Dagur - 18.11.1988, Page 15

Dagur - 18.11.1988, Page 15
íþróttir 18. nóvember 1988 - DAGUR - 15 Frá hjólaskíðamaraþoni í Reykjavík sl. sumar. Frá vinstri: Baldur Hermannsson, Siglufírði; Sigurgeir Svavarsson, Ólafsfírði, Rögnvaldur Ingþórsson, ísafírði; Haukur Eiríksson, Akureyri; Ólafur Valsson, Siglufírði og Ólafur Björnsson, Ólafsfírði, en þeir tveir síðastnefndu hafa æft með landsliðinu. Ásmundur Arnarsson úr Völsungi verður í ísrael um jól og áramót. Mynd: 1M Skíði: Gönguskíðalandsliðið í Svíþjóð Islenska landsliðið í skíða- göngu er um þessar mundir í Bruksvallarna í N.-Svíþjóð við æfingar. Þetta eru þeir Haukur Eiríksson frá Akureyri, Sig- urgeir Svavarsson frá Olafs- firði, Baldur Hermannsson frá Siglufirði og Rögnvaldur Ing- þórsson frá ísafirði. Þeir fóru utan 8. nóvember og koma heim í lok mánaðarins. Liðið mun næst fara í keppnis- ferð til Svíþjóðar og M.-Evrópu í lok desember og fram í janúar. Verður m.a. keppt í einu heims- bikarmóti. Þjálfari liðsins er Sví- inn Mats Westerlund. Margir munu minnast hjóla- skíðamaraþonsins í Reykjavík, sem liðsmenn tóku sér fyrir hend- ur sl. sumar. Peningarnir, sem þar söfnuðust með áheitum koma nú í góðar þarfir og vill liðið koma á framfæri kæru þakklæti til allra þeirra, sem hétu á það. Nýlega var undirritaður samn- ingur milli Sportvöruþjónustunn- ar í Reykjavík og SKÍ um fatnað handa göngulandsliðinu. Um er ræða æfinga- og keppnisföt frá hinu þekkta fyrirtæki Odlo. Framarar eru áberandi í lands- liðshópnum og eru fimm piltar frá þeim í hópnum. Blikarnir og Skagamenn eiga þrjá hver, en önnur félög minna. Annars eru þessir í hópnum: Ólafur Pétursson ÍBK Vilberg Sverrisson Fram Asmundur Arnarsson Völsungi Axel Vatnsdal Þór Arnar Grétarsson Breiðabliki Halldór Kjartansson Breiðabliki Ásgeir Baldurs Breiðabliki Ríkharður Daðason Fram Porsteinn Bender Fram Steinar Guðgeirsson Fram Vilhjálmur Vilhjálmss. Fram Sigurður Sigursteinss. ÍA Bjarki Gunnlaugsson ÍA Arnar Gunnlaugsson ÍA Þráinn Haraldsson Þrótti Nes. Nökkvi Sveinsson Tý Pórhallur Jóhannsson Fylki Friðjón Jónsson segist vona að áhorfendur hafí ekki snúið baki við KA-lið- inu. „Loftim betri leik gegn Framliðinu“ segir Friðjón Jónsson fyrirliði KA Friðjón Jónsson fyrirliði KA segir að það þýði ekkert að hengja haus yfir úrslitunum í seinasta leik, heldur verði liðið að rífa'sig upp og taka vel á móti Frömurum á sunnudags- kvöldið. „Við vonum að sjálfsögðu að áhorfendur bregðist okkur ekki þrátt fyrir þessi úrslit og mæti á leikinn gegn Fram á sunnudags- kvöldið. Á móti lofum við betri úrslitum og góðum leik af okkar hálfu. Ég vil minna á að við töpuðum fyrir Val með 10 marka mun í fyrra og gerðum síðan jafntefli við þá hér heima. Annars er þetta Valslið feiknasterkt og ég á ekki von á því að neitt lið geti veitt þeim keppni í vetur,“ sagði Friðjón fyrirliði. Hann sagði að í sjálfu sér væri 4 stig eftir fjóra leiki ekki slæmur árangur. Fæstir hefðu búist við stigum gegn FH, Val og KR og það væri langt því frá að mótið væri búið. „Næstu leikir eru gegn liðum sem talin eru á svipuðu plani og við og það er því mikil- vægt að hala inn stig gegn þessum liðum“ sagði fyrirliðinn. Næstu fjórir leikir KA-liðsins eru heimaleikir. Á sunndaginn er það Fram, á miðvikudaginn kem- ur Stjarnan í heimsókn, miðviku- daginn 30. eru það Blikarnir hér fyrir norðan og miðvikudaginn 7. koma Vestmannaeyingarnir til Akureyrar. Knattspyrna: Ásmundur og Axel til ísraels - með unglingalandsliðinu Ásmundur Arnarsson úr Völsungi og Axel Vatnsdal úr Þór halda til ísracls eftir jólin ásamt félögum sínum úr ungl- ingalandsliðinu. Þetta er undirbúningsferð fyrir leiki næsta árs gcgn írum, Búlgör- um og Möltubúum. í— Blak: „Ætlum að leggja Þróttarana“ - segir Stefán Magnússon smassari hjá KA KA og Þróttur leika mikilvæg- an leik í 1. deildinni í blaki í kvöld. Stefán Magnússon fyrir- liði er hæfilega bjartsýnn fyrir leikinn og segir að áhorfendur geti ráðið miklu um úrslit. „Það er viss áhætta sem við tökum að spila í Höllinni," segir Stefán. „Við höfum aldrei spilað þar á stórum velli þannig að Þróttararnir standa okkur jafn- fætis, þótt við leikum á heima- velli. Margir blakáhugamenn hafa veigrað sér við það að mæta á leiki í Glerárskóla vegna slæmrar aðstöðu fyrir áhorfendur og við vonum auðvitað að fólk kunni að meta þetta framtak okkar að færa leikinn í Höllina og mæti,“ segir fyrirliðinn. - En hverju vill Stefán þakka þennan góða árangur í vetur? „Það er fyrst og fremst góð þjálfun undanfarin ár og í vetur sem nú er að skila sér. Pað munar líka mikið um að hafa fengið Fei Stefán Magnússon og félagar hans í KA-liðinu verða í eldlínunni gegn Þrótti í kvöld. og Stefán Jóhannsson í liðið og eykur þetta til muna breiddina í liðinu. Það sést á undanförnum leikj- um að það hafa alltaf einhverjir verið meiddir, en það ekki komið að sök. Ég held að ég geti fullyrt að ekkert lið í deildinni hefur jafn mikla breidd og KA og það kemur sér mjög vel í harðri bar- áttunni í blakinu." Allir leikmenn KA eru nú heil- ir og geta þeir því mætt galvaskir gegn Þrótti. Leikurinn hjá stúlk- unum hefst kl. 19.30 og stráka- leikurinn strax á eftir. r* ■W íþróttir helgarinnar Þaö er heilmikiö að gerast á íþróttasviöinu um helgina. í kvöld er stórleikur í blakinu er KA-liöin inæta Þrótti, Rcykjavík. Fyrst leika stúlk- urnar kl. 19.30 og strákarnir strax á eftir. Báðir leikirnir fara fram í íþróttahöllinni. Handknattlcikspiltarnir í KA leika við Fram í 1. deildinni á sunnudagskvöldiö. Á Húsavík leika heimamenn við Þrótt í 3. deildinni í handknattlcik á föstudags- kvöldiö og svo annan leik á laugardag. Það er mikið í húfi fyrir KA í blakinu. Strákarnir eru efstir í 1. deildinni og hafa sigrað í öllum ieikjum sínum hingað til. Þróttarar eru margfaldir íslandsmeistarar og hafa ein- ungis tapað fyrir KA í ár. Það má því búast við hörku leik í fþróttahöllinni í kvöld. Stelpurnar höfðu ekki heppnina með sér í fyrri leikn- um gegn Þrótti og ætla sér sjálfsagt að hefna fyrir tapið í fyrri umferðinni. KA ætlar að hrista af sér slyðruorðið KA-drengirnir í handboltan- um hlutu slæman skell á móti Valsmönnum á miðvikudag- inn. Þeir eru staðráðnir í því að láta það ekki koma fyrir aftur og ætla þeir sér ekkert annað cn sigur á móti Fram á sunnudagskvöldið. Nú reynir á að standa við bakið á strák- unum og hjálpa þeim að hrista af sér slyðruorðið. Á Húsavík leika Völsungar við Þrótt frá Reykjavík ( 3. deildinni í handknattleik. Fyrri leikurinn er á föstudags- kvöld og hefst kl. 20. Síðari leikurinn er á laugardag og hefst kl. 14. Þó nokkuð er síð- an piltarnir léku seinast og er því vert fyrir Húsvíkinga og nærsveitamenn að flykkjast í Höllina og styðja sína menn. Norðanliðin eru líka á far- aldsfæti um helgina. Körfu- boltapiltarnir í Þór og Tinda- stól halda suður og leika á sunnudagskvöldið í Flugleiða- deildinni. Þórsaramir leika gegn Valsmönnum á Hlíðar- enda og Tindastöll leikur við Hauka í Hafnarfirði. Stelpurnar í Þórsliðinu leika tvo leiki í 1. deildinni urn helg- ina. í kvöld leika þær gegn Haukum í íþróttahúsinu við Strandgötu og á morgun leika þær við Fram í Seljaskóla.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.