Dagur - 14.01.1989, Síða 5

Dagur - 14.01.1989, Síða 5
14. janúar 1989 - DAGUR - 5 Spœnskir hvalveiði- menn yegnir á Vestljörðum Sautjánda öldin var mannskæð á íslandi. Harðindi voru oft mikil, draugar og menn gengu um myrðandi, sakamenn voru teknir af lífi, galdrabrennur tíðkuðust og sjóslys voru mannskæð. Árið 1685 er talið að 190 manns hafi drukknað og árið 1700 drukknuðu hátt á annað hundrað manns í einu ofsaveðri. Ótrúlegast finnst manni þó það virð- ingarleysi sem íslendingar sjálfir báru fyrir mannslífum. í íslendinga- sögunum gengu menn höggvandi og brennandi um landið og á 17. öld vottar enn fyrir slíku stríðsástandi. Árið 1615 voru rúmlega 30 Spán- verjar vegnir á Vestfjörðum, árið 1627 gengu Tyrkir rænandi og myrð- andi á land og árið 1695 hjuggu Hollendingar 50 Frakka fyrir borð í Tálknafirði. Já, allt þetta og miklu meira gerðist á íslandi, en Sögubrot- ið er að þessu sinni helgað atburðunum 1615. „Mikil tíðindi spyrjast af Vestfjörðum. Hafa þar orðið mannvíg hin mestu, er menn vita dæmi um í landinu um langt skeið, og Vestfirðingar drepið rúmlega þrjátíu spænska hvalveiðimenn, sem þar voru á sveimi. Fóru Dýrfirðingar að sunn- an og drápu þrettán á Fjallaskaga, en Ari sýslumaður Magnússon í Ögri gerði öðrum heintsókn í Æðey og á Sandeyri á Snæfjallaströnd með her manns og felldi alla, er þar voru, átján að tölu. Um fimm- tíu Spánverjar komust þó undan, og hafa þeir setzit að í Vatneyrarkaupstað og búið þar unt sig.“ Þannig er atburðunum lýst í ritinu Öldin sautjánda - Minnisverð tíðindi 1601-1700 og minnir þetta um margt á frásagnir íslendingasagna. Einnig er greinilegt að hvaladeilur við íslandsstrendur eru ekkert nýmæli, en á þessum árunt komu hvalfang- arar frá ýmsum löndum til að skutla hvali í norðurhöfum. Landsmönnum bannað að skipta við Spánverja Spánverjar munu hafa hrökklast til íslands vegna yfirgangs Englendinga á öðrum hvalamiðum. 1 upphafi áttu hvalveiði- mennirnir friðsamleg samskipti við íslend- inga og borguðu þeir valdsmönnum stund- um fé fyrir veiðina. Peir höfðust við á sumrin á fjörðum inni á Ströndum og skutluðu hvali á Húnaflóa. Spánverjarnir keyptu sauði af bændum sér til matar. Brátt fór að bera á stuldi á báða bóga og var landsmönnum loks bannað, með kon- ungsbréfi, að eiga viðskipti við Spánverj- ana, sem ætluðu þá að taka sér sauði með valdi en bændur bjuggust til varnar nteð ljáum og bareflum. Jafnframt voru Spán- verjar lýstir réttdræpir. Ekki dró þó til tíð- inda fyrr en vorið 1615 er tveir hvalveiði- bátar hröktust undan hafís inn á Húnaflóa. Tóku þeir, þrettán að tölu, land hjá Eyjum á Bölum en þar voru fyrir þrjátíu ístepptir íslendingar. Þeir réðust að Spánverjunum en urðu að lúta í lægra haldi og flúðu til fjalls, sumir nokkuð meiddir. Á þessum tíma lágu mörg spænsk og frönsk hvalveiðiskip við landið vegna hafíss. Prjú skip leituðu Itafnar á Ströndum. Skipstjóri á einu þeirra var nefndur Marteinn og er sagt að um haustið hafi hann farið ásamt nokkrum mönnum að Árnesi og heimtað sauði af séra Jóni Grímssyni. Einn Spánverjanna ntun hafa brugðið snöru um hálsinn á presti til að ítreka kröfuna og er sumra mál að Marte- inn eða menn hans hafi barið konu prests og dóttur. Einn komst undan í aöför Dýrfírðinga F>au þrjú skip sem áður er getið unt brotn- uðu öll í spón í stormi 20. september 1615. Nokkrum dögum síðar var vistum úr skipi Marteins skipt á átta báta og skipbrots- mennirnir sigldu norður fyrir Strandir og lentu að Dynjanda í Jökulfjörðum. Par tóku Spánverjar skútu traustataki og áhafnir tveggja skipa sigldu á brott en ntenn Marteins héldu áfram á fjórum bátum. Átján fóru til Æðeyjar en fjórtán til Bolungarvíkur og síðar inn á Dýrafjörð. Þann dag, 5. október, söfnuðu Dýrfirðing- ar liði. Hvalveiðiskip í norðurhöfum. sögubrot Hollenskt sjókort sem sýnir bækistöð hvalveiðimanna á Vestfjörðum 1613. n „í sömu andrá þustu Dýrfirðingar að og brytjuðu varðmennina niður og veittu þeim síðan atgöngu, er í búðinni eða naustinu voru. Þeir urðu þó torsóttir, og brutu þá Dýrfirðingar áreftið, svo að þekj- an féll ofan á þá. Einn brauzt þó út um dyrnar, en maður, sem nærstaddur var, hjó hann á vangann og tveir aðrir lögðu hann lagvopnum í hálsinn. Gengu Dýrfirð- ingar síðan í tóftina og murkuðu Spánverj- Ari sýslumaður Magnússon í Ögri og kona hans, Kristín Guðbrandsdóttir biskups. ana niður hvern af öðrunt." (Öldin sautj- ánda bls. 41). Einn Spánverji slapp úr þessunt hildar- leik og komst síðar til landa sinna er höfðu verið á hinum bátunum. Þeir bjuggu um sig á Vatneyri í Patreksfirði. Af Marteini og mönnum hans í Æðey var það að frétta að þeir höfðu búið um sig í eynni. Ari sýslumaður Magnússon lét njósna um þá og er honum bárust þau tíð- indi að þrettán úr flokki Spánverja væri við hvalskurð á Sandeyri á Snæfjallaströnd en aðeins fimm eftir í Æðey þá þustu rúnt- lega fimmtíu altygjaðir menn til skips. Spánverjar myrtir í Æðey og á Sandeyri Skemmst er frá því að segja að þessir fimm Spánverjar í Æðey voru vegnir, þeir flettir klæðum og kastað fyrir björg. Djúpmenn voru kontnir í vígahug og reru sent ákafast til Sandeyrar. Þegar á land var komið sendi Ari eftir séra Jóni Þorleifssyni og séra Jóni í Árttesi, eti þá vildi hann hafa sér til fulltingis. Slógu þeir síðan hring um bæinn á Sandeyri. Marteinn baðst griða og segir sagan að Ari hafi heitið því glaðlega að gefa skip- stjóranum líf ef hann legði niður vopn. Marteinn rétt þá út byssu sína og lagðist á hnén en Ari skipaði mönnum sínum að leiða hann burt og gæta hans. Við þau tíð- indi varð kurr í liðinu og hjó einn manna Ara til Marteins sem spratt þá upp og hljóp í sjó fram. Hópur manna elti hann með grjótkast en Marteinn lagðist til sunds. Djúpmenn hrundu fram bátum og einn manna Ara hæfði hann í ennið. Sagt er að þá hafi hann gripið um borðstokk bátsins en höndin verið höggvin af honum. Marteini var íleytt til lands, þar sem einn mannanna stakk hann neðan við bringuna og risti niður kviðinn. Eftir þetta réðust Djúpmenn að Spánverjunum sem inni voru en þeir vörðust vasklega nóttina á enda. Voru þá hús rofin og sonur Ara sýslumanns, sem var góð skytta, var feng- inn til að skjóta þá með byssu sinni. Þeir sem uppi stóðu eftir skothríðina leituðu skjóls en þá voru ntenn sendir inn til þess að vinna á þeim. Sýslumaður heldur veislu Einn maður í liði Spánverja hafði komist undan og leitaði skjóls í fjósi þar sent liann lá undir kú um nóttina. Fannst hann þar um morguninn þegar allir hinir voru fallnir. Enginn vildi fara inn og vega hann en hann kom út, varpaði sér á hnén og ákallaöi Krist. Ari sýslumaður vildi hlífa honúm en þá réðust að Spánverjanum tveir rnenn með öxi og klauf annar hausinn að framan en hinn að aftan. Líkin voru öll flett klæðum, rauf skorin í þau til að binda þau saman og þeim síðan sökkt í sjó. Ari lýsti allt fé í vörslu Spán- verja konungsgóss, en það sern fannst á líkunum skiptist milli liðsmanna, Sýslu- maður hélt til Æðeyjar og lét taka varning- inn sem þar var og flytja í Ögur þar sent sýslumaðúr hélt fylgismönnum sínum veislu, en töluvert af víni hafði fundist í fórum Spánverja. Víst er að okkur þykja þessi mannvíg hroðaleg og næsta ótrúlegt að þetta skuli hafa átt sér stað á íslandi á 17. öld. Enda segir í Öldinni: „íslendingar eru nú orðnir óvanir mannvígum. Hér á landi hefur ekki lið verið dregið saman til þess að ráða menn af dögum síðan Árnesingar drápu Diðrik af Mynden og Norðlendingar Kristján sktifara." (bls. 44). Tóku ofan og kysstu hendur Svo við rekjum sögu Spánverjanna sem hröktust til Stranda á þremur skipum sumarið 1615 þá höfðu þeir, sem sluppu við aðför íslenskra berserkja, vetursetu á Vatneyri. Sumarið 1616 héldu þeir á brott á tveimur enskunt skipum sent þeint tókst að ná á sitt vald og voru menn harla fegnir brottför þeirra en margir óttuöust að þeir myndu hefna félaga sinna. Sagt er að Spánverjarnir hafi í fyrstu komið kurteislega fram á Vatneyri. tekið ofan og kysst hendur manna. Er þá þraut matföng fóru þeir hins vegar á bæi og heimtuðu vistir. Fóru þeir m.a. til Sauð- lauksdals þar sem Ragnheiður Eggerts- dóttir, ekkja Magnúsar prúða og rnóðir Ara lögmanns, bjó og þorði hún ekki ann- að en gefa þeim matföng. Þá fóru þeir til Tálktiafjaröar og rændu þar og rupluðu. Er Ari sýsluntaður í Ögri frétti af þess- um atburðum lét hann dæma Spánverjana á Vatneyri óbótamenn og safnaði síðan liði til herfarar, en þá voru þeir einmitt í ránsför í Tálknafirði. Spánverjar flúðu í skyndi til sjávar og komust í báta sína en íslendirigar skutu á eftir þeint. Féll þar einn maður en annar særðist. Ari hugðist sækja að Spánverjunum á Vatneyri en þá brast á norðanáhlaup og sneru mennirnir til síns heima. Þegar leið á vetur fóru Spánverjarnir að róa til fiskjar og þeir hertóku enska skútu í einni slíkri ferð. Þeir sigldu skútunni út Patreksfjörð og urðu þeir þá varir við aðra enska skútu sem þeir náðu á sitt vald eftir harða viður- eign. Þeir rændu afla nokkurra báta og héldu síðan á haf út. Segir þá ekki frekar af þessum spænsku hvalveiðimönnum á Ströndum. SS (Heimild: öldin sautjúnda - Minnisverð tiðindi 1601-1700, löunn, Rvík. 1966). (Myndir úr öldinni sautjándu) |

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.