Dagur - 22.11.1988, Síða 5
22. nóvember 1988 - DAGUR - 5
-!
bœndur & búfé
Sel og selfarir
Pað sem einu sinni var
Siður var það fyrr á öldum, eink-
um þar sem þröngt var um haga
heima fyrir, að hafa búsmala í
seli á sumrum frá fráfærum til
tvímánaðar eða þar til að 16 vik-
ur voru af sumri. Selin voru
byggð til dala eða svo langt frá
bæjum að kjarnmeiri haga væri
að fá. Víða um land má sjá rústir
seljanna sem nú eru löngu aflögð
og eru einungis minningin ein.
Þar var á sínum tíma oft mikið
um að vera en vfða er enginn til
frásagnar um hvað þar gerðist.
Þó hefur verið nokkuð um þau
ritað og má þar nefna íslenska
þjóðhætti, séra Jónasar Jónas-
sonar frá Hrafnagili. í selin var
farið með kvíaærnar og stundum
flest allar kýrnar. Þær sem voru
snemmbærar, eða tímabærar,
sem það líka hét, og báru á
haustin voru hafðar heima, en
síðbærurnar sem báru seinnipart
vetrar og sumarbærurnar sem
báru um fardaga eða síðar voru
hafðar í selinu. Þarna var jafnan
ein selráðskona og ef féð var
mjög margt, hafði hún með sér
eina eða tvær unglingsstúlkur. Þá
var og smali sem fylgdi fénu úr
kvíunum og var yfir því nótt og
dag, auk þess þurfti hann að
skaka strokkinn á meðan að
mjaltakonur mjólkuðu ærnar.
Sagt var að ráðskonur hefðu átt
það til að binda strokkinn upp á
bakið á smalanum við smala-
mennsku og látið hann hlaupa
með hann og hafi skilist þannig
smjörið. Þetta eru gömul munn-
mæli sem tæplega eiga við rök að
styðjast.
Afurðirnar voru fluttar
heim úr selinu annan eða
þriðja hvern dag
Selin voru venjulega þrjú hús
þ.e. eldhús, mjólkurhús og sel-
baðstofa og oft var selið í beitar-
húsum ef þau voru langt frá
bænum. Kvíar voru til að mjólka
ærnar í og kofi var handa kúnum
ef þær voru með í selinu. Mörg
voru störf selmatseljunnar eins
og hún var kölluð, svo sem mjalt-
irnar, skyr- og smjörgerð og var
hún alltaf að. Mjólkin var hleypt
í skyr í kössum með loki sem
voru kallaðir selskrínur og annan
eða þriðja hvern dag flutti bónd-
inn heima eða einhver annar,
heim úr selinu. Þar var skyrinu
steypt í keröld og safnað til
vetrar.
Þegar kom fram á 18. öldina
eru sel farin að leggjast nokkuð
niður en 24. febrúar 1754 gaf
konungur út lagaboð og skipaði
bændum að hafa í seli að minnsta
kosti átta vikna tíma. Lítið mun
það lagaboð hafa á unnið enda
allt heldur á niðurleið í landinu í
lok aldarinnar vegna harðinda,
eldgosa o.fl. Víða mun þó hafa
verið haft í seli langt fram á 19.
öld þar sem lítið var um sumar-
haga heima. Líklega hefur þetta
verið siður sem hefur flust hingað
frá Noregi og orðið hér að venju.
Síðustu selfarir í Saurbæjar-
hreppi í Eyjafirði voru frá bæjun-
um Hvassafelli (Hvassafellssel)
og Ytra- og Syðra-Dalsgerði sam-
an (Mælifellssel). Þessi sel voru
síðast nytjuð 1903 og síðustu
selsmalar voru Hólmgeir Þor-
steinsson fræðimaður á Akur-
ejri, á Mælifellsseli, en Gunnar
Arnason, síðar bóndi á Krónu-
stöðum og víðar, á Hvassafells-
seli. Stóridalur átti Mælifellssel
og nytjaði það, en leyfði Ytra- og
Syðra-Dalsgerði afnot þar, eftir
að sameiginlegt sel þeirra hafði
' -K. •' 7*7
, ' * X* \ *
* 's
Hvassafellssel, (mynd gerð eftir teikningu).
Tinnársel í Skagafjarðarsýslu (haft
fyrir sel að sumri til, fjárhús á vet-
urna). A og b fjárhús, c, d, e
hlöður, f búr, g gangur, h eldhús og
svefnklefi, i kvíar.
eyðilagst í skriðufalli nálægt
1880.
Smalinn hærra settur
en kúarektorinn
Fjallaferðir og ferðalög til
afskekktari staða hafa mjög auk-
ist hin síðari ár og heillar það
margan manninn. Þannig var það
ekki síður hjá Jakobi Kristinssyni
sem skrifaði í Unga ísland 1923
þar sem hann lýsir sumardvöl
sinni í seli við Mælifell í Eyjafirði
þegar hann var átta ára og var þá
kúarektor. Þetta var á Mælifells-
seli.
Lýsir hann vel ferð sinni í selið
með kýrnar og því sem fyrir augu
bar enda margt nýtt að sjá. Kom
hann að griparétt sem var full af
nautum sem reka átti á afrétt.
Þegar komið var að þeim tóku
þau að bölva, hnoða veggina og
ranghvolfa augunum. Þetta þótti
honum skelfileg sjón og var feg-
inn er farið var frá þessum
ófögnuði.
Heldur þótti kúarektorsstaðan
lítilsverð miðað við það að vera
smali en fyrsta sumarið fékk
Jakob ekki að smala fénu nema
einu sinni og þótti heldur súrt í
broti.
Skyrmoldarhræringur og
sauðaskyr með rjóma
Fleiri sumur var Jakob í þessu
seli og segir svo frá dvölinni:
„Sumar eitt komu tveir leik-
bræður okkar kúasmaianna fram
í selið til okkar og dvöldu þar
nokkra daga. Þá var í selinu
stúlka ein kát og fremur stríðin
og áttum við oft í brösum við
hana. Hafði hún gaman af að
egna okkur dálítið upp. Dag einn
hafði hún haft ýmsar glettur í
frammi við okkur og vorum við
loks orðnir allreiðir og kominn
hinn mesti berserksgangur á
okkur. Man ég að hún flúði sein-
ast inn í eitt af selhúsunum. Var
þar geymt mikið af skyri og
mjólk. Hún slapp inn í hús þetta
og lokaði á eftir sér. Torfþak var
á húsinu og nokkrir opnir gluggar
á þekjunni. Loksins náðum við í
miklar og vænlegar strokkbullur,
fórum upp á húsið og rákum þær
inn um gluggana og ætluðum að
ógna henni á þann veg. En hún
náði í strokkbullurnar og dró þær
inn um gluggann til sín. Seinast
FLUGMÁLASTJÓRN
Námskeið í
flugumferðarstjórn
Ákveðið hefur verið að velja nemendur til náms í
flugumferðarstjórn, sem væntanlega hefst í byrj-
un næsta árs.
Stöðupróf í íslensku, ensku, stærðfræði og eðlis-
fræði verða haldin 10. og 11. desember nk.
Umsækjendur skulu vera á aldrinum 20-30 ára,
tala skýrt mál, rita greinilega hönd, standast til-
skildar heilbrigðiskröfur og hafa lokið stúdents-
prófi.
Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá Flugmála-
stjórn á fyrstu hæð flugturnsbyggingar á Reykja-
víkurflugvelli og ber að skila umsóknum þangað
fyrir 7. desember, ásamt staðfestu afriti af stúd-
entsprófskírteini og sakavottorði.
Flugmálastjóri
Umsjón:
Atli
Vigfússon
varð afarharður aðgangur um
seinustu bulluna og héldum við
allir á móti henni og spyrntum
fast í þakið. En þá kom það
skelfilega fyrir að við spyrntum
þakinu inn og fóru tveir okkar
inn um það. Svo óskaplega vildi
til að skyrskrínur voru þarna
beint undir og lentum við að
hálfu leyti niðri í þeim. Stúlkan
hló dátt en við hlupum hið snar-
asta út í Iæk til þess að reyna að
þvo okkur. Við vorum allir löðr-
andi í mold og skyri og þessi
skyrmoldarhræringur sem við
höfðum búið til, smakkaðist
örugglega ekki vel. Við höfðum
ónýtt skyr í tveimur skrínum og
það var ekki svo lítill skaði. Þetta
þótti okkur mikil hrakför.“
Vinnan var mikil en á sunnu-
dögum var gerður dagamunur og
kom þá oft fólk úr sveitinni og
var því vel fagnað og veitt sauða-
skyr með rjóma sem var hið
mesta lostæti. Nú er þetta allt
löngu liðið og það heyrist ekki
lengur neitt kvíajarm í Hvassa-
fells- og Mælifellsseli, en minning-
in lifir.
Laufabrauð * Laufabrauð
Erum farin að taka niður pantanir ■ okkar vinsæla laufabrauð.
Athugið að panta tímanlega, það er allra hagur.
Brauðgerð KEA
Sími 21400.
WR Nýtt! • Nýtt!
AKkVAIWI
frá 49r og Gimmondo.
mobil
elastö
i
StMI
(96)21400
frá Melka og JEquipe.
lítixur
firá Mobil Elasto, Macdee og 49r.
Frábærl úrval
Drengjapeysur í inildu úrvali.
Stákkar, frakkar
og dúnúlptir Mikia mvai.
Mtmið 10% iii'slúiliiui
tií félagsmanna
C_7