Dagur - 22.11.1988, Blaðsíða 9

Dagur - 22.11.1988, Blaðsíða 9
22. nóvember 1988 - DAGUR - 9 KA sigraði Þrótt auðvelcQega KA vann ótrúlega auðveldan sigur, 3:0, á margföldum Islandsmeisturum Þróttar í 1. deildinni í blaki í íþróttahöll- inni á föstudagskvöldið. Mjög margir áhorfendur lögðu leið sína í Iþróttahöllina og hafa aldrei verið fleiri áhorfendur á blakleik á Akureyri. Stúlk- unum í KA liðinu gekk hins vegar ekki eins vel og töpuðu þær fyrir Þrótti síðar um kvöldið. Stefán Magnússon formaður blakdeildarinnar og einn aðal- maður liðsins var að vonum kampakátur eftir sigurinn. „Þetta var mun léttari leikur en við bjuggumst við og voru Þróttar- arnir algjörlega slegnir út af lag- inu vegna allra áhorfendanna. Við vonuðum auðvitað að fólk myndi mæta á þennan leik, en þessi aðsókn fer fram úr björt- ustu vonum,“ sagði Stefán Magn- ússon KA-maður eftir leikinn. Nokkur taugaóstyrkni var í KA-liðinu í fyrstu lotunni og virt- ust leikmennirnir ekki átta sig á því að spila á þetta stórum velli. Þróttarar gengu á lagið og kom- ust í 8:3. Fei þjálfari bað þá um leikhlé og las yfir sínum mönnum. Þeir komu tvíefldir inn á völlinn og m.a. með fallegum smössum frá Stefáni Magnússyni og Sigurði Arnari Ólafssyni náðu þeir að jafna leikinn 9:9. Mikil og góð barátta var í báð- um liðum á þessum tíma og skipt- ust þau á að vinna uppgjöfina. Jafnt var 10:10 og 11:11 en þá sagði KA bless - skoraði fjögur stig í röð og sigraði í hrinunni við mikinn fögnuð áhorfenda. Stefán og Fei gáfu tóninn í næstu hrinu með fallegum stigum og framan af virtist stefna í stór- sigur KA. En Þróttarar eru með seiga og leikreynda leikmenn og þeir neituðu að gefast upp. A sama tíma komu slakur leikkafli hjá KA og Þróttur komst í 12:10. En með seiglunni snéru heima- menn leiknum við og sigruðu 16:14. Þriðja hrinan þróaðist mjög svipað og sú á undan. KA byrjaði mun betur og komst í 9:2. Þá slökuðu þeir á og Þróttur skoraði sjö stig í röð. En þá var allur vindur úr Þrótt- urunt og það var viðeigandi að Fei þjálfari innsiglaði sigur KA- manna með feiknasmassi, 15:11, í annarri tilraun og þar með var glæsilegur sigur KA-liðsins 3:0 1. deild handbolti: Staðan Valur 5 5-0-0 135: 92 10 KR 5 5-0-0 128:103 10 FH 5 3-0-2 129:121 6 Víkingur 5 3-0-2 134:134 6 Grótta 5 2-0-3 110:118 4 Stjarnan 5 2-0-3 122:118 4 KA 5 2-0-3 100:117 4 UBK 51-0-4115:124 2 ÍBV 51-0-4102:121 2 Fram 51-0-3104:117 2 staðreynd. Sömu leikmennirnir léku allan leikinn fyrir KA og er þar valinn maður í liverju rúmi. í þessum leik bar mest á þeim Stefáni Magnússyni, Fei þjálfara og Sig- urði Arnari Ólafssyni. Einnig kom Gunnar Garðarsson sterkur út í Ieiknum, en hann hefur átt við meiðsli að stríða að undan- förnu. Annars eru aðrir leikmenn liðsins feiknasterkir og verður KA liðið ekki auðsigrað í vetur ef það leikur eins og gegn Þróttur- unum. Þróttararnir eru farnir að eld- ast þó nokkuð og mættu þeir fara að yngja upp í liðinu, ef þeir ætla sér ekki að heltast aftur úr lest- inni. Annars var gamla brýnið Leifur Harðarson besti maður liðsins að þessu sinni og einnig átti Lárentínus Ágústsson ágæta spretti inn á milli. Tap en samt framför hjá KA-stelpunum KA stúlkunum tókst ekki að fylgja eftir góðum árangri strák- anna og töpuðu þær 3:0 fyrir Þróttarameyjunum. Samt sem áður var þessi leikur mun betri hjá þeim en gegn Breiðabliki. í fyrstu hrinunni sáust ágæt tilþrif hjá báðum liðum. Þróttarar höfðu þó alltaf undirtökin og komust í 10:5. Með góðri baráttu náðu KA stúlkurnar að jafna leikinn og á sama tíma mistókust flestar uppgjafir Þróttarastúlkn- anna. Ef heppnin hefði verið með KA liðinu á þessum kafla hefðu þær sjálfsagt sigrað í hrinunni. En lukkan er fallvölt og í stað KA sigurs náðu þær röndóttu að sigra 15:12. KA byrjaði aðra hrinuna ágæt- lega og komst í 2:1. En þá kom hræðilegur leikkafli hjá þeim og Þróttarar komust í 11:4. Á þess- um tíma vantaði allan kraft í KA stelpurnar og leikgleðin var ekki fyrir hendi. Þær náðu að vísu að hressast aðeins áður en yfir lauk en töp- uðu samt 15:12. Seinasta hrinan var mjög brokkgeng hjá liðunum. KA liðið átti ágæta spretti en datt niður á milli í algjöra lágdeyðu. Þróttar- ar sigruðu því nokkuð auðveld- lega 15:6. Það sem helst háir KA stúlkun- um er skortur á stöðugleika. Liðið nær að spila ágætlega á köflum en dettur síðan niður og gerir mistök sem byrjendur myndu skammast sín fyrir. Með meiri leikreynslu ætti að vera hægt að koma í veg fyrir þessar lægðir og þar með ná upp meiri stöðugleika hjá liðinu. í þessu leik var Sandra Jóhannesdóttir einna best en Karítas Jónsdóttir átti einnig ágæta spretti. Hjá Þrótti bar mest á Snjó- laugu Guðmundsdóttur. Stefán Jóhanncsson smassar hér yfir Þróttaravörnina. Táknræn mynd fyrir leikinn í heild. Haustmót JSÍ: Glæsilegur árangur KA í júdó KA stóð sig mjög vel á Haust- móti JSÍ sem haldið var í Reykjavík á laugardaginn. Félagið hlaut 15 verðlaun, 7 gull, 7 silfur og 1 brons. Júdódeild KA átti níu kepp- endur á mótinu, þar af voru átta þeirra yngri en 21 árs og kepptu því í flokki karla yngri en 21 árs. Til þess að fá sem mesta reynslu út úr ferðinni kepptu þeir líka í flokki fullorðinna. Árangur þeirra varð eftirfarandi: Baldur Stefánsson keppti í -60 kg fl. yngri en 21 árs og í —65 kgfl. fullorðinna. Hann sigr- aði mjög sannfærandi í báðum flokkunum. Hans Rúnar Snorrason keppti í -65 kg fl. yngri en 21 árs og —65 kg fl. fullorðinna. Hann sigr- aði í yngri flokknum, en varð að sætta sig við annað sætið í full- orðinsflokknum á eftir Baldri Stefánssyni. Baldur Stefánsson sigraði glæsilega í sínum þyngdarflokki og í flokki fullorð- inna. Vernharð Þorleifsson keppti —71 kg fl. yngri en 21 árs og varð þar í öðru sæti á eftir Reykvík- ingi eftir mjög snarpa úrslitavið- ureign. Vernharð hóf keppni í fullorðinsflokki, en varð þar fyrir því óhappi að meiða sig í fyrstu glímunni og varð því að hætta keppni. Freyr Gauti Sigmundsson keppti í -78 kg fl. yngri en 21 árs og —78 kg fl. fullorðinna. Þessi þyngdarflokkur er nýr fyrir Gauta því hann hefur undanfarið keppt í —71 kg fl. í þessum flokki er einnig félagi Gauta, Guðlaug- ur Halldórsson. Guðlaugur var allt síðasta tímabil ósigrandi í —78 kg fl. yngri en 21 árs, en nú fékk hann skell er Gauti sigraði hann í úrslitaglímunni í yngri flokknum. Guðlaugur fékk þó tækifæri til þess að svara fyrir sig er þeir félagar mættust aftur í fullorðinsflokknum. Það gerði Guðlaugur er hann sigraði Gauta í úrslitaglímunni í fullorðins- flokknum. Til þess að komast í úrslitaglímuna urðu þeir félagar þó fyrst að leggja að velli íslands- meistara síðustu ára í þessum flokki. Það gerðu þeir með glæsi- brag. Gauti sigraði því í yngri flokknum og Guðlaugur í öðru, en síðan snerist þetta við í full- orðinsflokknum, Guðlaugur í fyrsta og Gauti í öðru. Með þeim Guðlaugi og Gauta keppti einnig í þessum flokkum Baldur Jóhanns- son. Baldur er nýhafinn æfingar aftur eftir nokkurt hlé og stóð hann sig ágætlega, varð í þriðja sæti í yngri flokknum, en varð að sætta sig við fimmta í fullorðins- flokknum. Sigurbjörn Gestsson keppti í —86 kg fl. yngri en 21 árs og —86 kg fl. fullorðinna. Jón Jakobsson keppti í -95 kg fl. yngri en 21 árs og —95 kg fl. fullorðinna. Vegna lélegrar þátttöku í þessum þyngdarflokkum yngri en 21 árs voru þeir sameinaðir. Þar sigraði Sigurbjörn og Jón Jakobsson varð í öðru sæti. í fullorðins- flokknum var næg þátttaka og þá varð Sigurbjörn í öðru sæti í sín- um flokki, eftir harða viðureign við íslandsmeistarann í þessum flokki. Jón Jakobsson keppti hins vegar í sínum flokki við þjálfara þeirra KA-manna, Jón Óðin Jónsson. Þjálfarinn hugðist fara vel að nemanda sínum og glíma létt við hann en varð heldur betur fyrir barðinu á þeirri hegðun sinni, því að Jón Jakobsson var mjög ákveðinn og náði hengingu á þjálfara sínum og gat þvingað hann þannig til uppgjafar. Alls unnu þessir níu KA-menn pví til 15 verðlauna á mótinu, þar af 7 gullverðlaun, 7 silfurverð- laun og 1 bronsverðlaun.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.