Dagur - 01.10.1988, Page 6
v 6 DÁGUR W. kktötfér i 988
Jón Hjaltason
Konumar
Það var í tíð Viktoríu drottningar
yfir Stóra Bretlandi og keisara-
ynju Indlands að helsti hroll-
vekjumeistari bíómyndanna leit
dagsins ljós í London. Petta var
árið 1899. Nálega fjórum áratug-
um síðar sló þetta „barn“ í gegn
sem kvikmyndaleikstjóri í mynd-
inni 39 Steps. Þá hét það Alfred
Hitchcock.
Tilfínningaheftur einfari
Nýlega kom út enn ein ævisaga
hrollvekjumeistarans, skrifuð af
Donald Spoto. Þar veltir höfund-
urinn mjög fyrir sér afstöðu
Hitchcocks til kvenna. Flestir
Hitchcocks-aðdáendur hafa sjálf-
sagt veitt því athygli hversu
meistarinn virðist upptekinn af
kvenfólki, sérstaklega fallegum
en köldum ljóskum eins og
Madeline Carroll, Grace Kelly
og Kim Novak. Samkvæmt Spoto
var Hitchcock heltekinn af ást til
þessara leikkvenna sem hann gat
þó aldrei komist yfir. Hann var
bitur og tilfinningaheftur einfari.
Við brosum þegar við sjáum
Hitchcock spígspora í sínum eig-
in myndum, stuttan og þybbinn
og alltaf einn af nafnlausum
fjöldanum. í raun og veru er
þessi nærvist leikstjórans tákn-
ræn fyrir einsemd hans og þá
stöðu að þurfa alltaf að horfa á
atburðarásina álengdar án þess
að vera sjálfur þátttakandi - og
vilja þó vera með. Þetta átakan-
iega hlutskipti endurspeglast vel í
tveimur mynda Hitchcocks, Rear
Window (1954) og Vertigo
(1958). í báðum leikur James
Stewart aðalhlutverkið, menn
sem enga björg fá sér veitt og
verða að þjást vegna ástríðna og
ofbeldis. Skelfingin felst einmitt í
hjálparleysinu, tilfinningunni að
vera ekki með og jafnvel áhrifa-
laus um allt sem fram fer í kring.
Ástríðufull ást
ekki möguleg
Stöku koss er það eina sem
Hitchcock sýnir og tengja má
kynlífi. Kvenhetjur hans, þessar
líkamlega fullkomnu, ljóshærðu
goðaverur, eru eins og önnur goð
ekki fyrir mannlega karlmenn að
snerta eða sænga hjá. Þessi hug-
mynd á sér endurspeglun í sálar-
lífi Hitchcocks sjálfs segir Spoto.
Fyrir leikstjórann var ástríðufull
ást ekki möguleg, gífurleg feimni
og ótti um neitun stóð í veginum
fyrir slíku ástarsambandi. Fyrir
vikið einkenndi stöðug togstreita
sálarlíf Hitchcocks, togstreita
sem kemur aftur og aftur fram í
myndum hans. Kalda kvenveran
ögrar karlmanninum án þess að
fullnægja honum. Hjálparleysið
fóstrar ofbeldið.
í Psycho (1960), sem er sígild til
skilnings á leið Hitchcocks inn í
brjálæðið, er Tony Perkins
neyddur til að refsa Janet Leight
fyrir að æsa hann. Með hryllingi
horfum við á hana myrta í sturt-
unni en í raun erum við ekki
mjög hissa. Mátti hún ekki eiga
von á þessu vegna daðursins,
jafnvel þó að það hafi verið
ómeðvitað?
Syndugar
Þannig eru kvenverur Hitchcocks
ekki án bletta. Þær eru að vísu
glæsilegar og svolítið fjarlægar en
ekki gallalausar eins og kven-
persónur bíómyndanna voru þó
lengi vel. í Psycho stelur Janet
Leight sjóði fyrirtækisins og flýr í
skelfingu. í Marnie er Tippi
Hedren ástríðufullur þjófur og
lygari. í Vertigo er Kim Novak
þátttakandi í samsæri. Jafnvel
Grace Kelly, í Rear Window, er
spillt af eftirlæti. Allar eru þær
sekar um eitthvað, sumar að vísu
lítið en aðrar gjörspilltar.
Þessi spilling réttlætir ofbeldið
sem bíður kvenfólksins hans
Hitchcocks. Á þennan hátt
endurómar leikstjórinn það við-
horf margra að kvenmenn geti
sjálfum sér um kennt þegar
eitthvað hendir. Sé kvenmanni
nauðgað þá er hún dækja. „Hún
var alltaf að flækjast með sér
eldri strákum og gat því átt von á
þessu,“ segja ótrúlega margir þeg-
ar unglingsstúlkur verða fyrir
áreitni. Og sé kvenmaður einn á
ferð að kvöldi getur hún sjálfri
sér um kennt ef hún er barin og
rænd.
Einmitt þessi afstaða gegnsýrir
myndir Hitchcocks, og ekki að-
eins þær heldur sjálfa persónu
hans. Á yfirborðinu maðurgalla-
Hitchcock leikstýrir Kim Novak í Vertigo.
hans Hitchcocks
Tippi Hedren í The Birds. Skelfing leikkonunnar var engin uppgerð fremur en skurðurinn á enninu.
lauss smekks og kímni en undir
niðri hneigður til gráglettni við
samferðarmenn sína. Alla jafna
var Hitchcock ákaflega kurteis
við leikkonur sínar en stundum
svolítið stjórnsamur og jafnvel
grimmur. Spoto segir okkur frá
því að þessi hegðun gat gengið út
í hreinar öfgar. Sérstaklega var
þetta tilfellið þegar Tippi Hedren
átti í hlut, stjarnan í The Birds og
Marnie.
Hedren var óþekkt þegar Hitch-
cock uppgötvaði hana og gerði að
stjörnu. Hann réði einkaspæjara
til að fylgja henni eftir, heimtaði
að fá sjálfur að velja á hana öll
föt og að lokum játaði hann
henni ást sína. Þetta samband
minnir óneitanlega mjög á tengsl
Stewarts og Novak í Vertigo. Sú
staðreynd að Hedren var hreint
ekkert hrifin af honum var mál-
inu óviðkomandi rétt eins og til-
finningar Kim Novaks í garð
Jimmy Stewarts í Vertigo.
Þar kom að Hitchcock gerðist
meinfýsinn og jafnvel hættulega
illgjarn í garð leikkonunnar. Það
var eins og hann hætti að gera
mun á lífinu í kring og bíómynd-
unum sem hann var að gera.
Hann sendi 5 ára dóttur Hedren
dúkku, fullkomna eftirmynd
móðurinnar klædda eins og í The
Birds - en brúðan hvíldi í nála-
boxi. Þetta átti víst að vera
fyndið.
Jafnvel enn meinlegra var þegar
Hitchcock gekk á bak orða sinna
og ákvað að nota lifandi fugla í
stað gervi í því atriði The Birds
þegar Hedren verður fyrir árás
fuglanna. Það tók eina viku að
æfa þetta stutta atriði og aftur og
aftur mátti Hedren sæta árás
æstra fuglanna. Loks var Hitch-
cock ánægður en Hedren iá við
taugaáfalli og djúpur skurðurinn
á enni hennar var engin tækni-
brella.
Þegar Hedren tókst loks að koma
Hitchcock í skilning um að hún
hefði alls engan áhuga á honum,
en þá stóðu tökur á Marnie yfir,
missti hann allan áhuga á mynd-
inni sem fékk þá dóma gagnrýn-
enda að vera algjört klúður. Jafn-
framt gaf hann Hedren upp á
bátinn. Hún sem hafði áður verið
„hin fullkomnasta" af öllum
leikkonum hans varð nú óhæf og
hreint núll.
Konurnar stjórna,
karlarnir myrða
Stundum gat fjandskapur Hitch-
cocks í garð „sterkra" kvenna
komið óvænt í ljós. Eitt sinn viðr-
aði hann þá skoðun sína að kven-
menn væru alltaf stjórnunaraðil-
inn í öllum samböndum og karl-
arnir mögulegir morðingjar.
Þetta hefur sjálfsagt átt að vera
léttur brandari en öllu gamni
fylgir nokkur alvara. Leiðum
af henni. Spoto viðurkennir þó
að erfitt sé að afla áreiðanlegra
upplýsinga um þetta atriði.
Brothættir skrautmunir
Vitaskuld getum við viðurkennt
Hitckcock sem meistara hryll-
ingsmyndanna en engu að síður
er mikilvægt að veita athygli
bjagaðri jafnvel afskræmdri
afstöðu hans til kvenna. Annars
vegar er það hin kalda en jafn-
fram fullkomna ljóshærða feg-
Jimmy Stewart og Grace Kelly í myndinni Rear Window.
hugann að móðurímyndinni í
myndum Hitchcocks.
í Psycho er vald móðurinnar yfir
persónuleika sonarins algjört,
það dvín jafnvel ekki í dauðan-
um. Persónan fór ágætlega sam-
an við grófan Freudisma 6. ára-
tugarins þegar mæður urðu
skyndilega uppspretta alls ills. En
við skulum hafa það hugfast að
Hitchcock hafði notað þessa
persónugerð áður í Strangers on
a Train (1951) þar sem hann gef-
ur í skyn að sterk verndartilfinn-
ing móðurinnar breyti syninum {
geðsjúkling. Mörgum árum síðar
í Frenzy (1972) er áþekk móðir
vakin upp. Þrátt fyrir að hún birt-
ist aðeins eitt augnablik í mynd-
inni tekst Hitchcock að lauma því
inn hjá áhorfendum að hún kunni
að vera ábyrg fyrir getuleysi
sonarins. Svo virðist sem Hitch-
cock sjálfur hafi verið mjög ná-
tengdur móður sinni og stjórnað
urðardrottning en hins vegar
nöldrandi og tilfinningaheftandi
móðir. Varla verður sagt að
Hitchcock hafi búið þessar pers-
ónur til upp á sitt einsdæmi. Þetta
er miklu frekar endurspeglun
ríkjandi viðhorfs. Kvenmaðurinn
er eins og verðmætur skrautgrip-
ur sem rétt er að geyma upp á
hillu og skoða í vissri fjarlægð. í
samfélaginu getur þetta viðhorf
skapað nauðgara eða morðingja
eins og Hitchcock bendir á í
myndum sínum.
Varla er hægt að áfellast Hitch-
cock fyrir þær kvenímyndir sem
hann kastaði upp á hvíta tjaldið.
Hann var einnig fórnarlamb. En
við verðum að koma auga á og
skilja þessar brengluðu myndir af
kvenfólki. Þær munu halda áfram
að hafa áhrif á þankagang okkar
og þá um leið samfélagið. Hvort
ímyndinni verður breytt verður
framtíðin að skera úr um.