Dagur - 22.11.1988, Blaðsíða 2

Dagur - 22.11.1988, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 22. nóvember 1988 Samvinnubankinn tryggir Innlánsdeild KÞ: Túnamót í sam- vimmsögu héraðsins Fyrir skömmu undirrituðu stjórn Kaupfélags Þingeyinga og banka- stjórn Samvinnubanka íslands hf. samning um að Samvinnu- bankinn veiti bankaábyrgð á inn- stæðum Innlánsdeildar KÞ. Hér er vissulega um tímamóta- samning að ræða. Innlánsdeildir voru á sínum tíma stofnaðar til samhjálpar og sjálfshjálpar sam- vinnumanna, þegar bankar á ís- landi voru fáir og smáir. Og enn- fremur vegna þess að kaupfélög áttu tæpast aðgang að takmörk- uðu lánsfé bankanna á sama hátt og annar atvinnurekstur í land- inu. Innlánsdeildirnar höfðu því lengi vel afgerandi áhrif á eflingu samvinnurekstrar. Nú eru að ryðja sér til rúms ný viðhorf í banka- og peningamál- um, og allri fjármálastarfsemi í landinu. Mjög óljóst er á þessari stundu hvernig innlánsdeildir falla inn í það framtíðarmynstur Af þessum sökum og vegna þeirr- ar óvissu um rekstrarafkomu fyrirtækja, sem í dag er stað- reynd, taldi stjórn Kf. Þingeyinga óhjákvæmilegt að tryggja hags- muni viðskiptamanna Innláns- deildarinnar með þessum hætti. Með bankaábyrgðinni tryggir Samvinnubankinn sparifé inn- Kaupfélag Þingeyinga á Húsavík. stæðueigenda innlánsdeildar á sama hátt og eigin innlán. Jafnframt mun Samvinnubank- inn, í útibúi sínu á Húsavík, taka að sér að annast allar innborganir og útborganir og aðra afgreiðslu deildarinnar. Reiknað er með að sú breyting verði um næstu mán- aðamót. Innlánsdeildin verður áfram sjálfstæð eining innan kaupfé- lagsins, og allar viðskiptabækur gilda áfram. Viðskiptamenn deildarinnar þurfa aðeins að framvísa bókunum í afgreiðslu útibúsins, eins og viðskiptabók- um bankans. Húsavík, 8. nóvember 1988. Kaupfélag Þingeyinga, Samvinnubanki íslands hf. Einar Viðarsson bakari ásamt starfsmanni sínum Axel Vatnsdal, fylgist hér með fyrsta laufabrauðsdeginu koma út úr vél sem fletur deigið. Jólin koma: Byijað að selja laufabrauðið Nú eru aðeins 32 dagar til jóla, fyrsti sunnudagur í aðventu er um næstu helgi og því að verða tímabært að fara að hugsa alvarlcga til jólanna. Þeir eru líka margir sem þegar eru farn- ir að gera það - upp úr þessu fara gluggar flestra verslana í jólabúning, jólarjúpan er kom- in í verslanir og brauðgerðirn- ar eru farnar að selja laufa- brauðskökur til steikingar. Einar Viðarsson bakari í Ein- arsbakaríi sagði í samtali við Dag, að þeir hefðu byrjað að skera um helgina. „Við reiknum með að selja svipað magn og í fyrra, vonandi aðeins meira en þá seldum við um 12 þúsund kökur.“ Aðspurður um hvort hann óttaðist ekki almennan samdrátt í þjóðfélaginu sagði hann, að laufabrauðið væri nokk- uð sem hann héldi að fólk sleppti ekki að kaupa, þrátt fyrir harð- kostar frá 27-30 krónur stykkið æri. Hjá Einari kostar hver kaka 27 krónur stykkið, en hann er með lægsta verðið af þeim þrem brauðgerðum sem við könnuðum. Hjá Brauðgerð KEA varð Sigurður Jónsson bakari og verk- stjóri fyrir svörum. Starfsfólk KEA er byrjað að skera laufa- brauðskökur af fullum krafti, en Sigurður sagðist reikna með að salan næði hámarki fljótlega í byrjun desember. Aðspurður sagðist Sigurður frekar reikna með samdrætti í sölu frá því í fyrra vegna almenns samdráttar í landinu. Þeir hjá Brauðgerð KEA hafa selt víðar en á Akur- eyri, m.a. til Reykjavíkur. „Mál- ið er, að bakarar þar ætla nú að byrja að selja laufabrauð sjálfir, svo samkeppnin harðnar," sagði hann. Hver kaka kostar 29 krón- ur hjá KEA. Júlíus Snorrason hjá Brauð- gerð Kristjáns Jónssonar sagðist reikna með að selja um 130 þús- Presthólahreppur: Dagvist fyrir aldraða - yfir 16% íbúanna eldri en 67 ára Vonir standa til að dagvist fyrir aldraða verði tekin í notkun á Kópaskeri fljótlega eftir ára- mótin. Á síðasta ári gaf aldrað- ur maður á Kópaskeri Kven- félaginu Stjörnunni hús sitt, sem aftur framseldi það hreppnum með þeim skilmál- um að þar færi fram þjónustu við aldraða. Á þessu ári hefur verið unnið við viðgerðir og lagfæringar á húsinu í sam- ræmi við þá starfsemi sem fara á þar fram. „Það er brýn þörf fyrir þjón- ustu sem þessa hér í héraðinu," sagði Ingunn St. Svavarsdóttir oddviti í Presthólahreppi. Hlut- fall aldraða er mjög hátt í hreppnum, yfir 16% íbúanna eru eldri en 67 ára og er hreppurinn með einna hæsta hlutfall aldraðra íbúa á landinu. Fyrirhugað er að kanna vilja þeirra sem njóta munu þjónust- unnar um hvernig henni verði best háttað. Ingunn sagði að hug- myndir væru uppi um að í húsinu yrði fyrst og fremst um dagvist að ræða, en einnig kemur vel til greina að aldraðir geti notið þar hvíldarinnlagnar um skemmri tíma. Kostnaður vegna viðgerða og lagfæringa er um tvær og hálf milljón króna og hafa kvenfé- lagskonur, Presthólahreppur og Framkvæmdasjóður aldraðra með sér samvinnu um að koma starfseminni í gang. Kvenfélags- konur hafa lagt fram eina milljón króna til verksins á þessu ári og Framkvæmdasjóðurinn 650 þús- und krónur. mþþ Miklar lagfæringar hafa farið fram á húsinu, en þar verður opnuð öldrunar- þjónusta eftir áramótin. í Presthólahreppi er eitt hæsta hlutfall aldraðra íbúa á landinu, en yfir 16% íbúanna eru eldri en 67 ára. Mynd: tlv und laufabrauðskökur fyrir kom- andi jól. „Við óttumst ekki kreppu og ætlum að auka söluna frá því í fyrra,“ sagði hann „það jafnast nefnilega ekkert á við Kristjáns laufabrauð.“ Kristjáns- bakarí hefur að jafnaði selt nokk- urt magn til Reykjavíkur og halda því ótrauðir áfram þrátt fyrir að bakarar þar ætli sér inn á þennan markað. Kökurnar kosta 30 krón- ur stykkið í Kristjánsbakaríi. VG x Tengelman vill ekkert við íslendinga tala fyrir áramót: Framkvæmdastjóra- móðirin ræður ferðinni - vel lukkuð ferð íslensku sendi- nefndarinnar til Þýskalands Forsvarsmenn þýska fyrir- tækisins Tengelman neituðu að tala við íslensku sendi- nefndina sem var á ferð í Þýskalandi í síðustu viku í þeim tilgangi að kynna viðhorf Islendinga í hvalveiðimálinu. Að sögn Jóns Sæmundar Sig- urjónssonar, eins nefndar- manna, hafa forsvarsmenn Tengelman nokkuð sérstaka hugmyndafræði í þessu máli og mótast hún af viðhorfi móður framkvæmdastjórans sem er kunn umhverfisverndarkona. Því neita forsvarsmenn Teng- elman viðræðum við Islend- inga, a.m.k til áramóta. Jón Sæmundur segist ánægður með ferð sendinefndarinnar til Þýskalands. Forsvarsmenn ann- arra fyrirtækja en Tengelman hafi sýnt mikinn skilning á mál- stað íslendinga og lýst að þeir yrðu ekki beittir efnahagsþving- unum vegna hvalveiða. Þá kom fram að forsvarsmenn fyrirtækis- ins Nordsee og fiskmarkaðanna í Cuxhaven og Bremerhaven hafa miklar áhyggjur af hótunum íslendinga um að hætta að selja fisk til Þýskalands. „Mér kæmi það á óvart ef fleiri þýsk fyrirtæki hættu viðskiptum við íslendinga. Við fengum mjög ríkan skilning á okkar málum og ekki hægt að segja annað en við höfum alls staðar hitt mjög vin- gjarnlegt fólk,“ sagði Jón Sæmundur. í kappræðum sem Jón Sæmundur átti við hvalasérfræð- ing Grænfriðunga í Þýskalandi í beinni útsendingu í útvarpi, kom fram að Grænfriðungar hafa mjög veikar upplýsingar máli sínu til stuðnings. „Mér virðist þá skorta rök. Þeir grípa til þess ráðs að fara ekki rétt með stað- reyndir og á ég þar við að þeir viðurkenna ekki vísindaveiðar okkar og segja þær yfirskin til að við getum sinnt okkar gróða- hyggju. Þeir halda fram að við séum u.þ.b. að veiða síðasta hvalinn í sjónum og tölur frá hvalatalningu í fyrra virtust koma þeim á óvart. Þeir töldu t.d. vera ný rök í málinu þegar ég benti þeim á að hvalir éta um 4% á dag af eigin þyngd og ef við berum þessa tölu saman við það sem talning gaf til kynna þá erum við. komin með lífmassa úr sjónum sem samsvarar veiðimagni íslenska flotans á einu ári. Ef banna á íslendingum rannsóknir á mögulegum skaðvaldi á lífrík- inu þá er slíkt einfaldlega út í hött og ekki hægt að bjóða okkur slíkt,“ sagði Jón Sæmundur. í framhaldi af ferð nefndarinn- ar nú mun sjávarútvegsráðherra halda til Þýskalands í vor en á næstunni er ætlunin að útbúa vandaða bæklinga til að senda þýskum aðilum til upplýsingar og einnig sendiráðum íslands svo hægt sé að svara fjölmörgum fyrirspurnum er þangað berast. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.