Dagur - 18.11.1988, Page 16
Akureyri, föstudagur 18. nóvember 1988
Haldio veisluna eöa fundinn
í elsta húsi bæjarins
Afmælisveislu ★ Giftingarveislu ★
★ Erfidrykkju ★ Kaffisamsæti ★
Fundi og hvers konar móttökur.
Allar nánari upplýsingar gefa Hallgrímur eða.Stefán í síma 21818.
Bráðabirgðatölur um heildarafla:
Aflaaukning um
130 þúsimd tonn
- á Norður- og Austurlandi
sé miðað við fyrstu 10 mánuði ársins
Samkvæmt bráðabirgðatölum
Fiskifélags íslands hefur
heildarafli landsmanna fyrstu
tíu mánuði ársins aukist um ríf-
lega 100 þúsund tonn miðað
við sama tímabil á síðasta ári.
Heildarafli hefur dregist veru-
lega saman á Suðurlandi,
Reykjanesi og Vesturlandi á
sama tíma og mun meira berst
á Iand á Vestfjörðum,
Norðurlandi og Austurlandi.
Þrátt fyrir að heildarafli aukist
um 100 þ. tonn á umræddu tíma-
bili minnkar þorskaflinn um 20 þ.
tonn. Ufsaafli minnkar nokkuð
en aukning er í karfa-, ýsu-,
steinbíts- og grálúðuafla og hvað
mest í loðnuafla landsmanna sem
jókst um 130 þ. tonn fyrstu tíu
mánuði þessa árs.
Ef litið er á aflatölur eftir
svæðum kemur í ljós að sveifl-
urnar eru mestar á Reykjanesi,
Norðurlandi og Austfjörðum. Á
Reykjanesi minnkaði aflinn um
26 þ. tonn á þessu tíu mánaða
tímabili en á meðan jókst heild-
arafli á Norðurlandi um tæp 49 þ.
tonn og á Austfjörðum um 83 þ.
tonn. Loðnuaflinn ræður mestu
um þessar sveiflur.
Vert er að gefa gaum tölum um
siglingar með afla. Á fyrstu tíu
mánuðum ársins 1987 sigldu
íslensk skip með ríflega 52 þ.
tonn en fyrstu tíu mánuði 1988
nálgast þessi tala 84 þ. tonn.
Taka skal fram að inni í þessum
tölum eru ekki landanir í gáma. í
ár var siglt utan með rúmlega 37
tonn af botnfiski sem er 3.600
tonnum meira en í fyrra. JÓH
Blönduós:
Tíð skemmdarverk
á ölsjálfsala
- hafa verið kærð til lögreglunnar
Að undanförnu hefur verið
dálítið um það að skemmdar-
verk hafi verið unnin á
Blönduósi sem líkur benda til
að börn eða unglingar séu
völd að.
vargarnir væru. Einnig hafa verið
skornar niður flagglínur af fána-
stöngum við Essoskálann. fh
í gær var slátrað 4 tonnum af laxi hjá Ölni hf. á Dalvík. Mynd: TLV
Ölunn hf. á Dalvík:
40-50 tonn af ferskum
laxi á erlendan markað
Á þessu ári mun fiskeldisfyrir-
tækið Ölunn hf. á Dalvík flytja
út á bilinu 40-50 tonn af eldis-
laxi. Bróðurpartur fratnleiðsl-
unnar fer til Bandaríkjanna en
einnig fara nokkur tonn til
Skotlands.
Þessa dagana eru þeir Öluns-
menn að slátra laxinum, sem ver-
ið hefur í sjókvíum frá því í vor.
í gær var t.d. slátrað 4 tonnum af
laxi og segir Gunnar Blöndal,
framkvæmdastjóri Öluns hf.,
meðalþyngd hans vera nálægt 3,5
kílóum. Þessi fiskur var settur
fyrst út í kvíar í ágúst 1986 og var
síðan aftur í kvíum sumarið 1987
og á liðnu sumri. Andvana laxinn
stoppar stutt við í sinni heima-
byggð því hann fer í dag um borð
í flutningabíl til Reykjavíkur og
síðan verður fiskinum komið fyr-
ir í Flugleiðavél sem flytur hann
til Bandaríkjanna. Gunnar
Blöndal segir að kílóverð laxins
nú sé um 350 krónur.
Slátrunin í gær var sú 5. í röð-
inni á þessu hausti. Þegar hefur
verið slátrað um 20 tonnum af
Ölunslaxi og lætur nærri að eigi
eftir að slátra 25 tonnum. Áætlað
er að ljúka þessum „blóðverk-
um“ fyrir jólahátíðina. óþh
Akureyri:
Húsfélag Alþýðuhússins keypti
allar eignir Svartfúgls hf.
- viðræður standa yfir milli húsfélagsins og eigenda Bautans
Bautans um rekstur veitingastað- I verið ákveðið í því efni en þetta
ar í húsinu. Ekkert hefði þó enn | mál yrði athugað nánar. EHB
Hugmyndum um nýja Hríseyjarferju
ekki verið ýtt til hliðar:
Beðið eftir ftmdi
um „sjávarstrætó"
Til dæmis hefur ekki verið frið-
ur með ölsjálfsala við Essoskál-
ann og hafa verið gerðar tilraunir
til að brjóta hann upp þótt algeng-
ara sé að ýmsu rusli, svo sem
samanþjöppuðum ölflöskutöpp-
um, sé troðið þar sem viðskipta-
vinirnir setja myntina. Að sögn
Vignis Björnssonar, deildarstjóra
skálans er þetta mjög bagalegt
þar sem ruslið stíflar kassann og
þegar þannig stendur á tapa við-
skiptavinirnir þeim peningum
sem í kassann eru látnir án þess
að fá nokkuð á móti. Hann sagði
að kvartanir hefðu borist vegna
þess og kvaðst hann vera búinn
að kæra þessa háttsemi til lög-
reglunnar hvernig svo sem gengi
að komast að hverjir skemmdar-
Húseigendafélag Alþýðuhúss-
ins á Akureyri hefur keypt
eignir Svartfugls hf., veitinga-
húsið Fiðlarann, og voru
bráðabirgðasamningar undir-
ritaðir á miðvikudagskvöld.
Allar eignir Svartfugls hf. voru
seldar samkvæmt þessum
samningi og ákveðnar kröfur
fylgdu með.
„Pað er ekki rétt að málunum
hafi verið bjargað fyrir horn af
húsfélaginu einu því sjálfir förum
við bræður og margar fjölskyldur
í bænum með helmingi erfiðara
dæmi frá þessum rekstri. Húsfé-
lagsstjórnin skuldbatt sig til að
standa við allar bókanir sem við
höfðum gert varðandi salinn á
fjórðu hæð,“ sagði Friðjón A.
Árnason, veitingamaður.
Að sögn Friðjóns kemur það í
lilut húsfélagsins að ráðstafa
eignum veitingastaðarins. Hús-
félagið hefur nú öll Iyklavöld að
Fiðlaranum eins og eðlilegt má
teljast eftir undirskrift samnings-
ins.
„Ég áskildi mér allan rétt til að
segja sannleikann um þessi mál
og við höfum ekkert að fela. En
það er ekki rétt að verkalýðsfé-
lögin hafi verið að bjarga okkur
fyrir horn. Það eru margir með
miklar ábyrgðir á herðunum,“
sagði Friðjón.
Stefán Gunnlaugsson, veit-
ingamaður á Bautanum, sagði í
gær að viðræður hefðu farið fram
milli húsfélags Alþýðuhússins og
„Við bíðum eftir fundi með
samgönguráðherra og öðrum
ráðamönnum um málið. Það
má orða þetta svo á þessu
stigi,“ sagði Guðjón Björnsson,
sveitarstjóri í Hríey, þegar
hann var inntur eftir því hvern-
ig liði áformum um smíði
nýrrar Hríseyjarferju.
Núverandi ferja þeirra Hrísey-
inga annar hvergi eftirspurn á
álagstímum, bæði þarf aukið
rými fyrir farþega og ekki síður
fyrir vörur. Að sögn Guðjóns
Björnssonar hafa flutningar til og
frá eyjunni á sjávarfangi, óunnu
sem unnu, aukist umtalsvert á
síðustu misserum. „Málið er alls
ekki dautt í kerfinu og við bind-
um vonir við úrbætur,“ segir
Guðjón. Hann segir þó að menn
geri sér ekki vonir unt mjög háar
fjárhæðir úr opinberum sjóðum
til nýrrar ferju. „Við erum ekki
með í huga ákveðna óskaferju.
Út af fyrir sig höfðum við það á
sínum tíma en svo hafa aðstæður
breyst. Það eru minni líkur en
áður að stór fjárveiting fáist í
þetta. Mönnum er að verða ljóst
að það eru ekki til ótakmarkaðir
peningar fyrir okkur að ganga í,“
segir Guðjón Björnsson. óþh
Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, átti fund með starfsfólki Akur-
eyrarbæjar í gær. Frá vinstri: Hulda Harðardóttir fóstra, Ögmundur og
Snælaugur Stefánsson. Mynd: gb