Dagur - 22.11.1988, Blaðsíða 7

Dagur - 22.11.1988, Blaðsíða 7
22. nóvember 1988 - DAGUR - 7 Frá Plastiðjunni Bjargi á Akureyri. fyrirtækis sé sett saman eftir aö endurskipulagning fer fram. Erfitt að kenna gömlum . . . En það er ekki nóg aö endur- skipuleggja fyrirtæki fjárhags- lega. Fyrirtæki, ekki síst fram- leiðslufyrirtæki í plastiðnaði, þarf að finna nýjar leiðir þegar þær gömlu hafa skyndilega lokast. Að þessu vék Kristinn í erindi sínu en eins og fram kom hér áður brast einn af máttarstólpum í fyrirtæki hans algjörlega á stutt- um tíma. Því varð að finna nýja. „Okkur sást gjörsamlega yfir viðhorf manna til algjörlega nýrra hluta eins og við vorum að kynna. Parna vorum við að kynna nýjar umbúðir með nýja eiginleika sem þurftu nýjar umgengnisreglur og annað viðhorf. Þetta atriði hefur reynst okkur einna erfiðast að komast yfir.“ Allar þær markaðsforsendur sem eigendur Stjörnusteins gáfu sér í byrjun hafa brugðist. Frauð- plastkassarnir sem í upphafi var ætlunin að notaðir yrðu til út- flutnings á laxi og áttu að standa undir rekstri fyrirtækisins á árinu 1986 ná því hugsanlega að standa undir rekstrinum á næsta ári. „En við erum náttúrlega búnir að skjóta rótum annars staðar þann- ig að segja má að við séum komn- ir yfir erfiðleikana núna,“ sagði Kristinn. Yiðhorf lánardrottna Þegar fyrirtæki gengur í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu geta eigendur þess átt von á breyttu viðhorfi viðskiptavina til þess og jafnvel lánardrottna. Kristinn vék að viðhorfi lánar- drottna gagnvart slíkum fyrir- tækjum. „Ég komst að því, mér til mikilia vonbrigða, að raunveru- lega horfa bankar ekki nema á eitt atriði. Peir sjá kannski sínum skuldum betur borgið og oftast hafa bankar full veð fyrir sínum skuldum en ég varð ekki var við að það væri nokkurn skapaðan hlut betra að eiga við bankastofn- anir eftir endurskipulagninguna. Bankastofnanir ganga að því sem vísu að ef menn eru komnir með stóra og sterka aðila inn í fyrir- tækið sem hluthafa þá séu þeir baktrygging fyrir öllum skuldum. Petta var okkar reynsla að því er varðar lánastofnanir." Möguleikar á sjálfvirkni í plastiönaöi Gestur Bárðarson, rannsókna- og þróunarstjóri í Hampiðjunni í Reykjavík, tók næstur til máls og flutti erindi um sjálfvirkni. Hann vék að möguleikum á sjálfvirkni í plastiðnaðarfyrirtækjum á íslandi sem hann sagði ekki mikla sökum þess hve fyrirtækin eru smá og markaður lítill. Þessu næst kynnti hann þær hugmyndir sem efstar eru á baugi erlendis í dag varð- andi sjálfvirkni og sagði að flokka mætti þessar hugmyndir þannig: 1. Flutningur á hráefnum að vélum. 2. Breyting á framleiðslutegund- um. Gæðagát. Aðgerðarstjórnun í vélum. 3. Losun tilbúinna framleiðslu- vara úr vélum. 4. Flutningur á afurðum frá vél- um inn á lager. 5. Lokasamsetning. „Almennt séð gætu þessi atriði ' öll verið framkvæmanleg hér á landi ef fyrirtæki í plastiðnaði stækka í framtíðinni. Helst þyrfti markaðurinn að stækka líka og e.t.v. þurfa fyrirtæki að fara út í meiri sérhæfingu, þar á ég t.d. við framleiðslu í kringum sjávar- útveginn. Þar eru stærstu magn- tölur sem við sjáum. Ef litið er nánar á þennan lista þá eru fyrirtæki hér á landi þegar farin að koma á sjálfvirkni við flutning á hráefnum að vélum. Þetta er tiltölulega ódýrt atriði í framkvæmd og miklir möguleikar enn ónýttir á þessu sviði. Um lið tvö get ég sagt að ég sé ekki möguleika á honum hér heima. Astæðan er sú að við spörum ekki nægilega mikið til að fjárfestingin borgi sig. Gæða- gát og aðgerðastjórnun er hins vegar að hluta til fyrir hendi hér á landi og getur orðið vaxandi í framtíðinni. Um lið þrjú á listanum þá hef ég enga trú á neinum róbót í bili en margir nota hins vegar færi- band til að leysa vandamál við losun tilbúinna framleiðsluvara úr vélum. Um síðustu liðina tvo á listan- um þá er sjálfvirkni á þessum sviðum ekki sjáanleg í plastiðn- aði hér á landi nú en hlutirnir gerast hratt í plastiðnaðinum og ég gæti alveg trúað því að í náinni framtíð þá verðum við með róbóta sem gera eitthvað þessu líkt,“ sagði Gestur Bárðarson. JÓH Til sölu arðvænlegt fyrirtæki í Miðbænum Fyrirtækið er í eigin húsnæði og er í fullum rekstri alla daga vikunnar. Kjörið tækifæri fyrir duglegt og samhent fólk. Upplýsingar á skrifstofunni. á 1.30 iwmuiwA SKIPMAlAlgfc NORMIRLANDS II Amaro-húsinu 2. hæð Simi 25566 Benedikt Ólafsson hdl. Sölustjóri, Pétur Jósefsson, e skrifstofunni virka daga kl. 14-1 Heimasími hans er 24485. Lokað vegna breytinga 22. og 23. nóvember. Verslunin Síða. Tilkynning frá Hjarta- og æðaverndarfélagi Akureyrar. Aðalfundur félagsins verður haldinn í Mánasal Sjallans, Akureyri, laugardaginn 26. nóv. nk. kl. 14. Venjuleg aðalfundarstörf. Almennur fundur í Hjarta- og æðaverndarfélagi Akureyrar. Kynningarfundur fyrir almenning verður haldinn laugardaginn 26. nóv. nk. í Mánasal Sjallans, Akur- eyri. Fundurinn hefst kl. 15.00. Fundarstjóri: Ragnar Steinbergsson, hæstaréttarlög- maður. Fundarefni: Kynning á hjarta- og æðasjúkdómum. Erindi flytja: Jón Þór Sverrisson, hjartasérfræðingur. Nýjungar í meðferð kransæðasjúkdóma. Friðrik E. Yngvason, lungnasérfræðingur. Hvers vegna reykja menn gegn betri vitund? Kristín Sigfúsdóttir, hússtjórnarkennari. Viðhorf til matar- æðis og manneldis. Jón Þór Sverrisson, hjartasérfræðingur. Háar blóðfitur og kransæðasjúkdómar. Þorkell Guðbrandsson, yfirlæknir, dr. med. Rannsóknir um hjarta- og æðasjúkdóma á Akureyri. Umræður og fyrirspurnir verða að erindum ioknum. Stjórn Hjarta- og æðaverndarfélags Akureyrar. Launasjóður rithöfunda Auglýsing frá Launasjóði rithöfunda Hér með eru auglýst til umsóknar starfslaun fyrir árið 1989 úr Launasjóði rithöfunda samkvæmt lögum nr. 29/1975 og reglugerð gefinni út af menntamálaráðu- neytinu 19. október 1979. Rétt til greiðslu úr sjóðnum hafa íslenskir rithöfundar og höfundar fræðirita. Heimilt er og að greiða úr sjóðnum fyrir þýðingar á íslensku. Starfslaun eru veitt í samræmi við byrjunarlaun menntaskóia- kennara skemmst til tveggja og lengst til níu mán- aða í senn. Höfundur sem sækir um og hlýtur starfslaun í þrjá mánuði eða lengur skuldbindur sig til að gegna ekki fastlaunuðu starfi meðan hann nýtur starfslauna. Slík kvöð fylgir ekki tveggja mánaða starfslaunum, enda skulu þau einvörðungu veitt vegna verka sem birst hafa næsta almanaksár á undan. Skrá um birt ritverk höfundar og verk sem hann vinn- ur nú að skal fylgja umsókninni. Umsóknum ber að skila á sérstökum eyðublöðum sem fást í menntamálaráðuneytinu. Mikilvægt er að spurningum á eyðublaðinu sé svarað og verður farið með svörin sem trúnaðarmál. Umsóknir skulu sendar fyrir 31. desember 1988 til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykja- vík. Reykjavík, 1. nóvember 1988. Stjórn Launasjóðs rithöfunda.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.