Dagur - 07.12.1988, Page 6
6 - DAGUR - 7. desember 1988
„Eiga strákamir ekki
að vaska upp í dag?“
Miklar kröfur gerðar
Kennt er í 10 tíma á viku, 5 tíma
í senn á mánudögum og miðviku-
dögum. Hópurinn saman stendur
af um 12-14 nemendum og er
honum skipt í tvennt. Annareld-
ar matinn og hinn framreiðir ann-
an daginn og snúast hiutverkin
við hinn daginn. Sami matseðill
er báða dagana. í bóklegri
kennslu er svipað fyrirkomulag,
þ.e. matreiðsla er kennd eina
vikuna og framreiðsla hina.
í matreiðslu læra nemendur að
elda hinn ýmsa veitingahúsamat,
þ.m.t. forrétti og eftirrétti. Þá
læra þau einnig bakstur hjá hús-1
stjórnarkennara. Einu sinni á
önninni er farið í heimsókn á
kjötiðnaðarstöð og þar fylgjast
þau með úrbeiningu kjöt-
skrokka. Þau þurfa að kunna skil
á helstu vöðvum og hvernig best
er að nota þá.
í framreiðslu læra nemendur
að sjálfsögðu að reiða fram veit-
ingar, þ.e. allar kúnstarinnar
reglur um hvernig skammta á af
fötum, taka á saman diska og
fleira. Auk þessa læra þau hvern-
ig leggja skal á borð við hin ýmsu
tækifæri og fjölda servíettubrota.
Þá læra þau um vín í 1. bekk en
sem dæmi má nefna að nemendur
í Hótel- og veitingaskóla íslands
læra ekki um vín fyrr en í 3.
bekk. Þeir Ómar og Steinþór
voru sammála um að í veitinga-
tækniáföngunum í VMA væru
gerðar meiri kröfur en hjá Hótel-
og veitingaskólanum. Eftir ára-
mót verður síðan farið út í að
- litið inn hjá nemendum í veitingatœkni í VMA
Við erum stödd á Hússtjórnarsviði Verkmenntaskólans á Akureyri á
mildum vetrarmorgni seint í nóvember. Það er rétt byrjað að birta af
degi og nemendur í l.M á matvælabraut eru að hefja starfsdaginn.
Þar sem þetta er síðasti kennsludagur fyrir jól var okkur tjáð að bráð-
lega myndi lykt af svínahamborgarhrygg fylla öll vit. Þau létu nærveru
blaðamanna ekki hafa áhrif á sig og tóku til við undirbúninginn, en við
króuðum kennarana af á meðan og röktum úr þeim garnirnar.
Nemendur sem velja sér mat-
vælabraut sem aðal námssvið,
hljóta sjókokkaréttindi að einu
ári loknu, en þeir eru víst ekki
margir sem nýta sér þau. Eftir
tveggja ára nám á þeim að vera
kleift að reka lítið mötuneyti.
Auk þess sem þá geta nemendur
haldið áfram og lokið stúdents-
prófi eða farið í Hótel- og veit-
ingaskóla íslands og fá þar til-
heyrandi styttingu á námstíma.
I áfangalýsingu fyrir VET
235A, en þar erum við einmitt í
heimsókn, segir að markmið
námsins sé að nemendur öðlist
þekkingu og þjálfun í undir-
stöðuþáttum matreiðslu og fram-
reiðslu miðað við hótel og veit-
ingastaði. Heiti algengustu fæðu-
tegunda og matseðlar á frönsku
tengjast fagbóklegu námi.
Kennslu í þessu fagi skulu mat-
reiðslu- og framreiðslumeistari
annast. Það eru þeir Haukur
Tryggvason og Ómar Gylfason
framreiðslumeistarar á Hótel
KEA sem skipta með sér fram-
reiðslukennslunni og Steinþór
Steinþórsson matreiðslumeistari
á Hótel KEA sér um matreiðsl-
matreiða fínni rétti og gera mat-
seðla, en að sögn kennaranna má
fara að sjá mikinn mun á nem-
endunum þegar líða fer á vor-
ið ef þeir eru bornir saman við
ástandið um haustið. Einu sinni á
ári, venjulega í febrúar eða mars,
er bæjarstjórn Akureyrar boðið í
mat. Má segja að hér sé á ferð-
inni hápunktur vetrarins, því
þeirri veislu stjórna nemendur
sjálfir. Venjulega er boriri fram 5
rétta máltíð á þessum stóra degi.
Kennararnir fitna
Þeir Ómar og Steinþór voru
spurðir hvernig þeim þætti að
una.
Jólalyktin var ómótstæöileg og vissara að gæta vel að kjötinu i ofninúm.
Það er ekki hægt annaö cn að taka hraustlega til matar síns þegar svona Ijúf-
fengur matur er á borðum.
kenna þessi fög, en báðir starfa í
fullu starfi við sitt fag. Þeir eru
báðir að kenna sinn 3ja vetur og
sögðu kennsluna góða tilbreyt-
ingu frá hinu. „Við tökum fram,
að þetta gerum við eingöngu fyrir
hugsjónina." Aðspurðir sögðu
þeir að vissulega kæmi örvænt-
ingin stundum yfir þá þegar þeim
finnst ekkert ganga vel, en á
haustin væru þeir alltaf farnir að
hlakka til að taka á móti nemend-
um á ný.
Nemendur í veitingatækni eiga
auðvelt með að fá sér aukavinnu
með skólanum og segja kennarar
við skólann í gríni, að vart sé
þverfótað fyrir nemendum á
skemmtistöðum bæjarins. Ómar
og Steinþór sögðu reyndar, að
þessir nemendur væru einstak-
lega góðir starfskraftar á veitinga-
húsum og að mikill munur sé á að
vinna með þeim, eða öðrum sem
ekki hafa þessa reynslu.
Það er um að gera að fara mynduglega að þessu öllu saman og sjálfsagt að hjálpast að.