Dagur - 23.12.1988, Side 8

Dagur - 23.12.1988, Side 8
8 - ÖAGOR - 23: desember1988 (ZkztCe-x 72idze*ti- LírjrERILL WUJNflRflMí ÆVISAGA «50, IIN5 OC SXALDíO SAGOI BÖSNUM SÍNUM LífsferiU lausnarans Bókin Lífsferill lausnarans, er komin út í annað sinn. Útgefandi er Prentver. Bókin kom út árið 1938 og hefur lengi verið ófáan- leg. Lífsferill lausnarans eftir Charl- es Dickens, er handrit, sem skáldið skildi börnum sínum eftir. Charles Dickens, sagði börnunum sínum oft af Jesú Kristi. Og árið 1849 skrifaði hann „Lífsferil lausnarans“, eins og hann hafði sagt börnunum og arf- leiddi þau að handritinu. Aldrei var það ætlun skáldsins, að frásögnin birtist á prenti, enda er það augljóst af ýmiss konar ónákvæmni, sem finna má í þess- ari litlu bók. Sá sona Dickens, sem lengst Iifði, mælti svo fyrir í erfðaskrá sinni, að birta mætti handritið, enda var honum Ijóst, að heimur- inn mundi taka opnum örmum, þessum fögru og óbrotnu frá- sögnum skáldsins um Jesúm Krist. Sjálfsævisaga Roberts Jack - Annað bindi Út er komið annað bindi sjálfs- ævisögu séra Roberts Jack, skoska knattspyrnuþjálfarans sem gerðist prestur á íslandi. í kynningu á bókarkápu segir m.a.: Sennilega eru þeir fáir íslendingarnir, sem hafa ekki heyrt séra Roberts Jack getið. Hann „strandaði" á íslandi þegar þjóðum heims laust saman í síð- ari heiinsstyrjöld. Ungi maðurinn var á heimleið til Glasgow á Skotlandi frá knattspyrnuþjálfun hér á landi og notaði tímann og gekk í Guðfræðideild Háskóla Islands, þrátt fyrir að hann væri ekki beysinn í íslensku. Síðan varð séra Robert sveita- prestur í afskekktum byggðarlög- um íslands, jafnframt því sem hann hélt uppi nánu sambandi við heimaland sitt, Skotland, auk þess sem hann ferðaðist til fi bœkur margra landa og upplifði ýmislegt sem hann hefur einmitt skráð í þessa bók.“ ... og þá flaug HraMnn Frjálst framtak hefur sent frá sér bókina . . . og þá flaug Hrafn- inn eftir Ingva Hrafn Jónsson fyrrverandi fréttastjóra Sjón- varpsins. í bókinni fjallar Ingvi Hrafn um starfsár sín hjá Sjónvarpinu, fyrst sem fréttamaður í afleysing- um, síðan sem þingfréttamaður og þáttastjórnandi og loks störf sín sem fréttastjóri. Hann segir frá aðdraganda ráðningar sinnar og frá ýmsum eftirminnilegum atvikum á starfsferlinum og að lokum um sögulega uppsögn í kjölfar viðtals sem birtist við hann í tímaritinu Nýju Lífi. Segja má að með bók sinni gefi Ingvi Hrafn fólki tækifæri til þess að skyggnast bak við skjáinn og fylgjast með því sem þar fór fram. Hann segir á hispurslausan hátt frá átökum innan stofnunar- innar bæði um málefni og menn, frá samskiptum sínum við ein- staka fréttamenn og yfirmenn stofnunarinnar. Kemur þar fram að oft gustaði í kringum Ingva Hrafn og ekki voru menn á eitt sáttir. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Bókin er ekki bara upp- gjör Ingva Hrafns við yfirstjórn Sjónvarpsins heldur lifandi, létt og hispurslaus frásögn af lífinu bak við sjónvarpsskjáinn - frá- sögn „í stíl Ingva Hrafns“.“ Bók um draum- speki og lófa- lestur Bókin um Draumspeki, drauma- ráðningar og leiðbeiningar um lófalestur, er komin í annarri útgáfu frá Prentveri. Draumaráðningarnar í þessari bók eru sóttar í fornar heimildir, svo sem Cyprianus og Sybille, en nú hefur allt breyst mikið, því á þeirra dögum voru ekki til vísindi eða tækni, eins og við þekkjum í dag. Pess vegna hefur verið leit- ast við að þýða drauma um t.d. þotur, sjónvörp og eldflaugar samkvæmt þessu kerfi og á sama grundvelli og fyrstu draumaráðn- ingarnar voru. Kerfi þetta er byggt á langri reynslu. „Pað eru forn vísindi að ráða drauma. Við gctum lesið um drauma í Biblíunni, en þar réði Daníel til dæmis drauma Nebúk- adnesers, þó að merkilegastur drauma sé Opinberun Jóhannes- ar, en þar sagði hann fyrir um heimsstyrjaldirnar og fall nasista. Kaldear hinir fornu voru ann- ars þeir fyrstu, sem réðu drauma. Munkarnir, sem sátu í klaustrum miðalda reyndu Ifka að ráða í leyndarmál draumheima og Mar- teinn Lúther hafði mikinn áhuga á draumaráðningum. En þetta gerðist allt fyrir löngu. Trúum við enn á drauma? Skipta þeir nokkru máli?“, segir m.a. í fréttatilkynningu frá útgef- anda. Staðfastur strákur Iðunn hefur gefið út bókina Stað- fastur strákur, eftir Kormák Sig- urðsson. Sagan segir frá ævintýrum og uppátækjum Jóns Óskars, sem raunar hét fullu nafni Jón Óskar Pétur Jakob Hallgrímsson. Jón Óskar ólst upp hjá mömmu sinni í litlum kofa rétt utan við bæinn. Hann var einþykkur og fór oft eigin leiðir og gamla konan hafði því talsverðar áhyggjur, ekki síst þegar hann sagðist aldrei ætla að fara í skóla. En þegar til kom fannst Jóni Óskari alls ekki leiðinlegt að ganga í skólann. Hann eignaðist þar félaga og vini og rataði í ýmis ævintýri. Og hann var sannarlega staðfastur strákur . . . Bókin kom fyrst út árið 1958 en hefur verið ófáanleg um ára- bil. Mídas kon- ungur er með asnaeyru Bókaútgáfan Björk hefur nýlega sent frá sér barnabókina: Mídas konungur er með asnaeyru, eftir danska rithöfundinn Jens Sigs- gaard. Sagan um Mídas konung og asnaeyrun hans er æva gamalt og víðfrægt austurlenskt ævin- týri, sem sagt hefur verið á ýmsa vegu. Höfundur bókarinnar Jens Sigsgaard kemur hér með glæ- nýja útgáfu af asnaeyrum Mídas- ar konungs. Myndir eru á hverri blaðsíðu eftir hinn snjalla danska teiknara - Jon Ranheimsæter. Gefa þær frásögninni mikið gildi og skýra mjög vel atburði þá, sem ævintýr- ið greinir frá. Danski rithöfundurinn Jens Sigsgaard hefur samið fjölda bóka einkum fyrir börn og ungl- inga. Nokkrar þeirra hafa komið út á íslensku. Þeirra kunnust er Palli var einn í heiminum, sem fyrst kom út hjá Gyldendal í Kaupmannahöfn 1942, en hefur síðan verið gefin út á 37 tungu- málum í milljónum eintaka. Hún kom fyrst út á íslensku 1948 og síðan er ekkert lát á vinsældum hennar. Mídas konungur er með asna- eyru, kom fyrst út hjá Gyldendal 1985 og hefur síðan verið þýdd á nokkur tungumál og hlotið frá- bærar viðtökur. Vilbergur Júlíus- son fyrrv. skólastjóri þýddi bók- ina á íslensku. Hann þýddi einnig Palli var einn í heiminum. Fjölfræðibók um steinaríkið Vaka-Helgafell hefur hafið útgáfu á flokki fjölfræðibóka sem hlotið hefur nafnið Heimur í hnotskurn. Fyrsta bindið er ný- komið út, heitir Steinaríkið og ber undirtitilinn: Heillandi ver- öld í máli og myndum. Bókin Steinaríkið er unnin í samvinnu við Náttúrugripasafnið í London og kemur nú samtímis út í allmörgum Evrópulöndum. íslensku útgáfuna hafa jarð- fræðingarnir Ari Trausti Guð- mundsson og Halldór Kjartans- son þýtt og staðfært. í bókinni er fjallað um steinaríkið á nýstár- legan og áhugaverðan hátt og birtur fjöldi litmynda af berg- og steintegundum, steingervingum, eðalmálmum, kristöllum, gim- steinum og steinum utan út geimnum. Fjölfræðibókaflokkur Vöku- Helgafells, Heimur í hnotskurn, hefur það markmið að veita myndræna leiðsögn og innsýn í náttúruna og lífið í kringum okkur. Bækurnar eiga að vera vandaðar og efnismiklar en jafn- framt á hagstæðu verði vegna samstarfs margra útgáfufyrir- tækja víða um heim. HCIMUR— f HNOYSKUSN l^ðlfraaðl tfi'* Ixim oq uiKjíoaa mi 0lg§p vlÉk B8 i3r m m g* t*' 0 JP illlls:. Heimur í hnotskum Bókaútgáfan Forlagið hefur sent frá sér fjölfræðibókina Heimur í hnotskurn, eftir Jane Elliot. Bókin hefur að geyma ógrynni af hagnýtum fróðleik við hæfi barna og unglinga. Hér er að finna ítarlegan kafla um jörðina, dýralíf og gróður á hnettinum, sögu mannkyns og menningu, þjóðflokka um allan heim og þróun vísindanna. Breski myndlistarmaðurinn Colin King myndskreytti bókina. Bjarni Fr. Karlsson þýddi. Mamma! Hvað á ég að gera? Bókin Mamma! Hvað á ég að gera? er komin út hjá Almenna bókafélaginu. Bók þessi er handbók fyrir ungt fólk sem langar (eða verður) að standa á eigin fótum. í fimm köflum sem nefnast: Landnem- inn, Völundurinn, Græðarinn, Kokkurinn og Þrifillinn er að finna leiðbeiningar um íbúðar- kaup, flutninga, hvernig á að koma sér fyrir í nýrri íbúð, blómarækt, standsetningu á húsnæði, heintilisslys, einfalda matreiðslu, hreingerningu, þvott á taui, frágang á fatnaði og fleira. Höfundur bókarinnar er Jón Karl Helgason. Hefur hann safn- að efni í bókina með viðtölum við aðila sem vit hafa á hinum ýmsu vandamálum sem verða á vegi hins unga, sjálfstæða ein- staklings. Bókin er myndskreytt af Guðjóni Inga Haukssyni og Þorra Hringssyni. Ég á afmeeli í dag! Bók um afmælishald Komin er út hjá bókaútgáfu Máls og menningar bókin Ég á afmæli í dag eftir Björgu Árnadóttur, myndskreytt af Ragnheiði Gests- dóttur. í bókinni er að finna nýstárleg- ar hugmyndir um tilbreytingu í afmælishaldi, hugmyndir sem má nýta við ýmis tækifæri. Til dæmis má nefna jólaveislu, páskaaf- mæli, ævintýraveislu, íþróttarall og sjónræningjaboð. í bókinni er allt á einum stað: Viðeigandi uppskriftir fyrir hverja veislu, til- lögur um boðskort, búninga, leiki og skreytingar, allt vel útskýrt með skýringarmyndum, teikningum, uppdráttum og ljós- myndum. Miðað er við að verði og fyrirhöfn sé stillt í hóf. Öldin okkar - 1981-1985 Iðunn hefur gefið út nýja bók í bókaflokknum um Aldirnar. Öldin okkar, minnisverð tíð- indi áranna 1981-1985, er sjö- unda bókin um öldina sem nú er að líða, en jafnframt fjórtánda bindi bókaflokksins sem nefndur hefur verið Aldirnar. Hér er saga liðinna atburða rakin bæði í máli og myndum. Bækur þessar hafa notið ótrúlegra vinsælda meðal fólks á öllum aldri. Þær eru lesn- ar jafnt til skemmtunar og fróð- leiks og sem uppsláttarrit um liðna tíð tapa þær aldrei gildi sínu. Öldin okkar 1981-1985 rekur á sama hátt og fyrri bækur helstu atburði þessara ára og hefur meðal annars að geyma frásagnir af fyrsta bankaráni á íslandi, Helliseyjarslysinu, frækilegu sundi Guðlaugs Friðþórssonar, Vilmundi Gylfasyni og stofnun BJ, BSRB-verkfaílinu, gjaldþroti Hafskips, kvennaframboðum, heimsókn furstahjónanna af Mónakó og fjölmörgum frétt- næmum atburðum, stórum og smáum.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.