Dagur - 25.11.1988, Blaðsíða 8
8 - PAQUI^- 25,>r)óvember 1988
bœkur
í
i
Tónlistarsaga
æskunnar
„Tónlistarsaga
æskuimar“
Bókaútgáfan Forlagið hefur gefið
út fjölfræðibók um tónlist fyrir
börn og unglinga sem nefnist
Tónlistarsaga æskunnar og er eft-
ir Kenneth og Valerie McLeish.
Hér er um að ræða víðfræga bók
sem á frummálinu nefnist „The
Oxford First Companion to
Music.“
Tónlistarsaga æskunnar er nýj-
ung á íslandi, því í fyrsta skipti
eiga íslensk börn og unglingar
kost á að fræðast um tónlist á
móðurmáli sínu í vönduðu
alfræðiriti. í bókinni er fjallað
um margar greinar tónlistarinnar
- sígilda tónlist Vesturlanda,
popptónlist, djass og tónlist
framandi þjóða.
Tónlistarsaga æskunnar hefur
að geyma rúmlega 1000 myndir
og myndskreytingar sem hafa
ómetanlegt upplýsingagildi.
Auk þess eru rúmlega 50 tón-
dæmi í bókinni sem auðvelt er að
leika á blokkflautu eða píanó.
Einnig er leiðbeint um tónlist á
hljómplötum til að hlusta á. Bók-
in er einkum ætluð börnum og
unglingum sem eru að hefja tón-
listarnám eða vilja vita meira um
þá tónlist sem þau heyra á
hljómplötum, í útvarpi eða sjón-
varpi.
Tónlistarsaga æskunnar er 192
bls. í stóru broti. Eyjólfur Mel-
steð þýddi.
Grænt og gómsætt
Um júrtafæöi o<j rnatreiðslu þ*?ss
~ á sœlkeroYísu
Um jur
Matreiðslubók
um jurtafæði
Bókaútgáfan Forlagið hefur sent
frá sér bókina Grænt oggómsætt,
en svo nefnist matreiðslubók eftir
breska matargerðarmanninn Col-
in Spencer, einn helsta meistara
Breta á þessu sviði. Helga
Guðmundsdóttir þýddi.
í frétt frá Forlaginu segir m.a.:
„Grænt og gómsætt er bók sæl-
keranna. Hér er fjallað ítarlega
um matreiðslu jurtafæðis og boð-
ið upp á alls konar rétti. Heita
má að allt sem notað er í upp-
skriftunum fáist hér á landi og
gefnar eru greinargóðar upplýs-
ingar um þær fjölmörgu tegundir
af grænmeti, ávöxtum, kornmeti
og belgjurtum sem nú eru fáan-
legar.
í bókinni eru leiðbeiningar um
heilsusamlegt fæði og hvernig
setja skal saman hollar máltíðir.
Hér er fjallað um þann háska
sem fylgir ótæpilegri neyslu á
salti, sykri, fitu og aukefnum og
bent á hvernig draga megi úr
henni. Hér eru einnig greinar-
góðar leiðbeiningar um hvað best
er að eiga til í kæli og búri, hvaða
áhöld koma að mestu gagni og
síðast en ekki síst er í bókinni
myndskreytt orðaskrá þar sem
margt má læra um hinar ýmsu
fæðutegundir sem matreiða skal.
Grænt og gómsætt er 256 bls. í
stóru broti og mikill fjöldi lit-
mynda prýðir bókina.
JUAM BENET
ANDRUMSUOFT
„Andrúmsloft
glæps“
Bókaútgáfan Forlagið hefur gefið
út skáldsöguna Andrúmsloft
glæps eftir spænska rithöfundinn
Juan Benet. Guðbergur Bergs-
son þýddi söguna og ritar eftir-
mála.
„Sagan gerist á auðnum Spánar
- „uppi á Héraði“ - á valdatím-
um Francos. Morð hefur verið
framið. Þar með er hrundið af
stað rás atburða sem í nokkrar
vikur umturnar lífi þeirra sem sil-
ast áfram í Iognmollu héraðsins
og lesandinn er leiddur inn í
„andrúmsloft glæpsins“. Andi
einræðisins svífur yfir auðninni
og áður en varir flækist lesand-
inni í harmleik tveggja manna í
spænska hernum á tímum Franc-
os og dregst inn í hið kæfandi
andrúmsloft valdbeitingar og
mannlegrar niðurlægingar," segir
í frétt frá Forlaginu.
Andrúmsloft glæps hefur hlot-
ið meira lof en títt er um spænsk-
an skáldskap síðustu ára. Árið
1980 hlaut höfundurinn Planeta-
verðlaunin, helstu bókmennta-
verðlaun Spánar, fyrir þessa
sögu. Juan Benet er fæddur 1927
og hefur sent frá sér rúman tug
skáldverka sem vakið hafa mikla
athygli á Spáni og víða um heim
og eru af mörgum gagnrýnendum
talin fágæt snilldarverk. Sagan
hefur einnig verið kvikmynduð.
Andrúmsloft glæps er 160 bls.
„íslenskir
utangarðs-
unglingar“
Bókaútgáfan Forlagið hefur sent
frá sér bókina íslenskir utan-
garðsunglingar - Vitnisburður úr
samtímanum sem Sigurður Á.
Friðþjófsson hefur tekið saman.
Bókin geymir tíu frásagnir af lífs-
baráttu óharðnaðra unglinga.
Unglingarnir sem segja frá hafa
af einhverjum ástæðum kiknað
undan ofurálagi í lífinu. Sum
hafa farið of geyst, ætt beint af
augum án þess að huga að stefn-
unni, þar til þau voru komin í
blindgötu sjálfseyðingarinnar.
Önnur urðu fórnarlömb ofbeldis
og skeytingarleysis, enn önnur
guldu þess beinlínis að vera öðru-
vísi en fjöldinn.
Hér er rætt við það fjölmarga
fólk sem vinnur ráðgjafar- og
hjálparstarf meðal íslenskra
unglinga, oft á tíðum við lítinn
skilning þeirra sem með völd fara
hér á landi. En fyrst og fremst er
það unga fólkið sem hefur orðið.
í frétt frá Forlaginu segir m.a.:
„Hér er sagt frá lífi sem oft er
reynt að þegja í hel í þjóðfélagi
sem á hátíðastundum á það til að
kalla sig „hamingjusömustu þjóð
í heimi“. Bók þessari er ætlað að
skírskota til allra þeirra sem láta
sig mannleg örlög einhverju
varða og hvernig búið er að ungu
fólki á Islandi."
„Maðurinn er
myndavél“
- nýtt sagnasafn eftir
Guðberg Bergsson
Bókaútgáfan Forlagið hefur sent
frá sér nýtt sagnasafn eftir Guð-
berg Bergsson sem nefnist Mað-
urinn er myndavél. Safnið hefur
að geyma þrettán smásögur -
mannlífsmyndir sem skáldið hef-
ur safnað með tólum sínum og
tækjum, minnugur þess sannleika
sem hann leggur einum af sögu-
mönnum sínum í munn - að
minnið er næmara en nokkur
filma, því það er gætt tilfinningu.
í frétt frá Forlaginu segir m.a.:
„Hér blandast myndir og minn-
ingabrot bernskunnar sýn skálds-
ins á íslenskan samtíma, tíma til-
finningadoða og upplausnar, þar
sem sjálfsvirðingin er létt fundin
og lítils metin. Fá skáld eru Guð-
bergi Bergssyni snjallari í þeirri
list að varpa nýju og óvæntu ljósi
á veruleikann. „Augun geta horft
á fjarlægar stjörnur, en er mein-
að að gægjast yfir nefið og sjá
það sem þeim er næst,“ segir á
einum stað í bókinni. Sögur Guð-
bergs eru þörf áminning til þeirr-
ar þjóðar sem leitar langt yfir
skammt og reynist ófær um að
koma auga á ævintýrið hið næsta
sér,“ segir að lokum í fréU frá
útgáfunni.
Leyndartnálið t Engidai
Leyndannálið
í Engidal
- Ný skáldsaga
eftir Hugrúnu
Út er komin hjá Seljaútgáfunni
skáldsagan „Leyndarmálið í
Engidal“. Höfundur er hinn
mikilvirti rithöfundur, Hugrún,
sem á löngum ritferli hefur skrif-
að rúmlega 30 bækur; skáldsög-
ur, barnabækur, ljóðabækur,
ævisögur og leikrit.
„Leyndarmálið í Engidal“ er
skrifuð á árunum 1986 og 1987.
„Þetta er spennusaga, sem fjallar
um mannlífið og öll þau umbrot
sem því fylgja,“ segir á bókar-
kápu.
„Leyndarmálið í Engidal" er
gefin út sem kilja. Allur ágóði af
sölu bókarinnar rennur til Selja-
kirkju í Reykjavík.
„Hreminingar“
- Bók um fórnarlömb
nauðgunar
Bókaútgáfa Máls og menningar
hefur sent frá sér kilju sem nefn-
ist Hremmingar - viðtöl um
nauðgun, eftir Sigrúnu Júlíus-
dóttur, félagsráðgjafa. Þessari
bók er ætlað að verða tilefni
umræðu um meðferð nauðgunar-
mála hér á landi.
í henni er sagt frá athugun á
reynslu tuttugu og fjögurra
íslenskra kvenna sem orðið hafa
fórnarlömb nauðgunar. Konurn-
ar segja frá sjálfum sér, árásinni
sem þær urðu fyrir og eftir-
köstunum. Jafnframt fjallar
höfundur um kæru, læknisskoð-
un og önnur eftirmál. í lokin
dregur Sigrún saman niðurstöður
sínar sem byggðar eru á viðtölum
við konurnar, og ræðir leiðir til
úrbóta.
Sigrún Júlíusdóttir hefur átt
sæti í nefnd á vegum dómsmála-
ráðuneytisins sem falið var að
„kanna hvernig háttað væri rann-
sóknum og meðferð nauðgunar-
mála og gera tillögur til úrbóta í
þeim efnum“. Það kom í hlut
hennar að vinna að athugun á
reynslu og viðhorfum kvennanna
sjálfra, og er bók hennar byggð á
þeirri athugun.
Hremmingar er 119 bls. að
stærð, í kiljubroti. Kristjana
Samper gerði myndir í bókina og
málverk á kápu.
„Kærleikur,
læknmgar,
kraftaverk“
Bókaútgáfan Forlagið hefur sent
frá sér bókina Kærleikur, lækn-
ingar, kraftaverk eftir bandaríska
skurðlækninn Bernie S. Siegel og
fjallar hún um reynslu hans af
einstökum hæfileika krabba-
meinssjúklinga til að læknast af
sjálfsdáðum. Bókin fjallar um
það að lækna og lina þjáningar,
hún segir frá sjúklingum sem
hafa sterkan vilja til að sigrast á
sjúkdómum og lifa af.
Bernie S. Siegel er bandarísk-
ur læknir sem unnið hefur ein-
stætt brautryðjendastarf til
stuðnings fólki með alvarlega
sjúkdóma. Hann fjallar um
vanda sinn í læknisstarfi og
hvernig hann leysti hann með því
að fara að vinna með sjúklingun-
um sem manneskjum og taka
þátt í baráttu þeirra af kærleik
fremur en að fást einvörðungu
við þá sem sjúkdómstilfelli.
Boðorð Siegels læknis er ein-
falt: Hægt er að ná undraverðum
árangri með því að beita kærleik,
skilningi og innsæi. Ef sálarlífið
er í jafnvægi eykst líkamanum
styrkur.
Kærleikur, lækningar, krafta-
verk er 240 bls. Auk þess eru 8
litmyndasíður í bókinni. Helga
Guðmundsdóttir þýddi.
Slys gera ekkii^5>
■ _ * m r » ÖKUM EINS OG MENN!
boð a undan ser!u