Dagur - 14.01.1989, Qupperneq 8
8 - DAGUR - 14. janúar 1989
Ástandið bágt á Akureyri
- Ingjaldur Arnþórsson, starfsmaöur SÁÁ-N, í alkóhólísku viðtali
Alkóhólismi er bannvænn sjúkdómur. Hann er ólæknandi en sem betur fer er
hægt að halda honum niðri og þannig hafa margir sloppið úr helgreipum
dauðans. Dauðinn er vitaskuld lokastig sjúkdómsins, en hann fer stigvaxandi,
andlega, líkamlega og félagslega, allt frá því alkóhólistinn tekur fyrsta
sopann. Þessu má líkja við lyftu. Alkóhólistinn fermeð lyftunni niðurá við en
áður en hún sígur niður á botn á hann þess kost að stöðva lyftuna og fara í
meðferð. Að lokinni meðferð fer hann með lyftunni upp á við, en lyftan fer ekki
jafn hratt upp og hún fór niður. Hún á það til að stöðvast og jafnvel síga niður.
Ingjaldur Arnþórsson ætlar að skýra þetta út fyrir okkur.
Hann ýtti sjálfur á hnappinn sem stöðvaði lyftuna og nú hjálpar hann öðrum til
að gjöra slíkt hið sama.
Ingjaldur var nýlega ráðinn starfsmaður
Samtaka áhugafóíks um áfengisvandamálið á
Norðurlandi, SÁÁ-N, en samtökin hafa
komið upp þjónustustöð í leiguhúsnæði að
Glerárgötu 28 á Akureyri. I þessu viðtali
er ætlunin að kynnast Ingjaldi ofurlítið og
reynslu hans af áfengisvandamálinu, svo og
þeim breytingum sem eru að eiga sér stað
með tilkomu SÁÁ-N og skrifstofunnar.
Ingjaldur Arnþórsson er fæddur þann 25.
júlí 1958 á Húsavík, „Þingeyingur alveg í
gegn,“ eins og hann orðaði það. Faðir hans
er frá Flatey. Ingjaldur er alinn upp í Köldu-
kinn en fluttist til Akureyrar 1969. Hann
gekk í Laugaskóla og fór síðan í Iðnskólann
á Akureyri.
Ingjaldur á tvo syni og eina stjúpdóttur.
Hann er kvæntur Áslaugu H. Brynjarsdóttur
sjúkraliða.
„Ótrúlegt að ég skyldi þó
þrauka þetta lengi“
Ekki er ætlunin að hella sér hér út í ævi-
ntinningar. Ingjaldur er alkóhólisti og án
þess að rekja þá sögu frekar þá spurði ég
hann hvenær hann hefði snúið sér að barátt-
unni gegn áfengisvandamálinu og hjálpar-
starfi með öðrum alkóhólistum.
„Það var árið 1985 í Stokkhólmi. Þá var ég
með um fjögurra ára edrúmennsku að baki.
Sálfræðingur sem starfaði hjá bænum, eða
kommúnunni, fór að ræða við mig um breyt-
ingar sem þeir höfðu áhuga á að gera á með-
ferðarprógrömmum fyrir alkóhólista. Þeir
höfðu frétt það frá Ámeríku að það væri
sniðugt að alkóhólistar ynnu við slík
prógrömm! Þarna byrjar þetta ævintýri sem
hefur nú varað í á fimmta ár.
Ég var ekki lengi þarna í Stokkhólmi. Eft-
ir um það bil ár komst ég að því að ég gæti
ekki starfað við þetta án þess að fá einhverja
faglega kennslu. Þetta var alveg út í hött. Ég
var búinn að vera á fundum og æði síðan inn
í þetta starf. Ég stóð kannski fyrir framan 20-
30 sjúklinga og átti að halda fyrirlestur um
reynsluspor og ég vissi ckkert hvað ég átti að
segja. Þá varð ég að grípa til þess ráðs að
breyta fyrirlestrunum, lét fólkið setjast í
hringi og gerði bara gott úr þessu til að gera
mig hreinlega ekki að fífli. Það var ótrúlegt
að ég skyldi þó þrauka þetta lengi, en þegar
sú staða kom upp að ég vildi afla mér starfs-
þjálfunar á þessu sviði þá var bara um tvö
lönd að ræða; Ameríku eða Island. Þá lá
ísland beinast fyrir hjá mér."
Sænskar tröllasögur
- Fórstu þá til SÁÁ?
„Já, ég tala við þá hjá SÁÁ 'og þeir tóku
mér mjög vel. Þeir voru hins vegar jafnframt
að aðstoða sjúkrastöðina Von með ráðgjafa
en Vonarmenn voru í vandræðunt með að
útvega ráðgjafa sem gæti talað eitthvert
skandinavíumál. Ég lendi þá hjá þeim Brynj-
ólfi Haukssyni og Bjarna Steingrímssyni, en
þeir höfðu verið læknir og dagskrárstjóri á
Vogi, og voru teknir við Von. Þar var minn
aðalskóli. Von rak meðferðarstöð fyrir
Skandinava á Bárugötunni í Reykjavík í um
tvö og háift ár, en ég var þar í eitt og hálft ár.
Ég fer síðan út til Svíþjóðar á vegum Von-
ár en þar ætluðu þeir að stofna meðferðar-
stöð, sem ekkert varð úr. Ég nennti hins yeg-
ar ekki til baka og fór að leiðbeina starfsfólki
á opinberum meðferðarstöðvum og setti síð-
an upp meðferðarprógramm fyrir nýja með-
ferðarstöð í fyrra. Það var mjög skemmtilegt
verkefni og ég var þar fram í ágúst á síðasta
ári er ég sneri aftur til íslands og fór að vinna
hjá SÁÁ.“
- Talandi um Svíþjóð þá skilst ntér að
Svíarnir séu dálílið sér á báti hvað meðferð
alkóhólista varðar. Ein tröllasagan hljóðar
svo: Sérfróðir menn sjá að ákveðinn maður
er farinn að drekka of mikið. Þeir reyna að
finna ástæðuna fyrir drykkjunni. Hann er
atvinnulaus og þeir útvega honum vinnu, en
hann heldur áfram að drekka. Þá uppgötva
þeir að hann á engan bíl og þeir kaupa handa
honum Volvo, en samt heldur hann áfram að
drekka. Þá útvega þeir honum íbúð en ekk-
ert breytist. Loks uppgötva þeirað það vant-
ar húsgögn í íbúðina og bæta snarlega úr því.
Þá selur maðurinn húsgögnin og kaupir
brennivín fyrir andvirðið. Er eitthvað hæft í
svona sögum?
„Eini möguleikinn að meðhöndla
Svía að Fitjum“
„Þetta er ekki eins fráleitt og ætla mætti. Það
sem stendur Svíum fyrir þrifum í að geta náð
árangri í áfengismeðferð er einmitt þetta.
Þeir eru því miður ennþá að leita að ástæð-
unni fyrir því af hverju maður drekkur.
Þjóðfélagið er ntjög furðulega uppbyggt, t.d.
er algengt að 30 ára gainall alkóhólisti í Sví-
þjóð sé kominn á öryrkjaframfærslu. Menn
eru þá orðnir útslegnir þjóðfélagslega og þar
er erfitt að hjálpa þeim þegar búið er að
syipta þá sjálfsbjargarviðleitninni, sem er
svo vel haldið við á Islandi með því að hafa
félagslega kerfið svona dapurt! Það er erfitt
að segja þetta en svona er þetta í raun og
veru. Hér verða menn að bjarga sér.
I dag eru Svíar meðhöndlaðir að Fitjum, í
húsinu sem Hilmar Helgason byggði uppi í
Mosfellssveit. Þar er stór meðferðarstöð
með 50-60 sjúklingum að jafnaði og pró-
grammið er það sama og hjá SÁÁ. Ég held
raunverulega að það sé eini möguleikinn til
að meðhöndla Svía, að senda þá að Fitjum.
Þar ranka þeir við sér, á eyju 2000 kílómetra
norður í Átlantshafi, þar sem fáir skilja þá
og þeir skilja engan. Þarna ná þeir góðunt
árangri því þeim dettur ekki í hug að stinga
af á þessum hræðilega stað, en það var eitt af
vandamálunum í Svíþjóð að þeir stungu af
úr meðferðinni í stórum stíl.
Opinberu meðferðarstofnunum í Svíþjóð
helst betur á sjúklingunum því þar eru engar
kröfur gerðar til þeirra. Þar gera sjúkling-
arnir hins vegar miklar kröfur. Þeir vilja hafa
sjónvarp í herberginu, æfingabekki í kjallar-
anum o.fl. og ef þeir fá þetta ekki þá fara
þeir bara. Þetta hefur reyndar lítið með
áfengismeðferð að gera, enda spurning hvort
sjúklingarnir eigi að verða edrú. Maður spyr
sjálfan sig þeirrar spurningar þegar maður
skoðar slíkar stöðvar."
„Atti von á að fólk væri orðið
upplýst um alkóhólisma“
Við Ingjaldur ræddum um ýmsar skilgrein-
ingar á alkóhólisma, en ísland og Bandaríkin
eru svo til einu löndin þar sem sjúkdóms-
greiningin nýtur teljandi virðingar. Ef maður
ber virðingu fyrir sjúkdómsgreiningunni þá
segir hún að það sé útilokað annað en að
hætta að drekka og það sé ekki hægt að
hverfa til hóflegrar neyslu. Danir vilja t.d.
alls ekki leggja frá sér bjórinn og árátta
ýmissa þjóða að einblína á hófdrykkjuna
hefur hamlað mjög árangri í meðferð alkóhól-
ista. En hvernig blasti Island við honum eftir
útiveruna?
„Það kom mér margt á óvart. SÁÁ var
búið að keyra stífa meðferð í 11 ár og segja
má að einn maður úr hverri fjölskyldu hafi
farið í meðferð og flestir fullorðnir íslend-
ingar ættu því að vita hvað hún gengur út á.
Ég átti því von á því að fólk væri almennt
orðið mjög upplýst um alkóhólisma, en það
kom mér á óvart hvað það er mikil afneitun
hér gagnvart sjúkdómnum, þrátt fyrir að
þúsundir hafi fengið bata. Menn voru enn
neikvæðir gagnvart áfengismeðferð og alls
ekki hættir að ræða um hvort alkóhólismi
væri sjúkdómur eða aumingjaskapur."
Talið barst nú að árangri af áfengismeð-
ferð. Ingjaldur sagði að þrátt fyrir allt væru
margar góðar meðferðarstöðvar í Svíþjóð, í
tengslum við bandaríska aðila, en þær væru
reknar eins og vídeóleigur. Hörkubisness.
Þar skiptir góður árangur öllu máli. Rann-
sóknir hafa sýnt að þeir sem ná bestum
árangri eru giftir einstaklingar á aldrinum 29-
41 árs, sem búa í öruggu húsnæði og hafa
atvinnu. Þessir aðilar fara yfirleitt bara í eina
áfengismeðferð og í Svíþjóð eru þetta einu
aðilarnir sem konrast í meðferð! Þannig geta
þeir sýnt fram á betri árangur en clla. Samt
sem áður segir Ingjaldur að árangurinn hjá
SÁÁ sé betri en annars staðar á Norður-
löndunum þrátt fyrir að meðferðarstofnanir
SÁÁ séu öllum opnar. SÁÁ gerir ekki grein-
armun á félagslegri stöðu einstaklinga við
innskrift. „Auk þess taka Svíar helst ekki
endurkomumenn þv>' þeir skemma árangur-
inn. Það er mjög slæmt að starfa í svona
móral," sagði Ingjaldur.
Hvaö er áfengismeðferð?
- Fyrst við erum að tala um áfengismeðferð
þá væri ekki úr vegi að þú lýstir henni fyrir
okkur. Hvernig bera menn sig að, segjum
Norðlcndingar, ef þeir óska eftir meðferð?
„Ég ráðlegg fólki að hafa fyrst samband
við skrifstofuna hérna, hafa samband við
mig. Það er mikilvægt að fá dálitla greiningu
á sjúklingana. Ég er ekkert á því í dag að all-
ir eigi að fara í meðferð. Mér finnst meðferð
vera vopn sem maður beitir þegar allt annað
er á þrotum. Fólk ætti að reyna annað fyrst,
s.s. bindindi, reyna að stjórna drykkjunni.
Meðferð er mjög dýrt apparat og henni ætti
að beita þegar fólk er komið í þrot, enda er
það þá móttækilegast fyrir henni. Það er til-
gangslaust að fá mann inn í grúppu sem
finnst ennþá skemmtilegt að drekka. Hann
nær ekki árangri fyrr en hann er farinn að
kynnast hinum hörmulegu afleiðingum
neyslunnar.
Ég geri greiningu á stöðu fólksins og ef ég
sé að viðkomandi þarf ekki á meðferð að
halda þá aðstoða ég hann með því að leggja
fram bindindisplan eða eitthvað þvíumlíkt.
Gangi það ekki kemur meðferðin sjálfkrafa.
Ef við erum hins vegar sammála um að fara
meðferðarleiðina þá útvega ég viðkomandi
innskriftartíma á Vogi og tekur það venju-
lega nokkra daga. Síðan fer hann á Vog í 10-
15 daga afvötnun, eða afeitrun því það orð
er meira notað núna enda tekur það yfir lyf
og önnur efni líka. Meðferðin á Vogi er fyrst
og fremst í formi fræðslu og ekki gerðar
miklar kröfur til sjúklinga.
Síðan fer einstaklingurinn í fjögurra vikna
eftirmeðferð á Sogni í Ölfusi eða Staðarfelli
í Dölum. Þá hefst vinnan fyrir alvöru og
menn fara að gera alls kyns uppgötvanir sem
þeir höfðu ekki gert sér grein fyrir áður, t.d.
að árangur áfengismeðferðar sé undir þeim
sjálfum kominn. Þeim mun virkari sem við-
komandi er í meðferðarstarfinu þeim mun
meira fær hann út úr því. Auðvitað getur
hver sem er farið í gegnum meðferð með því
að sitja í fýlu úti í horni, en þannig nær hann
ekki árangri. Árangurinn felst í virkni.“
Stóra sjokkið
- Síðan kemur sjúklingurinn út í þjóðfélagið
og ekki alheilbrigður, eða hvað?
„Nei. Þá er það sem stóra sjokkið kemur.
Það virðist vera ótrúlega stórt stökk frá
vernduðu meðferðarumhverfi út í okkar
grjótharða samkeppnisþjóðfélag. Surnir
komast hreinlega ekki þennan spöl og þetta
er mál sem við erum að velta fyrir okkur í æ
ríkari mæli.
Hér er óhjákvæmilegt að nefna stafina AA
(Alcoholics Anonymous). í meðferðinni er
gengið út frá því að alkóhólismi sé sjúkdóm-
ur, sem inaður verður að sætta sig við og get-
ur engu breytt í þeim efnum. Þar er fólki
ráðlagt að stunda AA fundina eftir nteðferð
til þess að halda sér í jafnvægi og geta leyst
úr sínum daglegu vandamálum, reiði, pirr-
ingi og stressi án þess að drekka. Maður lærir
að stunda AA fundi í meðferðinni og þar er
maður virkur i sinni litlu grúppu, þar sem
fólk þekkist orðið vel innbyrðis. Þegar heim
er komið fer maður á AÁ fund en þar er
auðvitað allt annað fólk, sem maður þekkir
kannski ekkert. Þetta er kannski höfuð-
ástæðan fyrir því að ekki skila allir sér út í
AA samtökin.
Þetta er mál sem við tökum á hérna á
skrifstofunni. Eftir að eftirmeðferð lýkur
koma menn hingað í grúppur, einu sinni í
viku í þrjár vikur. Ef menn þurfa nteiri
stuðning þá fá þeir hann. Hér kynnist fólk og
það getur þá farið saman á AA fundina, skil-
að sér þangað í ríkari ntæli.
Ein höfuðorsök þess að alkóhólistar detta