Dagur - 30.11.1988, Blaðsíða 4

Dagur - 30.11.1988, Blaðsíða 4
4 — DAGUR - 30. nóvember 1988 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREVRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 70 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (iþróttir), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON, FRÍMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRIMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÚRI: HAFDfS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Vandi dreifbýlis- verslunar Verslunarfyrirtæki í dreifbýli standa mjög höllum fæti um þessar mundir og hafa undantekningarlítið búið við mikinn taprekstur um langt skeið. Er þá sama hvort litið er til verslunarfyrirtækja í einka- eign ellegar fyrirtækja í félagslegri eigu, svo sem kaupfélaganna. Nú þegar hafa nokkur verslunarfyr- irtæki í dreifbýlinu orðið gjaldþrota og fjölmörg önn- ur eiga við svo stórvægilega rekstrarörðugleika að etja, að vafasamt verður að teljast að þau nái að standa þá af sér. Valur Arnþórsson, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Eyfirðinga, ræddi síversnandi stöðu dreifbýlisversl- unar í viðtali í Degi á þriðjudag. Þar kemur fram að þessir erfiðleikar eiga sér sínar skýringar. í fyrsta lagi hefur staða dreifbýlisverslunar versnað vegna þeirra þjóðfélagsbreytinga, sem átt hafa sér stað; þ.e. fjölgunar í þéttbýli og fækkunar í dreifbýli. í annan stað hafa stórbættar samgöngur gert landið allt að einum markaði, þannig að fólk í dreifbýli sækir verslun jafnframt til stærstu þéttbýlisstaða. Þá hafa hækkandi vextir komið mjög illa við dreif- býlisverslunina, vegna mikils birgðahalds, en eins og kunnugt er, er veltuhraði verslunar í dreifbýli miklu lægri en í verslunum á þéttbýlisstöðum. Loks hefur það veruleg áhrif á stöðu dreifbýlisverslunar, hversu stór hluti af sölu hennar er dagvörur, svo sem landbúnaðarvörur, sem hafa ákaflega lága álagningu, miklu lægri en sem nemur kostnaðinum við að selja þessar vörur. Þessi álagning er svo lág, að meira að segja eigendur stórmarkaða á Reykjavík- ursvæðinu, kvarta hástöfum, en þó fá þeir svo og svo stóran hluta verslunar úr nágrannabyggðum til sín daglega. Þessi öfugþróun fyrir dreifbýlisverslun í landinu er mikið áhyggjuefni. Valur Arnþórsson komst svo að orði í fyrrnefndu viðtali: „Nú liggur í augum uppi að fólk í dreifbýli þarf á verslunarþjónustu að halda á sama hátt og það þarf heilbrigðisþjónustu og menntunaraðstöðu. Búseta, án verslunarþjónustu í hæfilegri fjarlægð, er nánast óhugsandi. Það hlýtur að verða hlutverk þjóðfélags- ins að leysa þessa þörf á sama hátt og þjóðfélagið leysir önnur viðfangsefni íbúanna. Það gengur ekki að verslunaraðilar reki dreifbýlisverslunina árum saman með tapi, það þýðir einfaldlega að hún leggst niður. Það er því óhjákvæmilegt að á íslandi, eins og í öðrum þróuðum löndum, séu gerðar ráð- stafanir af hálfu opinberra aðila til að dreifbýl- isverslun geti haldist við lýði.“ Ástæða er til að vekja athygli á þessum orðum. Innan mjög skamms tíma getum við staðið frammi fyrir því að fjölmargar verslanir í dreifbýlinu hætti eða verði gjaldþrota. Ef svo fer mun það hafa gífur- lega neikvæð áhrif á búsetuþróunina í landinu, enda telja flestir það nauðsyn að hafa a.m.k. dag- vöruverslun í næsta nágrenni. Stjórnvöld verða að huga að stöðu dreifbýlisversl- unar í landinu og gera viðeigandi ráðstafnir henni til bjargar, ef koma á í veg fyrir enn stórfelldari byggðaröskun en þegar hefur átt sér stað. BB. Þórsarar gefa félagsheimili sínu nafn: „Hamar skal það heita“ - sagði Aðalsteinn Sigurgeirsson formaður félagsins um leið og Halldór Árnason aíhjúpaði nafnið sem fyrir valinu varð Þórsarar héldu fokeldishátíð mikla í hinu nýja félagsheimili sínu á Iaugardaginn. Þá var heimilinu einnig gefið nafn en stjórn félagsins stóð fyrir sam- keppni um nafnið. „Hamar skai það heita,“ sagði Aðal- steinn Sigurgeirsson formaður Þórs um leið og Halldór Árna- son skósmiður afhjúpaði nafn- ið sem varð fyrir valinu. Mikill fjöldi gesta mætti í heimilið á laugardag og er talið að um þriðja hundrað manns hafi komið í heimsókn. Á meðal þeirra var Sigfús Jónsson bæjar- stjóri, bæjarstjórnarmenn og Sig- björn Gunnarsson formaður íþróttaráðs. Dagskráin hófst með því að Aðalsteinn formaður bauð gesti velkomna en gaf síðan Gísla Kristni Lórenzsyni formanni byggingarnefndar orðið. Hann rakti byggingarsögu hússins og ræddi einnig framtíðaráform í byggingarmálum félagsins. Er Gísli Kristinn hafði lokið máli sínu, afhenti Hjálmar Pétursson félaginu glæsilegt minnismerki að gjöf, um tvo Þórsara, þá Kristján Kristjánsson og Þórarinn Jónsson, sem létust í íþróttaferð á vegum félagsins um Vestfirði, 8. júlí árið 1951. En þá var komið að því að greina frá úrslitum í samkeppni félagsins um nafn á félagsheimil- ið. Dómnefndin sem skipuð var sjö valinkunnum félagsmönnum átti úr vöndu að ráða en hafði engu að síður komist að sameig- inlegri niðurstöðu. Aðalsteinn formaður sagði að alls hefðu borist um 50 bréf með 83 nöfnum. Fyrir valinu varð nafnið „Hamar“ og höfðu þrír aðilar sent inn þetta nafn og var þeim öllum veitt verðlaun. Þeir voru Gunnlaugur Björnsson, Sveina Pálsdóttir og Þorsteinn Þorsteinsson. Dregin voru út ein aðalverðlaun og komu þau í hlut Gunnlaugs Björnssonar, sem er nú betur þekktur sem KA-maður en hefur þó starfað í herbúðum Þórs. Að síðustu var gestum boðið að ganga um og skoða húsið og þiggja ljúfengar veitingar hjá kvennadeild Þórs. Að lokum má geta þess að dómnefndin sem valdi nafnið á félagsheimilið var skipuðuð þeim Halldóri Árnasyni, Rafni Hjalta- lín, Svölu Halldórsdóttur, Sig- urði Arnórssyni, Þorsteini Svan- laugssyni, Gísla Kristni Lórenz- syni og Aðalsteini Sigurgerissyni. -KK Halldór Árnason skósmiður afhjúpar nafnið sem fyrir valinu varð. Kvennadeild Þórs bauð gestum upp á glæsilegar kaffiveitingar í tilefni dagsins og kunnu gestir greinilega vel að meta það sem á boðstólum var.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.