Dagur - 22.11.1988, Side 10
10 - DAGUR - 22. nóvember 1988
Karfa/Flugleiðadeildin:
Þór hafði lítíð í
sterka Valsmenn að gera
Valur sigraði Þór örugglega með
89 stigum gegn 64 í Flugleiða-
deildinni í körfubolta á sunnu-
dagskvöldið. Það var einungis
fyrstu mínúturnar sem Þórsarar
héldu í við Valsmennina og í síð-
ari hálfleik var þetta bara spurn-
ing um með hve miklum mun
heimamenn myndu vinna.
Það var einungis fyrstu mínúturn-
ar sem Þórsarar stóðu í Vals-
mönnunum. Þá skiptust liðin á að
skora og Þórsarar komust yfir 22:20.
En þar með var draumurinn búinn
og Valsmenn komust aftur yfir.
Þeir juku forskot sitt jafnt og þétt
og í leikhléi var staðan 49:36 KFUM-
drengjunum í hag.
Eftir leikhléið komu þeir grimmir
til leik og juku forskot sitt upp í 20
stig. Þá slökuðu þeir örlítið á klónni
og jafnvægi var í leik liðanna það
sem eftir lifði leiktímans. Reyndar
söxuðu Þórsarar örlítið á muninn en
Valsmenn gáfu vel í undir lokin og
sigruðu með 25 stiga mun 89:64, eins
og áður sagði.
Leikur þessi var frekar slakur og
verður ekki minnst í framtíðinni sem
örlagaleiks. Hittnin var slök hjá báð-
um liðum og voru einungis tvær
þriggja stiga körfur skoraðar í leikn-
um. Reyndar var það Konráð Ósk-
arsson sem setti þær báðar og geta
Þórsarar huggað sig við það.
Dómarar voru þeir Kristján
Möller og Gunnar Valgeirsson og
áttu þeir þokkalegan leik.
Lið Valsmanna var mjög jafnt í
leiknum, eins og sést á skoruninni
hjá leikmönnunum. Fremstur meðal
jafningja var Einar Ólafsson og und-
ir lokin var Tómas Holton drjúgur.
Hjá Þórsurum var Björn Sveins-
son mjög góður í fyrri hálfleik, en
sást varla í þeim síðari. Þá var Kon-
ráð Óskarsson yfirburðarmaður í lið-
inu og reyndar átti hann góðan leik
allan tímann. Aðrir leikmenn voru
nokkuð langt frá sínu besta.
Stig Vals: Matthías Matthíasson 14, Tómas
Holton 14, Einar Ólafsson 12, Björn Zöega
11, Bárður Eyþórsson 10, Hreinn Þorkelsson
8, Ragnar Þór Jónsson 8, Hannes Haraldsson
4, Arnar Guðmundsson 4 og Ari Gunnarsson
4.
Stig Þórs: Konráð Óskarsson 26, Björn
Sveinsson 17, Stefán Friðleifsson 4, Jóhann
Sigurðsson 4, Guðmundur Björnsson 4,
Kristján Rafnsson 4, Eiríkur Sigurðsson 3 og
Einar Viðarsson 2. JHB/AP
Handknattleikur/1. deild kvenna:
Tvö töp Þórsara fyrir suirnan
Þórsstelpurnar í 1. deild kvenna
héldu suður um helgina og léku
tvo leiki í deildinni. A föstudags-
kvöldið spiluðu þær við Hauka og
töpuðu naumlega 18:21 eftir að
hafa verið yfir 10:9 í leikhléi. Á
laugardaginn var síðan leikið við
hið sterka lið íslandsmeistara
Fram og unnu heimastúlkurnar
yflrburðasigur 26:5.
Þórsarar byrjuðu leikinn við
Hauka mjög vel og leiddu leikinn
framan af. A tímabili í fyrri hálfleik
náðu þær meira að segja 3 marka for-
- gegn Haukum og Fram
skoti. Haukarnir náðu að vísu að
saxa á það forskot en Þórsstelpurnar
voru yfir 10:9 í leikhléi.
Haukarnir komu mjög frískir til
leiks í síðari hálfleik og náðu fljót-
lega yfirhöndinni. Þórsstelpurnar
voru með fáa skiptimenn og sprungu
hreinlega á limminu. Einkum gekk
gestunum erfiðlega að stöðva Mar-
gréti Theodórsdóttur og skoraði hún
11 mörk í leiknum fyrir Hauka.
Á tímabili komust heimamenn í 5
marka forskot, en Þórsarar hresstust
undir lokin og náðu að minnka mun-
inn í tvö mörk. En Haukarnir áttu
María Ingimundardóttir og félagar hennar í Þór lentu í kröppuni dansi fyrir sunnan.
Mynd: TLV
síðasta orðið í leiknum og sigruðu
sem sagt 21:18.
Markahæst og langbest hjá Hauk-
unum var Margrét Theodórsdóttir.
Þórunn Sigurðardóttir, fyrrverandi
Þórsari, var einnig góð og skoraði 2
mörk.
Hjá Þór skoraði Inga Huld átta
mörk og átti mjög góðan leik. Valdís
Hallgrímsdóttir var dugleg að vanda
og skoraði fimm mörk. María Ingi-
mundardóttir skoraði 3 mörk, Inga
Vala Birgisdóttir og Margrét Björns-
dóttir settu eitt mark hvor.
Miklir yfírburðir Framara
Það er öllum fyrir bestu að segja sem
minnst frá leik Fram og Þórs. Yfir-
burðir Framara voru miklir og virtust
Þórsstelpurnar bera allt of mikla
virðingu fyrir þeim bláklæddu.
Það var einungis fyrstu sjö mínút-
ur leiksins sem þær rauðklæddu
héldu í við Framarana en þá skoraði
hvorugt liðið mark. Síðan skoruðu
Framstelpurnar átta mörk í röð og
sást þá í hvað stefndi.
Fyrsta mark Þórs kom eftir 17
mínútur og í leikhléi var staðan 13:3.
Ekkert gekk hjá gestunum gegn
sterkri vörn Framliðsins og landsliðs-
markverðinum Kolbrúnu Jóhannes-
dóttur og lokastaðan varð því 26:5,
eins og áður sagði.
Mörk Fram: Guðríður Guðjónsdóltir 5/3,
Guðrún Gunnarsdóttir 4, Björg Bergsteins-
dóttir 4, Margrét Blöndal 4, Jóhanna Hall-
dórsdóttir 4, Ósk Víðisdóttir 3, Ingunn Bern-
ódusdóttir 3.
Mörk Þórs: Steinunn Geirsdóttir 2, Inga
Huld Pálsdóttir, Valdís Hallgrímsdóttir og
Marta Ingimundardóttir eitt hver.
Björn Sveinsson var mjög áberandi í fyrri hálfleik gegn Val. Mvnd: tl\
Knattspyrna:
Eyjólfur tíl liðs
við Skagamenn?
Forráðamenn 1. deildarliðs ÍA
knattspyrnu hafa að undanförnu
átt í viðræðum við Eyjólf Sverris-
son Tindastól, um að hann gangi
til liðs við félagið fyrir næsta
keppnistímabil. Koma þau tíðindi
ekki mjög á óvart, því undanfarin
2 sumur hefur Eyjólfur staðið sig
mjög vel með Tindastól, fyrst í 3.
deildinni og síðan í 2. deildinni í
sumar. Sem kunnugt er lék
Eyjólfur með U 21-árs landsliðinu
í sumar og stóð sig vel, skoraði
mikið af mörkum í æfingalcikjum
og skoraði mark íslendinga í
leiknum gegn Hollendingum á
Laugardalsvelli.
Síðast áttu Skagamenn viðræði
við Eyjólf sl. föstudag, en þá kom
þjálfari liðsins, Sigurður Lárussoi
og gjaldkeri félagsins til Sauðá
króks, gagngert til að hitta Eyjólf a
máli. Atti Eyjólfur með þeim 2j
klukkustunda fund, þar sem máli
voru reifuð.
Blaðamaður Dags hafði samban
við Eyjólf og spurði hvar han
hyggðist spila í knattspyrnunni næst
sumar. Eyjólfur vildi lítið tjá sig ui
málið, en sagði að hann ætlaði a
gefa Skagamönnum svar í vikunni.
Markahrókurinn Eyjólfur Sverrisson stekkur manna hæst í leik með Tindastól á liðnu sumri
22. nóvember 1988 - DAGUR - 11
Handknattleikur karla 1. deild:
KA lá fyrir Fram
- KA brenndi af víti rétt fyrir leikslok
Vörn Fram var mjög sterk og hér fær Haraldur Haraldsson að kenna á varn-
armönnunum. Myml: EHB
Handknattleikur 3. deild:
Þróttarar fóru
létt með Völsvmg
KA liðið í handbolta hlaut
heldur betur slæman skell þeg-
ar það tapaði fyrir Fram,
neðsta liði 1. deildar, 23:22 á
sunnudagskvöldið. Leikurinn
var mjög slakur hjá KA strák-
unum og það var einungis í
byrjun seinni hálfleiks sem
þeir sýndu þokkalegan hand-
bolta.
Annars byrjaði leikurinn ágæt-
lega fyrir KA - Pétur Bjarnason
skoraði fyrsta markið og Friðjón
Jónsson setti annað markið, sitt
fyrsta í langan tíma. En þessar
fimm fyrstu mínútur voru þær
einu í fyrri hálfleik sem gaman
var að fylgjast með. Það sem eftir
lifði hálfleiksins einkenndist af
hnoði og áferðarlitlum handbolta.
Framararnir börðust vel í
vörninni og virtist það koma KA-
mönnum í opna skjöldu. Einkum
voru það bestu menn Framliðs-
ins, þeir Birgir Sigurðsson og
Hermann Björnsson, sem léku
vel og klipptu algjörlega á þá
Erling og Friðjón í sókninni,
þannig að þeir skoruðu aðeins 3
mörk í leiknum.
Um miðjan hálfleikinn tóku
heimamenn smá kipp og kættust
áhorfendur örlítið við það, en sú
gleði var skammvinn því Framar-
ar náðu að komast þremur mörk-
um yfir og leiddu í hálfleik með
tveimur, 13:11.
Síðari hálfleikur byrjaði mjög
vel hjá KA-mönnum. Þeir komu
Tindastóll mátti bíta í þaö súra
epli að tapa fyrir Haukum í
Hafnarfirðinum sl. sunnudags-
kvöld í Flugleiðadeildinni í
körfu með 22ja stiga mun, eftir
að hafa staðið í Haukunum
mest allan leiktímann. Loka-
tölur urðu 84:62, en staðan var
jöfn, 57:57, þegar 6 mínútur
voru til leiksloka. í hálfleik
höfðu Haukar eins stigs
forskot, 37:36. Þess má geta að
Tindastóll lék án Vals Ingi-
mundarsonar, sem var í leik-
banni, og stjórnaði hann liði
sínu af bekknum að þessu
sinni.
Tindastóll byrjaði leikinn vel
og komst í 7 stiga forskot eftir 3
mínútur, 9:2. Liðið leiddi leikinn
þar til 3 mínútur voru til leikhlés,
en þá ná Haukar að jafna, 31:31,
og náðu fljótlega 4ra stiga mun.
Það var svo gamla kempan, Kári
Marísson, sem minnkaði muninn
í 1 stig fyrir hálfleik, með glæsi-
legri 3ja stiga körfu.
Haukar bættu aðeins við for-
skotið í upphafi seinni hálfleiks,
en það stóð ekki lengi. Með bar-
áttu og góðum leikkafla náðu leik-
menn Tindastóls að jafna og
komast yfir. Þegar sjö mínútur
voru Iiðnar af seinni hálfleik var
staðan 45:43, Tindastól í hag, og
þegar hálfleikurinn var hálfnaður
var einnig 2ja stiga munur, 53:51.
Þannig hélst munurinn, þar til 6
mínútur voru til leiksloka. Þá var
eins og slökkt hafi verið á takka í
miklu frískari til leiks í bæði vörn
og sókn og skoruðu fjögur fyrstu
mörk hálfleiksins. Sigfús Karls-
son kom í markið og varði tví-
vegis frá Frömurum og kættust
nú áhorfendur því menn bjuggust
við að KA-menn myndu sýna sitt
rétta andlit.
Mótlætið fór mjög í taugarnar
á Frömurum og var Jens Einars-
syni markverði liðsins sýnt rauða
spjaldið. En því miður fyrir
heimamenn tvíefldust þeir blá-
klæddu og á sama tíma koðnaði
leikurinn niður hjá KA-
mönnum.
Þeir voru yfir 20:17 þegar tæp-
ar fimmtán mínútur voru eftir en
Frömurum tókst að komast yfir
22:21 og sigra 23:22, eins og áður
sagði.
KA þarf heldur betur að taka
sig saman í andlitinu ef þeir ætla
sér að standa í Stjörnunni annað
kvöld. Eini maðurinn sem eitthvað
bar á var Sigurpáll Árni Aðal-
steinsson og skoraði hann gull-
falleg mörk úr horninu. Það var
því blóðugt fyrir hann að brenna
af vítinu rétt fyrir leikslok sem
tryggt hefði KÁ jafntefli. Pétur
Bjarnason var frískur framan af
leiknum, en datt niður undir lok-
in eins og flestir aðrir leikmenn
liðsins. Skytturnar Friðjón og
Erlingur voru mjög daufar og
verða að vera ákveðnari að
lyfta sér upp og skjóta á markið.
Hjá Fram átti Birgir Sigurðs-
son stórleik á línunni. Varnar-
liði Tindastóls, ekkert gekk upp,
hvorki í sókn né vörn og Hauk-
arnir gengu á lagið og röðuðu
niður körfum. Á meðan heima-
menn skoruðu 27 stig á síðustu 6
mínútunum gerðu leikmenn
Sverrir Sverrisson setti 11 stig gegn
Haukuin.
menn KA réðu ekkert við hann
og telja má fullvíst að hann kom-
ist í íslenska landsliðið með sama
áframhaldi. Hermann Björnsson
var sterkur í horninu og skoraði
dýrmæt mörk. Annars er hægt að
hrósa öllu Framliðinu fyrir mikla
baráttu og fyrir það að gefast
aldrei upp.
Áhorfendur á Akureyri voru
KA til lítils sóma á sunnudags-
kvöídið. Sessum, sælgæti og tóm-
um gosdósum rigndi inn á völlinn
undir lok leiksins og ef slíkt
endurtekur sig gæti félagið jafn-
vel misst heimaleik. Það þýðir lít-
ið að skeyta skapi sínu á dómur-
um eða leikmönnum hins liðsins
þegar heimaliðið leikur illa, eins
og KA-liðið gerði á sunnudags-
kvöldið.
Dómarar leiksins voru þeir
Björn Jóhannesson og Guðjón L.
Sigurðsson og fannst báðum lið-
um hallað á sig með dómgæslunni
og segir það sitt um frammistöðu
þeirra. Það er rétt að þeir voru of
linir og leyfðu of mikla hörku, en
það er ekki hægt að segja að
þeirra framlag hafi haft úrslita-
áhrif á lokatölur leiksins.
Mörk KA: Sigurpáll Á. Aðalsteinsson
8/4, Pétur Bjarnason 5, Jakob Jónsson 3,
Haraldur Haraldsson 2, Erlingur Krist-
jánsson 2, Guðmundur Guðmundsson
1, Friöjón Jónsson I.
Mörk Fram: Birgir Sigurðsson 8, Her-
mann Björnsson 6/2, Agnar Sigurðsson 3,
Júlíus Gunnarsson 3/1, Tryggvi Tryggva-
son 2, Egill Jóhannesson Í.
Tindastóls aðeins 5 stig, segir það
sína sögu.
Það verður að segjast að leik-
menn Tindastóls spiluðu leik-
inn vel, ef frá eru teknar síðustu
mínútur hans. í fyrri hálfleik og
fram í þann síðari spiluðu strák-
arnir sem ein liðsheild og léku
rnjög vel. Ekki er gott að vita
hvernig leikurinn hefði farið,
hefði Valur Ingimundarson leikið
með, en líklegt má telja að úrslit-
in hefðu orðið önnur. En það er
nú þetta stóra „ef“. Lið Tinda-
stóls var nokkuð jafnt að þessu
sinni, það sést á stigaskorununni.
Þó skal nefna Ágúst Kárason,
sem lék með að nýju eftir smá
hlé. Hann lék mjög vel í leikn-
um, hirti 13 fráköst og skoraði
sín fyrstu stig í vetur í Fluglciða-
deildinni.
Hjá Haukum var það Pálmar
Sigurðsson sem var atkvæða-
mestur, auk þess sem ívar
Ásgrímsson og Jón Arnar léku
ágætlega. -bjb
Stig Tindastóls:
Eyjólfur Sverrisson og Haraldur Leifsson
14, Sverrir Sverrisson og Kári Marísson
11, Björn Sigtryggsson 7, Ágúst Kárason
4 og Guðbrandur Stefánsson 1.
Stig Hauka: Pálrnar Sigurðsson 29, fvar
Ásgrímsson 14, Jón Arnar Ingvarsson
12, Ingimar Jónsson 9, Ólafur Rafnsson
8, Henning Henningsson 6, Eyþór Árna-
son 4 og Reynir Kristjánsson 2.
Dómarar voru Sigurður Valgeirsson og
Kristinn Albertsson. Dómgæsla þeirra
var óaðfinnanleg, þar til í lokin er þeir
misstigu sig nokkrum sinnunt með
flautuna.
Völsungar riðu ekki feitum
hesti frá viðureign sinni við
Þróttara í 3. deildinni í hand-
bolta um helgina. Gestirnir
sigruðu í báðum leikjunum, á
föstudagskvöldið 33:19 og á
iaugardaginn 29:14.
Hið unga og óreynda lið
Völsunga hafði ekkert í Þróttar-
ana að gera og hinir fáu áhorf-
endur sem létu sjá sig höfðu lítið
gaman af leiknum - svo miklir
vorur yfirburðir Þróttara.
Vilhjálniur Signtundsson var niarka-
hæstur Völsunga. Mynd: 1M
Það var helst Vilhjálmur Sig-
mundsson sem reif sig upp úr
meðalmennskunni í fyrri leiknum
hjá Völsungi og var markahæstur
leikmanna heimamanna um helg-
ina.
Annars er lítið gaman að rifja
upp gang máia. Þróttarar náðu
strax forystunni og juku hana
jafnt og þétt til leiksloka. Völs-
ungum gekk erfiðlega að hemja
Indriða Einarsson í liði Þróttar
en hann gerði 15 mörk í leiknum.
Mörk Völsunga í fyrri leiknum
gerðu: Vilhjálmur Sigmundsson
5, Tryggvi Þór Guðmundsson 4,
Skúli Hallgrímsson 3, Kristinn
Vilhjálmsson 3, Þórir Gunnars-
son 2, Jón Höskuldsson og Arnar
Bragason eitt hvor.
Dómarar leiksins voru þeir
Stefán Arnaldsson og Ólafur
Haraldsson og var dómgæsla
þeirra til fyrirmyndar.
Leikur liðanna á laugardag-
inn var áþekkur hinum fyrri.
Yfirburðir Þróttara voru miklir
og áttu Völsungar aldrei mögu-
leika í leiknum.
Mörk Völsunga: Skúli 3,
Tryggvi 3, Jóhann 3, Vilhjálmur
2, Jón, Jónas og Örvar eitt hver.
AB/AP
Fær sjónvarpið að
sýna handboltann?
Samkvæmt heimildum Dags
standa nú yfir samningavið-
ræður milli Stöðvar 2, Ríkis-
sjónvarpsins og Félags 1.
deildarfélaga í handbolta um
hugsanlega möguleika Ríkis-
sjónvarpsins á útsendingum
frá deildarleikjum í hand-
knattleik í vetur.
Eins og flestir vita þá gerðu
Stöð 2 og Félag 1. deildar félaga
santning um að Stöð 2 hefði
einkarétt á því að sýna frá leikj-
um í 1. deildinni í handknatt-
leik í vetur (reyndar hafa KA-
menn lýst sig andvígan þessum
samningi).
Þessi samningur mæltist illa
fyrir hjá þorra landsmanna og
Stjórn HSÍ lýsti því yfir aö hún
væri ekki hress meö slíka einok-
unarsamninga. En samningurinn -
stóð og Ríkissjónvarpið hefur
því ekkert sýnt frá handboltan-
um.
Samkvæmt heimildum Dags
stendur deilan aðallega um að
Stöð 2 vill að Ríkissjónvarpið
falli frá ýmsum einokunarsamn-
ingum, t.d. sýningum frá Ólyrn-
píuleikjum, gegn því að Stöð 2
hætti að einoka handboltann.
Þetta munu Ríkissjónvarps-
menn ekki vera hrifnir af enda
telja þeir að ætíð nuini verða
samkeppni um erlent efni.
Karfa *
Valslaust Tindastólsliðið
tapaði naumt fyrir Haukum