Dagur


Dagur - 23.12.1988, Qupperneq 3

Dagur - 23.12.1988, Qupperneq 3
n^at' ‘•ertmannK <M' . CIIIÍVUI _ l' 23: desember 1988 - DAGUR - 3 Orkustofnun með frekari rannsóknir á jarðlögunum undir Hrísey: Er nóg heitt vatn í Hrísey fyrir íiskeldisfyrirtæki? Heitavatnsboranir í Hrísey fyrir rúmu ári gáfu mjög góða raun eins og menn rekur minni til. Upp kom mikið magn af heitu vatni sem reyndist miklu meira en nóg til þess að hita upp öll hús í Hrísey. Mikill áhugi er fyrir því í Hrísey að nýta heita vatnið í fiskeldi. Akvörðun um stofnun fiskeld- isfyrirtækis þar verður þó að Skagaströnd: Eldur um borð í togara Aðfaranótt þriðjudagsins var slökkvilið Skagastrandar kall- að um borð í togarann Þröst frá Bíldudal sem lá þar í höfn. Skipið var ekki tengt rafmagni úr landi heldur var ljósavélin höfð í gangi. Það var svo um kl. 4 sem menn sem vöktuðu skipin í höfninni þessa nótt urðu varir við að öll ljós í Þrestinum voru slokknuð. Fóru þeir þá um borð til að kanna hverju það sætti og urðu þá strax varir við að reyk lagði upp úr vélarrúminu. Þeir lokuðu vélarrúminu eins vel og hægt var og kölluðu slökkviliðið á staðinn. Þegar reykkafarar komu niður f vélarrúmið kom í ljós að ljósavélin hafði ofhitnað og eldgreinin orðið glóandi og kveikt út frá sér í rafmagnstöflu. Þegar slökkviliðið kom niður í vélarrúmið var eldurinn kafnað- ur. Búnaður er við ljósavélina sem á að slökkva á henni ef hún hyggjast á frekari rannsókn jarðvísindamanna á því hversu mikið vatnsmagn er þarna í iðrum jarðar auk frekari rann- sókna á jarðiögum undir eynni. Búist er við að Orku- stofnun skili skýrslu um athug- un á þessum þáttum um mán- aðamótin janúar-febrúar á næsta ári. Að sögn Gríms Björnssonar, jarðvísindamanns á Orkustofnun, er ljóst að jarðlögin undir eynni eru mjög vatnsgæf. Hann segir hins vegar að nauðsyn sé á frek- ari rannsóknum á samspili heita og kalda vatnsins í og við borhol- urnar. „Það virðist vera við- kvæmt jafnvægi rnilli streymi heita vatnsins upp og út í köldu jarðlögin og streymi kalda vatns- ins ofan í holurnar. Við þurfum umfram allt að geta sagt betur til um þetta jafnvægi, beisla þarf kalda vatnið þannig að það setji ekki strik í reikninginn með nýt- ingu þess heita,“ segir Grímur. Sem liður í rannsókn á þessu flókna samspili heita og kalda vatnsins segir Grímur að þurfi að afla upplýsinga um hið svokall- aða Iárétta lag sem virðist vera undir Hrísey. Þetta lag er mjög lekt og gæti verið rautt millilag. óþh Um atvmnuleysi - athugasemd frá Þorleifi Pór Jónssyni Vegna viðtals við undirritaðan, sem birtist í Morgunblaðinu þann 14. þessa mánaðar hafa Björn Snæbjörnsson og Ármann Helga- son sett fram hugleiðingar um atvinnuleysismál sem rétt er að svara, þó ég hefði frekar kosið að þeir hefðu rætt við mig áður en þeir fóru í blöðin svo hægt hefði verið að útskýra hlutina beint. Björn bendir réttilega á að misskilningur hafi verið milli mín 'og Vinnumiðlunarskrifstofu um skráningu starfsmanna frá Ála- fossi hf. Eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á þeirn mis- skilningi. Ármann virðist rugla saman hugtökunum eðlilegt og æskilegt. Meðan atvinnuleysi er skráð og bætur greiddar vegna atvinnu- leysis þá er ekki komist hjá því að einhverjir séu á bótum tíma- bundið vegna þess að þeir eru að skipta um vinnu eða af einhverj- um orsökum hafa ekki vinnu við sitt hæfi. Sá tími er mislangur í hverju tilfelli og er ég sammála Ármanni um að vissulega er æskilegast að allir hafi vinnu við sitt hæfi, þó jafnvel í fullkomnu samfélagi sé erfitt að uppfylla það. Hvað varðar spurningu Ár- manns um það hvort þetta sé skoðun Atvinnumálanefndar eða mín einkaskoðun þá skal bent á að viðtalið var við mig en ekki nefndina og hef ég énga heimild til að leggja henni orð í munn. Þetta eru því mínar einkaskoðan- ir, þó svo aðrir virðist kunna bet- ur við að tala fjölskipaðir. Karlmannaföt stakir jakkar og buxur Frakkar ★ Peysur ★ Skyrtur ★ Morgunsloppar Treflar ★ Hanskar og margt fleira í glæsilegu úrvali. Klæðskeraþjónusta VersliÖ hjá fagmanni Opið í hádeginu alia daga. enrabudin Hafnarstræti 92 (Bautahús suðurendi), sími 26708. missir kælivatn eða ofhitnar af öðrum orsökum. Hann virðist hafa verið óvirkur og því fór sem fór. Litlar skemmdir urðu af eldi en trúlegt er að ljósavélin hafi eyðilagst vegna hita. fh Vegagerðin: Snjómokstur um jól og áramót Vegagerðin hefur tilkynnt hve- nær hún mun verða með snjómokstur um jól og áramót. Á leiðinni Reykjavík-Akureyri og af þjóðbraut til Sauðár- króks, Siglufjarðar, Hvamms- tanga og Skagastrandar verða mokstursdagarnir 10-15, eftir því hve snjóþungt verður. Á lciðinni frá Varmahlíð í Stein- staðaskóla og af Siglufjarðar- vegi heim að Hólum verða mokstursdagarnir átta. Mokst- ur um hátíðisdagana gildir frá 19. des. til 6. jan. ’89. Á leiðinni Reykjavík-Akureyri og til Sauðárkróks, Siglufjarðar, Hvammstanga og Skagastrandar verður mokað 22., 23., 26., 27., 29. og 30. desember og 2., 3., 5. og 6. janúar 1989. Ef snjólétt verður, á að moka 28. desember og 4. og 5. janúar. Á leiðinni frá Varmahlíð til Steinstaðaskóla og af Siglufjarð- arvegi heim að Hólum í Hjalta- dal verður mokað 22., 23., 27. og 30. desember og 2., 3. og 6. janúar ’89. -bjb Óskum (atídsmömmm ööhhi gteðifeíjrajóíd Pökkmttviðsfáptináármusemer að (íðcL HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.