Dagur - 18.11.1988, Page 1

Dagur - 18.11.1988, Page 1
Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMKNR SiGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Mörg sjávarútvegsfyrirtæki: „Geta aldrei staðið undir skuldbindingum“ - sagði sjávarútvegsráðherra á þingi LÍÚ í gær Halldór Ásgrímsson, sjávar- útvegsráðherra, sagði á þingi LIU í gær að skuldastaða margra sjávarútvegsfyrirtækja sé siík að þau komi aldrei til með að standa undir greiðslum á öllum sínum skuldbinding- um. Ollum aðilum sé til hags- bóta að horfast í augu við þessa staðreynd og gefa eftir hluta af kröfum sínum á hend- ur þeim fyrirtækjum sem að öðru leyti hafa rekstrargrund- völl. Halldór sagði í ávarpi sínu að markvisst þurfi að stefna að auk- inni fullvinnslu afla og megi einskis láta ófreistað að afla nýrra og betri markaða fyrir sjáv- arafurðir íslendinga. Ráðherra vék einnig að fjárfestingum í sjávarútvegi og sagði: „Mikilvægt er að á næstu árurn verði ekki lagt út í fjárfestingar vegna kaupa, nýsmíði og meiri- háttar endurbóta á fiskiskipum. í fiskvinnslu verði leitast við að sameina fyrirtæki og auka sam- vinnu þeirra þannig að fjárfesting nýtist betur og sérhæfing aukist. Einungis verði fjárfest í fisk- vinnslu til að ná þessu markmiði. JÓH Sauðaneshreppur: Bændur keyptu 88 tonn af heyi Bændur á Langanesi náðu telj- andi litlu magni af heyi af tún- um í sumar vegna ótíðar og urðu þeir því annað hvort að kaupa hey eða skera niður fé. Vegna þess að þeir mega ekki kaupa hey af riðusvæðum var framboðið minna en ella, en málið hefur nú hlotið giftusam- legan endi. Kristín Kristjánsdóttir, oddviti í Sauðaneshreppi á Langanesi, sagði að bændur í hreppnum hefðu keypt alls 88 tonn af heyi, sem væri meira en nokkru sinni fyrr, og raunar sagði hún að bændur hefðu ekki þurft að kaupa hey í áraraðir. „Það er veðráttan sem setti strik í reikninginn. Hey varð úti á flest öllum bæjum í hreppnum vegna þess hve sumarið var rign- ingasamt. Þess vegna urðum við að kaup hey eða skera niður öðr- um kosti. Þetta kemur auðvitað ekki fyrir nema vegna slæmrar veðráttu eða kals, því ræktun er mikil og í venjulegu árferði á þetta að vera í besta lagi,“ sagði Kristín. Hún sagði að bændur litu nú veturinn bjartari augum. Megnið af heyinu var keypt af Jóhanni Helgasyni í Leirhöfn á Sléttu og einnig var keypt hey frá Klifs- haga. Ekki er riða í Sauðaneshreppi og svæðið sem hægt var að leita til með kaup á heyi var því ekki stórt og sagði Kristín að illa hefði getað farið ef bændur á áður- nefndum bæjum hefðu ekki verið aflögufærir. SS í iðruin Ijallsins. Göngin í Ólafsfjaröarmúla eru nú orðin 180 m löng. Á innfelldu myndinni er Steinar Storeskogen að sprengja. ' Myndir: TLV Steinar Storeskogen sprengjusérfræðingur í Ólafs- íjarðarmúla ýtti á sprengjutakkann í gær og þar með voru 180 metrar að baki: Sá sprenger vi! Framkvæmdir við jarðganga- gerðina í Olafsfjarðarmúla, á vegum norsk/íslenska fyrir- tækisins Krafttaks, ganga sam- kvæmt áætlun. Nú hefur verið lokið við að sprengja 180 ems sem metra inn í fjallið auk útskots og hliðarrýmis áætlað er að verði afdrep fyrir viðgerðarmenn. Þegar blaðamann og ljósmynd- ara Dags bar að garði í gær voru Stefán Valgeirsson, sem heldur upp á sjötugsafmæli sitt nk. sunnudag, er ekki af baki dottinn Segir að kosið verði í vor og ætlar að gefa kost á sér sprengjumenn, sem eru fjórir auk verkstjóra, að Ijúka við að koma 170-180 kílóum af dína- míti og öðru tilfallandi sprengi- efni í bergstálið. Efninu er komið fyrir í 60-70 holum í basalt- og sandsteinsmassann sem boraðar eru eftir kúnstarinnar reglum. Síðan eru þræðir festir milli hylkjanna og einn sameiginlegur þráður tengdur við sprengiþráð sem liggur út úr göngunum og í sjálfan sprengikassann. Steinar yfirsprengjari á fyrripartsvaktinni í gær varð þess heiðurs aðnjót- andi að ýta á sprengitakkann. Og þvílík óskapa læti og titringur. Atgangurinn minnti frernur á upphaf Hiroshimasprengju en vinnu við gerð jarðganga á Fróni! Stefán Valgeirsson, alþingis- maður fyrir Samtök jafnréttis og félagshyggju er þess fullviss aö ríkisstjórnin sitji einungis til vors og þá verði efnt til alþing- iskosninga. Hann segist hafa hafnað setu í núverandi ríkis- stjórn vegna þess hve illa hafi farið saman að sitja í sam- gönguráðuneytinu og standa í kosningaundirbúningi. „Auð- vitað var mikil andstaða hjá mörgum þingmönnum Fram- sóknar- og Alþýðuflokks við að ég settist í stól samgöngu- ráðherra. En þeir reiknuðu málið skakkt. Auðvitað er ég sterkari í þessari aðstöðu en að vera með eitthvert ráðuneyti, svelt af fjármagni,“ segir Stefán Valgeirsson. Þetta segir hann m.a. í ítarlegu viðtali sem birtist í Degi á morgun. í viðtalinu segir Stefán að slá megi því föstu að boðið verði fram í öllum kjördæmum í næstu kosningum með svipuðum formerkjum og giltu um framboð Samtaka jafnréttis og félags- hyggju í síðustu kosningum í Norðurlandskjördæmi eystra. Hann segir viðræður vera í gangi við menn úr öllum flokkum um slíkt framboð en fullyrðingar um að Borgaraflokkurinn sé þar beinn aðili eigi ekki við rök að styðjast. Stefán neitar því hins vegar ekki að Þjóðarflokkurinn hafi verið virkur í viðræðunum. Varðandi stuðning við þetta framboð í einstaka kjördæmum segir Stefán að menn telji ekki ólíklegt að það hefði stuðning á Vestfjörðum til þess að fá þar tvo menn kjörna á þing. Þá segir hann að málstaður Samtakanna njóti verulegs fylgis í höfuðborg- inni og því séu allar líkur á fram- boði þar í næstu kosningum. Þá er athyglisvert að aldurs- forseti starfandi þingmanna gefur út þá yfirlýsingu í viðtalinu að hann muni gefa kost á sér í næstu kosningum. Orðrétt segir Stefán um þetta: „Ég gerði ráð fyrir því fyrir ári að ég færi ekki fram í næstu kosningum en ég er búinn að segja það að ef fólk tel- ur að okkar málstað sé betur komið á framfæri með því að ég fylgi honum eftir, og ef heilsa mín leyfir, þá mun aldur minn ekki hamla því. Ef það fólk sem leitað hefur eftir mínu fram- boði verður sama sinnis þegar þar að kemur, þá held ég að sé enginn vafi um að ég verði við óskum þess.“ h Björn Harðarson, staðarverk- fræðingur Vegagerðarinnar, segir að enn sem komið er hafi ekkert komið mönnum á óvart við jarð- gangagerðina. Áætlanir hafi í stórum dráttum staðist. Til dæm- is væri bergið fyrstu 180 metrana mjög í takt við það sem mælingar höfðu gefið til kynna. Unnið er á tveimur vöktum við sprengingarnar. Hafist er handa klukkan 6 á morgnana og vinnur fyrripartsvakt til 16 á daginn. Seinni vaktin er síðan að til 2 á nóttu. Unnið er alla virka daga og fram til kl. 16 á laugardögum. óþh

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.