Dagur - 01.10.1988, Side 13

Dagur - 01.10.1988, Side 13
1. október 1988 - DAGUR - 13 f '/Umsjón: Siguröur Gestsson og Einar Guömann -J heilsupósturinn Björn Sigurðsson, Baldursbrekku 7, Húsavík. Símar 41534 41666 41950. Sérleyfisferðir HÚSAVIK - AKUREYRI - HÚSAVÍK VETRARÁÆTLUN ’88 - 89 S M Þ M F F L FráHúsavík kl. 19.00 8.00 8.00 8.00 FráAkureyri kl. 21.00 16.00 16.00 16.00 Ath. Flytjum vörur í öllum ferðum milli Húsavíkur og Akureyrar. Sérleyfis- og vöruafgreiðsla Húsavík: Á.G. Stóragarði 7, sími 41580. Hópferðaþjónusta - Skrifstofa, Baldursbrekku 7, sími 41534. Farþegaafgr. Akureyri: Umferðamiðstöðin, Hafnarstræti 82, sími 24442. Vörumóttaka á Akureyri: Ríkisskip v/Sjávargötu, sími 23936. Vörur berist á Ríkisskip tveimur klst. fyrir auglýsta brottför. Farsímar: (Sérbíll 985-20034), aðrir 985-20035, 985-20036 & 985-25730. Bílstjóri veitir ekki upplýsingar um veður eða færð á vegum. Sérleyfishafi. Lausn á seflulite læra- pokum og appelsínuhúð Bjóðum eftirtalda þjónustu: Hópferðabíla, margar stærðir • Sendibíl • Vöruflutningabíl • Dráttar- bílar • Kranabílar • Vörubíla með 5t eða 8t krana • Jarðýtur með gröfu eða krana • Hjólgröfu • Beltagröfu • Útvegum sand og fyllingar- efni • Hreinsum snjó af bílastæðum og fl. • Umboð fyrir Mobira far- síma. Geymið auglýsinguna. Það er fátt sem konum finnst hryllilegra en sellulite lærapok- ar. Stundum hefur þetta verið kallað appelsínuhúð, og er hún mun algengari hjá konum en körlum. Orsakirnar sem sellulite fit- an myndast við eru nokkrar. Myndun hennar virðist tengj- ast jafn mikið aldri og líkams- byggingu sem og líkamsþyngd. Kona sem er í eðlilegri líkams- þyngd getur haft meira sellu- lite heldur en kona sem er yfir eðlilegri líkamsþyngd. Byggingalega séð þá er þeim svæðum þar sem mest er um sellulite haldið saman af band- þráðaneti. Netið liggur í efsta lagi fitunnar og þegar fitan þrengir sér í gegnum möskv- ana á netinu, myndast hrukk- ótt yfirborð á húðinni. Því meiri sem fitan er þeim mun greinilegra verður þetta hrukk- ótta yfirborð. Sumar konur, óháð aldri og líkamsþyngd, virðast við- kvæmari fyrir þessu en aðrar svo líklegt er að erfðir eigi einnig sinn þátt í myndun sellulite. Aldur virðist hafa mikil áhrif. Þú munt varla sjá barn, þó að það sé feitlagið, með sellulite. Einnig er það sjald- gæft að sjá eldri konu hvort heldur feita eða granna sem ekki hefur einhver merki um sellulite þótt lítil séu. Þegar við eldumst getur ysta lag fitunnar rétt undir húðinni byrjað að brotna niður. Það er einmitt sú fita sem gefur þessa fallegu barnafituáferð. Þetta niður- brot getur byrjað snemma, á tvítugsaldrinum hjá sumum. Húðin fer þá að missa teygjan- leika sinn, og þá sérstaklega hjá konum sem hafa áður verið hrjáðar af offitu. Þar sem bandþráðurinn sem heldur húðinni stinnri á það til að brotna meira og meira niður með aldrinum, þarf smám saman minna af fitu til þess að mynda hrukkótt yfirborð. Það er ekki þar með sagt að það að vera feitlaginn sé ekki orsök sellulite. Barn, sem hef- ur fengið að fitna ótæpilega í æsku, myndar fleiri fitufrumur en eðlilegt getur talist. Það veldur því að það þarf að burð- ast með bæði offituvandamál og sellulite þegar það slítur barnsskónum og lengur, sé ekkert gert í málinu. Ráðin sem reynd hafa verið við þessu eru mörg og misjöfn. Fyrir utan skurðaðgerðir þar sem fitan er sogin í gegnum rör með tilheyrandi áhættu og dýr- um aðgerðum, þá er eina lausnin rétt mataræði og æfing- ar. Sagt er að sellulitekrem eigi að virka með því að mynda heita - kitlandi tilfinningu í húðinni. Það á að fá undirliggj- andi fitufrumur til þess að virka betur og hefja hraðari efnaskipti. Það er ansi ólíklegt að þetta geti átt sér stað með yfirborðskremi þar sem sellu- litið liggur innarlega í húðinni og öll efnaskipti líkamans eiga sér stað inni í líkamanum, ekki utan. Oft eru þær ráðleggingar látnar fylgja þessum kremum, að notkun þeirra skyldi vera samhliða æfingum. Þar með á öruggur árangur að nást, en hann er ekki vegna kremsins heldur vegna æfinganna. Not- aðu frekar peningana í eitt- hvað sem skilar árangri. Annars er margt sem hægt er að gera til þess að sporna við þessu. Fyrst er að skera niður fitu og saltneyslu og að fá mikið af trefjum úr ferskum ávöxtum, grænmeti og korni. Drekktu mikið af vatni. Öll efnaskipti eiga sér stað í vatni þannig að það hjálpar líkam- anum að örva efnaskiptin að fá nóg af því. Haltu hitaeiningun- um innan hófs m.a. með því að borða margar litlar máltíðir yfir daginn í stað þess að borða fáar stórar. Máltíðir örva efnaskiptin þar sem meltingarkerfið notar mikla orku. Síðan er það mis- jafnt eftir því hvað er borðað hversu mikið efnaskiptin auk- ast. Próteinríkar fæðutegundir örva efnaskiptin um 30%, á meðan kolvetni örva þau að- eins um 10%. Þess vegna er gott að borða ávallt einhverjar próteinríkar fæðutegundir í hvert mál. Helstu fæðutegund- ir sem inihalda prótein eru: Fiskur, kjöt, mjólkurafurðir og baunir svo eitthvað sé nefnt. Til að ná árangri við lausn þessa vandamáls þarf hugar- farsbreytingu. Þú verður að gera þér grein fyrir því að þetta er þitt vandamál sem þú hefur sjálf(ur) komið þér í. Það er ekki hlaupið að því að kaupa sig út úr þessu með pillum, kremi, nuddi eða smá- hoppi tvisvar í viku. Stríðið við sellulite vinnst ekki heldur með byltingarkenndum matar- kúrum, það ert þú örugglega búin(n) að reyna sjálf(ur). Eig- ir þú við þessi vandamál að stríða verður þú að snúa þró- uninni við og breyta fæðuvali og matarvenjum þínum smám saman til betri vegar, ásamt því að stunda einhverjar æfing- ar ekki sjaldnar en þrisvar í viku. Það skiptir ekki öllu máli hvaða íþróttagrein er æfð. Það sem mestu skiptir, er að fá næga brennslu svo að efna- skipti líkamans gangi hraðar. Líkaminn þarf að hafa efna- skipti svo að endurnýjun á frumum geti átt sér stað. Það gildir einu hvers konar endur- nýjun það er sem þarf að koma til, beinvöxtur, hárvöxtur, endurnýjun húðarinnar eða annað. Efnaskipti standa á bak við alla endurnýjun í líkaman- um. Út frá þessu sést að því hraðari sem efnaskiptin eru, þeim mun hraðar gengur öll endurnýjun fyrir sig. Hjá manni sem ekkert æfir og er frekar mikill kyrrsetumaður ganga efnaskiptin mun hægar en hjá þeim sem stundar ein- hverjar æfingar. Fjölnýtikatlar til kyndingar með rafmagni, olíu eða timbri, margar gerðir. Mjög góð hitanýt- ing og möguleiki á stýrikerfum, til að fá jafnara hitastig. C.T.C. Total er öflugur nýr ketill fyrir rafmagn, timb- ur og olíu með inn- byggðu álagsstýri- kerfi,sem nýtir vel rafmagnið fyrir þá sem kaupa árskílóvött. UÓSGJAHNN HF. GRÁNUFÉLAGSGÖTU 49 • SÍMI23723 • 600 AKUREYRI FYRIRTÆKISNÚMER 6148-9843 •/** Hefur þú ábuga á að ''iíV I Kynningarfundur og innritun nýliða verður flnnnfudagiiiii 6. október kl. 20.00 í húsnæði sveitarinnar ad Galtala^k. gegnt flugveiii. Áltir 16 ára oMMdrí yelkomnir. . { Flugbjörgunarsveitin, Akureyri.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.