Dagur - 30.11.1988, Blaðsíða 3

Dagur - 30.11.1988, Blaðsíða 3
30. nóvember 1988 - DAGUR - 3 Tryggvi Stefánsson Hallgilsstöðum: Lögmenn okkar telja margar kröfumar ógildar í föstudagsblaði Dags 25. nóvember er fimm dálka fyrir- sögn þar sem segir: „Hæpið við- skiptasiðferði að færast undan að standa við ábyrgðirnar." í sam- bandi við þessa frétt tel ég rétt að skýra fyrir mönnum af hverju við ábyrgðarmennirnir teljum að það þurfi ekki að flokkast undir slæmt viðskiptasiðferði að halda því fram að ábyrgðirnar séu ógildar þótt stjórnarformaður Sambandsins virðist telja annað. Við ábyrgðarmennirnir teljum að sumar kröfurnar á hendur okkur standist ekki samkvæmt réttum reglum um gildi krafna af þessu tagi. Stjórnarformaður Sambandsins vitnar í að virtur lögfræðingur, sem reyndar er sér- stakur lögfræðingur Sambandsins og Samvinnubankans, telji kröf- urnar gildar. Ég vil á móti benda á að við ábyrgðarmennirnir höf- um borið kröfurnar undir virta lögmenn og það fleiri en einn. Peir lögmenn teljast ekki síður virtir en lögmaður Sambandsins, - en annar þeirra lögmanna sem við höfum mest rætt við er hæsta- réttarlögmaður og löggiltur endurskoðandi, sem Sambandið benti okkur sérstaklega á að fá sem lögfræðing okkar í þessum málum. Þessi síðastnefndi lög- maður t.d. telur kröfurnar á hendur okkur fráleitar. Þar sem þetta eru mjög virtir menn hljót- um við að gera eitthvað með það sem þeir segja. Það má varpa þeirri spurningu fram, fyrst verið er að ræða um viðskiptasiðferði af hálfu Sam- bandsins í okkar garð, hvort ekki sé ástæða til að skoða vissa fleti Blönduós: Vaxandi atvinniileysi - 29 skráðir atvinnulausir Á undanförnum árum hcfur atvinnuástand á Blönduósi veriö mjög gott og atvinnuleysi mjög lítiö. Nú hefur orðið þar breyting á og hefur eitthvert atvinnuleysi verið viðvarandi síðan Pólarprjón hf. varð gjaldþrota. Nú eru 29 skráðir atvinnulausir á Blönduósi og er það mun meira en verið hefur á undanförnum árum. Að sögn Reynis Baldurs- sonar, skrifstofustjóra á bæjar- skrifstofunni er fleira fólk búið að fá gögn vegna atvinnuleysis- skráningar sem ekki er búið að skila inn ennþá. Atvinnuleysisins gætir mest hjá konum en það hefur oft- ast verið árstíðabundið hjá vöru- bílstjórum yfir veturinn en fáir þeirra eru nú komnir á skrá svo vænta má þess að atvinnulausum eigi eftir að fjölga nokkuð. Samdráttur hefur orðið hjá ýmsum fyrirtækjum og m.a. hef- ur starfsmönnum Vélsmiðju Húnvetninga fækkað en þó skort- ir verulega á að næg verkefni séu fyrir þá menn sem þar starfa. Fyrir skömmu voru auglýst þrjú störf hjá Kjötvinnslu SAH Hlustunarsvæði útvarpsstöðv- arinnar Hljóðbylgjunnar á Akureyri er óðum að stækka. Þann 1. desember næstkom- andi hefjast útsendingar henn- ar frá Reykjavík og næst hún um allt höfuðborgarsvæðið, um Suðurnesin og upp á Akra- nes svo eitthvað sé nefnt. Hljóðbylgjan heyrist og eftir sem áður víða um Norðurland. En það er ekki bara á Norður- landi sem nú heyrist í Hljóðbylgj- unni, því nýlega barst útvarps- stöðinni bréf frá áhugamanni um I og umsækjendur um þau voru nítján. Það sýnir glöggt að barist er um þau störf sem falla til á | Blönduósi þessa dagana. fh útvarpshlustun. Bréfið það kom alla leið frá Bologna á Ítalíu. Bréfritari, Giovanni Bellabarb- ara segist í bréfinu hafa náð útvarpsstöðinni vel. Um 3700 kílómetrar eru á milli Bologna og Akureyrar. Fyrr í sumar fengu Hljóð- bylgjumenn bréf frá Finna sem einnig var radioamatör og sagðist sá líka hafa náð stöðinni vel um tíma. „Við erum ánægðir með að fá send bréf frá öllum heimshorn- um,“ sagði Pálmi Guðmundsson útvarpsstjóri. mþþ Hljóðbylgjan heyrðist á Italíu - 3700 kílómetra leið hjá bankamönnum ekki síður en hjá okkur. Þeir síðarnefndu hafa ekki gengið betur frá málum sín- um en það að þau myndu ekki halda fyrir dómstólum ef á reyndi. Ég vil einnig benda á, þegar rætt er um „vanþakklæti" okkar ábyrgðarmannanna í þvf að vilja ekki þiggja tilboð Sambandsins, að ef við þiggjum tilboðið þá er það bundið því skilyrði að við tökum til greina þessar vafasömu kröfur. Þá er ábyrgð okkar, þrátt fyrir hlutdeild Sambandsins og bankanna í heildarupphæðinni það há að við ráðum engan veg- inn við það. Þetta myndi þýða að hver okkar þyrfti að taka að sér á þriðju milljón króna. Við sjá- um a.m.k. ekki sumir okkar hvernig við eigum að ráða við það. Ef við göngum að tilboði Sambandsins tökum við væntan- lega á okkur mun hærri upphæð en ef við göngum ekki að því. Skoðun mín er sú að það væri beiskur biti að þiggja aðstoð sem er verri en engin aðstoð. Ég vil að lokum benda á að hægt er að skilja fréttina frá stjórnarformanni Sambandsins þannig að við séum að reyna að velta þessu hverjir á aðra. Það er, held ég, misskilningur því við erum að vinna saman að þessum málum innbyrðis. Við stöndum allir saman og það ríkir enginn ágreiningur milli okkar ábyrgð- armannanna í þessum efnum. Tryggvi Stefánsson, Hallgilsstöðum. (alke falke • Góðar og þægilegar. • Gefa glæsilegt útlit. • Snið sem passar. • Þýsk gæðavara. tískuhúsiÖ Skipagötu 14 Sími 24396 falke UMBOÐIÐ -HEILDVERSLUN HÁALEITISBRAUT 68 SÍMI 84240 ... lækkun á 500g smjörstykkjunum. Við komum til móts við heimilin í jólaundirbúningnum... Venjulegt verð kr: S/VTJÖ** Jólatilboð: 139.- Jólaafslátturinn nær til smjörstykkjanna í jólaumbúðunum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.