Dagur - 06.12.1988, Blaðsíða 13

Dagur - 06.12.1988, Blaðsíða 13
vfJfH v-dmtííöb .8 - JHUÍJAO - Kt 6. desember 1988DAGUR - 13 bœkur „íslandsferð John Coles“ Bókaútgáfan Hildur hefur sent frá sér bókina íslandsferð John Coles. John Coles var breskur ferða- langur og ævintýramaður, sem ferðaðist um hér á landi sumarið 1881, eftir einn mesta harðinda- vetur sem yfir ísland hefur geng- ið á síðari öldum. í ferðinni gerði Coles sér sérstakt far um að kynnast alþýðu manna í sveitum landsins. Bókin kom fyrst út hér á landi árið 1961 og seldist þá upp á skömmum tíma. Bókina þýddi Gísli Ólafsson og formála skrifar Haraldur Sigurðsson bókavörð- ur. Bókinni fylgir kort af þeim leiðum sem Coles fór hér á landi og gefur það bókinni mjög aukið gildi. Þrjár ævin- týrabækur Bókaútgáfan Skjaldborg hefur sent frá sér þrjár ævintýrabækur fyrir byrjendur. Bækurnar heita: Rauðhetta, Grísirnir þrír, og Gullbrá og birnirnir þrír. í frétt frá útgefanda segir m.a.: „Gömlu, góðu ævintýrin eru alltaf í fullu gildi. Hér eru þau mynd- skreytt og endursögð í því augna- miði að laða að sér byrjendur í lestri og yngri börn.“ Söguþráður fylgir hefðbundn- um útgáfum ævintýranna en text- inn er einfaldaður og lagaður að þörfum yngstu barnanna. Á hverri síðu er lítill andarungi og geta lesendur spreytt sig á að finna hann. Myndskreytingar annaðist Stephen Cartwright. „Skotta eignast nýja vini“ Bókaútgáfan Selfjall hefur gefið út bókina Skotta eignast nýja vini, eftir Margréti E. Jónsdótt- ur, fréttamann á Ríkisútvarpinu. Bókin er sjálfstætt framhald sögunnar um Skottu og vini hennar, sem kom út vorið 1987. Aðalsöguhetjurnar, húsamýsnar Skotta og Bolla, eiga heima við lítinn sumarbústað. Pær langar til að skoða sig um í heiminum og gerast laumufarþegar í bíl fjöl- skyldunnar sem á sumarbústað- inn. Ætlunin er að kynnast því sem borgarlífið hefur upp á að bjóða. En margt fer öðruvísi en ætlað er . . . Bókin er ætluð börnum á aldr-. inum 5-9 ára. Myndskreytingar annaðist Anna V. Gunnarsdóttir. „Guði gleymdir" - Ný bók eftir Sven Hassel Út er komin hjá bókaútgáfunni Skjaldborg, bókin Guði gleymd- ir, eftir Sven Hassel. „Líklega eru engar stríðsbæk- ur meira lesnar en bækur Sven Hassel. Hann barðist í þýska hernum og þekkir því hörmungar seinni heimsstyrjaldarinnar af eigin raun. Félagarnir Porta, Lilli, Gamlingi og Flóðhesturinn í hersveit hinna fordæmdu, eru hafðir í fremstu víglínu. Það er enginn sem hefur áhyggjur af þeim, allra síst þýski herinn. Magnaðar lýsingar af samskipt- um þessara hermanna innbyrðis auk átaka við óvininn, gera bæk- ur Sven Hassel að metsölubókum um allan heim,“ segir í frétta- tilkynningu frá útgefanda. „Bárusog" - eftir Bergsvein Skúlason Bókaútgáfan Hildur hefur sent frá sér bókina Bárusog, eftir Bergsvein Skúlason. Eins og í fyrri bókum Berg- sveins er í þessari bók að finna fjölbreyttan fróðleik um líf og störf þess fólks, sem byggði eyjar Breiðafjarðar á liðinni tíð. „I bókinni leitar hinni aldni sagnamaður, sem nú er nær níræður að aldri, víða fanga og öruggt er að efni hennar er kær- komið öllum þeim sem unna þjóðlegum fróðleik," segir m.a. í frétt frá útgefanda. „Sporðdrekar í Monte Carlo“ Bókaútgáfan Hildur hefur sent frá sér bókina Sporðdrekar í Monte Carlo, eftir Ib. H. Cavling. í frétt frá útgefanda segir m.a.: „Bækur Cavling hafa um langa hríð notið vaxandi vinsælda íslenskra lesenda. Óhætt er að segja að þessi nýjasta bók Cavl- ing sé einstaklega viðburðarík og spennandi." Snjókeðjur á flestar stærðir hjólbarða. DIESEL-VERK VÉLAST1LUNGAR OG VfÐGERÐiR DRAUPNISGÖTU 3 ■ 600 AKUREYRI SlMI (96)25700 FLUGMÁLASTJÓRN Námskeið í flugumferðarstjórn Ákveðið hefur verið að velja nemendur til náms í flugumferðarstjórn, sem væntanlega hefst í byrjun næsta árs. Stöðupróf í íslensku, ensku, stærðfræði og eðlis- fræði verða haldin 10. og 11. desember n.k. Umsækjendur skulu vera á aldrinum 20-30 ára, tala skýrt mál, rita greinilega hönd, standast tilskildar heilbrigðiskröfur og hafa lokið stúdentsprófi. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá Flugmálastjórn á fyrstu hæð flugturnsbyggingar á Reykjavíkurflug- velli og ber að skila umsóknum þangað fyrir 7. des- ember, ásamt staðfestu afriti af stúdentsprófskírteini og sakavottorði. Flugmálastjóri. MíutmssMm MEISTARAFÉUG RAFEINDAVIRKJA TRYGGIR CÆÐIN Glerárgötu 32 Sími 23626 hefiir femtö Komið • Sjáið • Hlustið Látið fagmann ráðleggja Viðgerðarþjónusta • Sœkjum • Sendum Nœg bílastæði bakatil ONKYO hlj ómflutningstæki SFISHER myndbönd seleco sjonvorp ljósritunarvélar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.