Dagur - 01.10.1988, Side 10

Dagur - 01.10.1988, Side 10
10 - DAGUR - 1. október 1988 tt Leikurinn er ekki búinnfyrrer flautað hefiir verið af Þórarínn E. Sveinsson i helgarviötali í júlí 1952 segir Dagur á Akur- eyri frá því, að sumarið hafi verið óvenju kalt norðanlands. Um miðjan mánuðinn snjóaði víða í fjöll og voru Súlur hvítar allt niður á Súlumýrar. Pá er sagt frá því að í fyrsta skipti á Akureyri hafi sést til „þyril- flugu“ og hafi hún flogið umhverfis bæinn, fólki til augnayndis. En blaðið skýrir ekki frá því að þann 10. júlí hafi hjónunum Sveini Tryggva- syni og Gerði Þórarinsdóttur fæðst lítill drengur sem síðar hlaut nafnið Pórarinn Egill. Drengurinn fæddist í Reykja- vík og bjó í Smáíbúðahverfinu sín ungdómsár en hann er nú flestum kunnur hér um slóðir fyrir að vera samlagsstjóri hjá Mjólkursamlagi KEA. Þórar- inn er í helgarviðtali í dag. Við mæltum okkur mót á skrif- stofu hans hjá Mjólkursamlag- inu. Út um gluggann blasir við listaverkið af konunni sem mjólkar kúna og á vegg er smekklegt málverk eftir Hring Jóhannsson. Síminn hringir stöð- ugt og mælt er jafnt á erlenda sem innlenda tungu, en loks fæst friður. „Eitt af því fyrsta sem ég man var þegar ég um 6 ára aldur stalst að heiman ásamt vinkonu minni jafn gamalli sem bjó í næsta húsi. Við löbbuðum upp á Öskjuhlíð eftir hitaveitustokkunum og horfðum þar á heiminn. Keflavík og Akranes sáust vel og við ákváðum að þarna væru Noregur og Danmörk. Ég var auðvitað skammaður mikið fyrir að hafa týnst þegar ég kom heim nokkr- um tímum seinna, en ég man að fólkið varð dálítið kindarlegt þegar ég tilkynnti með sælubrosi að ég hefði horft á öll þessi miklu útlönd." Þannig lýsir Þórarinn einum af sínum fyrstu rninningum, en tek- ur þó fram að erfitt væri að draga mörkin á milli þess hvað sé minn- ing og hvað honum hafi verið sagt. Húsið keypt sem sumarbústaður „Ég man líka eftir miklum slag við systur mína þegar hún var að reyna að pakka mér ofan í barna- vagn löngu eftir að ég var farinn að labba sjálfur. Þá var það ein- hvern tíma að hún þorði ekki yfir poll sem var fyrir utan húsið heima án þess að vita hvað hann væri djúpur. Hún sendi mig á undan og hann reyndist of djúpur fyrir mig svo það þurfti að bjarga mér upp úr honum.“ - Nú var Smáíbúðahverfið ekki mjög miðsvæðis í Reykjavík á þessum tíma? „Nei, enda keypti pabbi húsið fyrst sem sumarbústað 1952 svo fram til 1955 bjuggum við þar aðeins á sumrin og fluttum í bæinn á veturna. Fólki fannst þau dálítið skrftin að kaupa sér jarð- arskika svona langt úti í sveit. Nú heitir húsið Brekkugerði 18 og er á besta stað í Reykjavík. Að sjálfsögðu innritaðist ég fljótt í Víking en það var mjög mikilvægur uppeldisþáttur. Ég held því nefnilega fram að íþrótt- irnar séu eins og lífið sjálft. Mað- ur bæði tapar og vinnur, stundum er gefist upp og sömuleiðis á stundum alls ekki að gefast upp. Þá sér maður að leikurinn er ekki búinn fyrr en hann hefur verið flautaður af. Stór þáttur í lífi mínu var sveitadvöl á sumrin. Frá 8 ára aldri til 16 ára, var ég öll sumur að Gilsbakka á Hvítársíðu í Borgarfirði. Eftir það var ekkert sumar nema ég kæmist þangað á haustin í göngur og réttir.“ Fyrirhafnarlítil lífsspeki - Hvað var svona heillandi við sveitalífið? „Tengslin við sveitina býst ég við. Fólkið á staðnum var alveg sérstakt. í orðum og athöfnum þeirra birtist fyrirhafnarlítil lífs- speki. Lífið var ekkert til að gera sér rellu út af; það leið hvort sem er. Þarna held ég líka að ég hafi lært að lífið er ekki bara peningar og dauðir hlutir. Það eru önnur verðmæti sem ráða lífshamingju okkar! Málið var að vera sam- kvæmur sjálfum sér og lifa í sátt og samlyndi við landið og umhverfið. Ég vona að þetta lífs- viðhorf hafi fylgt mér en aðrir verða að dæma um það. Sveitalífið var mjög skemmti- legt. Annað sumarið mitt fót- brotnaði ég þegar við vorum að jafna til í flagi. Það var farið með mig til læknis og ég fór ekki að grenja fyrr en hann sagði að ég yrði að fara til Reykjavíkur og vera þar í 6 vikur. Þetta segir sína sögu um hvað mér þótti gaman. Skólagangan hófst í ísaks- skóla, síðan lá leiðin í Breiða- gerðisskóla og Réttarholtsskóla þaðan sem ég tók landspróf. Þar hefði ég ekki viljað kenna sjálf- um mér því við vorum sjálfsagt óþolandi nemendur." - Rifjast þá ekki upp ýmis strákapör frá þessum tíma? „í Réttó var ég nú ekki kominn mikið út á lífið þó að ýmislegt rifj- ist upp. Ég var formaður skóla- félagsins í 2. bekk og svo var ég í leiklist hjá núverandi dagskrár- stjóra Sjónvarpsins, Hinrik Bjarnasyni og lék í fyrsta íslenska sjónvarpsleikritinu sem var Gilitrutt. Þar lék ég Jón bónda og Unnur Ólafsdóttir veðurfræðingur lék konuna mína sem nennti ekki að vefa. Á þess- um tíma passaði ég mig alltaf á

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.