Dagur - 22.11.1988, Page 15

Dagur - 22.11.1988, Page 15
22. nóvember 1988 - DAGUR - 15 Benedikt Guömundsson: Gervigrasvöll í stað SanavaJlar? - Hugleiðing um stöðuna í vallarmálum Akureyringa þegar Sanavöllurinn heyrir sögunni til Þær fréttir bárust nú á haustdög- um að Sanavöllurinn „Wembley okkar Akureyringa“ yrði notaður undir fyllingu vegna fram- kvæmda við Fiskihöfnina, og þetta væri síðasta árið sem félög- in hefðu afnot af honum. Þetta var að vísu engin ný frétt, og um það bil eitt ár síðan forráða- mönnum félaganna var tilkynnt hvað stæði til. Þetta er að sjálf- sögðu áfall fyrir Akureyrarfélög- in, þar sem Sanavöllurinn hefur verið orðinn keppnishæfur allt að tveimur mánuðum fyrr en malar- vellir félaganna. Þessi völlur hef- ur því verið sú aðstaða sem félög- in á Akureyri hafa notast við og gert það að verkum að liðin hafa komið sæmilega undirbúin til leiks að vori. Það hafa ekki bara verið Akureyrarfélögin sem not- ið hafa góðs af vellinum, einnig félög úr nágrannabyggðunum. Komið hefur verið á mótum milli liða af svæðinu frá Húsavík til Ólafsfjarðar og hefur þetta orðið fastur liður í undirbúningi lið- anna fyrir komandi keppnistíma- bil. Tímabært að huga að framtíðarskipan þessara mála Samkvæmt ofanskráðu er þetta liðin tíð og tímabært fyrir for- ráðamenn bæjarfélaga, og íþrótta- félaga að fara að huga að fram- tíðarskipan þessara mála. Þar með er ég kominn að kjarna málsins, sem er lagning gervi- grasvallar. Ætla má að einstök sveitarfélög séu ekki í stakk búin til að fjármagna gerð gervigras- valla þess utan eru þau það fá- menn að nýting vallanna yrði mjög léleg auk þess sem rekstur þeirra yrði ofviða fámennum sveitarfélögum. Ég hef velt fyrir mér hvernig mætti leysa þetta vandamál og hallast ég einna helst að eftirfarandi lausn: Að sveitarfélög á svæðinu frá Húsavík til Ólafsfjarðar komi sér saman um gerð eins vallar sem yrði fjármagnaður af sveitarfé- lögunum öllum, í hlutfalli við íbúatölu þeirra og iðkendafjölda. Staðsetning þess vallar þætti mér eðlilegust á Akureyri vegna stað- setningar, fjölda iðkenda, og þeirrar aðstöðu sem fyrir hendi er þar. Þá geri ég ráð fyrir að Akureyrarbær sæi alfarið um rekstur vallarins. Kostnaður á bilinu 25-35 milljónir Kostnaður við gerð gervigrasvall- ar liggur á bilinu 25 til 35 millj. kr. eftir því hve mikið þarf að leggja í ýmsa undirbúningsvinnu og aðra aðstöðu sem fyrir hendi þarf að vera til að mynda vallar- hús með baðaðstöðu o.fl. Hvar ætti síðan völlurinn að vera stað- settur í bænum? Því er til að svara að fyrir mér koma aðeins 3 staðir til greina í bæjarlandinu okkar og það er, á öðrum hvor- um malarvelli félaganna þ.e.a.s. KA eða Þórs eða á Akureyrar- vellinum, sem ég tel vænlegasta kostinn þar sem endalaust væri hægt að deila um hina tvo staðina og eðlilegast væri að hafa hann miðsvæðis í bænum og öll rök mæla sterklega með því. Skulu hér nefnd nokkur þeirra: Akureyrarvöllurinn notaður í 3 mánuði Akureyrarvöllur er í notkun frá 20. júní til 20. sept. ár hvert, auk þess sem hlé verður um og yfir Benedikt Guðmundsson. verslunarmannahelgina á ís- lensku knattspyrnunni í viku til hálfan mánuð. Það segir manni að völlurinn er í notkun 90 daga á ári og á þessu tímabili eru spilað- ir um 25 til 30 leikir eða u.þ.b. 3ja hvern dag fer fram leikur sem stendur í 95 til 100 mínútur með öllu það þýðir 3000 mínútna notkun á ári. Til gamans má geta þess að æfingatími meistara- flokksliðanna hér í bæ er um 90 mínútur í hvert skipti 4 sinnum í viku auk æfinga allra annarra flokka sem æfa ca. 70 mínútur að meðaltali 2 til 3 sinnum í viku og ná því á einni viku sama mínútu- fjölda við æfingar, og notkunin er á öllu sumrinu á Akureyrarvelli. Gervigras á Akureyrarvöllinn Þetta gefur tilefni til að ætla að athuga ætti möguleikana á því að nýta þessa aðstöðu mun betur en gert er. Þarna er mjög gott vallar- hús með baðaðstöðu og síðast en ekki síst með góða gistiaðstöðu fyrir 30 til 40 manns að minnsta kosti og mun ég koma nánar að því síðar í þessum hugleiðingum mínum. Til að gera góðan gervi- grasvöll þarna þyrfti að skipta um jarðveg í vallarstæðinu sem fyrir hendi er þar undir er' góður grunnur og stutt ofan á fast. Alla aðra aðstöðu sem þarna er, svo sem hlaupabrautina ætti jafn- framt að lagfæra, útbúa kastvelli á moldarvellinum og atrennu- brautir norðan og vestan við völl- inn, þannig að frjálsíþróttaað- staða yrði fyrsta flokks, en á því hefur verið skortur undanfarin ár. Samkvæmt eldra skipulagi sem ég veit ekki hvort er í gildi, þá átti að færa völlinn til suðurs, þannig að stúkan yrði fyrir miðju vallarins. Það yrði dýrari fram- kvæmd og á engan hátt nauðsyn- leg ef þarna yrði gervigrasvöllur. Betri nýting á mannvirkjum Ekki þarf að fjölyrða um hversu miklu betri nýting fengist af þess- um mannvirkjum sem fyrir eru ef gervigrasvöllur yrði staðsettur þarna það sýnir reynslan frá Reykjavík, þess utan myndu leysast ýmis önnur vandamál sem íþróttaráð stendur frammi fyrir t.d. vegna átroðnings í íþróttahús bæjarins frá knattspyrnuáhuga- mönnum á vetrum þegar aðrar íþróttir sem miklu meiri rétt hafa á tímum í húsunum verða að draga saman vegna átroðnings knattspyrnuáhugamanna, þó veit ég að ástandið er betra í ár en oft áður, en það er eingöngu vegna þess að yngstu iðkendunum hefur verið vísað úr húsi. Sem áður sagði þá er nýtingin mjög góð á Sanavöllurinn heyrir brátt sögunni til en spurningin er því hvað kemur í stað- inn fyrir hann? gervigrasvellinum í Reykjavík og enginn vafi á að svo yrði einnig hér. Upphitunarmöguleikar takmarkandi þáttur Auðvitað má gera ráð fyrir að það verði tímabil sem útiloka iðkun vegna snjóa og kulda, þar sem upphitunarmöguleikar eru takmarkandi þáttur vegna þess hve lítið vatn er hægt að fá en það vandamál má leysa að hluta með kyndingu vatnsins. Jafnvel er hugsanlegt að liafa yfirbreiðslu á vellinum auk hitunar svo ég nefni eitthvað. Það er ekki ein- göngu knattspyrna sem hægt er að stunda á vellinum, ég sé fyrir mér bandyiðkendur stunda íþrótt sína þarna, en sú íþrótt á vaxandi fylgi að fagna í framhaldsskólum bæjarins, auk þess mætti athuga hvort hægt væri að stunda tennis á vellinum um sumartímann. í dag eru samgöngur milli þétt- býlisstaða á svæðinu frá Húsavík til Ólafsfjarðar nokkuð góðar og eiga eftir að batna með tilkomu jarðganga í Múlanum. Akstur frá þessum stöðum til Akureyrar tekur u.þ.b. eina klst. Sífellt betri samgöngur Með bættum samgöngum fækkar jafnframt lokunardögum vegna snjóa sem gerir það að verkum að æfingar væri hægt að stunda inni á Akureyri nánast hvenær sem er. Það mætti hugsa sér að félögin frá þéttbýlisstöðunum hér í grenndinni kæmu um helgar og æfðu á vellinum til skiptis frá föstudegi til sunnudags. Ég nefndi það fyrr að gistiaðstaða væri fyrir hendi í vallarhúsinu, og gætu gist þar með góðu móti 30 til 40 manns. Ekki þyrfti að kosta miklu til að koma upp smá eldun- araðstööu sem væri þægilegt að liafa líka. Þetta gæfi ennfremur möguleika á keppnum milli höf- uðborgarsvæðisins og lands- byggðarinnar jafnvel erum við þá í stakk búin að fá erlend lið til leiks þegar ekki er hægt að spila í þeirra heimalandi. Þetta hefur verið gert og vísa ég þar til heim- sóknar Watford, Luton Town og fleiri liða til Reykjavíkur. Hvernig á að leysa vanda félaganna Gaman væri nú að heyra skoð- anir forráðamanna bæjarfélaga og íþróttafélaga á þessum málum, ég hef heyrt að Iþrótta- ráð Akureyrar hafi tekið þetta mál upp, en hver er staða mála í dag og hvað hafa menn hugsað sér að gera til lausnar vanda félaganna á æfingaraðstöðu yfir vetrarmánuöina? Það væri alveg oröið tímabært að gera upp hug sinn í þessu máli, og helst ætti að stefna að því að vinna alla undir- búningsvinnu að verkinu í vetur og næsta sumar með það fyrir augum að leggja gervigrasið næsta haust, alla vega ekki síðar en haustið 1990. Benedikt Guðmundsson. (Millifyrirsagnir eru blaðsins.) Velkoinnir aftur: Guðs englar smáir - b.h. skrifar frá Kaupmannahöfn Enn eru nokkrir dagar til aðventu. Þrátt fyrir það er jóla- undirbúningurinn hafinn, þótt í smáum stíl sé. Einn og einn kaupmaður á Strikinu hefur laumast til að setja smátilkynn- ingu í gluggann, einkum til barn- anna, að allur sé nú varinn góður, jólin séu aðeins einu sinni á ári. Én skyldi Einar Holböll, póstmeistara, hafa rennt grun í, að hugmynd hans um sérstakt jólamerki, sem hann fékk og framkvæmdi í fyrsta sinn árið 1904, yrði milljónum manna um víða veröld fyrsti jólaboðinn og um leið gleðigjafi þeim mörgu sjúku og sáru, sem notið hafa ágóðans af sölu þeirra? Danska jólamerkið kom út fyr- ir fáeinum dögum. Að þessu sinni er það teiknað af 59 ára gamalli listakonu, Ruth Christ- ensen. Það sýnir tvo engla, sem færa gullna stjörnu upp á himin- hvelfinguna. Hugmyndina að jólamerkinu hefur Ruth sótt í alkunnan sálm eftir Grundtvig, sem hefst á orðunum: „Velkomn- ir aftur, Guðs englar smáir.“ En englarnir, þeir eru handalausir. Það er listakonan einnig. Aðeins 11 ára gömul hjólaði hún fyrir járnbrautarlest og missti báða handleggi um olnboga. Ótrauð hélt hún samt út á listabrautina, tók próf frá listaháskóla og hefur Höfundur jólamerkisins, hin handa- lausa listakona, Ruth Christensen. síðan fengist við grafík, málun og auglýsingateiknun. Hún hefur einu sinni áður teiknað danska jólamerkið, árið 1982. Það var árið 1904, sem fyrsta danska jólamerkið kom út. Éinar Holböll, póstmeistari, átti hug- myndina að útgáfu þess og það hefur komið út á hverju ári síðan. Víða um heim hafa menn farið að dæmi Dana og gefa út jólamerki og verja ágóðanum til líknarmála. 1 Danmörku eru rekin fjögur meðferðarheimili fyrir ágóðann af sölu jólamerkisins. Þessi heim- ili eru fyrir börn og unglinga, sem eiga við vandamál að stríða, á heimili og í skóla. b.h Danska jólamerkið 1988.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.