Dagur - 06.12.1988, Side 2

Dagur - 06.12.1988, Side 2
2 - DAGUR - 6. desember 1988 Ekkert „ríki“ á EgOsstöðum Egilsstaðabúar setn vilja „lyfta“ sér aðeins upp og dreypa á guðaveigum, þurfa að aka í a.m.k. 30 mínútur til Seyðisfjarðar í næsta „ríki“, eða að greiða undir fleiginn sinn í póstkröfu. í vor var samþykkt í atkvæða- greiðslu að heimila ÁTVR að setja upp verslun á Egilsstöðum. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var ágæt og um 56% þeirra sem afstöðu tóku, vildu að áfengis- útsala yrði opnuð á staðnum. „Við höfum ritað bréf til ráðu- neytisins og áfengisverslunarinn- ar og tilkynnt þeim þessa niður- stöðu, jafnframt því að við biðj- um um að verslun verði sett upp hér sem fyrst,“ sagði Sigurður Símonarson bæjarstjóri í samtali við Dag. „Þeir eru auðvitað með mörg verkefni á sinni könnu og aldrei að vita hvenær kemur að okkur, en mér hefur verið tjáð að ekki komi að okkur fyrr en í fyrsta lagi næsta haust. Skynsem- in segir okkur að þetta hljóti að koma á öllum þéttbýlisstöðum, sérstaklega þar sem um er að ræða jafn mikinn ferðamanna- straum og hér er. Það nær ekki nokkurri átt fyrir fólk sem fer hér um að þessi þjónusta skuli ekki vera hér.“ VG Skákfélag Akureyrar: Gylfi sigraði á Haustmótinu - en Bogi sigraði í hraðskákmótinu Gylfi Þórhallsson sigraði á Haustmóti Skákfélags Akur- eyrar og varði þar með titil sinn frá því í fyrra. Keppni í A- flokki var æsispennandi en Gylfi hlaut 6 vinninga af 8 mögulegum, Rúnar Sigurpáls- son og Þór Valtýsson fengu 5V2 vinning og Kári Elíson 5 vinn- inga. Þessir fjórir börðust um sigurinn. Næstir komu Magnús Teitsson með 4 v., Reimar Pétursson og Bogi Pálsson með 3 v., Skafti Ingimarsson með 2V v. og Sig- urjón Sigurbjörnsson 1Vi v. Einn keppandi varð að hætta vegna veikinda. I B-flokki sigraði Lárus Péturs- son og fékk hann IVi vinning af 9 mögulegum. 2.-3. sæti: Jakob Þór Kristjánsson og Stefán Andrésson 6xh v. 4. Þorleifur Karlsson 6 v. 5.-6. Júlíus Björns- son og Örvar Arngrímsson 4 v. Skákstjórar voru Albert Sigurðs- son, Páll Hlöðvesson og Ingimar Friðfinnsson. Þá eru hér úrslit í hraðskák- móti þar sem keppendur voru um 60 í þremur flokkum. Flokkur fullorðinna: 1. Bogi Pálsson 17 vinningar af 20. 2. Þór Valtýsson 16'/i v. 3. Gylfi Þórhallson 16 v. 4.-5. Reimar Pétursson og Rúnar Sigurpálsson 15 V v. 6. Jón Björg- vinsson 14VL 7. Sigurjón Sigur- björnsson 14 v. 8. Smári Ólafsson 13 v. Unglingaflokkur: 1. Rúnar Sigurpálsson 23 V vinningur af 24. 2. Þórleifur Karlsson 19'/2 v. 3. Reimar Pétursson 19 v. 4. Smári Teitsson 17 v. 5. Ragnar Þorvarðarson 16'A. 6. Pétur Grétarsson 13 v. 7. Júlíus Björns- son 12 v. Drengja- og telpnaflokkur: 1. Páll Þórsson 24 vinningar af 26. 2. Halþór Einarsson 24 v. (Páll sigraði í einvígi). 3. Gestur Einarsson 23 v. 4. Birkir Magnússon 22. 5. Þorbjörg Þórs- dóttir 21 v. 6. Halldór Ingi Kárason 17 v. 7.-10. Magnús Dagur Ásbjörnsson, Bárður Heiðar Sigurðsson, Einar Jón DAGUR Revkjavík 8 91-17450 Norðlenskt dagblað Gunnarsson og Kristján Ingi Jóhannsson 16 v. Skákstjóri var Sigurjón Sigurbjörnsson. SS , r/.„, . .... Kjarabót á Húsavík 5 ára Kjarabót, matvörumarkaður að Garðarsbraut 62 á Húsavík átti 5 ára afmæli föstudaginn 25. nóv. sl., það var einmitt föstudagur fyrir fimm árum sem var fyrsti verslunardagurinn í Kjarabót. Jón Þorgríms- son eigandi verslunarinnar og tengdasonur hans, Sighvatur Einar Sighvatsson verslunarstjóri eru á myndinni ásamt hluta blómanna sem bárust í tilefni dagsins. Mikið af heillaóskum og blómum barst. „Eg er þakklátur þeim sem gerðu okkur daginn svona ánægjulegan," sagði Jón. Milli 500-1000 manns munu hafa komið í verslunina á afmælisdaginn. Boðið var upp á veitingar í tilefni dagsins og hurfu mjög góðar rjómatertur eins og dögg fyrir sólu, en þær voru pantaðar frá Brauðgerð KÞ og ætlaðar fyrir 500 IM manns. Kvennalistakonur endurflytja lagafrumvarp um umönnun barna: Atviimuöryggi foreldra verði ekki raskað vegna bamauppeldis - foreldri hafi rétt til að ganga aftur að starfi tveimur árum frá fæðingu barns Kvennalistakonurnar Kristín Halldórsdóttir, Þórhildur Þor- leifsdóttir, Kristín Einarsdóttir og Málmfríður Sigurðardóttir hafa lagt fram á Alþingi frum- varp til laga um rétt foreldra til leyfis frá störfum vegna umönnunar barna. Samkvæmt frumvarpinu hefur foreldri sem beiðist lausnar frá starfi sínu til þess að annast barn sitt rétt til að ganga aftur að sama Dögun hf. Sauðárkróki: Tekur rækjuskip Rækjuverksmiðjan Dögun hf. á Sauðárkróki hefur tekið á leigu fiskiskipið Hilmi II, SU- 177, frá Fáskrúðsfirði. Leigu- samningur, sem gerður var við Söltunarstöðina Hilmi sf., gild- ir frá 1. febrúar nk. og er gerð- ur til eins árs. Hilmir II er 305 tonn að stærð, smíðaður í Hollandi 1967 og endurbættur tíu árum síðar. Með því að leigja skipið hefur áframhald- andi rekstur hjá Dögun verið tryggður, en framtíð fyrir- tækisins hefur verið ótrygg frá því að rækjuskip þess, Röst SK-17, lagðist að bryggju með útrunnið haffærisskírteini. Leigusamningurinn er með forkaupsrétti og ef út í það fer að Dögun muni kaupa skipið þá hef- ur Sauðárkróksbær samþykkt að veita bæjarábyrgð, allt að 27 Þokkalegt hey á Norðurlandi Rannsóknir Búnaðarsambands Eyjafjarðar á heyjum norðan- lands frá síðastliðnu sumri hafa leitt í Ijós að gæðin eru svipuð og sumarið 1987, þrátt fyrir rysjótta tíð sl. sumar. Guð- mundur H. Gunnarsson sagði að fóðurgildið væri þó misjafn- ara nú en sumarið ’87, en með- altalið hins vegar mjög svipað hvað gæðin snertir. „Þetta er allt frá mjög góðu heyi niður í lakara hey, þannig að gæðin eru breytilegri en í fyrra. Meðaltalið sýnir þó að hey á Norðurlandi hefur verið mjög þokkalegt. Það þarf 1,89 kg af heyi í fóðureiningu, sem er sama magn og í fyrra,“ sagði Guð- mundur. Á Austurlandi er útkoman hins vegar verri, en þar rigndi mikið í sumar og hey því lakari. Þar þarf um 2,3 kg af heyi í fóð- ureiningu. í Eyjafirði ermeðaltal 440 sýna 1,85 kg í fóðureiningu, sem er þokkalega gott, enda sagði Guðmundur að mörg mjög góð sýni hefðu komið úr Eyja- firði. Hann taldi að bændur þyrftu að kaupa svipað magn af fóður- bæti og í fyrra, en þó þyrftu þeir væntanlega að mæta þeim breyti- leika sem væri á gæðum heyj- anna. SS áleigu milljónum króna. Er ábyrgðin bundin Dögun hf. og ekki yfir- færanleg. En fyrst um sinn mun Dögun leigja skipið og óvíst er hvort af kaupum verði. Sem fyrr segir liggur rækjuskip Dögunar, Röst SK-17, við bryggju með útrunnið haffæris- skírteini og að sögn Garðars Sveins Árnasonar framkvæmda- stjóra Dögunar hefur ekki verið ákveðið hvað verður um skipið í framtíðinni. Það mun þó liggja við bryggju yfir jólahátíðina og sagði Garðar að það yrði að sjálf- sögðu skreytt í jólabúning, sem og önnur stærri skip. Nýlega lauk vinnslu á innfjarð- arrækju, alls 50 tonnum, hjá Dögun og á þessu ári hafa verið framleidd 800 tonn af rækju, sem er metár. í fyrra voru framleidd 690 tonn. Sem kunnugt er var starfsfólki Dögunar sagt upp 1. október sl. með mánaðar upp- sagnarfresti, en þær uppsagnir voru teknar til baka þegar vinnsla á innfjarðarrækjunni hófst. Að sögn Garðars Sveins verður ekki farið í það að segja upp starfs- fólki að nýju, en næstu tvo mán- uði, eða þar til Hilmir II fer á veiðar, verður rólegur tími hjá Dögun. „Við munum nýta hann til að gera þessa árlegu tiltekt í verksmiðjunni, mála og gera hreint. Síðan gefst rýmri tími til að skrifa jólakortin,“ sagði Garð- ar Sveinn að lokum, hress að vanda. -bjb starfi og sömu kjörum allt að tveimur árum frá fæðingu barnsins. Frumvarpið en nú endurflutt en því var, að loknum umræðum á þingi fyrir tveimur árum, vísað til ríkisstjórnarinnar en þær kvennalistakonur telja ekkert hafa gerst síðan og endurflytja því frumvarpið. í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að atvinnuþátttaka kvenna nálgist nú atvinnuþátttöku karla, á sama tíma og kröfur atvinnulífsins til starfsfólks hafi aukist verulega. Þessar kröfur hafi reynst erfitt að samræma kröfum um umönnun og uppeldi ungra barna. Því sé tilgangur frumvarpsins að koma til móts við breyttar aðstæður foreldra ungra barna og gera þeim kleift að sinna þörfum heimilis og barna fyrstu tvö árin í ævi barns án þess að raskað sé atvinnu- öryggi þeirra. JÓH Kaupmannafélagið á Akureyri: Gerir samn- ing við Dag Kaupmannafélagið á Akureyri hefur gert samning við dag- blaðið Dag um verulegan afslátt fyrir félagsmenn varðandi auglýsingar fyrir jólin. Frátekin er minnst ein síða í blaðinu hvern fimmtudag til jóla, þ.e. þann 1., 8., 15. og 22. des- ember. Félagið greiðir hluta kostnaðar. Auglýsingum þarf að skila á þriðjudegi og gott er að hafa samband við Frímann aug- lýsingastjóra af þessu tilefni, en hann er í síma 24222,

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.