Dagur - 06.12.1988, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 6. desember 1988
Hátíðarstund á Hólum í Hjaltadal
- kirkjan vígð sl. sunnudag eftir miklar endurbætur
Það var sannkölluð hátíðar-
stemmning á menningarsetrinu
að Hólum í Hjaltadal si. sunnu-
dag þegar Hólakirkja var vígð
eftir miklar endurbætur á
henni að innan. Athöfnin hófst
með hátíðarmessu í kirkjunni,
þar sem var troðfullt út að dyr-
um og komust færri að en
vildu. Ætla má að um 500
manns hafí verið samankomnir
á Hólum þennan fagra vetrar-
dag, 2. sunnudag í aðventu, og
komu margir gesta langa leið
til að vera viðstaddir þessa
miklu hátíðarstund.
Sem fyrr segir hófst athöfnin
með hátíðarmessu í endurbættri
kirkjunni. Þar byrjaði vígslu-
biskup á Hólum, sr. Sigurður
Guðmundsson, á því að skíra
þrjú börn. Biskup íslands, Herra
Pétur Sigurgeirsson predikaði og
lýsti blessun í messulok. Fyriralt-
ari þjónuðu sr. Sigurður Guð-
mundsson vígslubiskup, sr.
Hjálmar Jónsson prófastur, sr.
Sigurpáll Óskarsson og sr. Dalla
Þórðardóttir. Kirkjukór Hóía- og
Viðvíkursókna söng við undirleik
Rögnvaldar Valbergssonar org-
anista og Brynjar Skúlason lék á
trompet. Kórnum stjórnaði
Haukur Guðlaugsson söngmála-
stjóri Þjóðkirkjunnar. Meðhjálp-
ari var Valgeir Bjarnason.
Að lokinni hátíðarmessu var
samkoma í kirkjunni þar sem
fluttar voru ræður og söngvar
sungnir. Ávörp fluttu sr. Sigurð-
ur Guðmundsson vígslubiskup,
Halldór Ásgrímsson kirkjumála-
ráðherra og Pór Magnússon
þjóðminjavörður. Þá flutti Þor-
steinn Gunnarsson arkitekt
erindi um byggingarsögu Hóla-
kirkju og þær endurbætur sem
gerðar hafa verið á kirkjunni
fram á daginn í dag. Að lokum
flutti sr. Hjálmar Jónsson pró-
fastur lokaorð á samkomunni.
Þegar hátíðarsamkomunni í
Hólakirkju lauk, en hún stóð yfir
í rúma tvo tíma, var gestum boð-
ið til kaffidrykkju í skólahúsi
Bændaskólans af Hólanefnd. Þar
gátu hinir fjölmörgu gestir gætt
sér á dýrindis kaffiveitingum í
þægilegu húsnæði Bændaskólans.
Framkvæmdir á Hólakirkju hóf-
ust í byrjun þessa árs og var unnið
sleitulaust fram á síðasta dag fyr-
ir vígsluna. Hólanefnd, skipuð af
kirkjumálaráðherra, var sett yfir
framkvæmdunum og í henni eiga
sæti sr. Sigurður Guðmundsson
vígslubiskup, formaður, sr.
Hjálmar Jónsson prófastur, Jón
Bjarnason skólastjóri Bænda-
skólans á Hólum og Trausti Páls-
son formaður sóknarnefndar
Hólasóknar, en hann tók sæti
Jóns Friðbjörnssonar er Jón flutti
frá Hólum. Hólanefnd réði fram-
kvæmdstjóra yfir verkinu og var
það Guðmundur Guðmundsson
Sauðárkróki. Hönnuðir á endur-
bótunum voru Þorsteinn Gunn-
arsson arkitekt, Ríkharður Krist-
jánsson verkfræðingur, Egill
Skúli Ingibergsson og Eyjólfur
Jóhannsson sáu um rafhönnun og
Kristján Flygering hannaði hita-
og loftræstikerfi. Verktakar voru
fjölmargir og fyrsta skal nefna
Trésmiðjuna Borg hf. á Sauðár-
króki, sem sá um tréverk og yfir-
smiður þar var Björn Björnsson.
Múrverk var í höndum Hans
Danry frá Danmörku og Baldurs
Haraldssonar, sem einnig sá um
steinlögn í kirkjuna. Málning var
í höndum málarameistaranna
Biskup íslands, herra Pétur Sigur-
geirsson, í predikunarstól.
Sigurðar Snorrasonar, Kristjáns
Hansen og Jóns Svavarssonar,
Rafsjá hf. Sauðárkróki lagði raf-
lagnir, Blikksmiðjan Höfði
Reykjavík lagði hita- og loft-
ræstilagnir, pípulagnir lagði
Hörður Ölafsson Sauðárkróki.
Margvísleg önnur vinna var innt
af hendi við endurbæturnar,
aðstoð við grjótnám úr Hóla-
byrðu veittu Landhelgisgæslan
með þyrlu sinni og Björgunar-
sveit Skagafjarðar. Lagfæring á
kirkjumunum sá fyrirtækið
Morkinskinna Reykjavík um og
Eitt af dýrustu djásnum Hólakirkju, komið á sinn stað eftir endurbæturnar.
Krossinn er ævaforn, eða frá 16. öld.
Prestar Hólastiftis, ásamt biskupi íslands, herra Pétri Sigurgeirssyni, ganga til hátíðarmessu í Hólakirkju í fullum
skrúða.
Sr. Sigurður Guðmundsson vígslu-
biskup, flutti ávarp á samkomu í
Hólakirkju að lokinni hátíðar-
messu.
Halldór Ásgrímsson kirkjumálaráð-
herra í ræðustól á samkomunni í
Hólakirkju.
Þorsteinn Gunnarsson arkitekt,
einn af hönnuðum breytinganna á
kirkjunni, flutti erindi á samkom-
unni um byggingarsögu kirkjunnar.
fornleifagröftur, lagfæring leg-
steina og fleira var í höndum
starfsfólks Þjóðminjasafnsins.
Kostnaður framkvæmdanna á
þessu ári er um 38 milljónir
króna og áætlaður kostnaður
næsta árs til að ljúka endurbótum
á kirkjunni að utan er um 21
milljón. Þar inn í er einnig kostn-
aður vegna kaupa á nýju orgeli
og fullnaðarviðgerð á Hólabrík.
Sem kunnugt er hefur ríkisstjórn
íslands ákveðið að kosta lokavið-
gerð á Hólabrík, í tilefni 70 ára
fullveldisafmælis 1. des. sl. og
ætlar hún að tryggja framgang
lokaáfangans á næsta ári, þannig
að endurgerð Hóladómkirkju
megi ljúka svo fullur sómi verði
að. -bjb
Hátíðarmessa og samkoma í Hólakirkju á enda og gestum var boðið til kaffi-
drykkju í skólahúsi Bændaskólans.
Það var þétt setinn bekkurinn í Hólakirkju á hátíðarmessunni eins og sjá má.