Dagur - 06.12.1988, Blaðsíða 3

Dagur - 06.12.1988, Blaðsíða 3
Verkalýðsforingjar um atvinnuástandið: Olíklegustu fyrirtæki fækka starfsmönnum Ef taka má mark af fréttum upp á síðkastið, virðist atvinnu- ástandið í landinu ekki vera svo ýkja gott. Æ fleiri fyrirtæki bætast í hóp þeirra sem gripið hafa til uppsagna starfsfólks og svartsýnustu menn segja krepp- una rétt að byrja. Dagur hafði samband við tvo verkalýðsforingja, þau Kristínu Hjálmarsdóttir hjá Iðju og Sævar Frímannsson hjá Einingu og innti þau eftir ástandinu hjá þeirra félagsmönnum. „Mér líst alls ekki vel á þetta. Það virðist vera samdráttur víð- ast hvar og í svo til hverju fyrir- tæki er fækkun á starfsfólki, meira að segja hjá ólíklegustu fyrirtækjum. Eg er nú að vona að ekki verði meira um uppsagnir, en er þó hræddust unt Alafoss. Ástandið þar er ákaflega óljóst og veltur á því hvort þeim takist að ná samningum. Ef þeir standa þetta ekki af sér, er ég ekkert óskaplega bjartsýn,“ sagði Kristín. Nú eru yfir 30 Iðjufélag- ar á atvinnuleysisskrá sem er um 5-6% allra félagsmanna og mun rneira en verið hefur um alllangt skeið. Auk þess eiga uppsagnir fjölda manns eftir að taka gildi. Kristín sagðist einnig hrædd við að ef til stórfellds atvinnuleysis kæmi, stæði atvinnuleysistrygg- ingasjóður ekki undir sér vegna stórskertra framlaga til hans. „Það er óhætt að segja að horf- ur séu frekar slæmar," sagði Sævar Frímannsson. Hann sagði atvinnuleysi félagsmanna hafa aukist mikið upp á síðkastið, en að þeir gerðu sér vonir um að um tímabundið ástand sé að ræða. Fyrir elsta verslunarhúsi Yopnfirðinga lá að verða rifið, en nýlegar hugmyndir um varðveislu þess koma að lík- indum í veg fyrir að húsið hverfi. Það voru Danir sem byggðu húsið árið 1882 og þar höndluðu þeir með ýmsa vöru um skeið, en Kaupfélag Vopn- firðinga tók við rekstrinum þegar það leit dagsins Ijós. Húsið stendur við sjávarbakk- ann fyrir miðju þorpi og er eitt af elstu húsum Vopnafjarðar. Ein- ungis þrjú hús standa eftir frá þessum tíma, hið elsta frá árinu 1880, þá verslunarhúsið og eitt sem byggt var árið 1885. Þegar kaupfélagið flutti sig um set í nýtt húsnæði voru innréttaðar fjórar íbúðir í húsinu og í því „Við eru væntanlega að komast á botninn. Þetta hefur verið að þróast síðan í haust, en ég trúi ekki öðru en að okkar ágæta ríkisstjórn geri eitthvað í þessunt málurn." VG búið allt fram að árinu 1980. Frá þeim tíma hefur húsið ekki verið notað, að sögn Ómars Þ. Björg- ólfssonar byggingafulltrúa á Vopnafirði. Ómar sagði fullan vilja fyrir því að varðveita húsið og færa það í upprunalegt horf. Endan- leg ákvörðun þar um væri þó ekki búið að taka, né heldur að gera kostnaðaráætlun vegna endur- bótanna. Góðir máttarviðir eru í húsinu, en ýmislegt þarf að gera fyrir það svo upprunaleg mynd þess komi á. Ómar sagði að nýta mætti hús- ið á ýmsan hátt og nefndi þá hug- mynd sína að setja þar upp ráð- hús þeirra Vopnfirðinga. Húsið væri stórt og þar ættu að komast fyrir fjölmargir aðilar með skrif- stofur sínar. mþþ Elsta verslunarhús Vopnafjarðar: Verður það rifið eða gert að ráðhúsi? r 6. desember 1988 - DAGUR - 3 Frá kjörbúðum KEA Jólaafsláttur af smjöri í öllum kjörbúðum félagsins VvMatvörudeíld Góðar fréttir fyrir verslun og iðnað á Norðurlandi Kynnum bætta þj ónustu við Akureyri og aðrar Norðurlandshaftiir Ný áætlun Skipadeildar: Frá Reykjavík alla fímmtudaga. Á Akureyri á mánudagsmorgni. Þetta er þáttur í að gera Akureyri að miðstöð flutninga skipadeildar úti á landi. Athugið að nú er búið að stytta biðina eftir innflutningi frá Reykja- vík um 5 daga. Takið vikuna snemma með SKIPADEILD SAMBANDSINS AKUREYRI Hafnarstræti 91-95, sími 27797 TÁKN TRAUSTRA FLUTNINGA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.