Dagur - 22.11.1988, Blaðsíða 17
22. nóvember 1988 - DAGUR - 17
í Hítardal
og Kristnesi
• Tölvuprentun
• Blaðaprentim
• Tímaritaprentun
• Bókaprentun
• AUt smáprent
Vönduð vinna
Góö þjónusta
Dagsprent hf.
Strandgöíu 31 • Akureyri • •ssr 24222
Um þessar mundir kemur út bók-
in / Hítardal og Kristnesi. Ævi-
saga Péturs Finnbogasonar. Petta
er saga manns á fyrri hluta, þess-
arar aldar, sem vildi menntast og
veröa að liði í baráttunni fyrir
betra lífi. Pétur var fæddur í Hít-
ardal í Mýrasýslu 1910, og þar
ólst hann upp. Hann gekk í Hvít-
árbakkaskólann, í Menntaskól-
ann á Akureyri og Kennaraskól-
ann og þar lauk hann prófi 1936.
Áður hafði Pétur verið farkenn-
ari í Vestur-Landeyjum. Hann
var kennari á Dalvík 1936-37 en
síðast var hann skólastjóri í Glér-
árþorpi. Á öllum þessum stöðum
skrifar Pétur dagbók, enda var
það draumur hans að verða rithöf-
undur. Dagbækur Péturs og
sendibréf eru þær stoðir, sem
bera ævisöguna uppi. Pað er ekki
ofsögum sagt, að þessi skrif Pét-
urs lýsa sem kyndill í sögu liðins
tíma, og dagbækurnar eru sígild-
ar, á hreinu og tæru máli.
í Vestur-Landeyjum er sveitin,
með sína fátækt, sögusviðið og
Pétur segir þá: „í kvöld horfði ég
klökkur í hug á eftir blessuðu,
fátæku börnunum, sem voru á
heimleið úr skólanum, uppvafin í
sjöl og trefla, með íslenska leður-
skól, sem hertu að litlu fótunum
þeirra, þau gengu hratt og hvat-
„Silfursverðið"
- eftir Phyllis A. Whitney
Iðunn hefur gefið út nýja bók eft-
ir ástar- og spennusagnahöfund-
inn Phyllis A. Whitney. Nefnist
hún Silfursverðið og greinir frá
dularfullum atburðum í róm-
antísku umhverfi.
Hér segir frá Caroline Kirby,
sem skyndilega kemst að því að
nánir ættingjar hennar á Havaii,
sem hún hélt löngu látna, eru enn
á lífi. Hún snýr aftur til bernsku-
stöðva sinna á þessum undur-
fögru eyjum til að leita uppruna
síns og komast að sannleikanum
um foreldra sína.
En Caroline verður brátt ljóst
að friðsælar hamingjustundir
bernskunnar koma ekki aftur,
þótt leikfélaginn David sé enn á
sínum stað. Og harmleikurinn
sem batt á þær enda er enn óráð-
in gáta. Allir sem þekkja sann-
leikann eru þöglir sem gröfin.
Caroline ákveður þó að láta ekki
staðar numið fyrr en hún hefur
rifið sundur biekkingavefinn sem
umlykur fortíðina.
Þórey Friðbjörnsdóttir þýddi
bókina.
EyjaQörður:
Fyrsti
bændaklúbbs-
ftmdurinn
Fyrsti bændaklúbbsfundur
vetrarins verður haldinn á Hótel
KEA í kvöld 22. nóv. kl. 21.00.
Aðalumræðuefnið verða
niðurstöður kúasýninganna sem
fram fóru á sl. sumri. Ráðunaut-
arnir Jón Viðar Jónmundsson og
Guðmundur Steindórsson skýra
frá í máli og myndum. Viður-
kenningar verða veittar fyrir
bestu kýrnar.
Á fundinum fara jafnframt
fram hinar árlegu verðlaunaveit-
ingar Búnaðarsambands Eyja-
fjarðar og Skógræktarféíags
Eyjafjarðar.
lega, því þau eiga æsku og fjör f
æðum sínum, þó þau séu aðeins
fátæk bændabörn."
Á Dalvík lifir Pétur yndisleg-
ustu stundir lífs síns og þar sækir
ástin hann heim. Margir eru
nefndir til sögu og fólkið í Svarf-
aðardal fær sitt hlutverk.
í Glerárþorpi ætlar Pétur sér
stóra hluti, en þá kveður dauðinn
sér dyra og eftir 13 mánaða bar-
áttu við berkla, lést Pétur í júlí
1939. Hér verður til ágrip af sögu
Kristneshælis og ekki er allt sagt
gagnrýnislaust.
Pað sést vel í ritverkum Péturs
Bókaútgáfan Björk hefur nýlega
sent frá sér tvær bækur fyrir lítil
börn, sem verið hafa uppseldar í'
mörg ár í bókaflokknum:
Skemmtilegu smábarnabækurn-
ar.
Þetta eru:
1. Láki, eftir Grete Janus og
Mogens Herzt í þýðingu Sigurðar
Gunnarssonar fyrrv. skólastjóra.
Bókin er 40 bls. á vönduðum
pappír. Hún segir frá álfinum
Láka og viðskiptum hans við
börnin fvar og Elsu og foreldra
þeirra. Hún segir hvernig
hrekkjalómurinn, álfurinn með
skottið verður mennskur, góður
drengur, fyrir eigin tilverknað.
Skemmtileg og lærdómsrík saga.
2. Stúfur, eftir Harald Öglænd.
ísak Jónsson kennari íslenskaði
bókina. Hún segir frá tvíburun-
um Stúf og Stóra-Pétri og hvernig
Bókaútgáfan Reykholt hefur
ákveðið að gefa út þrjár bækur
nú fyrir jólin. Ein þeirra er þegar
komin út, en hinar tvær eru vænt-
anlegar í þessum mánuði. Bæk-
urnar þrjár eru þessar:
Húðir Svignaskarðs. Leikrit
eftir Indriða G. Þorsteinsson.
Þetta fyrsta leikrit Indriða G.
fjallar um Snorra Sturluson, rit-
störf hans og veraldarvafstur. Inn
í söguþráðinn er fléttað frægum
atriðum úr Heimskringlu.
Leikritið kemur út í tilefni þess
að 750 ár eru liðin frá Örlygs-
staðabardaga. Einar Hákonar-
son, myndlistarmaður mynd-
skreytti bókina. Þessi bók er
komin út.
Skugginn. Skáldsaga eftir
Þröst J. Karisson.
Þröstur J. Karlsson er gamal-
reyndur byrjandi. Þetta er fyrsta
skáldsaga hans fyrir fullorðna, en
áður hefur hann skrifað barna-
bækur og ort Ijóð. Bókin Skugg-
inn er full af merkingu, táknræn-
um verum og þrauthugsuðum at-
höfnum. En um leið ber hún með
sér einkenni barnabókahöfund-
arins, takmarkalaust hugmynda-
flug, skýra framsetningu og þræl-
spennandi söguþráð.
Horft um Óxl af Hálogalands-
hæð. Æviminningar sr. Arelíusar
Níelssonar.
Um séra Árelíus hafa myndast
margar sögur, sumar sannar,
að hann var róttækur í skoðun-
um. Hann vildi breytingar, gera
lífið fegurra og betra. Þjóðfélag-
ið var öðruvísi þá en nú, en mað-
urinn er í innsta eðli sínu eins,
vonir, óskir og þrár - hatur, óvild
og ofsi, allt þetta í manniegum
huga stendur óhaggað. Þess
vegna eru orð Péturs jafngild nú
og þegar þau voru skrifuð.
Bókin er rituð af bróður
Péturs, Gunnari Finnbogasyni,
skólastjóra. Hún er vel úr garði
gerð, 272 bls., tuttugu myndasíð-
ur. Útgefandi er Bókaútgáfan
Valfell hf.
Stúfur komst til mánans og þar
kynntist hann karlinum á tungl-
inu og dvaldi með honum góða
stund. Ævintýrið heldur svo
áfram og um það er bókin.
Bækur þessar eru prentaðar í
Prentverki Akraness hf. í mörg-
um litum og hinar vönduðustu að
allri gerð.
í bókaflokknum: Skemmtilegu
smábarnabækurnar, hafa alls
komið út 19 titlar, sem átt hafa
miklum vinsældum að fagna.
Sumar bækurnar hafa komið út í
áratugi en eru þó alltaf sem
nýjar. Þetta er aðgengilegasta og
ódýrasta lestrarsafnið fyrir lítil
börn, sem nú er til á bókamark-
aðinum.
Mjög er vandað til efnis og
frágangs bókanna og þær valdar
og íslenskaðar af hinum færustu
skólamönnum.
Flestar eru prentaðar í 4 litum.
sumar með sannleiksbroti í, aðr-
ar skáldskapur. I flestra augum
er sr. Árelíus persónugervingur
alveg sérstakrar guðfræði, guð-
fræði hinnar óendanlegu mildi og
kærleika, guðfræði fyrirgefningar
og hlýju, guðfræðinnar sem flest-
ir setja í samband við sína eigin
barnatrú.
En þrátt fyrir allt þetta hefur
sr. Árelíus verið. kærður fyrir
guðlast. Um hann hafa fallið stór
og þung orð. En enginn prestur á
sér fleiri fylgjendur. Þeir íslend-
ingar skipta orðið tugþúsundum
sem alla ævi líta á hann sem
„prestinn sinn“. Svo mörgum
hefur hann hjálpað á einhvern
hátt. Svo margir hafa getað leitað
til hans.
í æviminningum sínum lýsir sr.
Árelíus uppvexti sínum, námsár-
um, kennslu og prestskap í þrem-
ur landsfjórðungum.
Að auki: Maðurinn og skáldið
Steinn Steinarr eftir Sigfús Daða-
son.
í október á þessu ári hefði
þetta höfuðskáld íslenskrar nú-
tímaljóðlistar, Steinn Steinarr,
orðið 80 ára ef hann hefði lifað.
Skáldbróðir Steins, Sigfús Daða-
son, hefur skrifað um hann bók,
sem Reykholt hf. hefur nú dreift
sérstaklega í tilefni þessara tíma-
móta og boðið unnendum Steins
til kaups á sérstöku afsláttar-
verði. I bókinni er fjöldi mynda
og ýmis áður óbirt verk Steins.
Nauðungaruppboð
á eftirtöldum fasteignum fer
fram í dómsal embættisins,
Hafnarstræti 107, 3. hæð,
Akureyri, á
neðangreindum tíma:
Aðalstræti 4, n.h., s-end., Akureyri,
þingl. eigandi Hjalti Bergmann,
föstudaginn 25. nóvember 1988, kl.
13.45.
Uppboðsbeiðandi er Guðjón Ármann
Jónsson hdl.
Baldurshaga, e.h. og ris, Dalvík,
þingl. eigandi Þórir Jakobsson o.fl.
föstudaginn 25. nóvember 1988 kl.
15.00.
Uppboðsbeiðendur eru: Veðdeild
Landsbanka íslands og Gunnar
Sólnes hrl.
Brekkugötu 3, íb. 4. hæð, Akureyri,
talinn eigandi Pálmi H. Björnsson,
föstudaginn 25. nóvember 1988 kl.
15.15.
Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar
Sólnes hrl., Bæjarsióður Akureyrar
og Brunabótafélag íslands.
Fögrusíðu 11a, Akureyri, þingl. eig-
andi Elsa Pálmadóttir, föstudaginn
25. nóvember 1988 kl. 14.30.
Uppboðsbeiðandi er innheimtu-
maður ríkissjóðs.
Frostagötu 3b, b og c hl., Akureyri,
þingl. eigandi Björn R. Magnússon,
föstudaginn 25. nóvember 1988 kl.
14.00.
Uppboðsbeiðendur eru: Ólafur Birg-
ir Árnason hdl., Guðjón Steingríms-
son hrl., Bæjarsjóður Akureyrar og
Gunnar Sólnes hrl.
Glerárgötu 32, hluti, Akureyri, þingl.
eigandi Raforka hf„ föstudaginn 25.
nóvember 1988 kl. 14.00.
Uppboðsbeiðendur eru: Iðnlána-
sjóður, innheimtumaður ríkissjóðs
og Brunabótafélag Islands.
Gránufélagsgötu 19, e.h., Akureyri,
þingl. eigandi Selma Jóhannsdóttir,
föstudaginn 25. nóvember 1988 kl.
15.45.
Uppboðsbeiðéndur eru: Veðdeild
Landsbanka íslands og Bæjarsjóð-
ur Akureyrar.
Grenilundi 15, Akureyri, þingl. eig-
andi Haukur Adolfsson, föstudaginn
25. nóvember 1988 kl. 15.45.
Uppboðsbeiðendur eru: Guðjón
Ármann Jónsson hdl., Ásgeir Thor-
oddsen hdl., Bæjarsjóður Akureyrar
og innheimtumaður ríkissjóðs.
Hafbjörgu EA-23, Hauganesi, talinn
eigandi Auðbjörg hf. Hauganesi,
föstudaginn 25. nóvember 1988 kl.
16.00.
Uppboðsbeiðandi er Trygginga-
stofnun ríkisins.
Hafnarstræti 18, Akureyri, þingl.
eigandi Guðmundur Þorgilsson,
föstudaginn 25. nóvember 1988 kl.
14.45.
Uppboðsbeiðandi er Björn Jósef
Arnviðarson hdl.
Kaldbaksgötu 2, Akureyri, þingl.
eigandi Blikkvirki sf„ föstudaginn
25. nóvember 1988 kl. 16.15.
Uppboðsbeiðandi er Iðnlánasjóður.
Kaldbaksgötu, E-F-G-hl. í Skála,
þingl. eigandi Bílasalan hf„ föstu-
daginn 25. nóvember 1988 kl.
15.00.
Uppboðsbeiðendur eru: Iðnaðar-
banki íslands hf„ Iðnlánasjóður og
innheimtumaður ríkissjóðs.
Miklagarði, e.h„ s-end„ Hjalteyri,
þingl. eigandi Sigurður Karlsson,
föstudaginn 25. nóvember 1988 kl.
14.15.
Uppboðsbeiðendur eru: Ásgeir
Thoroddsen hdl. og Veðdeild
Landsbanka íslands.
Munkaþverárstræti 5, e.h„ Akur-
eyri, þingl. eigandi Aðalheiður Jóns-
dóttir, föstudaginn 25. nóvember
1988 kl. 14.45.
Uppboðsbeiðandi er Trygginga-
stofnun ríkisins.
Sæbóli, Sandgerðisbót, Akureyri,
þingl. eigandi Jóhann Sigvaldason,
föstudaginn 25. nóvember 1988 kl.
13.45.
Uppboðsbeiðendur eru: Guðjón
Steingrímsson hrl. og Bæjarsjóður
Akureyrar.
Bæjarfógetinn á Akureyri
og Dalvík,
Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu.
Nauðungaruppboð
annað og síðara,
á eftirtalinni fasteign fer
fram í dómsal embættisins,
Hafnarstræti 107,3. hæð,
Akureyri, á
neðangreindum tíma:
Hafnarstræti 88,1. hæð, s-hl„ Akur-
eyri, þingl. eigandi Stefán Sigurðs-
son, föstudaginn 25. nóvember
1988 kl. 13.30.
Uppboðsbeiðendur eru: Innheimtu-
maður ríkissjóðs, Bæjarsjóður
Akureyrar og Björn Jósef Arnviðar-
son hdl.
Bæjarfógetinn á Akureyri
og Dalvík
Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu.
Láki og Stúftir
- komnir aftur á kreik
Reykholt hf.:
Þqár bækur