Dagur


Dagur - 22.11.1988, Qupperneq 8

Dagur - 22.11.1988, Qupperneq 8
8 - DAQUR -22. nóvember 1988 - Stjórnmálaályktun 20. ílokksþings framsóknarmanna Líklega hafa konur aldrei verið jafnmargar á flokksþingi Framsóknarflokksins og nú. Eftir kjör aðal- og varamanna í miðstjórn flokksins var Ijóst að tæpur helmingur miðstjórnarmanna er konur, nánar tiltekið 24 af 50. Mynd: n.á.l. Myndun ríkisstjórnar Frjálshyggjan varð síðustu ríkisstjórn að falli. Framsóknar- menn höfðu ítrekað lagt fram til- lögur til bjargar atvinnu- og efna- hagslífi. Myndun þeirrar ríkis- stjórnar, sem nú situr, var því þjóðarnauðsyn. Framsóknarmenn tóku heils- hugar þátt í viðleitni til þess að ná samstöðu um svonefnda niður- færsluleið í ágúst og september s.l. Frjálshyggjuöflin komu í veg fyrir að samkomulag næðist. Pað réð stjórnarslitum. Myndun ríkisstjórnar Stein- gríms Hermannssonar er sögu- legur viðburður. Pað samstarf, sem tókst milli Framsóknarflokks og Alþýðuflokks um uppgjör við Sjálfstæðisflokkinn á að geta orð- ið upphaf að öflugri samstöðu félagshyggjuaflanna í þjóðfélag- inu. Myndun núverandi ríkis- stjórnar Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Alþýðubanda- lags, með stuðningi Samtaka jafnréttis og félagshyggju, er skref í þá átt að koma á víðtækri samvinnu félagshyggjuflokkanna um stjórn landsins. Framsóknar- flokkurinn er stærstur þeirra flokka, sem hér eiga hlut að máli. Pátttaka hans er nauðsynleg ef stefna á til trausts og langvarandi stjórnarsamstarfs félagshyggju- aflanna. Atvinnu- og efnahagsmál Það kemur því enn í hlut Fram- sóknarflokksins að leiða þjóðina út úr miklum erfiðleikum í atvinnu- og efnahagsmálum. Þrátt fyrir mikinn afla og gott verð á erlendum mörkuðum árin 1986 og 1987, blasir við stöðvun útflutningsframleiðslunnar og gjaldþrot fjölmargra fyrirtækja. Vegna stjórnleysis í efnahags- málum hefur mistekist að koma í veg fyrir offjárfestingu, eyðslu og þenslu í góðærinu, með þeim afleiðingum að kreppa er yfirvof- andi og verulegur samdráttur í þjóðarbúskapnum. Til viðbótar þessum heimatilbúna vanda bæt- ist við fyrirsjáanlegur samdráttur í afla, auk þess sem erlendar efnahagsspár benda til að veru- lega muni harðna á dalnum á næstu árum í hinum vestræna heimi. Sannast hefur, svo ekki verður um villst, að stjórn efna- hags- og peningamála hefur brugðist. í því skyni að draga úr þenslu hafa útlán bankanna verið mjög takmörkuð. Því hafa útflutningsgreinarnar orðið að þola fjársvelti á meðan atvinnu- rekstur, sem velt getur kostnað- inum yfir í verðlagið, hefur sótt milljarða á okurvöxtum til hins svonefnda frjálsa markaðar og fjárfest í skrifstofu- og verslunar- húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Sú óarðbæra fjárfesting og gjaldþrotin, sem fylgja munu í kjölfarið, geta reynst þjóðarbú- inu dýrkeypt. Ef framleiðslan stöðvast, blasir við efnahagslegt hrun. Traustur rekstrargrundvöllur atvinnuveganna er forsenda fyrir efnahagslegri framtíð lands og þjóðar. Framsóknarmenn líta á það sem forgangsverkefni að skapa slíkan rekstrargrundvöll og treysta á ný undirstöðu efnahags- lífsins. Til að slíkt megi takast verður að koma á markvissari stjórn efnahagsmála en nokkru sinni fyrr. Gera þarf heildarút- tekt á öllum aðalatvinnuvegum landsmanna og kanna hvort þörf er á skipulagsbreytingum til að tryggja fyllstu hagkvæmni. Nauðsynlegt er að landsmenn allir geri sér grein fyrir hversu alvarleg staðan er. Hugarfars- breytingar er þörf. Fyrirtæki og einstaklingar verða að sýna spar- semi, ábyrgð og ráðdeild. Stjórn- völd og opinber fyrirtæki verða að ganga á undan með góðu for- dæmi í þessu efni. Til að ná árangri í því endur- reisnarstarfi sem framundan er, leggur flokksþing Framsóknar- flokksins áherslu á eftirtalin höfuðmarkmið í efnahagsstefnu flokksins: 1. Að bæta afkomu atvinnu- veganna, treysta atvinnuöryggið og fyrirbyggja keðjuverkandi samdrátt í hagkerfinu. 2. Að auka jafnvægi í þjóðar- búskapnum, jafnt innávið sem útávið. 3. Að halda niðri verðbólgu. 4. Að koma á heilbrigðum peningamarkaði og endurskipu- leggja banka- og sjóðakerfið. 5. Að treysta jafnvægi í byggð landsins. Framsóknarmenn trúa því að með samstilltu átaki sé unnt að leysa vandann og skapa bjarta framtíð með traustum atvinn- uvegum og almennri velmegun. Bætt afkoma atvinnuveganna Þegar hefur verið ráðist í fyrstu aðgerðir, sem miða að því að forða framleiðslugreinum landsmanna frá stöðvun. Ljóst er að gera verður langtímaáætlun, sem felur í sér frekari aðgerðir til að tryggja varanlegan rekstrar- grundvöll atvinnuveganna. Fyrirtækjum verði sköpuð aðstaða til hagræðingar og tækni- væðingar. Gert verði öflugt og samstillt markaðsátak fyrir íslenskar vörur erlendis og íslendingar hvattir til að kaupa fremur innlendar vörur en er- lendar. Reynt verði að jafna þær sveiflur, sem óhjákvæmilega verða í sjávarútvegi. í því skyni skal Verðjöfnunarsjóður sjávar- útvegsins efldur og reglum hans breytt í samráði við hagsmunaað- ila. Jafnvægi í þjóðarbúskapnum Til að sporna gegn óhóflegri erlendri skuldasöfnun, er nauð- synlegt að afnema allar ríkis- ábyrgðir á erlendum lántökum banka- og fjárfestingarsjóða. Undanskilin skulu þó eðlileg lán til útflutningsgreina. Strangt eftirlit og aðhald verði með er- lendum lántökum. Ýtrasta sparnaðar verði gætt í ríkisrekstri. Stöðug endurskoðun eigi sér stað á öllum kostnaðar- þáttum ríkisins. Til að ná jafnvægi í ríkisbú- skapnum er nauðsynlegt að skatt- ar hækki um sinn. Skattahækkan- ir verði í formi tekju- og eigna- skatta. Skattakerfið og skipulag þess verði tekið til heildarendur- skoðunar hið allra fyrsta. Skatta- eftirlit og innheimta verði stórbætt. Flokksþingið leggur áherslu á að skattahækkun komi til hjá þeim efna- og tekjumeiri í þjóðfélaginu. Þess verði tryggi- lega gætt að kaupmáttur lægstu launa verði verndaður. Verðbólga Verðbólga hefur lengi verið eitt mesta vandamál íslensku þjóðar- innar. Hún hefur dregið úr hag- vexti og spillt lífskjörum. Fram- sóknarflokkurinn hefur ávallt beitt sér fyrir raunhæfum aðgerð- um gegn verðbólgu. Nú hefur náðst sá árangur að verðbólgan hefur hjaðnað, m.a. í skjóli verð- stöðvunar, hann ber að tryggja. Til þess að verðbólgan fari ekki af stað er verðstöðvun lýkur, verða raunvextir að lækka veru- lega á verðstöðvunartímabilinu. Þetta er forsenda heilbrigðs atvinnurekstrar og þess að íslensk framleiðsla standist sam- keppni við erlenda. Einnig felur vaxtalækkun í sér raunhæfar kjarabætur fyrir þá einstaklinga sem mest þarfnast þeirra. Heilbrigður peningamarkaður í því skyni að koma á heilbrigðri skipan peningamarkaðarins legg- ur Framsóknarflokkurinn áherslu á að sett verði lög sem tryggi að þessi markaður lúti samræmdri stjórn og reglum. Stefnt verði að því að vísitölubinding fjárskuld- bindinga falli niður. Nauðsynlegt er að uppstokkun banka- og sjóðakerfisins verði þegar hafin til að ná aukinni hag- kvæmni. Flokksþingið hvetur ríkis- stjórnina til þess að beita sér fyrir að bankar og aðrar peningastofn- anir breyti skuldum fyrirtækja og einstaklinga, sem orðið hafa fyrir skakkaföllum, í langtímalán. Jafnvægi í byggð landsins Framhald þeirrar byggðaröskun- ar, sem staðið hefur undanfarin ár, mun valda stöðvun eða aftur- för víða á landsbyggðinni og auka vandamál á höfuðborgar- svæðinu. Áframhaldandi byggða- röskun mun draga úr hagvexti og rýra lífskjör þjóðarinnar. Það er allra hagur að úr byggða- röskun dragi og jafnvægi náist. Skilyrði er traust staða útflutn- ingsgreinanna. Flokksþingið leggur áherslu á að skipulega verði unnið að efl- ingu og meiri fjölbreytni í atvinnulífi landsbyggðarinnar, m.a. með því að flytja þjónustu- starfsemi eins og frekast er unnt út á land og auka sjálfstæði landshluta. Flokksþingið telur rétt að unnið verði að því að koma þriðja stjórnsýslustiginu á fót. Auðlindir lands og sjávar verða ekki skynsamlega nýttar nema byggðin sé dreifð um landið. Byggðastofnun verði efld til að vinna skipulega að verkefni sínu, sem er að stuðla að þjóðhagslega hagkvæmri þróun byggðar í land- inu. Stofnunin hætti að starfa sem almennur stofnlánasjóður á sviðum þar sem fyrir eru aðrir stofnlánasjóðir, en einbeiti sér að aðgerðum til eflingar og aukning- ar fjölbreytni atvinnulífs lands- byggðarinnar. Einnig verði tryggt að Byggðastofnun geti haft frum- kvæði að gerð landshlutaáætlana, sem nái til opinberra fram- kvæmda og skipulagningar opin- berrar þjónustu. Stjórnsýslustöðvar verði byggðar upp í öllum kjördæmum landsbyggðarinnar. Fjölskyldan Flokksþingið leggur áherslu á að fjölskyldan sé sú grunneining þjóðfélagsins, sem styðja þarf og styrkja. Heilbrigt og menningar- legt líf og aukin samvera fjöl- skyldunnar er verðmætari en hin ýmsu lífsþægindi, sem keypt eru fyrir peninga. Umhverfísmál Flokksþing framsóknarmanna hvetur til þess að sérstakt ráðu- neyti fari með yfirstjórn umhverfismála. Ákvarðanir um aðgerðir til að koma í veg fyrir mengun, landeyðingu eða hvers konar spillingu umhverfis, verði teknar í því ráðuneyti, að höfðu samráði við viðkomandi fagráðu- neyti. Brýnustu verkefnin eru að vinna að gróðurvernd og stöðva landeyðingu, hamla gegn meng- un í sjó, ám og vötnum, draga úr mengun frá verksmiðjum og bif- reiðum, og vernda dýralíf og náttúru landsins. Flokksþingið telur íslending- um skylt að taka virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi um umhverfis- mál. Utanríkismál Flokksþingið leggur áherslu á að áfram verði fylgt þeirri sjálfstæðu utanríkisstefnu, sem mótuð var í utanríkisráðherratíð Steingríms Hermannssonar. Ákvarðanir allar verði teknar á grundvelli íslenskra hagsmuna. Á alþjóðavettvangi styðji íslend- ingar sjálfsákvörðunarrétt þjóða og full mannréttindi minnihluta- hópa, undirokaðra kynþátta og þjóðarbrota. Áhersla verði lögð á að stuðla að fækkun kjarnorku- vopna og samdrætti í vígbúnaði. Ekki verði gerðir nýir samningar um meiriháttar hernaðarfram- kvæmdir. Samskipti íslendinga við Varnarliðið verði endur- skipulögð. Flokksþingið varar við fullri aðild að Evrópubandalaginu, en leggur áherslu á að aðlögun að þeim samruna, sem framundan er í Vestur-Evrópu, sérstaklega með það fyrir augum að tryggja íslendingum öruggan markað fyrir framleiðslu landsins. Framsóknarflokkurinn mun enn sem fyrr setja manngildi ofar auðgildi og standa traustan vörð um hugsjónir samvinnu og sam- hjálpar og stuðla að jöfnuði og þjóðfrelsi íslendinga.“ Fjölmenni var á flokksþinginu, enda sátu það fulltrúar úr öllum kjördæmum landsins. Hér má sjá nokkra af fulltrúum framsóknarfélaganna í Norður- landskjördæmi eystra. Mynd: b.b.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.