra hámeri.
Antoníus Sigurðsson, Djúpavogi
kvað:
Yfir fjölskreytt eyjaband
andar blærinn hlýi.
Er nú bjart um Austurland,
ekki brot af skýi.
Bjarni Gíslason rithöfundur kvað:
Leggur kvöld í skál og skörð
skikkju fagurbúna.
Aldrei sá ég Eyjafjörð
yndislegri en núna.
Næstu vísurnar orti Árni Böðvars-
son á Akureyri.
Ágústkvöld:
Þegar kliður dagsins deyr
og dagur af himni bláum
mildur varmaþrunginn þeyr
þreifar á laufi og stráum.
Afturför:
Lengi var mér létt um spor,
lundin hýr og glettin.
Næstum hrofið nú mitt þor,
náttblindur og dettinn.
Á ferð til Grímseyjar á „Heklu“ í
maí 1977.
Stefnið ristir báru bök,
byrðing hristir aldan stök.
Enginn gistir vota vök
verði listug stýristök.
Heiðar Karlsson kaupfélagsstjóri á
að hafa ort þessa skrýtnu auglýs-
ingu.
Meydómur sem fymast fer
flestum eykur byrði.
Nautakjötið okkar er
einnig lítils virði.
Sá er sendi mér næstu vísu segir
höfundinn ófundinn, þrátt fyrir
mikla leit.
Rauður á hár, og reynslusmár
romms á tári hresstur,
sautján ára á sjálfs mín klár
sótti ég Láru vestur.
Líklega hefur Andrés Björnsson
ort þessa vísu á dansiballi.
Svigna fornu salagólf,
setið er horn og bekkur.
Fastan sporna fjalagólf
fótanorn og rekkur.
Bjarni Halldórsson á Uppsölum
kvað þessa ágætu vísu.
Skáldið gistir sónarsvið,
sér til ystu stranda.
Bragalistin leikur við
ljóðaþyrstan anda.
Björn Sveinsson frá Gili í Borgar-
sveit, kvað svo í mannraunum ein-
hverjum.
Kuldinn beygja fyrða fer,
fást þess eigi bætur.
Ef við deyjum allir hér
einhver meyjan grætur.
Jón
Bjarnason
frá Garðsvík
skrifar
Næstu vísurnar kvað Jóhannes Sig-
urðsson á Engimýri og nefndi
Vetrarvísur.
Saman fjúki safna ský.
Senn mun rjúka alda.
Fjallahnjúkar færast í
feldinn mjúka og kalda.
Hvergi á barð frá bænum sést.
Blæs um jarðarlýðinn.
Nú í garð að ganga er
góu harða tíðin.
Ekki er sólaryl að fá
eða um skjól að tala.
Nöpur gjóla norðri frá
næðir um hól og bala.