Dagur - 22.11.1988, Blaðsíða 1

Dagur - 22.11.1988, Blaðsíða 1
71. árgangur Akureyri, þriðjudagur 22. nóvember 1988 222. tölublað r Smókini 3 £&> Kjólföt HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 v Akureyri ■ Sími 23599 ^ Akureyri: Kynferðisafbrota- maður handtekinn - leitaði á 4ra-6 ára stúlkur Rannsóknarlögreglan á Akur- eyri handtók fyrir helgi 16 ára ganilan dreng, sem grunaður var um að hafa haft í frammi kynferðislega áreitni við stúlku- börn. Hann hefur játað á sig verknaðinn, en mál þetta hefur valdið talsverðum ugg meðal foreldra í Þorpinu að undan- förnu eins og von er. Ekki er alveg Ijóst hvenær maðurinn hóf þessa iðju sína, en sennilegt er að síðan séu liðnir nokkrir mánuðir. Hann viður- kenndi að hafa áreitt a.m.k. fjór- ar ungar telpur á aldrinum 4ra til 6 ára. Að sögn rannsóknarlögregl- unnar, gekk maðurinn ekki svo 20. flokksþing Framsóknarflokksins: langt að skaða börnin líkamlega. Hann mun hafa beitt þeirri aðferð, að tæla þær með sér t.d. inn í sameignir fjölbýlishúsa þar sem hann iðkaði iðju sína. Fram að þessu hafa svo til engin mál af þessu tagi komið upp á Akureyri þar til á þessu ári, að örlað hefur á þeim en þau mál hefur öll tekist að upplýsa, utan eitt. Foreldrar eru hvattir til þess að vera vak- andi gagnvart börnum sínum og hafa samband við rannsóknarlög- regluna ef þeir hafa grun um kyn- ferðisafbrot af einhverju tagi. VG Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, ávarpar flokksþing Framsóknarflokksins á Hótel Sögu sl. laugardag. Síðar þennan sama daga steig Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokks, í pontu á Hótel Islandi og ávarpaði flokksþing Alþýðuflokksins. Mynd: N.Á.i Þriggja bfla árekstur Vonandi hafa menn dregið lærdóm af frj álshyggj ufárinu segir Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra Þrír bílar lentu í árekstri á brúnni yfir Mýrarkvísl á sunnudagskvöld. Einn öku- mannanna slasaðist og var fluttur með sjúkrabíl á Sjúkra- húsið á Húsavík og síðan á sjúkrahús á. Akureyri. Harður árekstur varð á brúnni milli vörubíls sem var á leið til Húsavíkur og jeppa sem var á leið frá Húsavík og fólksbíll kom síðan og lenti aftan á jeppanum. Það var ökumaður jeppans sem hlaut meiðsli. Jeppinn skemmdist mjög mikið og vörubíllinn varð óökufær en minniháttar skemmd- ir urðu á fólksbílnum. Blindhæð er milli brúnna yfir Laxá og Mýrarkvísl, brýrnar eru aðeins með einni akrein hvor og oft hálka á veginum. Þarna hafa orðið alvarleg umferðaróhöpp og oft legið við stórslysum. 1M í síðustu viku var haldinn aðal- fundur Verkalýðsflélags Aust- ur-Húnavatnssýslu og má segja að þetta hafí verið tímamóta- fundur því aðalfundur hafði þá ekki verið haldinn í félaginu um sex ára skeið. Fundinn sótti 41 félagsmaður af 324 skráðum félagsmönnum. Það sem vakti sérstaka athygli á þesssum fundi var hve hlutur kvenna var þar stór því aðeins átta karlmenn sóttu fundinn. Þetta er trúlega vísbending um að atvinnuhorfur kvenna séu nú Framsóknarmenn héldu 20. flokksþing sitt á Hótel Sögu í Reykjavík um helgina, undir kjörorðunum „Félagshyggja í stað frjálshyggju.“ Þingið var fjölmennt og ríkti mikill ein- hugur meðal þingfulltrúa um að leysa þau vandamál sem við er að glíma í efnahags- og atvinnumálum um þessar mundir. Einhugurinn var ekki síðri þegar gengið var til kosninga um yfirstjórn flokksins. Steingrímur Hermannsson var endurkjörinn formaður Framsóknarflokksins, Halldór Ágrímsson varaformað- ur, Guðmundur Bjarnason ritari og Finnur Ingólfsson gjaldkeri og hlutu þeir allir „rússneska“ kosn- ingu, þ.e. nær öll greidd atkvæði. mun lakari en karla á félagssvæð- inu. í skýrslu formanns kom fram að tveir almennir fundir hafi, þrátt fyrir litla starfsemi félags- ins, verið haldnir á árinu og hafi tilfallandi málum verið sinnt. Fram kom í máli formannsins að brýnt væri fyrir félagið að ráða fastan starfsmann þar sem það væri liðin tíð að fólk tæki slík störf að sér af hugsjóninni einni saman. Einnig kom fram að á flestum vinnustöðum væru trún- aðarmenn en aftur á móti vantaði mikið á að reglur um öryggistrún- Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra, deildi í yfirlits- ræðu sinni harðlega á íslenska bankakerfið og Seðlabankann. Þá boðaði hann einnig að breyt- ing yrði á lánskjaravísitölunni um áramótin. Hann taldi gagnlaust að fella gengið við núverandi aðstæður, enda væri ljóst að 20% gengisfelling á þessu ári hefði ekki komið að tilætluðum notum. Fyrst þyrfti að beita öllum ráðum til að lækka kostnað atvinnufyrir- tækja og þá sérstaklega fjár- magnskostnaðinn. Steingrímur sagði að framsóknarmenn ættu auðvitað vissa sök á því ástandi sem hér hefði myndast. „Okkar sök er í því fólgin að hafa látið undan sjálfstæðismönnum hvað varðar frelsi í peninga- og vaxta- málum.“ aðarmenn væru nægilega í heiðri hafðar og sama væri að segja um öryggiseftirlitsmenn sem eiga að vera skipaðir af vinnuveitendum. í skýrslu féhirðis kom fram að óhjákvæmilegt væri að halda framhaldsaðalfund þar sem reikningar lægju ekki fyrir. Þeir væru í vinnslu hjá endurskoð- enda og væri hann trúlega ekki komin lengra en að reikningum ársins 1982. Umræður voru litlar á fundin- um en nokkuð um fyrirspurnir til fráfarandi stjórnar. Þegar að kosningum kom var ljóst að frá- í lokaorðum sínum sagði Steingrímur að í raun væri þjóðin komin fram á bjargbrúnina í efnahagsmálunum. „Mér sýnist margt benda til þess að félags- hyggjuvakning sé að verða í þessu landi. Vonandi hafa menn dregið þann lærdóm af frjáls- hyggjufári undanfarinna ára. Þá er vel. Þá er framtíð þessarar þjóðar borgið. Þá mun okkur takast að vinna okkur úr erfið- leikunum, burt frá bjargbrúninni á gróinn og grænan völl bjartrar framtíðar." Það þótti tíðindum sæta að Jón Baldvin Hannibalsson ávarpaði flokksþing framsóknarmanna á laugardeginum og var honum vel fagnað. Síðar sama dag endurgalt Steingrímur Hermannsson heim- sóknina og ávarpaði landsþing farandi stjórn átti fáa máls- vara og fékk fráfarandi formaður eitt atkvæði en fráfarandi gjaldkeri fjögur. Valdimar Guðmanns- son var kjörinn formaður með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Aðrir í stjórn voru kjörnir Halla Bernódusdóttir, ritari og Jó- hanna Elín Jónsdóttir, gjaldkeri. Meðstjórnendur Ólafur Guð- mannsson og Anna Kristín Davíðsdóttir. Ekki var ákveðin dagsetning fyrir framhaldsaðal- fund en ákveðið að halda hann strax og reikningar undanfarinna ára væru klárir. fh Alþýðuflokksins. Þessir atburðir eiga sér ekki hliðstæðu í íslenskri stjórnmálasögu. Stjórnmálaályktun flokksþings Framsóknarflokksins er birt á bls. 8. BB. Alþýðusambandsþing: Kosningar í fyrramálið Þing Alþýöusanibands íslands hófst í Kópavogi í gær og stendur fram á föstu- dag. Að vanda koma fjöl- mörg mál til umræðu á þing- inu, nægir þar að nefna kjara-, atvinnu- og efna- hagsmál en einnig verður rætt um fræðslu- og menningarmál, skipulags- mál, friðar- og mannréttinda- mál o.fl. En spennan nær hámarki á morgun þegar kosning forseta og varafor- seta fer fram en mið- stjórnarkjör er á fímmtu- dag. Þóra Hjaltadóttir formaður Alþýðusambands Norður- lands hefur sterklega verið orðuð við varaforsetaembætti ASÍ en hún vildi, í samtali við blaðið í gær, hvorki játa því né neita að hún muni gefa kost á sér til varaformanns. Annar líklegur kandídat í varafor- setakjörinu er Vilborg Þor- steinsdóttir frá Vestmannaeyj- um. Líklegt var talið í gær að Ásmundur Stefánsson muni gefa kost á sér til áframhald- andi setu í forsetastól ASÍ. JÓH Aðalfundur verkalýðsfélags Austur-Húnavatnssýslu fyrir sl. sex ár: Halda verður framhaldsaðalfund þar sem reikningar voru ekki lagðir fram

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.