Dagur - 14.01.1989, Page 7

Dagur - 14.01.1989, Page 7
14i jéH ÚEtf 4989Lt ÐAGIÍW-^7 Jón Hjaltason Vinstrivilla og leik- stjórinn Costa-Gavras Vinstri og hægri eru algeng orð í pólitískri umræðu dagsins í dag. Það fer síðan nokkuð eftir heimahögum hvers um sig á reikistjörnunni jörð hvaða skiln- ingur er lagður í þessi hugtök, eða öllu heldur hverjir taka á sig líki úlfsins og hverjir líknsama skógarvarðarins. Með öðrum orðum; í æðri pólitíjc sainþýðast vinstri og hægri systkinaorðum sínum vondur, góður. Og vita- skuld eiga jarðarbúar, allir sem einn, að taka þátt í baráttunni gegn hinu vonda og er kvikmyndaheimurinn ekki undanskilinn. Mannskepnan hef- ur nefnilega lengi staðið í þeirri trú að listir hvers konar gætu lagt ákaflega þung lóð á metaskálarn- ar í þessari alheimsbaráttu gegn illu öflunum. Að vísu eru til heið- arlegar undantekningar frá þess- eru allir jafn sannfærðir um áhrifamátt listarinnar eða í okkar tilfelli, kvikmyndanna. Á öndverðum þessum áratug gerði Sidney Pollack Absense of Malice með þeim Paul Newman og Sally Field í aðalhlutverki. Myndin var árás á The New York Post en aðspurður um áhrifamátt slíkra atlagna ættaðra frá Holly- wood svaraði aðalleikarinn Paul Newman: „Ég er ekki viss um að kvikmyndir hafi svo afskaplega mikil áhrif. Pær geta ef til vill í stöku tilfellum leitt athyglina að ríkjandi ástandi. En breytingar til hins betra fylgja sjaldnast í kjölfarið því þeir sem þegar vita um ástand mála láta sér kvik- myndaádeilu í léttu rúmi liggja.“ í þessunr efnum á Newman sér fáa taglhnýtinga. Um það bera blaðaskrifin, sem urðu um Absence of Malice, ljósast vitni. Hún var þó hvorki hæg'ri eða vinstri sinnuð. Pað sama var ekki hægt að segja um sumar aðrar myndir er fæddust um svipað leyti. Reds rann þá undan rifjum Warren Beatty, Milos Forman leikstýrði Ragtime og Costa- Gavras skapaði Missing. Ráðist á bandarísk stjórnvöld Það kom öllum á óvart þegar Universal kvikmyndaverið hljóp undir bagga með Costa-Gavras og léði honum aðstoð við gerð Missing. Það var almennt álitið að Grikkinn hefði árið 1971 kom- ið sér út úr húsi hjá öllum stóru kvikmyndaverunum í Holly- wood. En þá gerði hann State of Siege urn bandarískan starfs- rnann hjálparstofnunar í Uruguay, rán hans og aftöku. Myndin var hörð árás á banda- rísku leyniþjónustuna og allt hennar brölt í Suður-Ameríku. State of Siege skilaði engum milljónaarði í kassann en hins vegar máttu aðstandendur henn- ar sitja undir mikilli gagnrýni. Nærri 10 árum síðar eða 1982 fékk Costa-Gavras annað tæki- færi í landi kvikmyndanna og afraksturinn varð Missing sem byggði á bók Thomas Hauser, Aftaka Charles Horman: Hin bandaríska fórn (The Execution of Charles Horman: An Americ- an Sacrifice). Bókin byggði á sönnum atburðum og hörmuleg- um endalokum Hormans sem var svo ólánsamur að dragast inn í uppreisn hersins í Chile gegn ríkisstjórn Allendes 1973. Bandarísk stjórnvöld voru mjög grunuð um græsku í þessu máli og 1977 stefndu foreldrar og eig- inkona Hormans heitins banda- Um nýjustu mynd Costa-Gavras, Betrayed Enn á ný leitar Costa-Gavras fanga í bandarískri sögu. Árið 1973 leitaði hann höggstaðar á CIA, 1982 á bandaríska stjórn- kerfinu og nú seinast beinir hann sjónum sínum að FBI. í sumar er leið lagði hann lokahöndina á Betrayed, kvikmynd sem að sögn fer mildum.höndum um banda- rísku alríkislögregluna FBI. Af þessu tilefni átti bandaríska tíma- ritið Cineaste viðtal við leikstjór- ann. Hann var spurður að því hvort jákvætt viðhorf hans í garð FBI í Betrayed væri til að bæta upp það sem State of Siege og Missing hefðu gert CIA og stjórnvöldum. Costa-Gavras svaraði að bragði: „Þetta eru viðbrögð öfgafullra vinstri manna. Ég fer ekki í nein- ar felur með það að FBI gerir stundum óverjanlega hluti. En ég er jafnframt reiðubúinn til að fallast á að FBI er alls ekki illt niður í rót. Slík skoðun væri fáránleg. En hvað sem þessu líð- ur þá fjallar myndin ekki um FBI. Betrayed er um gömlu bandarísku kúrekagoðsögnina. Hún segir frá vaxandi kynþátta- stefnu í Bandaríkjunum og heim- inum gjörvöllum. Sumt í henni er byggt á raunverulegum atburð- um. Og auðvitað tek ég afstöðu, annað væri mér lífsins ómögu- legt. Ég get ekki gert innihalds- lausar bíómyndir." Hinn gríski Costa-Gavras á að baki sér margar kvikmyndir. Tvær þeirra, State of Siege og Missing hafa gert nokkurn usla í Bandaríkj- unum. I sumar er leið kynnti hann nýjustu mynd sína Betrayed. Costa- Gavras er nú franskur ríkisborgari. Þessu næst er Costa-Gavras spurður nánar út í söguþráð Betrayed. Greinir myndin frá því hvernig FBI tekst að lauma ein- um sinna manna inn í raðir öfga- fullra hægrimanna sem hafa nýlega myrt framámann meðal gyðinga? „Þetta er hluti sögunnar," svarar Costa-Gavras,“ en nánar um stef myndarinnar má segja þetta. Eftir 1968, og eftir baráttu Jimmy Carters fyrir auknum mannréttindum, var sem þögn slægi á hægri öflin í Bandaríkjun- um. Þau gátu ekki sýnt sitt rétta andlit í því andrúmslofti er þá ríkti. Núna höfum við Reagan. Þú sérð hann fara í kirkjugarð nasista að leggja blómakransa á leiði. Hann lögleiðir nasisma á nýjan leik. Af þessu leiðir að allt þetta fólk, sem áður var í felum, dregur þá ályktun að því sé nú óhætt að flokkast saman og segja hug sinn að nýju. Bráðlega leiða orð þcirra til aðgerða og vofa kynþáttastefnunnar vaknar. Önnur ástæða til vaxandi kyn- þáttahaturs, bæði í Bandaríkjun- um og Frakklandi, er sú að lægri stéttir samfélagsins eru aðfluttar. Þetta fólk verður sífellt meira áberandi í sjónvarpi og samfélag- inu öllu. Það fæst ekki lengur ein- göngu við að þvo upp diska og grafa skurði. Nú er það orðið pólitískt afl í þessum löndum og það leiðir til andsvara. í Frakk- landi hefur mönnum orðið star- sýnast á Araba. Glæpirnir gegn gyðingum voru svo herfilegir og eru svo umtalaðir að fólk viður- kennir ógjarnan að það sé and- gyðingslegt í hjarta sínu. Öðru máli gegnir um Araba, það getur verið á móti þeim og þannig and- :semitískt enn þann dag í dag. Betrayed er um þetta - en ekki aðeins einangraða atburði í Bandaríkjunum, eða um FBI. Thomas Hauser, höfundur bókar- innar uni aftöku Charles Hormans, en á henni byggöist bíómyndin Missing. rísku stjórninni fyrir rétt vegna gruns um að hún ætti einhvern þátt í hvarfi Hormans. En ekkert fannst sem studdi þessa ásökun. Missing er um leit föður og tengdadóttur að syni cg eigin- manni í einhverju ónafngreindu landi Suður-Ameríku. Myndin olli fjaðrafoki. The New York Times réðist á hana, jafnvel áður en sýningar hennar hófust, og bandarísk stjórnvöld gáfu út fréttatilkynningu þar sem þau hörmuðu þá áráttu ónafn- greindra manna að vilja koma sökinni á dauða Hormans að ein- hverju eða öllu leyti yfir á ríkis- stjórn Bandaríkjanna. Nákvæm rannsókn skjala hefði leitt það ótvírætt í Ijós að bandaríska stjórnkerfið átti þar enga sök. Þrátt fyrir að Costa-Gavras eigi jafn pólitískt-umdeildar myndir að baki og raun ber vitni staðhæfir hann um leikstjóra að þeir geti aldrei gcrt bíómynd og verið vissir um pólitísk áhrif hennar. „Enginn sér fyrir hver áhrifin verða, síst af öllum leik- stjórinn. Allt sem maður getur leyft sér að scgja er: Góði guð ég vona að einhverjir sjái þessa mynd og að einhverjum gagnrýn- endum falli hún í geð." UTKHURÐIR mf> ') 0 0 00) D Trésmiðjan Fjalar hf. Húsavík Postholf 50. Sími 96-41346. Sérsmíði Viðhaldsverkefni Leitið til okkar með sérsmíðina og viðhaldsverkefnin. Trésmiðjan Fjalar hf. • Húsavík Sími 96-41346. Akureyringar Norölendingar Sýnum Paradísó fellihýsið á sýningu L.Í.V. sem haldin verður um helgina 14. og 15. janúar í íþróttahöllinni á Akureyri. Paradísó fellihýsið er sérhannað fyrir íslenskar aðstæður, uppsett á 30 sekúndum. Einnig sýnum við sérstaka ísskápa og gasofna fyrir hjóíhýsi og tjaldvagna. Verið velkomin á sýninguna í íþróttahöllinni um helgina. S 674100 ^MARKAÐURINN Bíldshöfða 12 • 112 Reykjavík • Iceland

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.