Dagur - 23.12.1988, Page 2

Dagur - 23.12.1988, Page 2
2 - DAGUR - 23. desember 1988 Jól á Seyðisfirði: „Tökum hressilega á móti nýju ári“ - segir Þorvaldur Jóhannesson bæjarstjóri „Hér eru menn farnir að búa sig undir að taka á móti jólun- um. Síðasta Ioðnuskipið er komið í höfn og síldveiði er að mestu Iokið,“ sagði Þorvaldur Jóhannsson bæjarstjóri á Seyðisfirði aðspurður um hvort bæjarbúar væru komnir í jólaskap. Bærinn er kominn í jólabúning með tilheyrandi jólaskrauti og -lýsingum. Ekki hefur borið á hópferðum til verslunar í aðrar áttir „enda byggist tilveruréttur okkár á því að fólk versli heima,“ sagði Þorvaldur. Hann sagðist búast við að upp- úr þessu færu menn að slappa af og búa sig undir að taka hressi- lega á móti nýju ári. Sagðist hann vona að fólk tæki á móti því með bjartara hugarfari en ríkt hefur í lok þessa árs og sannfærður um að nú hljóti íslendingar að hafa áttað sig á því, hver sé undir- stöðu atvinnuvegurinn. Nú þurfi stjórnvöld aðeins að koma traust- um fótum undir hann og þá snúist allt upp á við aftur. Ekki hefur borið á atvinnuleysi á Seyðisfirði á þessu ári, en þar er alltaf sama vandamálið þ.e. skortur á íbúðahúsnæði. „Það heyrir orðið fortíðinni til að ein- staklingar byggi sér íbúðarhús- næði úti á landi og það er að verða gífurlega mikið umhugsunar- efni.“ VG Þórshöfn-VopnaQörður: Vegurinn einungis lokaður í 22 daga - leiðrétting Einar Friðbjörnsson verkstjóri Vegagerðar ríkisins á Vopna- firði hafði samband í fram- haldi af viðtali hér í blaðinu þar sem fram kom að ófært hafi verið á milli Vopnafjarðar og Þórshafnar í þrjár vikur samfleytt á síðasta ári. Einar sagði þetta alrangt. Á síðasta ári var lokað í 22 daga, en ævinlega mokað tvo daga í viku þannig að þá daga sem mokað var gátu menn hæglega komist á milli Vopnafjarðar og Þórshafn- ar. í janúar lokaðist vegurinn aldrei, 10 daga í febrúar, 6 daga í mars og jafn oft í apríl. Árið 1987 var einungis lokað í 4 daga á milli þessara staða. Það sem af er þess- um vetri hefur þurft að moka tvisvar sinnum á milli, enda vet- urinn afar góður. FJORÐUNGSSJUKRAHUSIÐ Á AKUREYRI Breyting á heimsóknar- tímum um jól og áramót Aðfangadagur og gamlársdagur. Heimsóknartími kl. 18.00-21.00. Jóladagur, annar dagur jóla og nýársdagur. Heimsóknartími kl. 14.00-16.00, 19.00-20.00 og eftir samkomulagi við viðkomandi deild. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. -it>- Hátel KEA óskar viðskipiavinum sínum gfeðifajra jóía °9 farsceídar á nýju ári Starfsmenn Útvarps Ólundar, f.v. Geir Gíslason, Kristinn Magnússon og Áskell Þór Gíslason. Ólund vel tekið Mynd: GB Útvarpsstöðin Ólund á Akureyri hefur nú verið starfrækt um skeið og hafa viðtökurnar verið góðar, að sögn Vals Sæmundssonar dag- skrárgerðarmanns. Hann segist sérstaklega hafa orðið var við áhuga hjá skólafólki á Akureyri. „Þenkjandi unglingar hafa tekið Ólund opnum örmum, en hins vegar er það útbreiddur misskiln- ingur að við spilum bara þunga- rokk og pönktónlist. Dagskráin er mjög fjölbreytt. Við spilum líka gullaldartónlist og er sjálf- sagt að benda eldra fólki á það. Þá er Ólund með fréttir á hverju kvöldi, bæjarfulltrúar og fleiri hafa komið í heimsókn, þannig að flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi,“ sagði Valur. Þess má geta að lokum að Ólund er nú í jólafríi til 28. des- ember. SS Útflutningur á kindakjöti: Um 2000 toim til Norðiir- landaima á næsta árí - 7 tonna prufusending til Búlgaríu Nú eru Iíkur á að náðst hafi samningar um sölu á nálægt 2000 tonnum af íslensku lambakjöti erlendis á næsta ári. Fyrir lok janúarmánaðar verður Ijóst um sölu á um 700 tonnum til viðbótar, bæði aust- Allþokkalegt atvinnuástand er nú á Vopnafirði. Einhverjir munu þó vera á atvinnuleysis- skrá, en það eru allt konur sem unnu í saumastofunni Hrund. Iðnaðarmenn hafa haft yfrið nóg að gera á haustdögum og í fiskvinnslunni hefur einnig veriö þokkalegt að gera. Sveinn Guðmundsson sveitar- stjóri á Vopnafirði segir sauma- stofuna allan sinn lífaldur hafa staðið á brauðfótum. Megnið af hennar verkefnum hafi verið ýmiss konar smáverkefni, en hún veitti þó um tíu manns vinnu. Hreppurinn á 20% í saumastof- unni og Kaupfélag Vopnfirðinga 20%, ýmsir einstaklingar, allt heimamenn eiga afganginn. „Þetta hefur gengið hálf brösug- lega,“ segir Sveinn. „Saumastof- an vann verkefni fyrir gamla Ála- foss og jafnvel þótt hinn nýi hafi reynt að vera vinsamlegur þá dugir það ekki til.“ Bullandi vinna hefur verið hjá iðnaðarmönnum bæjarins, enda mikið blíðviðri verið allt haustið. Ýmis stór verkefni hafa verið í gangi hjá iðnaðarmönnunum. Hvað fiskvinnsluna varðar er síldarsöltun lokið fyrir nokkru á ur og vestur um haf. Miðað við að allir þessir samningar stand- ist og sala á lambakjöti innan- lands verði um 8200 tonn mun ganga á birgðir af lambakjöti í landinu. Eins og blaðið hefur sagt frá Vopnafirði, en unnið hefur verið í frystihúsinu undanfarnar vikur. Fiskvinnslufólk verður í fríi um jólin, enda tvö skipanna búin með kvóta sinn. Brettingur verð- ur að veiðum milli jóla og nýárs, en selur aflann í Bretlandi þann 5. janúar. mþþ „Höfnin verður full af skipum á alla kanta og tví- og þrísetið sums staðar,“ sagði Baldvin Þorsteinsson, hafnarvörður hjá Akureyrarhöfn, þegar hann var spurður um fjölda skipa í höfninni yfir hátíð- arnar. Allir togarar Útgerðarfélags Akureyringa hf. verða í höfn, en þeir eru sex talsins. Þá verða tvö skip Samherja hf., Akureyrin og Oddeyrin, í höfn, en Margrét EA mun landa í Þýskalandi 28. des- ember og er eina Akureyrarskip- ið sem verður fjarverandi um liggja fyrir samningar um sölu á 650 tonnum til Svíþjóðar. Þessu til viðbótar er ráðgert að sama magn verði selt til Færeyja og 4- 600 tonn til Finnlands. Samkvæmt upplýsingum blaðs- ins er hugsanlegt að íslenskt lambakjöt verði einnig selt til Asíulanda í gegnum samninga íslendinga við Norðmenn og EFTA. Að sögn Árna Jóhanns- sonar, framkvæmdastjóra Búvörudeildar Sambandsins, standa yfir athuganir á fleiri sölu- möguleikum og í því sambandi nefndi hann að ákveðið væri að 7 tonna prufusending fari til Búlg- aríu innan tíðar. Árni segir að mjög erfitt verði að ná hagstæðu verði á mörkuð- um austan járntjalds enda óski þessar þjóðir eftir að kaupa kjöt í mjög stórum skömmtum. Betra verð fást á Norðurlandamarkað- inum og segir Árni að útlit sé fyr- ir að í þessum löndum verði verð- hækkunin milli ára meiri en sem nemur verðbólgu í viðkomandi löndum. JÓH jólin. Súlan EA og Þórður Jónas- son EA verða einnig í höfn. Auk þessara tíu skipa frá Akureyri verða allmörg utan- bæjarskip í Akureyrarhöfn. Húsavík, Ólafsfirði og Dalvík eiga eitt skip hvert í höfninni. Þrjú skip koma frá Hrísey, tvö frá Hauganesi og tvö frá Árskógssandi. Þann 27. desem- ber kemur Drangey frá Sauðár- króki til Akureyrar. Tvö flutn- ingaskip koma til Akureyrar á milli jóla og nýárs, strandferða- skipið Hekla og færeyskt skip. EHB Vopnaflörður: Næg atvinna f\TÍr aJla nema saumakonur - fiskvinnslufólk í fríi um hátíðarnar, en Brettingur siglir til Bretlands á nýju ári 23 skip í Akureyrar- höfii um jól og áramót • i/Nrri i/r a A U I IDCVDI

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.