Dagur - 14.01.1989, Page 3

Dagur - 14.01.1989, Page 3
14. janúar 1989 - DAGUR - 3 Fóðurstöðin á Dalvík: Unnið að því að breyta fyrirtækinu í hlutafélag - urðu fyrir talsverðu tjóni er fóðurbíll valt í Fnjóskadal Um þessar niundir er unnið að því að breyta rekstri Fóður- stöðvarinnar á Dalvík. „Málið er ekki frágengið, en við erumi að reyna að koma á hlutafélagi um reksturinn,“ sagði Símon Éllertsson framkvæmdastjóri í samtali við Dag. Hann sagðist vongóður um að línur hafi skýrst um miðjan febrúar. Ekki vildi hann segja hverjir hugsanlegir hluthafar verða sem stendur. Þeir Fóðurstöðv- armenn urðu fyrir áfalli á dögunum er fóðurbifreið þeirra valt í Fnjóskadal en tjón á bifreiðinni hefur ekki endan- lega verið metið. Fóðurframleiðsla hjá Fóður- stöðinni á Dalvík nam um 4 þús- und tonnum á síðasta ári og taldi Símon að ekki yrði um minnkun að ræða á þessu ári. „Ef hægt verður að minnka fjármagns- kostnaðinn á þetta að geta orðið gott fyrirtæki sem kæmi í stað samvinnufélagsins.“ Hann sagð- ist reikna með að hluthafar í nýju fyrirtæki yrðu aðeins þrír að tölu. Þessa dagana standa yfir samn- ingaviðræður við skuldunauta fyrirtækisins. Varðandi bifreiðina sagði Símon að þeir ættu annan gamlan bíl sem ekki hefur verið í notkun og ætla þeir að nota hann á með- an hinn er á verkstæði. Hann sagði tjónið vegna veltunnar talsvert, en ekki er endanlega ljóst hversu mikið það er. Fimnt starfsmenn starfa hjá Fóðurstöðinni. Hjá þeirn er ekki aðeins unnið loðdýrafóður, þeir frantleiða einnig laxafóður fyrir fiskeldisfyrirtækið Ölun hf. á Sandskeiði. Á veturna er einnig starfað við að bræða lifur í meltu. í haust og það sem af er árs hefur Utgerðarfélag Akureyringa verið aflögufært með hráefni fyrir Fóðurstöðina og látið liana hafa fiskúrgang. „Pað er oft erfitt að afla hráefnis á haustin og við höf- um átt mjög góð og vaxandi sam- skipti við þá hjá Útgerðarfélag- inu,“ sagði Sínton að lokum. VG Leikfélag Akureyrar: Ríkisfranilag ekki í samræmí við samninga - segir Arnór Benónýsson leikhússtjóri Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að veita Leikfélagi Akureyrar 950 þúsund króna aukafjárveitingu „til að upp- fylla ákvæði samnings milli ríkissjóðs, Akureyrarbæjar og Leikfélags Akureyrar frá ágúst 1987,“ eins og segir í bókun ráðsins. Fjárveitingin er sam- kvæmt útreikningi Hagsýslu- stofnunar ríkisins. Arnór Benónýsson leikhús- stjóri sagði í samtali við Dag að í rauninni væri hér ekki um auka- fjárveitingu að ræða, heldur væri Akureyrarbær aðeins að standa við gildandi samning. Þessi þrí- hliða samningur gerði ráð fyrir verðtryggingu í samræmi við meðallaun í Þjóðleikhúsinu og hafði ríkið þegar lagt sitt af mörkunt. Á fjárlögum fyrir árið 1989 er gert ráð fyrir að Leikfélag Akur- eyrar fái 11 milljónir króna frá ríkinu og bærinn mun þá leggja a.m.k. annað eins á móti. Á síð- asta ári fékk leikfélagið 10,950 milljón króna ríkisframlag þann- ig að hækkunin ntilli ára er svo til engin. „Ég tel að ríkið fylgi ekki þeirri hækkun sem það hefði átt að gera ntiðað við samninginn. Þetta er í rauninni sama framlag og á síðasta ári. Við þurfum að leita úrlausnar hægt og bítandi og samningurinn ætti að hjálpa okk- ur við það,“ sagði Arnór. SS Fyrsti gesturinn í Davíðshús væntanlegur: BÍLASÝNING Sýnurn FEROZA 4x4 í sýningarsal okkar að Fjölnisgötu 6, Akureyri laugardaginn 14. janúar frá kl. 10.00-17.00 og sunnudaginn 15. janúar frá kl. 13.00-17.00. f IRÖZA 4x4 býður uppá m.a.: ★ Vökvastýri ★ 16ventlavél ★ 5 gíra ★ Sóllúgu ★ Sjálfvirka kveikingu ökuljósa ★ Sportfelgur □AIHATBU Bílvirki hf Fjölnisgötu 6. Símar 96-23213 og 96-27255 Gleymið ekki að gefa smáfuglunum. Mikill áhugí á dvöl í Davíðshúsi - Haíliði Hallgrímsson tónlistarmaður hyggst semja tónverk fyrir Tónlistarskóla Akureyrar meðan hann dvelur hér í sumar Fyrsti gesturinn til að dvelja í lista- og fræðimannaíbúðinni í Davíðshúsi á Akureyri er væntanlegur í febrúarbyrjun. Það er myndlistarmaðurinn Helga Egilsdóttir sem fyrst mun dvelja í íbúðinni og verð- ur hún hér fram í apríl. íbúð þessari hefur verið sýndur inikill áhugi og er þegar farið að bóka eitthvað fram á næsta ár. Ingólfur Ármannsson fræðslu- og menningarmálafulltrúi Akur- eyrarbæjar segir að mikið hafi verið spurst fyrir um íbúð þessa og þegar séu menn búnir að festa sér hana í einhverjum mæli fyrir árið 1990. Helga Egilsdóttir myndlistar- maður verður fyrst gesta í íbúð- inni og dvelur hún hér við störf fram í apríl. Mánuðina maí og júní verða þau Jón Óskar rit- höfundur og Kristín Jónsdóttir myndlistarkona í íbúðinni. f júlí og ágúst í sumar hefur Hafliði Hallgrímsson tónlistarmaður afnot af lista- og fræðimanna- íbúðinni í Davíðshúsi og til stendur að hann muni vinna þar við tónlistarverk sem sérstaklega væri samið fyrir flutning nemenda í Tónlistarskóla Akur- eyrar. Ingólfur segir að sá háttur verði hafður á í framtíðinni að íbúðin muni auglýst að hausti og þá geti þeir sem hyggjast dvelja í Davíðshúsi um stundarsakir sótt um. mþþ Fyrsti gesturinn til að dvelja í Davíðshúsi er væntanlegur í febrúarbyrjun. KOTASÆLA fitulítil og freistandi Þessi fitulitla og kalkríka afurð býr yfir óþrjótandi fjölbreytni: Hún er afbragð ein sér, frábær ofan á brauðið með t.d. kryddjurtum, gæðir súpuna rjómabragði og gefur sósunni á grænmetissalatið fyllingu og ferskleika. KOTASÆLA - fitulítil og freistandi AUK/SlA k9d1-387

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.