Dagur - 18.11.1988, Page 7

Dagur - 18.11.1988, Page 7
18. nóvember 1988 - DAGUR - 7 r Ðifreiðaútboð Hrafnhildur Brynjólfsdóttir t.h. með Ragnheiði Þórsdóttur, vefnaðarkenn aranum sínum. Mynd: tlv Nemendur stoltir af framleiðslunni. Frá vinstri, Hjördís Hólm, Steinunn Þorbergsdóttir, Heiða Hólmgeirsdóttir, Guðrún Kristín Cesar, Helgi Tryggvason, Sigmar Ingólfsson, Margrét Kristinsdóttir kennari, Axel Gunnarsson og Arnrún Magnúsdóttir. Mynd: tlv Opið hús hjá VMA I fyrradag var opið hús á hús- stjórnarsviði Verkmenntaskói- ans á Akureyri, í gamla Hús- mæðraskólanum við Þórunn- arstræti. Þar voru sýnd verk nemenda í vefnaði, fatasaumi og silkimálun; hægt var að fylgjast með nemendum í þess- um fögum við vinnu auk þess sem nemendur í matreiðslu unnu í eldhúsinu. Opið hús er árlegur viðburður á hússtjórnarsviði. Megin til- gangur með því, er að gefa vænt- anlegum nemendum VMA og MA kost á að kynna sér það sem kennt er þar, áður en farið er út í að velja sér greinar. Margrét Áhuginn leynir sér ekki. Mynd: tlv Kristinsdóttir er brautarstjóri og sagði hún, að við VMA væri mat- artæknibraut og af henni útskrifast sjókokkar eftir eitt ár og að tveimur árum liðnum útskrifast matartæknar með réttindi til að matbúa t.d. sjúkrafæði á sjúkra- húsum, þeir geta rekið lítil mötu- neyti o.s.frv. Þessir nemendur geta síðan bætt við sig tveimur árum og útskrifast sem stúdentar. Vefnaður, fatasaumur og silki- Verk nemenda í silkimálun voru ótrúlega falleg, en hér er nemandi við vinnu. Mynd: TLV málun, eru valgreinar og yfirleitt vel sóttar. Áhugasömum almenn- ingi gefst kostur á að taka þátt í námskeiðunum, að því tilskildu að nemendur fylli ekki hópana. í haust var byrjað að kenna nýtt fag, silkimálun. Nemendur byrja á því að læra litahringinn, litablöndun, mynsturgerð og síð- an málun á silkiefni. Sjá mátti hina fegurstu hluti nemenda, klúta, myndir, púða og fleira. í vefstofu eru 14 vefstólar og til sýnis voru margvíslegir hlutir sem framleiða má í slíkum verk- færum. Dúkar og mottur - fínar og grófar í öllum litum, stærðum og gerðum. Þennan dag voru einnig til sýn- is verk nemenda í Löngumýrar- skóla, en þeir læra þarna að sauma, lita og matreiða. Áhugi þeirra er mikill eins og sjá mátti á verkum þeirra. Fatasaumur er vinsælt fag, enda er það ákaflega hagnýtt. Eftir því sem sjá mátti, sauma nemendur hátískufatnað auk barnafata, íþróttafatnaðar og fleira. Það er eins og með silki- málunina, almenningi gefst kost- ur á að sækja tíma í vefnaði og fatasaumi ef nemendur fylla ekki hópana. í vetur er enginn karl- maður í þessum fögum, en þeir hafa oft valið sér þessi fög, sér- staklega fatasauminn og að sögn, staðið sig með prýði. Nemendur 2. bekkjar á mat- vælabraut voru að hefja vinnu sína, en þennan dag var verkefn- ið: „Smáréttir að eigin vali“. Réttir eins og „Smördeigsumslög með skinkufyllingu", „Rækju- baukar“ og „Sveppasalat með beikoni" voru á matseðlinum og fengu bragðlaukana heldur betur til að kippast við. VG Samvinnutryggingar g.t. Akureyri, óska eftir til- boðum í eftirtaldar bifreiðar, skemmdar eftir umferðaróhöpp. 1. Chevrolet Monza .. árg. 1988 2. Toyota Tercel . árg. 1984 3. Fiat Uno 45 ... árg. 1986 4. Suzuki St. 90 . árg. 1983 5. Chevrolet Van . árg. 1979 6. Alfa Romeo .... árg. 1986 Bifreiðarnar verða til sýnis, mánudaginn 21. nóv. í geymsluskemmu við Glerárósa, frá kl. 12.30-15.00. Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga g.t. fyrir kl. 16.00 þriðjudaginn 22. nóv. nk. SAMVINNU TRYGGINGAR Blómasala Kvenfélagið Freyja verður með blómasölu á Freyjulundi sunnudaginn 20. nóvember frá kl. 13.00 og fram eftir degi. Til sölu verða jólastjörnur, blómstrandi kaktusar og fleira. Allur ágóði rennur í orgelsjóð Möðru vallaklausturskirkju. Allir velkomnir. (Kvenfélagskonur! Munið dúkamálun sama dag). Stjórnin.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.