Dagur - 25.11.1988, Blaðsíða 6

Dagur - 25.11.1988, Blaðsíða 6
Cíi &&O f- 6 - DAGUR - 25. nóvember 1988 Lifaié ort) „Eins og hindin, sem þráir vatnslindir, þráir sál mín þig, ó Guð. Sál mína þyrstir eftir Guði, hinum lifandi Guði." Sálm. 42,2-3. Margar fagrar líkingar er að finna í hinu myndríka máli Biblíunnar. Hér er það, hindin, þetta fallega dýr og hið frjálsa umhverfi þess. Hjartardýrin halda sig oft á víðáttumiklum eyðimerkur- svæðum. Hjarðirnar reika um hálöndin í leit að gróður- lendi og lífsbaráttan getur verið hörð. Við getum gert okkur í hugarlund, hvernig hindin þráir vatnslindirnar, í brennandi sólarhitanum. Svalandi er að fá loks að teyga af hinu tæra lindar- vatni og slökkva sáran og kveljandi þorstann. í þessari samlíkingu minnir sálma- skáldið á sálarþorsta mannsins. Hjarta mannsins þráir eitthvað sem veitir viðvar- andi saðningu. Eitthvað sem gefur lífinu sannan tilgang. Maðurinn er í þörf fyrir and- lega næringu, sem veitir honum hamingju, innri frið og öryggi. Marga hungrar og þyrstir eftir Guði, jafnvel þó að það kunni að vera ómeð- vitað og ekki viðurkennt. Reynt er að slökkva þenn- an þorsta meö ýmsu móti; því maðurinn er sífellt í ham- ingjuleit. En oft er leitaö á þau mið, þar sem lítið eða ekkert er að hafa nema stundarhrifningu. Oft ein- kennist hin leynda þrá hjart- ans af tómleika, brostnum vonum, tilgangsleysi, örygg- isleysi og ósigrum. En í Kristi vill Guð mæta andlegum þörfum okkar. Hann getur uppfyllt tómarúmið í anda og sál. Þegar Drottinn blessar, er það varanleg blessun. En þaö er okkar að taka á móti þeirri blessun sem Guð býður. Við lesum hjá Jesaja: „Heyrið, allir þér sem þyrstir eruð, komið hingað til vatnsins . ..“ Jes. 55,1. Og Jesús sagði: „Ef nokkurn þyrstir, þá komi hann til mín og drekki." .....hvern þann sem drekkur af vatninu, sem ég mun gefa honum, mun aldrei að eilífu þyrsta." Jóh. 4,14. 7,37. SJÁUMST MED ENDURSKINI yUMFEROAR RÁÐ Sunnuból formlega vígt á morgun Það verður mikið um dýrðir á nýjustu dagvist Akureyrarbæjar, Sunnubóli við Sunnuhlíð á morgun, en þá verður húsið formlega vígt. Fjölmörgum er boðið til athafnarinnar sem hefst kl. 14.00 með því að sr. Pálmi Matthíasson vígir húsið. Bergljót Rafnar formaður félagsmálaráðs mun flytja ávarp við vígsluna. Börn, foreldrar og starfsfólk verða við athöfnina, en auk þeirra er bæjarstjórn, félags- málaráði, forstöðumönnum ann- arra dagvista á Akureyri, smið- um sem unnu að lagfæringum á húsinu og starfsmönnum húsa- meistaraembættisins boðið að taka þátt f athöfninni. Opið hús verður fyrir þá sem vilja kynna sér starfsemina á milli kl. 15.00 og 17.00 og er íbú- um götunnar sérstaklega boðið að koma í heimsókn. Boðið verð- ur upp á veitingar á þéim tíma. Á Sunnubóli eru 23 börn og 9 starfsmenn. Húsið var keypt síð- asta vetur og unnið var að lag- færingum á því til samræmis við þá starfsemi sein fara átti þar fram. Fyrstu börnin komu á dag- vistina í byrjun júní í sumar. mþþ Aðventukvöld í Glerárkirkju Sunnudagskvöldið 27. nóvember verður aðventukvöld í Glerár- kirkju og hefst það klukkan 20.30. Að vanda verður þar fjöl- breytt dagskrá. Kirkjukór Lög- mannshlíðarsóknar syngur undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar. Strengjasveit kennara úr Tónlist- arskólanum á Akureyri annast undirleik. Pá munu ungir nemendur úr Tónlistarskólanum leika á hljóð- færi. Arnór Benónýsson leikhús- stjóri les úr verkum Sigurbjarnar I Ierrakvöltl KA Hið árlega herrakvöld KA verð- ur föstud. 2. des. í KA-heimilinu. Húsið opnað kl. 19.30 með fordrykk og borðhald hefst kl. 20.00. Miðar verða seldir í Sport- húsinu og KA-heimili. Herrakvöldsnefnd. Einarssonar biskups um aðvent- una. Ræðumaður kvöldsins verður sr. Bernharður Guðmundsson fræðslufulltrúi kirkjunnar. í lok samverunnar verða ljósin tendruð á þann hátt að hver og einn kveikir ljós hjá þeim sem næst stendur. Þannig verður ljós- ið tákn um þann, sem kemur og minnir okkur um leið á þann kær- leika, sem Kristur gefur. Aðventukvöldin hafa verið vel sótt í Glerárkirkju og fólk kunn- að að meta þessar samverustund- ir. Fyrsti sunnudagur í aðventu er hátíðardagur í kirkjunni, sem þá heilsar nýju kirkjuári. Aðventu- kvöldið er samvera fyrir alla fjöl- skylduna og um leið hvatning til þess að nota aðventuna sem undirbúningstíma fyrir komu heilagra jóla. Glerárkirkja flytur þér kveðju og býður þér til fagnaðar og sam- veru. Hvað er að aerast Höröur Geirsson við eitt verka sinna. Akureyri: Hörður sýnir ljós- myndir í Alþýðubankamim Menningarsamtök Norðlendinga (MENOR) og Alþýðubankinn á Akureyri kynna að þessu sinni áhugaljósmyndarann Hörð Geirsson. Hörður er Akureyring- ur, 28 ára og er rafvirki að mennt, hann hefur haldið 2 einkasýningar á ljósmyndum, þá fyrstu hélt hann í sýningarsal Myndlistaskólans á Akureyri 1983, þá seinni á Þórshöfn á Langanesi 1985, auk þess hefur hann unnið að ýmsum ljós- myndaverkefnum. Hörður starfar nú við ljós- myndadeild Minjasafnsins á Akureyri. Á kynningunni eru 13 litljósmyndir sem Hörður hefur tekið síðustu 4 árin og er mynd- efnið sótt í íslenska náttúru og evrópska menningu. Kynningin er í afgreiðslusal Alþýðubankans á Akureyri, Skipagötu 14 og lýk- ur henni 6. janúar 1989. Opið hús sjónskertra Laugardaginn 26. nóvember næstkomandi kl. 14.00 verður að Bjargi, Bugðusíðu 1 fundur, eða eins konar „opið hús“ á vegum óformlegs hóps blindra og sjón- skertra sem tvívegis áður hefur komið saman fyrir tilstuðlan Blindrafélagsins, samtaka blindra og sjónskertra, og er lið- ur í viðleitni þessara samtaka til að efla félagsstarf þessa fólks sem víðast út um landið þar sem ætla má að grundvöllur geti verið fyrir slíku. Ef Guð og Flugleiðir lofa munu formaður Blindrafélagsins og félagsráðgjafi þaðan mæta, en síðast féll það niður sakir sam- gönguörðugleika. Að vanda mun kaffi ásamt meðlæti verða á boð- stólum, og fyrirhugað er að Jón Helgi Þórarinsson prestur á Dal- vík líti inn, en hann var síðastlið- ið sumar meðal sjónskertra sem dvöldust í sumarbúðum á Vest- mannsvatni. Þess er vænst að sem flestir blindir, sjónskertir og aðstandendur þeirra komi við á Bjargi nk. laugardag. Framhald- ið á þessari starfsemi gæti ráðist af mætingunni nú. Nær 600 manns hafa séð Emil Leikfelag Sauðárkróks: - uppselt á allar sýningar hingað til Leikfélag Sauðárkróks frum- sýndi fyrir skömmu Emil í Kattholti eftir Astrid Lindgren í leikstjórn Kristjönu Pálsdótt- ur. Frumsýningargestir tóku uppfærslunni vel og fengu leikarar og leikstjóri innilegt iófaklapp í lokin. Síðan hefur leikritið verið sýnt fyrir fullu húsi, og hafa nú nær 600 manns séð stykkið. Hafa Emil og strákapör hans vakið mikla athygli hjá yngri kynslóðinni, svo og þeim eldri sem mætt hafa á leikritið. Skólar í kjördæminu hafa sýnt leikritinu mikinn áhuga, um síð- ustu helgi kom 80 manna hópur frá Grunnskólanum á Hvamms- tanga og nú um næstu helgi ætla Hofsósingar að fjölmenna í Bifröst. Tvær sýningar verða urn helgina, á laugardag kl. 14 og sunnudag kl. 15. Nokkur laus sæti munu vera á báðar sýning- arnar. Nk. mánudag verður síð- an aukasýning fyrir skólakrakka frá Blönduósi, sem ætla að fjöl- menna á Emil. Sýningar eftir það verða miðvikudaginn 30. nóvember kl. 20:30, laugardag- inn 3. des. kl. 14 og sunnudaginn 4. des. kl. 15. Að sögn Maríu Grétu Ólafs- dóttur formanns Leikfélags Sauðárkróks er möguleiki á að halda aukasýningu, ef mikil eftir- spurn verður, mánudaginn 5. des., en það yrði þá að öllum lík- indum síðasta sýning. „Þetta hef- ur allt saman gengið mjög vel og aðsóknin hefur verið langt umfram það sem við þorðum að vona,“ sagði María Gréta. Leikfélagið hefur ákveðið hvaða stykki það ætlar að sýna á Sæluviku Skagfirðinga nk. vor og er það söng- og gamanleikurinn Allra meina bót, eftir þá bræður Jón Múla og Jónas Árnasyni. -bjb Leikarar hylltir í lok frumsýningar á Emil í Kattholti hjá Leikfélagi Sauðárkróks.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.