Dagur - 01.10.1988, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 1. október 1988
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 70 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR.
RITSTJÓRI:
BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON
BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR,
BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960),
EGILL H. BRAGASON, FRlMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON
(Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík),
MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR,
STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON,
TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON,
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Norðurlands-
defldSÁÁ
í dag verður haldinn á Akureyri stofnfundur
Norðurlandsdeildar Samtaka áhugamanna
um áfengisvandamálið. SÁÁ eru tíu ára um
þessar mundir og hafa samtökin náð ótrú-
legum árangri í baráttunni gegn áfengisböl-
inu á þeim skamma tíma. Frá því SÁÁ tók til
starfa hafa rúmlega 7000 íslendingar verið
lagðir inn á stofnanir til meðferðar vegna
óhóflegrar áfengisneyslu og lætur nærri að
það séu um 3,6% fullorðinna íslendinga.
SÁÁ hefur með starfi sínu átt stóran þátt í
því að breyta viðhorfi almennings gagnvart
áfengissýki og jafnframt gefið þúsundum
íslendinga nýja von um að sigrast á vanda-
málinu og losna úr helgreipum Bakkusar.
Það segir sína sögu um þá eftirtekt, sem
starfsemi SÁÁ hefur vakið, að á annað
hundrað einstaklingar frá hinum Norður-
löndunum hafa komið hingað til meðferðar. í
því felst mikil viðurkennig á því starfi sem
unnið er innan vébanda SÁÁ.
Félagar í SÁÁ, búsettir á Akureyri og ná-
grenni, eru nú um 650 talsins. Frá árinu
1977 til ársins 1984 var starfsmaður á veg-
um samtakanna starfandi á Akureyri, en frá
því hann hætti störfum hefur ekki verið opin
skrifstofa á Norðurlandi á þeirra vegum.
Þörfin er þó vissulega fyrir hendi, sem sést
best á því að á síðasta ári fóru 83 einstakl-
ingar frá Akureyri í meðferð hjá SÁÁ. Þeir
sem unnið hafa að því að undirbúa stofnun
Norðurlandsdeildar SÁÁ, bentu á það í við-
tali í Degi á fimmtudag, að ákveðið tómarúm
hafi myndast á Norðurlandi þegar skrifstofa
SÁÁ var lögð niður vegna fjárskorts 1984:
„Fólk vissi ekki hvert það átti að snúa sér
með vanda sinn og það varð til þess að
vandinn óx og fólk fór seinna af stað til að
leita sér aðstoðar. Tilgangurinn með stofn-
un deildar samtakanna hér er því m.a. sá að
gefa fólki tækifæri til að leita sér hjálpar fyrr
en í óefni er komið, án þess að leggja í lang-
ar ferðir frá heimili sínu,“ segir þar m.a.
Markmið þeirra sem að stofnun Norður-
landsdeildar SÁÁ standa er að opna skrif-
stofu á Akureyri og ráða starfsmann til að
leiðbeina fólki út úr ógöngum áfengissýk-
innar. Áfengisvandamálið er ekki síður tröll-
vaxið á Norðurlandi en annars staðar á land-
inu og því mjög tímabært að taka á málum
með myndarlegum hætti heima í héraði. BB.
Verða næstu Ólympíuleikar haldnir í Alþingishúsinu?
úr hugskotinu
Ólympíuleikar
í stjórnmálum
Strákarnir okkar hafa aö
undanförnu verið að gera það
misgott austur í Seoul eða Sól,
eins og staðurinn kvað víst heita
á máli innfæddra, en ekki mál-
farsráðunautar Ríkisútvarpsins.
Pangað hélt einnig verktakavin-
urinn og samgönguráðherrann
úr Hafnarfirði Matthías Á.
Mathiesen, sem þarna naut
þeirrar sjaldgæfu ánægju að
geta horft að soninn keppa, á
kostnað skattborgaranna. Eitt-
hvað varð sú ánægjan þó enda-
slepp, þar sem ráðherrann
missti allt í einu undan sér
stólinn, og mun það jafnvel
hafa verið í annað sinn sem slíkt
gerðist í hinni kóreönsku höf-
uðborg. Áður var þó ráðherra
búinn að tryggja það að ráð-
herratíð sinni yrði reistur veg-
legur minnisvarði, íþróttahöll
ein mikil í Laugardalnum, og
svo kaldhæðnislega kann meira
að segja að vilja til, að það verði
Þórhildur Þorleifsdóttir í stól
menntamálaráðherra, sem beit-
ir sér fyrir þessari byggingu.
Hátíðarstemmning
í sláturtíðinni
Sem betur fer fyrir fulltrúa
íslenskrar íþróttaæsku þarna
austurfrá, þá hafa fréttimar af
tugmilljónaklúðri þeirra sem
hingað hafa borist í misbeinum
útsendingum ekki vakið eins
mikla athygli og endranær, né
heldur skrif einhverra smábæj-
arblaða í Danmörku um dæmi-
gerða víkingahegðan nýríkra
sjóara og gamalríkra forstjóra
sem í Austurveg héldu „að
hvetja landann”. Islenska þjóð-
in hefur nefnilega verið upptek-
in af því að halda sína eigin litlu
Ólympíuleika - Ólympíuleika í
stjórnmálum. Og það hefur svo
sannarlega ríkt hátíðarstemmn-
ing í þjóðfélaginu mitt í slátur-
tfðinni, enda að þessu sinni
fleiru slátrað en feitum sauð.
Á þessum stjórnmálaleikum
hefur að sjálfsögðu verið keppt
í flestum þeim greinum sem
þessari tegund íþrótta tilheyra,
svo sem samningalipurð, fjöl-
miðlaframkomu, yfirlýsinga-
gleði, einnig undirferli, sveigj-
anleika, inn- og útgöngu svo
nokkrar vinsælar greinar séu
nefndar. Og yfir þessu sjónar-
spili hefur þjóðin verið að
skemmta sér undanfarna daga,
og látið sig litlu skipta þó að
atvinnutækin séu að stöðvast
vítt og breitt um landið, og ein-
staklingar og heimili, jafnt sem
fyrirtæki séu að verða gjald-
þrota í fjötrum vaxtaokursins, á
sama tíma og grái markaðurinn
myndar samtök í Reykjavík,
kennd við ísland, og kallar sig
sparifjáreigendur.
Reynir
Antonsson
skrifar
Smátt verður stórt
Það hefur svo sannarlega mikið
gengið á allt frá því þeir fóst-
bræður Steingrímur og Jón
Baldvin slátruðu ríkisstjórn
Þorsteins Pálssonar í sögufrægri
útsendingu Stöðvar 2, og eitt-
hvað er það annað en gúrkur
sem fréttasnáparnir hafa lagt
sér til munns þessa síðustu
daga. Meira að segja Ríkissjón-
varpið hætti allt f cinu aö notast
við tveggja til þriggja tíma illa
lcsnar spólur úr Efstaleitinu
sem síðustu fréttir, og tók að
vinna þær sjálft. Þykir sumum
þetta ótvírætt merki þess að
Hallgrímskirkja sé þegar tekin
á rás norður í Haganesvík.
Og svo sannarlega hafa
fréttasnáparnir fengið mikið
fyrir sinn snúð. Atburðarásin
þessa síðustu daga hefur verið
bæði hröð, óvænt og litrík. Svo
hratt hafa hlutirnir gerst að
dæmi hafa verið þess, að fréttir
hafi orðið algjörlega úreltar á
einni klukkustund. Og sem f
hverri góðri íþróttakeppni hafa
úrslitin í einstökum greinum
þessara Ólympíuleika í stjórn-
málum oft orðið bæði tvísýn og
óvænt.
Eitt af einkennum þessa grát-
broslega sjónarspils, sem loks-
ins nú sér fyrir endann á, er það
hversu smátt hefur oft á tíðum
haft tilhneigingu til að verða
stórt. Dæmi um þetta er til að
mynda það þegar nokkur símtöl
eða kaffiröbb manna urðu þess
valdandi að Alþýðubandalagið
sprengdi fyrri stjórnarmyndun-
arlotu Steingríms. Þeim alla-
böllum er það að vísu svo sem
ekkert láandi, þótt þeir hafi lítt
kært sig um Borgaraflokkinn,
sem að minnsta kosti í upphafi
hafði skattsvikaákæru að kjöl-
festu, í áhöfn skútunnar, auk
þess sem Albert verður nú að
teljast handhafi gullverðlaun-
anna í þeirri grein að skipta um
skoðun, en það gerði hann að
minnsta kosti fjórum sinnurn á
einum og sama sólarhringnum,
en lítið er hægt að fullyrða um
áhuga hinna flokkanna á sam-
vinnu við þá Borgarana. Þó má
minna á að innan Alþýðu-
flokksins starfar lítil, og líklega
áhrifalaus klíka tengd SÁA,
sem svo aftur tengist Albert og
Borgaraflokknum meðal annars
gegnum Hafskipshneykslið, og
vera má aö þessar klíkur hafi
haft einhvern áhuga á samstarfi.
Vinstra öngstræti?
En við höfum fengið vinstri
stjórn eða félagshyggjustjórn,
eins og sumir nefna hana, og
því fagna allir sem aðhyllast
lausnir félagslegs jöfnuðar á
vanda þjóðfélagsins sem er
gríðarlegur. En mikið ósköp
voru nú fæðingarhríðarnar erf-
iðar, og því er ekki að leyna, að
menn eru ekki almennt trúaðir
á það að hún verði mjög langlíf.
Þannig þarf ekki nema eitt við-
kvæmt mál til dæmis þetta
blessaða álver, en minnstu
munaði að kjördæmapot þeirra
Hjörleifs og Kjartans út af því
kæmi í veg fyrir myndun stjórn-
arinnar, þó sem betur fer, báðir
hafi borið gæfu til að sýna þjóð-
hollustu áður en yfir lauk. Einn-
ig gætu ytri ástæður leitt stjórn-
ina út í eins konar „vinstra
öngstræti“ og má í því sam-
bandi nefna, að frystihúsaeig-
endur, sem vel að merkja marg-
ir eru beinlínis tengdir Sjálf-
stæðisflokknum og „fjölskyld-
unum þrettán“, hafa látið ófrið-
lega þar sem vandamálin á ekki
að leysa með einhæfri og flatri
kjaraskerðingu. En þó svoþessi
stjórn verði ef til vill ekki mjög
langlíf, þá gæti hún samt skilið
eftir sig merk spor eins og til að
mynda „stjórn hinna vinnandi
stétta“, á krepputíma fjórða
áratugarins gerði. Því hlýtur
myndun hennar að gefa fjöl-
mörg vænleg fyrirheit.