Dagur - 18.11.1988, Blaðsíða 4

Dagur - 18.11.1988, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 18. nóvember 1988 viðtal dagsins ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SfMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 800 Á NIÁNUÐI LAUSASÓLUVERÐ 70 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (iþróttir), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON, FRÍMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASI'MI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Umskipti á viimumarkaði Mikil umskipti hafa orðið á vinnumarkaðinum hér á landi á skömmum tíma. Á einu ári hefur fjöldi skráðra atvinnuleysisdaga ríflega þre- faldast, úr 4600 í október 1987 í 15.300 í sama mánuði í ár. Þótt mikil þensla hafi ríkt á vinnumarkaðinum í fyrrahaust, er ljóst að atvinnustigið í síðasta mánuði er lakara en í októbermánuði um árabil. Skráðum atvinnu- leysisdögum fjölgaði um hvorki meira né minna en 4.200 daga milli mánaðanna september/október, eða um 37%. í síðasta mánuði bárust Vinnumálaskrifstofu félags- málaráðuneytisins tilkynningar um uppsagn- ir tæplega 600 starfsmanna frá fyrirtækjum um land allt. Þar með er tala þeirra, sem sagt hefur verið upp störfum á síðustu fjórum mánuðum, að nálgast tvö þúsund. Þessar staðreyndir vitna um þær gífurlegu þrenging- ar sem atvinnulífið gengur í gegnum um þessar mundir - þrengingar sem engan veg- inn verður séð fyrir endann á nú. Þessi þróun gefur ótvírætt til kynna að þenslan, sem lengi hefur ríkt í íslensku efna- hags- og atvinnulífi er óðum að hjaðna. Umframeftirspurn eftir vinnuafli heyrir sög- unni til. í kjölfarið fylgir minnkandi launaskrið og lækkandi verðbólga. Að því leyti er þróun- in jákvæð. Hins vegar er full ástæða til að hafa áhyggjur af þessari þróun. Hún er hröð og umskiptin eru mikil. Enn sem komið er gætir samdráttarins mest í verslun, þjónustu, ýms- um greinum iðnaðar og síðast en ekki síst í fiskvinnslunni. Þessa samdráttar hefur lítið gætt í verktakastarfsemi og byggingafram- kvæmdum, en þess er skammt að bíða, ef að líkum lætur. Þessi þróun er sérstakt áhyggjuefni fyrir íbúa Norðurlands eystra. Þar hefur skráðum atvinnuleysisdögum fjölgað mest. Ástandið er slæmt í Ólafsfirði og á Húsavík og víða má búast við að taki að síga á ógæfuhliðina í þessum efnum. Stjórnvöld þurfa auðvitað að láta þennan vanda til sín taka, en hann er ekki síður umhugsunarefni fyrir bæjar- og sveitarstjórnarmenn. Víða virðast þeir sofa hálfgerðum Þyrnirósarsvefni og láta lítið til sín taka við uppbyggingu atvinnumála. Sérstök ástæða er til að benda Bæjarstjórn Akureyrar á að ekki er seinna vænna að huga að stöðu atvinnumála á Akureyri og gera ráð- stafanir til að sporna við þeim samdrætti sem fyrirsjánlegur er. BB. F Ánægð ungmenni, komin úr kófi eiturlyfja. Frá vinstri: Styrmir, Guðmundur, Ingi, Hildur og Árni. Mynd: tlv Unglingar og ógnar- veröld eiturlyfla - Áfangaheimili Krossins kynnt Krossinn, kristilegur söfnuður, rekur Áfangaheimilið á Álf- hólsvegi 32 í Kópavogi, en það er heimili fyrir unglinga sem lent hafa í helgreipum áfengis og eiturlyfja. Fimm ungmenni úr þessum söfnuði komu í heimsókn til okkar, en þau eru að kynna heimilið og jafnframt bækur, snældur og plötur sem Krossinn gefur út. Þetta er einnig trúboðsferð. Guðmund- ur Haraldsson er í forsvari fyrir hópnum. - Segðu mér fyrst frá þessu heimili. Geta unglingar frá land- inu öllu leitað þangað? „Já, þarna hafa verið krakkar frá Akranesi, Selfossi og Seyðis- firði, svo einhverjir staðir séu nefndir, en aðallega koma þeir frá Suðvesturlandinu. Fólksfjöld- in er þar meiri og meira ber á vandamálunum. Það eru ailir velkomnir inn sem vilja koma. Við vísum engum á dyr, heldur skoðum mál hvers og eins.“ - Hefur einhver leitað til ykk- ar frá Akureyri? „Ekki inn á heimilið, en það kom til okkar manneskja frá Akureyri sem var í eiturlyfjum og áfengi. Nú í dag er hún á Akureyri, hún er búin að taka á móti lífinu með Jesú Kristi og líf þessarar manneskju er gjör- breytt. Við báðum mikið fyrir henni. Þá er í söfnuðinum hjá okkur önnur manneskja frá Akureyri, en hún kom ekki úr heimi eiturlyfjanna." Trúin bægir eiturlyfjunum frá Ekki eru órjúfanleg tengsl milli eiturlyfja og Krossins, að sögn Guðmundar og hinna krakk- anna, en um helmingur safnaðar- ins er fyrrverandi óreglufólk og helmingurinn „venjulegt" fólk. Safnaðarmeðlimir hafa allir frelsast, notað trúna til að losna út úr einhvers konar örðugleik- um. En hver er aðdragandinn að stofnun Áfangaheimilisins, sem rekið er í sjálfboðavinnu, og hvers vegna er hópurinn á þessu ferðalagi um landið? Guðmund- ur svarar því: „Ef ég kynni aðeins hvers vegna þetta heimili varð til, þá erum við öll að koma út úr myrkri eiturlyfja og lágum lífs- standard. Heimilið í upplausn og við sjálf tilfinningalega niður- brotin. Við kynntumst þessum söfnuði, Krossinum, sem var þá til húsa á Álfhólsvegi 32. Kross- inn var þá í mikilli sókn og söfn- uðurinn sprengdi utan af sér húsnæðið. Við réðumst í kaup á öðru húsnæði, vorum búin að biðja lengi fyrir því, og við gerð- um það upp í sjálfboðavinnu. Við veðsettum íbúðir okkar fyrir þessu nýja húsnæði, þannig að fólk sér að þetta er ekki gert með ríkisframlögum. Síðan kom upp sú hugmynd, sem reyndar hafði blundað lengi með okkur, að stofna heimili, vegna þess að fólk hafði farið í sama farveginn og það kom úr af því að það var ekki hægt að taka utan um það. Við ákváðum að opna þetta heimili í gamla húsinu og það hefur sýnt sig að sú ákvörðun var rétt.“ Guðmundur sagði að eftir nokkra mánuði hefði orðið ljóst að Krossinn yrði að finna leiðir til að fjármagna rekstur heimilisins. Þess vegna var ráðist í eigin útgáfustarfsemi og söluferð. Einn- ig vilja þau koma þeim boðskap til skila sem breytti þeirra eigin lífi, fagnaðarerindi Jesú Krists. Barnaefni einkennist af ofbeldi „Það efni sem við erum með er mótvægi við það barnaefni sem er vinsælast á markaðinum í dag, en það einkennist af ofbeldi, hryllingsmyndum og niðurbrots- starfi í lífi barnsins. Tónlistarvél- in, sem er snælda fyrir börn, er í söguformi og jafnframt er sungið og spilað. Sagan segir frá vél sem er í landi kærleikans. Þetta land hefur Guð gefið. í landinu eru hinar sjö dyggðir mannsins: Trú- mennska, hógværð, bindindi, langlyndi, gleði, gæska og góðvild.“ Krossinn hefur einnig gefið út bækurnar Pétur postuli og Páll postuli, í myndformi fyrir börn, og hljómplötuna Á Krossgötum. Þar syngja sjö systkini, sem ásamt móður sinni hafa þýtt og samið lög og texta. Valinkunnir kappar úr Mezzoforte annast hljóðfæraleik. Aðstandendur plötunnar gáfu allir vinnu sína og platan er hugsuð sem fjáröflunar- leið fyrir heimilið. Áfangaheimilið er einungis fyrir stráka en söfnuðurinn gerir sér vonir um að geta tekið stúlkur inn í framtíðinni, en ekki er talið æskilegt að karlar og konur séu saman í hóp þegar leiðin út úr frumskógi eiturlyfja er farin. Ekki eru notuð lyf í þessari með- ferð en unglinguin er gjarnan bent á meðferð hjá SÁÁ, ef því er að skipta, en Áfangaheimilið stendur þeim ávallt opið. Krakk- arnir voru sammála um að trúin hefði hjálpað þeim til að losna út úr ógnarveröldinni og reyndar hefði Guð tekið frá þeim alla löngun í brennivín, eiturlyf og jafnvel kaffi og sígarettur. „Það fólk, sem trúir á Guð, stendur sig að meðferð lokinni." „Fólk um allt land er að vakna og.taka á móti lífinu með Jesú Kristi. Ótrúlega mikið af ungu fólki er að frelsast. Dýrð sé Guði,“ sagði Guðmundur að lok- um og þökkum við þessum lífs- glöðu ungmennum fyrir heim- sóknina. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.