Dagur - 25.11.1988, Side 13
á góðum degi
Hér á Akureyri bar það við, fyrir
rúmum 60 árum, að maður einn
fór að rjála við mótorhjól, sem
skilið hafði verið eftir fyrir utan
hús í Brekkugötu og var vélin í
gangi. Maðurinn var óvanur
þessu farartæki, en vanur hjól-
reiðamaður. Settist hann nú á
bak að gamni sínu, en varð þess
valdandi í sama vetfangi, að
reiðskjótinn skellti á skeið mikið.
Maðurinn gat setið og stýrt, en
kunni ekki að stöðva hjólið.
Hófst nú ægileg reið um Akur-
eyrargötur, svo að allt hrökk
undan. Maðurinn stefndi inn í
bæinn og fram Eyjafjarðarveg
sem fugl flygi. Sá maðurinn, að
hann átti líf sitt undir því, að
hann gæti stýrt svo, að ekki yrði
slys. - Segir ekki af för hans fyrr
Bílastæðaskortur þjakar Akureyringa, þótt hann sé mun minni en í Reykja-
vík.
Hugleiðingar um bif-
reiðar og hjólhesta
25. nóvember 1988 - DAQUR - 13
Þórsarar!
Munið getraunirnar
alia laugardaga.
Felagsnumer Þórs er 603
Skrifstofa knattspyrnudeildar
er opin alla virka daga
frá kl. 17-18, sími 22381.
Veitum upplýsingar
og aðstoð.
Knattspyrnudeild.
Nýjung frá Esso-
nesti við Leiruveg
Bensín og díseleidsneyti
afgreitt á kvöldin
frá sælgætissölu.
Sjálfsafgreiðsla
Esso-nesti við Leiruveg.
en hann er kominn fram hjá
Saurbæ, 25 km frá Akureyri. Þá
stöðvaðist hjólið af sjálfu sér.
Vildi svo heppilega til, að bensín-
ið var þrotið. Lofaði maðurinn
Guð fyrir lífgjöfina, og þóttist
sleppa vel úr þeysireið þessari.
Það gerðist aftur rétt fyrir miðja
öldina í Reykjavík að maður
nokkur „stal“ heldur stærra far-
artæki, sem sagt strætisvagni.
Þetta var þó í góðum tilgangi
gert, og vildi þannig til: Er bíl-
stjóri vagnsins ætlaði að leggja af
stað sunnan úr Skerjafirði, kom
hann vagninum ekki í gang. Tals-
vert af farþegum var komið í
bílinn. Vagnstjórinn skrapp þá
inn í næsta hús til að hringja á
annan bíl sér til aðstoðar.
En á meðan strætisvagnstjór-
inn var að þessu, bar að mann
nokkurn, sem þurfti að komast í
vinnu sína til bæjarinsfog ætlaði
með vagninum. Er honum var
sagt hvernig sakir stóðu, settist
hann óbeðinn í vagnstjórasætið,
kom vagninum í gang og hélt af
stað með alla farþegana. Ók
hann áætlunarferðina eins og lög
gera ráð fyrir, skilaði bílnum á
sinn stað á Lækjartorgi og hélt
svo leiðar sinnar, eins og ekkert
væri sjálfsagðara en að gerast
strætisvagnstjóri í viðlögum. -
Hræddur er ég um að þessi tvö
atvik myndu ekki ganga svona
greiðlega fyrir sig í dag af skiljan-
legum ástæðum.
Bílaeign landsmanna er orðin
gífurleg og er farin að valda bæði
einstaklingum og þjóðinni í heild
talsverðum vandræðum. Hér á
Akureyri gengur umferðin ágæt-
lega fyrir sig þótt alltaf verði
eitthvað um slys og óhöpp. Aðal-
vandræðin í sambandi við umferð-
ina hér virðast vera að bílastæði
eru of fá. Sá sem hefur þurft að
sinna erindum sínum í miðborg
Reykjavíkur á bíl, á mánudegi
eða föstudegi eftir hádegi, mundi
þó kalla að hér væri aldeilis nóg
af stæðum fyrir bíla.
Annað vandamál er komið hér
upp sem ekki þekktist fyrir
tveimur, þremur árum. Það er að
í dag er nær útilokað að selja
bifreið sem er orðin eldri en 4ra
ára. Maður verður bara að keyra
þessa eldri bíla „út“ og síðan
lenda þeir í einhverjum „bíla-
kirkjugarðinum“, sem spretta
upp, vegna þessarar þróunar.
Þegar ég var ungur, var ég að
læra hjá flugfélaginu S.A.S. í
Kaupmannahöfn um nokkurt
skeið. Við vorum sendir tveir og
tveir í einu frá Flugfélagi íslands,
til að kynnast mótorsamsetning-
um og prófunum á flugvéla-
Auðunn
Blöndal
skrifar
hreyflum hjá þeim dönsku. Þetta
var að sjálfsögðu mjög skemmti-
legur tími og lærdómsríkur um
margt. Ég man hvað ég varð
hissa þegar ég sá forstjóra þessa
stóra fyrirtækis akandi á reiðhjóli
til vinnu sinnar. Við íslensku
lærlingarnir áttum þá flestir,
eitthvað sem við gátum kallað bíl
og man ég að minn fyrsti bíll var
Ford Prefect ’48 eða ’50 módel.
Eftir að ég varð eldri ætlaði ég
svo að taka þennan stórforstjóra
mér til fyrirmyndar, ég keypti
mér gott tveggja gíra hjól og fékk
konuna mína til að kaupa sér
annað, af sömu gerð. Ég held að
ég hafi haldið út að hjóla í vinn-
una í viku eða tíu daga. Eftir það
var þessi góði hjólhestur minn
auglýstur í smáauglýsingu, sem
nýr, og seldist fljótt. Eitthvað
hélt konan mín hjólreiðarnar
lengur út, en síðan var hennar
fákur einnig seldur.
Það mun hafa verið í kringum
1904 sem fyrsti bíllinn var keypt-
ur til landsins. Maður að nafni D.
Thomsen, keypti þessa bifreið og
fékk styrk frá ríkinu að upphæð
kr. 2.000. Þessi maður átti að
gera tilraunir með, hvort tiltæki-
legt væri að nota bifreiðar á veg-
um á íslandi. Bíll þessi reyndist
afar illa, var bæði vélarvana og
bilaði oft.
Það var svo ekki fyrr en 20/5
1913 að skoskur maður, útgerð-
armaður í Hafnarfirði, Bookless
að nafni, flutti hingað bifreið sem
stóð undir nafni. Sagt var um far-
kost þennan að hann liði mjúkt
og liðlega um veginn og léti vel
að stjórn. Þá fyrst voru menn
orðnir spyrjandi yfir hvort bílar
yrðu framtíðarfarartæki íslend-
inga. Það er víst enginn í vafa um
það lengur. Þegar þetta var að
gerast hafði fyrsta járnbrautar-
slysið orðið hér. Það var í maí-
mánuði þetta sama ár og vildi
þannig til, að sunnudaginn 4. maí
varð stúlka undir járnbrautar-
vagni, er verið var að skemmta
fólki með því að flytja það um
Eskihlíðarjárnbrautina. Stúlka
þessi ætlaði að stökkva af vagnin-
um í því að lestin stansaði, en
varð undir og fótbrotnaði og
hlaut fleiri meiðsl.
Þetta gerðist rétt tæpum mánuði
eftir að fyrsti gufuvagninn fór um
járnbraut hérlendis. Öll vitum
við um endalok eimreiðaferða
hérlendis og fáir eru þeir sem
trúa að járnbrautir verði lagðar
um okkar góða land, héðan af.
En hver veit? A.B
AðaHundur
Knattspyrnudeildar KA
verður haldinn í KA-heimilinu mánudaginn 28.
nóvember nk. kl. 20.30.
KA-félagar eru hvattir til að mætal Stjórnin.
Kjörmarkaður KEA Hrísalundi 5
ÞaÖ borgar sig að fá sér
i helgarmatínn hjá okkur
Lambakjöt af nýslátruöu í kjötborði ásamt
mörgum góðum réttum.
Munið kjúklingana beint úr ofninum
Viðskiptavinir takið eftir að rauðróf-
urnar eru komnar á mjög góðu verði
Opið til kl. 19.00 í kvöld föstudag og til kl. 16.00 laugardaga.
Verslið hagstætt og veríð velkomin
\/
o
W
VISA
Hrísalundur