Dagur - 22.11.1988, Blaðsíða 3

Dagur - 22.11.1988, Blaðsíða 3
22. nóvember 1988 - DAGUR - 3 Nefnd sem Qallað hefur um sjávarútvegsfræðibraut við Háskólann á Akureyri: Leggur til að kennsla hefjist að hausti 1989 - Jón Þórðarson, sjávarútvegsfræðingur, líklegur námsbrautarstjóri Óskum eftir sambandi við fyrirtæki eða einstakling sem getur tekið að sér viðhald á Ijósritunarvélum, telefax- tækjum og tölvutækjum og tölvubúnaði á Akur- eyri og nágrannabyggðum. acohf Skipholti 17, sími 91-27333. Nefnd sú sem Birgir ísleifur Gunnarsson, fyrrverandi menntamálarádherra, skipaði sl. vor til þess að gera tillögur um fyrirkomulag sjávarút- vegsbrautar við Háskólann á Akureyri, er þessa dagana að Ijúka störfum og mun væntan- lega í næstu viku skila skýrslu til Svavars Gestssonar, núver- andi menntamálaráðherra. Nefndin leggur til að hafin verði kennsla á sjávarútvegssviði við Háskólann á Akureyri að tæpu ári liðnu, haustið 1989. Pét- ur Bjarnason, formaður nefndar- Sauðárkrókur: Sjö sóttu um stöðu byggingar- ftilltrúa - þar á meðal 2 Pólverjar Fyrir skömmu var staða bygg- ingarfulltrúa Sauðárkróksbæj- ar auglýst laus til umsóknar. Alls bárust 7 umsóknir um starfið, þar á meðal frá tveim- ur Pólverjum. Koma þær um- sóknir milliliðalaust frá Pól- landi og verður þetta að teljast mjög sjaldgæft, að útlendingar sæki um opinberar stöður á Is- landi. Akvörðun um hver umsækjenda fái stöðuna, verð- ur tekin á næstunni, og fæst þá úr því skorið hver tekur við af Jóni Erni Berndsen, sem áður gegndi stöðu byggingar- fulltrúa. Þeir sem sóttu um stöðuna voru: Björn Agnarsson Kópa- vogi, Dagbjartur Helgi Guð- mundsson Rey.kjavík, Einar Matthíasson Reykjavík, Haf- steinn Sæmundsson Sauðárkróki, Vigfús Halldórsson Reykjavík og Pólverjarnir Piotr Zielinski og Stanislaw Sochocki. Skafti SK-3: Toppsala í Cuxhaven - 12,1 milljón fyrir 160 tonn af karfa Skafti SK-3, frá Útgerðarfélagi Skagfirðinga, gerði góða ferð til Þýskalands í síðustu viku. Skipið landaði á fimmtudag og föstudag 160 tonnum af karfa í Cuxhaven og fór aflinn einnig á flskmarkaði í Bremerhaven og Hamborg. Fyrir 160 tonnin fengust alls 12,1 milljón króna, meðalverð tæpar 76 krónur kílóið, og er þetta mjög góð sala. Skafti hefur átt góðar sölur í Þýskalandi á þessu ári og á enn hæsta meðal- verð úr einni sölu á fiskmörk- uðunum af íslensku togurunum. -bjb innar, segir að nefndarmenn telji að ekki séu mikil vandkvæði á að þetta geti gengið eftir svo fremi að á fjárlögum verði ákveðið að veita nauðsynlegum fjárntunum til námsbrautarinnar. Hann segir að miðað sé við fjögurra til fimm ára nám og inntökuskilyrði verði stúdentspróf og einhver reynsla stúdenta af sjávarútvegi. Einnig er rætt um að fólk með t.d. mikla reynslu af sjávarútvegi og ein- hver önnur próf en stúdentspróf hafi einnig möguleika á að sækja urn nám við sjávarútvegsbraut- ina. Nefndin leggur til að í hverj- um árgangi verði á bilinu 8-15 stúdentar, þ.e.a.s. 40-60 stúdent- ar í það heila við brautina og seg- ir Pétur að miðað við fjölda fyrir- spurna um þetta nám megi ætla að eftirspurn eftir skólaplássi verði mikil. Pétur segir að bæði fulltrúar sjávarútvegsins og rannsókna- stofnana á sviði sjávarútvegs hafi sýnt kennslu í sjávarútvegsfræð- um mikinn áhuga. „Það er auð- vitað mjög mikilvægt að koma upp víðtækum tengslum sjávarút- vegsfræðibrautar við stofnanir og hagsmunasamtök sjávarútvegs- ins. Með því móti væri hægt að sameina starfskrafta og aðstöðu að einhverju leyti og þetta gæfi líka færi á markvissari rannsókn- um á sviði sjávarútvegs en nú er. Markmið námsins er fyrst og fremst að gera menn hæfa til þess að beita vísindalegunt vinnu- brögðum við stjórn og ákvarð- anatöku og við liöfum reiknað með að mörg verkefni tengd náminu yrðu unnin úti í sjávarút- vegsfyrirtækjum." Nú mun að mestu frágengið að Jón Þórðarson, sjávarútvegs- fræðingur, sem starfað hefur sem framkvæmdastjóri fiskeldisfyrir- tækisins íslandslax hf., verði for- stöðumaður sjávarútvegsbrautar- innar ef stjórnvöld gefa grænt ljós á hana. Pétur Bjarnason segir að hann líti svo á að ekki sé neinn póli- tískur ágreiningur um stofnun sjávarútvegsbrautar en hinsvegar séu ekki allir á eitt sáttir um hvort brautin eigi að vera staðsett við Háskólann á Akureyri eða Háskóla íslands. „Ég held þó að hinn pólitíski vilji sé miklu meiri hérna megin,“ segir Pétur. Hann segir að ákvörðun stjórnvalda um stofnsetningu sjávarútvegs- fræðibrautar við Háskólann á Akureyri næsta haust verði að liggja fyrir á þessu ári og í raun verði hún tekin með fjárveitingu á fjárlögum fyrir næsta ár. óþh Haustmót Skákfélags Akureyrar: Tvísýn barátta um sigurinn í A-flokki Um helgina var keppni haldið áfram á Haustmóti Skákfélags Akureyrar og í A-flokki er tví- sýn barátta um efstu sætin. Nú eru aðeins tvær umferðir eftir og berjast fjórir keppendur um sigurinn. Þór Valtýsson og Kári Elíson eru efstir og jafnir með 5 vinninga úr sjö skákum. Næstu menn eru Gylfi Þór- hallsson með 4'/2 vinning úr sex skákum og Rúnar Sigurpáls- son með 4 vinninga, einnig úr sex skákum. Síðan koma Magnús Teitsson með 3Vi v., Bogi Páls- son og Reimar Pétursson með 3 v. og hafa þeir teflt sjö skákir. Rúnar er reyndar sá eini sem ekki hefur tapað skák í A-flokki. Lárus Pétursson hefur tekið örugga forystu í B-flokki og hef- ur hann hlotið 6V2 vinning eftir sjö umferðir. I 2. sæti er Jakob Þór Kristjánsson með 5 v. í 3.-4. sæti eru Stefán Andrésson og Þórleifur Karlsson með 4'A v. Beðist skal velvirðingar á því að í blaðinu á föstudag var sagt að Stefán og Jakob væru efstir en hið rétta er að þá deildu Lárus og Jakob efsta sætinu. Síðustu umferðirnar í A- og B- flokki verða tefldar á miðviku- dags- og föstudagskvöld kl. 19.30. Á miðvikudag tefla m.a. saman í A-flokki þeir Rúnar og Kári og Gylfi og Reimar, og í síð- ustu umferðinni mætast Kári og Gylfi, Reimar og Þór og Sigurjón Sigurbjörnsson og Rúnar. SS DAGUR Húsavík 8 9641585 Norðlenskt dagblað falke Einu sinni falke aiitaf falke. Sokkar. Sokkabuxur. Hnésokkar. Gammosíur. Bómullar- sokkabuxur. Góöar og þægilegar. Snið sem passar. Verslunin Wlog Sunnuhlíð 12, sími 22484. falke UMBOÐIÐ -HEILDVERSLUN HÁALEITISBRAUT 68 SÍMI 84240 V. Ný þjónusta á Norðurlandi Latex heilsudýnur í öllum stærðum. Svefnsófar, svampdýnur. Athugið! Aðeins úrvals 35 kg svampur, stífur og mjúkur. 10-15% afsláttur 'VerstiÖ v/ð fagmann. Svampur og bólstrun Austursíðu 2, sími 96-25137. ■\ J Frá menntamálaráðuneytinu: Lausar stöður við framhaldsskóla Að Fjölbrautaskóla Vesturlands eru lausar til umsóknar kennarastöður á vorönn í eftirtöldum greinum: Stærðfræði, rafeindavirkjun, Vi staða í heilbrigðisfræði og afleysingastaða í eðlis- og stærðfræði. Þá vantar bóka- vörð í fullt starf á vorönn. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 15. desember nk. Menntamálaráðuneytið. Listin að grenna sig þægilega. Við bjóðum einn frían kynningartíma. FLOTT FORM Geislagötu 7, sími 27911

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.