Dagur - 01.10.1988, Side 5

Dagur - 01.10.1988, Side 5
1. október 1988 - DAGUR - 5 sögubrot íslenskt mannlíf á 19. öld: Ofdrykkja og dæmalaus óáran Þannig tóku Islendingar í nefið, en tóbak, kaffi og brennivín voru helstu gleðigjafar og huggarar íslendinga á síðari hluta 19. aldar. Nútímamanninum þykir næsta ótrúlegt að íslendingar skuli hafa búið í torfbæjum í byrjun aldarinnar og hætt er við að margur sé kominn úr tengslum við hungur og hörmungar for- feðranna. Sögur af eldgosum, drepsóttum, harðindum, drykkjulátum, óþjóðalýð og vesturförum eru nú æði fjar- lægar. í Sögubroti ætlum við að hverfa um 100 ár aftur í tím- ann og forvitnast um mannlífið á íslandi á seinni hluta 19. aldar. í rauninni er ótrúlega stutt síðan þessir atburðir gerðust, en þróunin hefur ver- ið hröð. Til að forvitnast um áðurnefnt tímabil skulum við líta í Öldina sem leið 1861-1900, en þótt ekki sé þar um mjög greinargóða heimild að ræða gefur ritið ágæta yfirsýn yfir tíðarandann. í upp- hafi ritsins er getið um fimm mannskæð sóttarár á fyrri hluta aldarinnar. Mannskæðust voru mislingaárið 1846 og kvefsóttar- árið 1843, en því næst harðæris- og sóttarárin 1803 og 1804. Fimmta mannskæðasta sóttarárið var 1860, en þá dóu 3.326 manns á móti 2.460 fæddum börnum. Gefur þetta nokkra hugmynd um lífsskilyrði þjóðarinnar á 19. öld. Strax er getið um hallæris- ástand vegna aflabrests og fjár- kláða árið 1961. Bændur höfðu orðið fyrir miklum búsifjum vegna kláðans og erlend fiskiskip sóttu grimmt á miðin, auk þess sem afli var rýr við sjávarsíðuna. Bænaskrá var send til konungs og var bæði farið fram á peningalán og landhelgisgæslu. „Það er þrákálfalegt“ Af gleðilegri tíðindum má nefna að þann 29. ágúst 1862 fékk Akureyri kaupstaðarréttindi með konunglegri reglugerð. Sú saga hefur verið rakin í sérstöku afmælisblaði sem Dagur gaf út á 125 ára kaupstaðarafmæli Akur- eyrar í fyrra. Við ætlum hins veg- ar að snúa okkur að íslensku mannlífi. Árið 1865 heyja merkir menn ritdeilu um útilegumannabyggðir á öræfum íslands. Útilegumanna- og draugasögur Jóns Árnasonar voru á hvers manns vörum og smám saman komust á loft sögur um útilegumannabyggðir í Þór- isdal, Ódáðahrauni og víðar. Björn Gunnlaugsson yfirkenn- ari hafði ferðast mikið um landið og gerði sér sérstakt far um að heimsækja „útilegumannabyggð- ir“ og birti að því loknu grein þar sem hann fullyrðir að engir séu útilegumenn á öræfum. Birni var andmælt og margar sögur komu í dagsljósið. Loks birtist grein eftir Sigurð Gunnarsson á Hallorms- stað, en hann var flestum mönn- um víðförulli um öræfi íslands. Sigurður segir: „Þessi útileguþjófatrú, sem tórir enn í brjósti ýmissa manna, verður þó að virða þeim til vork- unnar, meðan þeir eru börn í þekkingu, ekki einasta um öræfi þessa lands, heldur og á jurtalíf- inu eftir legu og hæð landsins. En það er þeim eigi til vorkunnar virðandi, ef þeir halda þessari hégilju eins, eftir að merkir menn eru búnir að fara um öll öræfin, lýsa þeim og sanna, að hvergi sé þar mannastöðvar og hvergi búandi fyrir gróðurleysi. Að ala þá lengur þessa hjátrú og trúa eigi sjónarvottum, það er þrá- kálfalegt.“ (bls. 40) Gekk í bindindi og úr því aftur Ekki get ég stillt mig um að birta tvær auglýsingar sem Öldin getur um. Sú fyrri er dagsett 15. júní 1865 og hljóðar svo: „Hér með lýsi ég því yfir, að ég, sem hef verið ofhneigður til ofdrykkju hin síðustu tvö ár, er nú genginn í algert bindindi við nautn allra áfengra drykkja.“ Þessi sérkenni- lega yfirlýsing er undirrituð af Jóni Björnssyni frá Bjálmholti í Holtum. Rúmu ári síðar, eða 13. júlí 1866, birtist önnur tilkynning frá Jóni Björnssyni og kveður þar við annan tón: „Ég undirskrifað- ur, er lýsti mig í bindindi í fyrra- sumar, sjá 17. ár Þjóðólfs 134. bls., geri nú hinum sömu vinum mínum og kunningjum vitanlegt, að ég sakir ýmsra nauðsynja- orsaka, er hafa síðan fyrir mig komið, er nú genginn úr bindind- inu aftur.“ (bls. 42) Þessi fádæma hreinskilni myndi ábyggilega þykja hláleg í nútímaþjóðfélagi, sem þó státar af gífurlegu streymi upplýsinga og tilkynninga. Varla á Dagur eftir að birta fregnir af því hve- nær þessi eða hinn hættir að drekka og hvenær hann byrjar aftur. Almannarómur hefur yfir- leitt séð um slíka tilkynninga- skyldu. Kaffi og brennivín Höldum aðeins áfram með áfeng- ið. Kaffi og brennivín voru þjóð- ardrykkir íslendinga á 19. öld, samkvæmt ferðasögu eftir Svíann Carl Wilhelm Paijkull. Sjálfsagt eru þessir drykkir enn ofarlega á blaði þegar rætt er um þjóðar- drykki Islendinga, en grípum aðeins niður í lýsingar Svíans, sem getið er um árið 1866. Fyrst lýsir hann íslenska torf- bænum og ekki þykir honum fýsi- legt að búa í slíkum húsakynn- um. „Það liggur í hlutarins eðli, að allt er svart, sótugt og sóðalegt í slíkum bæ, enda verður ekki með orðum lýst hvernig þarna var umhorfs." (43) Eftir að hafa rætt aðeins um kaffi og brennivín snýr Paijkull sér að íslenska kvenfóíkinu. Seg- ir hann þær hárprúðar mjög og með hvítar, fallegar tennur. Þó fullyrðir hann að tennur kvenn- anna hafi látið á sjá vegna kaffi- drykkju. Um útlit formæðra okk- ar segir Paijkull: „Ég verð þó að kannast við það af fullri hreinskilni, að ég hef séð margar fallegar stúlkur, bæði á Suður-, Austur- og Norður- landi. Til Vesturlandsins kom ég ekki, en ég efast ekki um, að þær séu þar líka.“ (44) Ekki hneykslaðist Svíinn svo mjög á tóbaksnotkun íslendinga, sagði ættland sitt löðrandi í tóbaki líka. Hins vegar býsnaðist hann yfir tóbaksílátunum sem voru í lögun eins og púðurhorn og enda í oddi. Þessu troða íslendingar upp í nefið og sjúga drjúgum. Blygðunarlaus ofdrykkja „Brennivínið og tóbakið eru, ásamt kaffinu, þau vakningarlyf, sem auka á vellíðan íslendingsins á gleðistundu og eru honum huggari, þegar á móti blæs. Vér vitum, að þessi þjóð er ekki sú eina, sem játar sömu trú. Brenni- vín, kaffi og tóbak eru eiturteg- undir, sem eru þó ekki alveg bráðdrepandi, ef þeirra er neytt af skynsemd. Vandinn er sá að kunna sér hóf. í þeirri list hafa menn að margra sögn ekki náð mikilli fullkomnun á íslandi.“ (44) Segjum þá skilið við lýsingar frænda okkar frá Svíþjóð. Stund- um er sagt að glöggt sé gests aug- að, þótt ekki viljum við íslend- ingar alltaf kannast við það þegar gestirnir bera okkur illa söguna. Við vitum þó af ýmsum vankönt- um í þjóðfélagi voru en reynum að skáka í skjóli náttúrufegurðar, en ekki eru allir jafn hrifnir af íslensku landslagi. Árið 1872 er getið um breskan ferðalang, Richard F. Burton, sem ritaði nokkrar miður fagrar greinar um land og þjóð. Burton segir að íslendingar kunni að jafnaði að lesa og skrifa, en þeir séu afar fáfróðir og miklir eftir- bátar annarra þjóða Norðurálfu, nema hvað varðar ímyndunarafl andans, s.s. fornsögur, guðfræði og skáldskap. „Óhóf íslendinga og óþarfa- eyðsla, á að keyra fram úr öllu hófi, og að drykkjuskapnum eru svo mikil brögð, að höf. kveðst í Reykjavík hafa séð meiri hneyksli af blygðunarlausri ofdrykkju á einum degi heldur en á heilum mánuði í Englandi. íslenzkum fylgdarmönnum, er höf. nafngreinir suma, ber hann misjafnt orð. Kveður hann það bábilju eina, að íslendingar séu gestrisnir, þeir séu bláfátækir og féfíknir.“ (83) Allt fullt af „vesturheimsku“ fólki Burton ræðst harkalega á íslenska náttúru, segir Stóra- Geysi útlifaðan, örvasa aumingja pg Heklu hégóma. Náttúra íslands er fjarri því að vera stór- brotin, að mati Burtons, heldur má frekar kalla hana lítilfeng- lega. Á hinn bóginn rómar þessi breski ferðalangur loftslagið, vatnið, mjólkina og rjómann, en það er svo sem engin ný bóla. Ófögrum lýsingum erlendra ferðamanna skal nú vikið til hliðar. íslendingar höfðu margt annað að hugsa um. Pólitískar deilur blossuðu, konungur setti íslendingum stjórnarskrá 1873, þjóðhátíð var haldin á Þingvöll- um 1874, stórkostlegt eldgos varð í Dyngjufjöllum 1875, Hekla gaus 1878, gífurleg harðindi skullu á 1882, einnig skæð misl- ingasótt, tuttugu og fjórir biðu bana í snjóflóði á Seyðisfirði 1885, Suðurlandsskjálftar ollu stórtjóni 1896 og svona mætti lengi telja. Af framansögðu er það kannski ekki nema von að fólk flykktist til Vesturheims á þess- um árum. Til dæmis flúðu 2.000 manns land árið 1887 og gerðust landnemar í Vesturheimi, flestir í Kanada. Þessir fólksflutningar mæltust illa fyrir í sveitum, sem sumar hverjar lögðust í eyði. En ekki komust allir sem vildu vest- ur og eymd þessa fólks var mikil. Ljúkum Sögubroti með lýsingu frá Akureyri í júlí 1878: „Hér er allt fullt af „vestur- heimsku“ fólki. Börn og gamal- menni, konur og ónytjungar liggja hér hrönnum saman á göt- um bæjarins og á hverri krá, sem opin stendur fyrir þeim. Þeir mæna sífellt vonaraugum eftir hinu langþráða skipi, sem slasað- ist í Hrútafirðinum á dögunum, en þeim var aftur heitið nú um þessar mundir, en ókomið er það enn. Þeir eru að smádraga sig til baka nú vesalingarnir, og fjöldi var hættur við ferðina áður en fréttist um töf skipsins. Hér verð- ur mikill hnekkir af þessu brulti þeirra, sem ætluðu, en aftur settust, fyrir þá sem kyrrir voru, því suma verður strax að taka á sveit þeirra, þar eð þeir voru búnir að segja ábýlisjörðum sín- um lausum og selja aleigu sína fyrir lítið verð.“ (156) - Greini- lega ekki tekið út með sældinni að vera „vesturheimskur“. SS (Heimild: Öldin sem leiö - Minnisvcrö tíðindi 1861-1900, Iðunn, Rvík. 1956.) íslensk stúlka úr bók Paijkulls. Hann sá margar fallegar stúlkur á íslandi, með sítt hár og hvítar tennur, en þú þótti honum taumlaus kaffidrykkja vera farin að taka Ijómann af tönnunum.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.