Dagur - 22.11.1988, Page 4
4 - DAGUR - 22. nóvember 1988
í dagsljósinu
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 70 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR.
RITSTJÓRI:
BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir),
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÖHANN BJÓRNSSON
(Sauöárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON,
FRÍMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON
(Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík),
MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON,
TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON,
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Samstíga
félagshyggjuflokkar
Margt bendir til þess að viss þáttaskil séu að
verða í íslenskum stjórnmálum. Upphaf þeirra
má rekja til þess er Framsóknarflokkur og
Alþýðuflokkur sáu sig knúna til að slíta ríkis-
stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn með
þeim afleiðingum að ríkisstjórn Þorsteins Páls-
sonar lét af völdum. Ástæður þess að upp úr
samstarfinu slitnaði þarf ekki að rekja hér, þjóð-
inni er fullkunnugt um þær. Málefnaágreiningur
forystu Sjálfstæðisflokksins annars vegar og
Framsóknarflokks og Alþýðuflokks hins vegar
var einfaldlega orðinn of djúpstæður til þess að
hann yrði leystur. Þegar svo ríkisstjórn Stein-
gríms Hermannssonar var mynduð skömmu
síðar, var ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn var kom-
inn í pólitíska útlegð. Til þeirrar útlegðar var
hann dæmdur af sinni eigin forystu.
Við þessa atburði hafa línurnar í íslenskum
stjórnmálum skerpst til mikilla muna. Þeir gætu
markað upphafið að öflugri samstöðu félags-
hyggjuflokkanna í þjóðfélaginu. Þar sem
Framsóknarflokkurinn er langstærstur þeirra
flokka, er ábyrgð hans mikil að vel takist til. Fé-
lagshyggjuöflin í landinu hafa allt of lengi verið
sundruð. Oft hefur smávægilegur málefna-
ágreiningur orðið til að koma í veg fyrir samstarf
félagshyggjuflokkanna, bæði í ríkisstjórnum og
á vettvangi sveitarstjórnarmála, oft með hörmu-
legum afleiðingum eins og dæmin sanna.
Um helgina héldu Framsóknarflokkur og
Alþýðuflokkur flokksþing sín í Reykjavík. Það
þótti tíðindum sæta að formenn beggja flokka
ávörpuðu þing hins, enda er það einstætt í
íslenskri stjórnmálasögu. Það staðfestir enn
hversu góð samvinna hefur tekist með þessum
flokkum á síðustu mánuðum. Á flokksþingi
Alþýðuflokksins var síðan m.a. til umræðu hugs-
anleg sameining Alþýðuflokks og Alþýðu-
bandalags, þótt engin niðurstaða fengist í því
merka máli. Þessir atburðir benda ótvírætt til
þess að viss þáttaskil séu að verða í stjórnmál-
unum.
Andstæðurnar hafa skerpst. Félagshyggjuöfl-
in eru samstíga en frjálshyggjuöflin sundruð.
Yfirskrift Flokksþings framsóknarmanna,
„Fyrirhyggja í stað frjálshyggju", er táknræn
fýrir þá stöðu sem nú er komin upp. Hvort fél-
agshyggjumenn bera gæfu til að nýta sér þann
byr sem þeir hafa verður reynslan að leiða í ljós.
Þeir miklu erfiðleikar, sem uppi eru í efnahags-
og atvinnulífi landsmanna um þessar mundir,
ættu að verða til þess að efla enn samstöðu
þeirra flokka, sem hafa svipaðar hugsjónir að
leiðarljósi. BB.
Gagnkvæmar heimsóknir Steingríms og Jóns Baldvins
og umrót á vinstri vængnum:
Gjaldþrota kerfl þrýstir á
Það hefur sannarlega ekki ver-
ið gúrkutíð síðustu daga hjá
þeim fréttamönnum sem fylgj-
ast með framvindu mála á hinu
pólitíska sviði. Nær væri frekar
að segja að þeir hafi getað
haldið eins konar fréttalega
jólahátíð.
Um liðna helgi riðu bæði krat-
ar og framsóknarmenn til flokks-
þinga í Reykjavík. Kratar fund-
uðu í musteri Ólafs Laufdal,
Hótel íslandi, en framsóknar-
menn ræddu málin innan veggja
Bændahallarinnar. Eftir því sem
næst verður komist voru umræð-
ur á flokksþingunum báðum hin-
ar líflegustu og margar ályktanir,
mismerkar eins og gengur, litu
dagsins Ijós. En þrátt fyrir að
margt merkilegt hafi borið á
góma á vígstöðvum beggja
flokka þá leikur þó enginn vafi á
því að langmesta athygli vöktu
opinberar víxlheimsóknir flokks-
foringjanna, Steingríms og Jóns
Baldvins, á flokksþingin sl. laug-
ardag. Þessar heimsóknir marka
tímamót í íslenskri stjórnmála-
sögu. Aldrei áður hafa foringjar
flokka stigið fæti inn fyrir flokks-
þingsþröskulda annarra stjórn-
málaflokka, hvað þá að þeir hafi
ávarpað þingfulltrúa. En allt
gerðist þetta um helgina og þykir
mörgum merk tíðindi.
Það er athyglisvert að í ræðum
formannanna kom fram svipaður
tónn. Jón Baldvin hældi Stein-
grími og Framsókn fyrir að lúta
aga og standa við sín orð. Svar
Steingríms við þessari „ástarjátn-
ingu“ Jóns Baldvins var á þá leið
að hann hafi ekki séð eftir því að
taka þá áhættu að treysta Jóni
Baldvin, honum væri treystandi
og hann stæði við sfn orð.
Þessi vinsamlegu orð flokks-
formannanna í garð hvors annars
eru athyglisverð, ekki síst þegar
haft er í huga að fyrir ekki meira
en tveimur árum fór bróður-
partur af orku Jóns Baldvins í
að gagnrýna Framsókn og allar
hennar gjörðir. Hann talaði um
framsóknarflór og -fjós og fleira í
þeim dúr. En nú er sem sagt öldin
önnur og er þá nema von að spurt
sé: Hvað hefur breyst í pólitík-
inni sem gefur tilefni til slíkra
sinnaskipta krataforingjans og
hvaða merkingu má yfirleitt
leggja í pólitísk blíðuhót for-
manna Framsóknar og krata um
helgina? Er hugsanlegt að þessi
uppákoma sé upphafið á nánu
samstarfi þessara flokka í fram-
tíðinni og má e.t.v. líta á hana
sem táknræna fyrir þann jarðveg
sem margir álíta að sé nú til stað-
ar til víðtæks samstarfs og jafnvel
samruna á vinstri væng stjórn-
málanna?
Trúlega er ekki til eitt kórrétt
svar við þessari sgurningu og sitt
sýnist hverjum. Arni Gunnars-
son, alþingismaður fyrir Alþýðu-
flokkinn á Norðurlandi eystra,
segist vissulega trúa því að þessi
uppákoma hafi ákveðna merk-
ingu. Hann telur að með gagn-
kvæmum heimsóknum sínum
hafi formennirnir m.a. viljað ýta
á Alþýðubandalagsforystuna að
þjappa sér betur um núverandi
ríkisstjórn. Orðrétt sagði Árni í
samtali við Dag: „Ég held að
verði að líta á þetta frá því sjón-
arhorni að þessir þrír flokkar
eiga allt undir því að núverandi
ríkisstjórn hangi. Formenn ríkis-
stjórnarflokkanna, og þá sérstak-
lega Ólafur Ragnar, gera sér
ljósa grein fyrir því. Hann verður
að geta sýnt fram á það að milli
formannanna sé mikil samstaða
því að hann stendur veikur í sín-
um flokki og er að því leyti veik-
asti formaðurinn. Samstöðupóli-
tík formannanna þriggja er að
mínu mati til þess að gefa Sjálf-
stæðisflokknum ekki færi á vor-
kosningum. Ég hygg að gagn-
kvæmar heimsóknir Steingríms
og Jóns Baidvins séu til þess
fallnar að negla Alþýðubandalag-
ið betur inn í ríkisstjórnina.“
Valgerður Sverrisdóttir,
alþingismaður Framsóknar-
flokksins fyrir Norðurland eystra,
segist ekki líta svo á að þetta sé
merki um víðtæka samvinnu eða
sameiningu Framsóknar- og
Alþýðuflokks. „Ég te'l að með
þessu séu flokkarnir að mynda
samstöðu gegn íhaldinu,“ segir
hún.
Varaformaður Alþýðubanda-
lagsins, Svanfríður Jónasdóttir,
lítur uppákomu helgarinnar öðr-
um augum en Árni Gunnarsson.
Hún segir að þessi „ástarjátning“
formanna krata og Framsóknar
sé til þess að „sannfæra sitt fólk
um það að samvinna flokkanna í
ríkisstjórn sé náin. Þetta þarf
ekki endilega að gefa til kynna
upphaf á frekara samstarfi flokk-
anna í framtíðinni.“ Og Svan-
fríður bætir við: „Ég lít ekki svo
á að með þessu sé Aiþýðubanda-
lagið skilið eftir úti í horni.“
Sigurður J. Sigurðsson, full-
trúi Sjálfstæðisflokks í bæjar-
stjórn Akureyrar, er ekki fjarri
skoðun varaformanns Alþýðu-
bandalagsins á því hvaða merk-
ingu beri að leggja í gagnkvæmar
heimsóknir Steingríms og Jóns
Baldvins. „í mínum huga er hér
um að ræða pólitískt sjónarspil
þessara tveggja flokka, fyrst og
fremst til þess fallið að sýna sam-
heldni þeirra í þeirri baráttu sem
framundan er.“
Sú skoðun virðist mjög almenn
hjá þeim flokksmönnum, sem
standa að núverandi ríkisstjórn,
að þessir flokkar verði að þjappa
sér betur saman og ýta Sjálf-
stæðisflokknum til hliðar í pólitík
um sinn. Eftir reynslu af setu í
síðustu ríkisstjórn hafa kratar,
og þá ekki síst Jón Baldvin, snúið
baki við viðreisnardraumnum.
Árni Gunnarsson fullyrðir að
sumir eldri kratarnir hafi ekki
varpað viðreisnarhugsjóninni frá
sér en yngra fólkið í Alþýðu-
flokknum hafi á síðustu vikum og
dögum verið æ fúsara til alvöru-
viðræðna við fulltrúa hinna
flokkanna á vinstri væng stjórn-
málanna um samstarf eða jafnvel
samruna. Um pólitískt orlof
Sjálfstæðisflokksins segir Svan-
fríður Jónasdóttir að vissulega sé
ákveðinn vilji til að setja hann til
hliðar í íslenskum stjórnmálum
um hríð. Hún telur að þessi skoð-
un njóti vaxandi fylgis af and-
stæðingum hans vegna þess ein-
faldlega að hugmyndafræðilega
hafi Sjálfstæðisflokkurinn ekki
burði til þess að takast á við
aðsteðjandi vanda. Sigurður J.
Sigurðsson telur hins vegar að
þetta standist ekki. „Það kann
vel að vera að þetta sé sú ímynd
sem forystumenn hinna flokk-
anna eru að draga upp í augna-
blikinu en ég held að það sé jafn-
ljóst að þetta gengur ekki upp í
raunveruleikanum. Þó svo að
menn hafi tímabundin undirtök í
pólitíkinni þá duga þau ekki
lengi. Flokkur eins og Sjálfstæðis-
flokkurinn er svo stórt og virkt afl
í þjóðmálapólitíkinni að fram hjá
honum verður ekki gengið til
lengri tíma litið.“
Lifrarbandalagið fræga, sem
myndað var yfir matarborðinu
hjá þeim Jóni Baldvin og Bryn-
dísi á Vesturgötunni, virðist eftir
öllum sólarmerkjum að dæma
vera upphafið á raunhæfum við-
ræðum vinstri aflanna í landinu
um samstarf eða samruna. Jón
Baldvin hefur látið hafa eftir sér
að hann sé orðinn leiður á því að
starfa í flokki með jafnlítið fylgi
og Alþýðuflokkurinn nýtur og
varaformaður Alþýðubandalags-
ins segist vera þessu sammála.
Að sögn Árna Gunnarssonar hef-
ur jarðvegur fyrir viðræður
Alþýðubandalags og Alþýðu-
flokks um sameiningu aldrei ver-
ið hagstæðari. Hann segir að ef
menn nýti ekki tækifærið nú, þá
muni það ekki gefast á næstu ein-
um eða tveimur áratugum. Árni
segist reyndar telja æskilegt að
Framsóknarflokkurinn verði inni
í þessum viðræðum, skyldleiki
Alþýðuflokks og Framsóknar sé í
mörgu meiri en skyldleiki krata
við Alþýðubandalag. Valgerður
Sverrisdóttir gefur ekki mikið út
á þessar hugmyndir Árna. Hún
segist telja nauðsynlegt að í fram-
tíðinni verði sem hingað til allar
höfuðáttir í íslenskri pólitík,
hægri, miðja, sósíal demókratar
og vinstri sósíalistar.
Margir hafa haldið fram að
með nýrri forystu í Alþýðu-
bandalagi sé líklegra en áður að
það sameinist Alþýðuflokki og
myndi einn stóran sósíaldemókrat-
ískan flokk á skandinavíska
vísu. Núverandi varaformaður
þess vísar þessu á bug en segir að
þegar pólitískir atburðir liðinna
daga séu skoðaðir þá verði að
hafa í huga að kosningar hafi
ekki farið fram. „Alla jafna er
kosningabarátta uppgjörstími
sem flokkarnir og forystumenn
þeirra fara í gegnum og að kosn-
ingum loknum eru þeir eins og
nýhreinsaðir hundar. Þá er eins
og allir séu með hreint borð og
geti byrjað að nýju. Nú fór upp-
gjörið aldrei fram. Eigi að síður
eru í gangi viðræður milli flokka
og einstakra manna. Þetta hefur
t.d. verið áberandi í þinginu."
Til að varpa frekar ljósi á hvað
sé raunverulega að ske á vinstri
væng stjórnmálanna segir Svan-
fríður: „Samfélag okkar er meira
og minna gjaldþrota. Kerfið
sjálft er meira og minna gjald-
þrota. Við þurfum að fara vand-
lega yfirferð á það. Ég held að
íslenska flokkakerfið, sem hluti
af þessu öllu, þurfi að fara skoða
mjög gagnrýnt. Flokkar eru ein-
faldlega tæki til þess að ná fram
ákveðnum breytingum á þjóðfé-
laginu. Ef tækið, sem varð til við
allt aðrar þjóðfélagsaðstæður
gengur ekki lengur, er einfald-
lega skipt um það.“ Sigurður J.
Sigurðsson segir hins vegar að
skýringin á „gjörningum A-
flokkanna“ nú sé einföld. Þeim
sé þörf á að sýna ákveðna sam-
stöðu til að tryggja sér áfram-
haldandi völd innan ASÍ á þingi
þess sem nú stendur yfir í Kópa-
vogi. óþh